Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Side 2

Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Side 2
Mánudagsblaðið Hvar er Smart spæjari Mánudagsblaðið Reykjavík Lengi getur vont versnað, ég segi nú ekki annað. Sjónvarps- dagskráin er orðin svo hörmu- leg að það liggur við að maður gefist bara upp og fái sér video. En þá þarf maður að borga afnotagjaldið engu að síður, þó maður horfi aldrei á útsending- arnar. Svo koma þessir menn og væla um meiri peninga og meiri peninga. Ég vildi glaður borga hærra afnotagjald ef það væri einhver trygging fyrir því að dagskráin batnaði. Ég held að meiri peningar tryggi ekki betri dagskrá. Það þarf að f þarna inn almennilegt fólk sem hugsar eins og annað fólk og veit að sjónvarpið er fyrst of fremst afþreyingartæki. Kannski þetta sé að verða eins og í Svíþjóð þar sem sjónvarpsmenn umgangast bara hvorir aðra og hafa ekki hugmynd um hvað almenningur vill? Það kostar sáralífið að hafa þrjár til fjórar bíómyndir á dagskrá í viku hverri. Og hvar eru Smart spæjari og aðrir góðir? Þeir ganga alltaf í öðrum löndum. - KA. Ragnar át skattana IM ofan í sia aftur Jóhann S. skrifar: Heldur fór hann Ragnar Arnalds skrítinn kollhnís í skattmálunum. Áður en hann varð fjármálaráðherra var hann alltaf að væna þá sem stunda sjálfstæðan atvinnu- rekstur um ægilegan þjófnað u' dan skatti. Þess vegna var ■>n udo sá háttur að áætla skatt af rekstri þótt tap væri á honum. Fóru margir illa út úr þessu í fyrra. Nú kemur Ragnar og segir að þetta hafi verið tóm vitleysa og það verði strax að hætta að áætla tekjur á fólk. Ekki sé hægt i að láta menn borga milíjónir í skatt af tekjum sem þeir hafi aldrei haft. Með batnandi mönnum er best að lifa, ég segi nú bara það. Svo var Ragnar alltaf að rífast út af því að fyrirtæki greiddu engan tekjuskatt. En hvað kemur í ljós eftir að Ragnar er sestur í ráðherrastól- inn? Jú, hann sér að mörg fyrirtæki geta ekki greitt neinn tekjuskatt og hann segir ekki bofs. Hins vegar þegir stjórnar- andstaðan svokallaða í stað þess að grafa upp gömlu ræðurnar hans Ragnars og stríða honum ærlega. Það er engin harka í honum Geir og hans mönnum. Svona komma eins og Ragnar á að fiengja þegar hann étur bullið úr sér. Annars líst mér að mörgu leyti vel á þessa ríkisstjórn. Alla vega er Gunnar nokkuð slyngur og ég hygg að Albert gefí honum góð ráð. Um Pálma og Friðjón veit ég lítið, en þeir eru þó af góðu kyni og má búast við góðu af þeim. Steingrímur er ekki nógu harður við kommana en það er Tómas Árnason hins vegar. Svo má nú ekki gleyma honum Ola mínum Jó. Hann lætur kommana ekki vaða ofan í sig i Keflavíkurmálunum og er það gott. Læt ég þetta nægja í bili en sendi kannski línu seinna. Níðskrif um Bandaríkjamenn Hr. ritstjóri. Þar sem ég veit að þú þekkir nokkuð til í Bandaríkjunum og ert hliðhollur þeirri þjóð sem þar býr vil ég biðja þig að birta nokkrar línur fyrir mig. Enda er nú svo komið að öll dagblöðin eru meira eða minna orðin undirlögð af kommaáróðri og óhróðri um Bandaríkin. Blöðin hafa notað skotárásina á Regan, sem geðveill maður stóð að, til þess að ráðast að Bandaríkjamönnum og blásið upp að þar séu menn drepnir með köldu blóði dag sem nótt og oft margir á dag. Fólk sem ekki þekkir til Bandaríkjanna stend- ur nú í þeirri trú að íbúarnir lifi í stöðugum ótta og hætti sér helst ekki út fyrir hússins dyr eftir að skyggja tekur. Þetta er alrangt. Að vísu er mikið um glæpi í stórborgum Bandaríkj- anna, en hvað morðum viðkem- ur er það oft að glæpamenn drepa hverjir aðra og er bættur skaðinn. Víðast hvar er almenn- ingur þar vestra hins vegar jafn öruggur með sig og íbúar Reykjavíkur, ef ekki öruggari. Mál er að níðinu um Bandaríkin linni og treysti ég þér til að skrifa skelegga grein um þetta í blað þitt. Að lokum vil ég koma á framfæri að ég hef saknað þess hve útgáfa Mánudagsblaðsins hefur verið stopul að undan- förnu og vona að Eyjólfur fari að hressast. Ég er búinn að kaupa blaðið í um 20 ár og þætti leitt ef útgáfu þess yðri hætt. - Kærar kveðjur, R. Sigurðsson. Auglýsið í Mánu- dagsblaðinu * AlþÝðubanklnnhf Aðalfundur Alþýðubankans hf. árið 1981 verður haldinn laugar- daginn 25. apríl 1981 aö Hótel Sögu (Súlnasal) í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráös um starfsemi bankans árið 1980. 2. Lagðir fram endurskoöaöir reikningar bankans fyrir árið 1980. 3. Tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil. 4. Kosning bankaráðs. 5. Kosning endurskoöenda bankans. 6. Ákvöröun um þóknun til bankaráðs og endur- skoöenda. 7. Ákvörðun um ráðstöfun arös sbf. 33. gr. sam- þykkta bankans. 8. Breytingar á samþykktum bankans. 9. Önnur mál, sem bera má upp sbr. 17. gr. samþykkta bankans. Aögöngumiöar að aöalfundinum, ásamt atkvæöa- seölum, veröa afhentir á venjulegum afgreiöslutíma í bankanum aö Laugavegi 31, Reykjavík, dagana 21., 22. og 24. apríl 1981. Bankaráö Alþýöubankans hf.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.