Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 6
Mánudagur 20. apríl 1981 Mánudagsblaðið Er „Oskarinn" keyptur fyrir peninga? Afhending Óskarsverðalun- anna er meðal frægustu atburða sem eiga sér stað í Hollywod á ári hverju - glæsisamkunda þar sem háaðall kvikmyndaheimsins heiðrar hina bestu sín á meðal. En eru verlaunin ætíðverðskuld- uð? Eða eru þau stundum keypt? í nýrri bók sinni, "The Real Oscar", dregur Peter Brown eftirminnilega fram í dagsljósið hvernig verðlaunahafarnir eru raunverulega valdir bak við tjöldin. Sum kvikmyndarver leggja sig niður við næstum hvað sem er til að hljóta Oskarsverðlaun. Þar af leiðandi birtist peningavaldið bak við verðlaunin í óhugnan- legri mynd. Myndin "One Flew Over the Cuckoo's Nest" bætti t.d. um 43 milljónum dala við gróða félagsins út á Óskarsverðlaunin fímm, sem myndin hlaut. Verðlaun fyrir bestu myndina og besta leikarann voru örugglega talin 25 milljón dala virði fyrir myndina "Kramer vs. Kramer". Universal tilkynnti að verð- launamynd þeirra "The Sting" hafi aukið 30 milljónum dala við gróðann. Af þessu leiðir að mjög hart er lagt að kvikmyndaverunum að fá að minnsta kosti einn Oskar út á myndir sínar. Auglýsingaslag- orðið „Óskarsverðlaunamynd" er allsherjarlausn í samkeppn- inni. „Þetta hefur í för með sér að sumar myndir verða að fá Óskar til að standa sig á markaðinum", er haft eftir tals- manni Paramount. „Það er hættulegt ástand. Þegar mynd verður að hljóta verðlaun til að hafa upp í kostnaðinn, verða sumir okkar að frcmja allt nema morð til að fá þau. Nýtt keppnis- spil er hafið á 9. áratugnum." BOÐ-NÆTUR- COCKTELAR Veturinn 1969-70 voru franskir matreiðslumeistarar frá París fengnir til að sjá um veitingar og veisluborð fyrir Óskarskjósendur, sem Universal Pictures-félagið bauð á sýningar. (Samkvæmt upplýsingum frá Universal kostaði aðeins matur- inn 35 dali á mann). Og 35 sýningar voru haldnar á mynd- inni - sumar eingöngu fyrir þá sem atkvæðabærir voru til útnefningar í kvikmynda- akademíunni. Sýningarmönn- um(cinemtographers), sem tald- ir eru ginkeyptasti hópurinn, var smalað saman í hanastél og átveislu hjá Universal á undan sýningu kl. hálfníu. Sólbrúnir þjónar í aðskornum silkibuxum og flauelsjökkum útdeildu dýrkéyptum áróðurs- pésum um "Anne of the Thousand Days" og vísuðu mönnum veginn að veisluborð- inu. Borðin svignuðu bókstaflega undir krásunum: Kokkteilum, sjö heitum forréttum, köldu steikarbuffi, kaldri skinku, kjúklingabringum á Hawaaii- vísu, Stroganoffbuffijinnflutt- um hrísgrjónum, salati úr ferskum ávöxtum (þ.á.m. ávöxt- um utan uppskerutíma sem kostnuðu 8 dali kílóið), ostum og frönskum kökum. Daginn eftir var öllu átkvæða- bærum sem mættu sent ábyrgð- arbréf frá Universal þar sem þeim var þakkað fyrir komuna og boðinn enn meiri áróður um Richard Burton, Genevievi Bujold myndina (bæði voru tilnefnd). „Við gerum harða hríð að sérgreinunum í hópnum", lét talsmaður Universal hafa eftir sér, „og þið megið bóka að það gerði lukku". "Anne of the Thousand Days" hlaut algjör- lega óverðskuldaða útnefningar. Kjósendurnir sem notið höfðu krásanna í veislu kvikmynda- versins létu allir myndina fylgja með á lista sínum yfír fimm tilnefningar. Engin starfsgrein kvikmyndmanna sleppti henni. En Twentieth Century Fox var þó að leggja sig enn betur fram. Þeir sátu uppi með 25 milljón dala höfuðverk, nefnilega "Hello Dolly!" LÉLEG „Við komumst að þeirri niðurstöðu að auglýsingaflóð hjálpaði ekki í þessu tilfelli. ÖU borgin vár farin að hvískra um hve légleg hún væri", sagði tals- maður Fox. „Við ákváðum að bjarga málunum með krásum og kampavíni. Svo héldum við sýningarnar. Kjósendurnir sáu myndina gegnum kampavínslit- uð glös". Kvikmyndaverin vörðu um 7,5 milljón dölum á þremur mánuðum í Óskarskosningabar- áttunni 1980. Það eru 2500 dalir á kjósanda, ef reiknað er með að það undur gerðist að allir kysu. Höfuðpaurarnir voru vand- lega sviðsettir. Tökum sem dæmi framboð Bette Midler til útnefningar sem besta leik- konan. Húllumhæið hófst í nóvember - sex mánuðum fyrir lokskosn- ingu. Fox, sem gerði myndina „The Rose" með henni, lét það berast út að Midler væri „frábær" í túlkun sinni á upp- gangi og falli rokksöngvara. Síðan byrjuðu forsýningarnar, sú fyrsta á þriðjudegi. A þriðjudagsmorguninn voru Bevery Hills og Hollywood útbíaðar af límmyndum í svörtu og rauðu (með Bette Midler æpandi lag sitt fyrir framan hárauða rós). í útvarpstækjum bílanna glumdu lög með rödd Bette Mider - kassetta hennar hafði verið sett á markað um morguninn, og ekki af neinni tilvikjun. (Meðlimir tónlistar- greinarinnar höfðu fengið senda kassettur í pósti). A þriðjudagskvöldið voru Rolls Royce glæsikerrur látnar aka inn um einkahlið Twentieth Century Fox með áberandi hætti. Ekkert mátti setja taugar Óskarskjósendanna úr skorðum á leiðinni á frumsýninguna með Bette. Enginn klappaði þegar mynd- inni lauk. Engu að síður höfðu kjósendur verið svo rækilega dáleiddir, að Bette Midler fiaug í gegn til útnefningar. Og einu simu eða tvisvar á áratug verður Óskars-græðgin ljót og viðbjóðsleg. Þetta gerðist 1973 þegar Warner^ Brothers voru að reyna að fá Óskar fyrir Lindu Blair, hina 14 ára stjörnu í „The Exorcist". Akademínu-kjósendur undr- uðust rödd Lindu þegar hún talaði í gervi djöfulsins. Þeir flýttu sér að vélja hana til útnefn- ingar sem bestu leikkonu í aukahlutverki. „Rödd hennar skilur eftir ör á sálinni", sagði Paris Match. „Óviðjafnanlegt", sagði Times í London. DÝRDARLJÓMI Warners sólaði sig í dýrðar- ljómanum um Lindu Blair. Allir töldu henni Óskarinn vísan. En röddin átti eftir að ásækja Lindu Blair og Warner Brot- hers. Sökum þess að það var alls ekki hennar rödd. Það var rödd Mercedes McCambridge, fyrr- verandi Oskarsverðlaunahafa, sem fórnað var í ásókninni eftir Óskarsgulli. McCambridge var alls ekki getið í kynningunni. Það var ekkert á límmyndun- um um hana, ekkert í auglýsing- unum né heldur á plötuumslag- inu, þar sem rödd hennar var þó meginkjarninn. Charles Higham, sem skrifar fyrir New York Times, rakst þarna á sögu um óhugnanlega en einkennandi Hollywood-græðgi. McCambridge lét sögu sína fiakka, bæði særð og reið. „Eg lagði fram erfiðasta leik v- ævi minnar. Warners veitti mér ekki minnstu viðurkenningu í myndinni né í auglýsingunum". (hræðilegur verknaður í borg þar sem leikari stendur og fellur með sinni síðustu viðurkenningu). Higham viðurkennir að frá- sögn hans hafi að líkindum kostað Lindu Blair Óskarinn. En í fláráðri sögu Óskarsins er það tilefni til að vera stoltur af.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.