Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 3
Mánudagsblaðið Mánudagur 20. apríl 1981 Ritstjóri Agnar Bogason, sími 13496. Auglýsingar 13496. Áskriftir ekki teknar. Verð í lausasölu kr. 450. Prensmiðja Bókamiðstöðvarinnar. NYR FLOKKUR Nú er talsverð ólga í sjórnmál- um úti í Evrópu, og annarsstaðar lítur út fyrir að gamla flokkaskip- unin sé að riðlast. Þetta er mest áberandi í Bretlandi þar sem nýr miðflokkur hefur skotið upp koll- inum og sumir eru að segja að hann verði stærsti flokkur landsins. Reyndar trúi ég þessu svona mátulega, en hitt virðist Ijósi, að hann getur komið mönnum á þing og fengið talsvert fylgi. Og þessi fírðringur og órói í pólitíkinni nær allar götu til íslands, og vel gæti eitthvað svipað skeð hér á landi. Hér eru bæði á ferð hugmyndafræðilegir árekstrar og metnaður ákveðinna manna og hópa, en þetta blandast ýmislega saman. Fram að þessu hafa tilraunir í þessa átt hér á landi einkanlega verið í hægra kanti stjórnmálanna og hefi ég áður minnst á tilraunir til stofnunar Glistrupflokka hérna. En þær hafa runnið útí sandinn, því að við höfum ekki átt neina Glistrup, heldur bara lítt hæfa framagosa, sem hefur langað til að verða eins og hana En hver veit nema einhver sniðugur Glistrup skjóti hér upp kollinum, þegar minnst varir. Hann myndi sennilega taka mest fylgi hjá Sjálfstæðisflokknum, en líklega eitth vað frá hinum líka, því að ekki vantar breytingagirnina í okkur íslendinga, af því að það heitir breyting. Það á nú alldeilis við landann. Sumir hafa verið að gera því skóna, að núverandi sundrung í Sjálfstæðisflokknum mundi leiða til varanlegs klofnings. Þessi sundrung er þó svo persónu- bundin, að erfitt er að áætla neitt um þetta. Hitt er satt, að frá fyrstu tíð hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið að ýmsu leyti klofinn hugmyndafræði- lega, þó að löngum hafi verið reynt að breiða yfir þetta. Á fjórða áratugnum bar þar talsvert á flokki, sem hafði samúð með nasisma ög fasisma, þó að reynt sé að draga fjöður yfir það núna. Hins vegar var þar allt fólk, sem aðhylltist íhaldssamt lýðræði að breskri fyrirmynd. Þessi deilumál eru nú úr sögunni, en enn eru í Sjálfstæðisflokknum hugmynda- fræðileg átök milli harðlínumanna af ýmsu tagi og frjálslyndari afla. Það er vísu skrýtið að það eru oftast vísu skrýtið að það eru oftast aftur- haldssömusfu harðlínumennirnir í flokknum, sem kalla sig frjálshyggju- menn. Eins og nú er ráða harðlínu- mennirnir mestu í flokksapparatinu, en ef þeir kæmust í minnihluta gæti svo 'vel dottið í þá að stofha nýjan flokk. Slíkur flokkur gæti svo sem vel fengið talsvert fylgi á óróa- og krepputímum og að líkindum mundi hann hafa hálffasitiskt yfirbragð, sjá kommúnista og samsæri í hverju skúmaskoti. Annars er það svo sem hreint ekki óhugsandi að hreinir fasistaflokkar færu að skjóta upp kollinum hér á landi, eins og nú er að gerast sumsstaðar erlendis. Eitt, sem myndi ýta undir þé þróun er það, ef haldið verður áfram að flytja þeldökkt fólk hingað til lands, hundruðum eða þúsundum saman, og það verður látið taka atvinnuna frá Islendingum. Þetta er sálfræðilega mjög viðkvæmt mál og gefur auðveld tilefni til æsinga. Það eru margir hér á landi, sem annars eru ekki neinir kynþáttaæsingamenn, sem þykir ekkert varið í að sjá svart og mórautt fólk í hópatali, hvar sem er á íslandi. Þetta fólk á að vera í sínum heimalöndum, en ekki leggja undir sig annarra manna lönd. En svertingja- dýrkun er ein af þeim ástríðum, sem hrjáir litlu gáfuðu þjóðina. Fegursti draumur margra íslenskra hugsjóna- manna er að sjá Almannagjá fulla af svertingjum. Það mundi mörgum rauðsokkum og hugsjónamönnum þykja unaðsleg sjón. Og þá er hætt við að risið gætu upp hörð, jafnvel með fasistisku sniði. Það er sjálfsskapar- víti ef við lendum í því. Framsókn og hugsjónirnar. Fyrr eða síðar hafa hugmynda- fræðileg átök verið í kring um Framsóknarflokkinn. Hann klofnaði meira að segja á fjórða áratugnum. Þetta var upphaflega nær hreinn bændaflokkur, en fljótt fóru ýmsir úr öðrum áttum að nudda sér utan í hann, oft svona eitthvert sambland úr skrýtnum hugsjónamönnum og framagosum. Þeim fannst oft gömlu mennirnir í flokknum standa í vegi fyrir frama hinna sjálfskipuðu ofurmenna. Þessir ungu menn voru oft með hina og þessa klofning tilburði, einkum á vinstri kantinum. Þetta var skrýtinn lýður, oftast ansi upptekinn af sjálfum sér. Þeir hafa dreifst í allar áttir, sumir endað í Alþýðubandalaginu þar sem sjálfs- matið í þeim hefur oft verið vel metið. En varla er hætt á klomingi frá þessum lýð í bráðina.... Kratar Alþýðuflokkurinn hefur talsvert oft klofnað um dagana, og líklega er ekki bráð hætta á því sem stendur. Þó eru í flokknum átök milli hægri og vinstri manna. Ekki sist gætir þessa I málefnum Reykjavíkur. Þar vill Björgvin vinna til vinstri, en Sjöfn og hennar lið þráir ,það heitast að ganga í sæng með Sjálfstæðisflpkknum. Og það eru ýmis öfl í flokknum sem ýta undir þetta. Þetta gæti vel leitt til nýs klofnings og líklcga mundu báðir armar flokksins hafa talsvert fylgi, en flokkurinn þolir varla slíkan klofning úr því, sem komið er. Það er líkast því að Alþýðuflokkurinn geti með engu móti haldið sér til lengdar á rólegri sósíaldemokratiskri línu líkt og t.d. flokkur Palme í Svíþjóð. Annaðhvort fara menn þar beint yfir í Alþýðu- bandalagið eða þeir vilja bara verða lítið og ætt útibú frá íhaldinu. Fáir eða engir hér á landi hafa verið Alþýðu- bandalaginu önnur eins hjálp og hægri mennirnir í Alþýðuflokkrium, þeir hafa hreint og beint rekið vinstra fólkið þangað með gaddasvipu, þúsundir kjósenda sem eiga ekkert skylt við kommúnista. Tviskinnungur Alþýðubanda- lagsins. Kannski er þó ólgan í cngum íslcnskum flokki jafnmikil og í Alþýðubandalaginu sjélfu, þar ólgar, sýður og frussar undir niðri. Flokkurinn verður að leika rólegan, hálfsósialdemókratiskan flokk, en það eru ekki allir í flokknum jafnánægðir með það, og oft cr crfitt að sjá, hvað er alvara og hvað er leikaraskapur og hvað sýndarmcnnska hjá flokknum. Hjá honum eru gömlu stalinistarnir alltaf i fýlu út í horni Flokksforystan rcynir að forðast að styggja þá meira en nauðsynlegt er og sumir í henni hafa i hjarta sér samúð með þeira, en láta ekki bera meira á þvi en taktíkin leyfir. Þetta er hópur manna, sem maður getur ekki annað en haft samúð með. Þetta voru menn, sem voru búnir að ráða lifsgátuna í citt skipti fyrir 011, allt var klappað og klárt, Stórisann- leikur fundinn. Þeim leið vel cins og hvítasunnumönnum eða mormónum. Svo er allt í cinu sannleikanum svipt í burt frá þeim, sjálft flokksblaðið þeirra fer að gera gys að hinum heilaga sannleika, sem öllum ætti þó að vera augljós. Þetta er guðlast. Við, sm efumst um allt og vitum að við vitum ekkcrt, höfum ástæðu til að öfunda þessa frelsuðu menn. Það er sama hvort guðinn heitir Stalin eða einhverju fornhebresku nafni, það er hæfilcikinn til að trúa, sem er öfundsvcrður. Það eru margir trúaðir Stalinistar enn á íslandi, einkum af eldri kynslóðinni, menn, sem ólust upp í sellukommunismanum og fengu þar sína lifsfyllingu. Þessir menn eru órólegt clemcnt í Alþýðubandalag- inu, þeri eru sárir og gramir út i hinn tækifærissinnaða flokk, sem er farinn að gera gys að flestu því, sem þeim er heilagt. En alltaf getur eitthvað skeð Ef til dæmis Rússar hernæmu Islandsf hvcrjir yrðu þé scttir á oddinn hér? Yrðu það ckki hinir gömlu dyggu Rússadýrkendur, en ekki hcntistefn- umennirnir, sem alltaf hafa hagað seglum eftir vindi? Þessi litla fagra von lifir ennþé í draumahorninu. Gæti ekki svo farið að Maria Þorsteins- dóttir yrði kölluð til forystu, en Ragnar Amalds látinn fiúka í ystu myrkur? Hver veitj hver veit? Stalinistarnir gömlu og góðu í Alþýðubandalaginu vona og bíða, en þeir kljúfa ekki flokkinn. Þeir biða cftir vetri tið með blóm í haga. Yst á vinstra kanti Alþýðubanda- lagsins eru ýmiss óróleg öfl, sem hafa stundum verið að reyna -að stofna nýja byltingaflokka. Sumir þessara flokka eru vist til enn. Þeir kenna sig sumir við Mao, aðrir við Trotsky eða enn aðra. Stjarna Maoistanna er vist heldur að dala, en Trotsky gamli virðist ætla að verða furðu lif seigur, maður er alltaf að hitta gáfað og alvarlega sinnað ungt fólk, sem trúir á hann í blindni. Og satt að segja er þetta unga fólk miklu alvarlegra sinnað en skákspilararnir, sem nú fara með völdin í Alþýðubandalaginu og eru ósköp borgaralega sinnaðir, hugsandi bara um fylgi og frama rétt eins og hinir flokkarnir. Ég gæti best trúað því, að alvarlegustu idelaistarnir á Islandi í dag væru úr röðum hinna ungu Trotskyista. Þeim cr vissulega alvara með sínar hugs jónir um að bæta heiminn og það er þó alltaf fallega hugsað, þó að heimsgreyið vilji helst ekkert láta bæta sig. Þeir eru ansi margir sem hafa gefist upp i að bæta hann. Heimsfrclsarar eru sjaldan neínir skemmtikraftar, en þeir eru oft góð skinn. Þó afl hugsjónirnar og sjílfsumgleðin renni oft leiðinlega saman hjé þeim greyjunum. Er hrgt að stofha nýjan byltinga- sinnaðan vinstri flokk vinstra megin við Alþýðubandalagið? Óanægjan yfir hentistefnu flokksins i undanförnum árum er mikil og víða er urgur í flokksmönnum. En ég er vantrúaður á, að það taekist að sameina hin óanægðu öfl. Það myndi allt fara í rifrildi um smiatriði. Það skal eitthvað mikið til, að slfkur flokkur kæmi mönuum i þing, flestir kjósendur Alþýðubandalagsins myndu halda áfram að kjósa það, þó að þeir annað veifið kalli það — helvítis krataflokk. Öllvitumviöaö osturerbiagðgóður en hann er w likahollur því að í honum eru öll næringarefni mjólkurinnar og flest í mun ríkara mæli. Próteinið- byggiiigarefini líkamans Daglegur skammtur af því er nauðsynlegur til uppbyggingar og viðhalds frumum líkamans. Ostur er mun próteinríkari en t. d. kjöt eða fiskur. Dagleg þörf af próteini er áætluð um 45—65 g en í 100 g af osti eru 27—32 g af próteini. Mjólkurostur er bestikalkgjafinn í venjulegu fæði. En kalkið á mestan þátt í myndun og viðhaldi tanna og beina. Af því þurfa börnin mikið og allir eitthvað. Auk þess er í osti gnægðannarra steinefna og vitamina sem auka orku og létta lund. "•wsœ*

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.