Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 8
8 IEIKHU HAUSTIÐ í PRAG Um þessar mundir er það „móðins" að gagnrýna, andæfa og mótmæla nær öllu. Þessháttar varningur fer vel í munni á sviði, selur blöð og öllu framar leysir útvarp og sjónvarp frá leiðin- legum endurtekningum litlausra frétta og því málæði sem jafnan er fylgifiskur áróðurs. Þetta á einkar vel við þrasgjarna og smá- smugulega þjóð, eins og okkur íslendinga, sem hefur það að „intellectual“ gamni, að tæta í okkur sjórnmálamenn og þá sem einhver völd hafa einkum í íjármálaheiminum. Hér er um að ræða einkar gott viðfangsefni fyrir sálfræðinga, sem, efalaust, geta samið margar vísindalegar ritgerðir um sálarástand í fámenni, afstöðu hinnar um- bótasinnuðu ,,alþýðu“ til hvers málstaðar sem uppi er áhverjum tíma, án tillits til stærðar hans eða smæðar. A fjölum Litla sviðsins eru nú tveir einþáttungar, sem fjalla um andstöðu Tékka til hinna illræmdu hreinsunar þar, á árunum hans Dubcéks, þegar „vorið“ brást. Fyrri þátturinn, „Mótmæli" fjallar um tvo menn þá Stanek og Vanek og er hann einskonar duelle milli almenn- ings og kerfisins. Engin átök eiga sér stað í verkinu: Tveir fornvinir ræðast við, þrællinn og kerfismaðurinn, annar kominn til auðs og valda hinn máttlaus uppreisnarmaður. Fellur það í skaut Staneks, kerfismanns, að afsaka sig en Vanek gerir lítið annað, meginhluta þáttarins en að kinka kolli og tauta í barm sér jánkar og neitar. Leikstjórinn Helgi Skúlason, leggur fullmikla áherslu á Stanek, eykur hlut hans ósjálfrátt og þess vegna gæti Erlingur Gíslason, Stanek, hreinlega leikið Vanek út af sviðinu með tilburðum og handapati,ýktum sviðshreyfing- um og oft óþörfu málæði persónunnar. Það er því einkar forvitnilegt að athuga viðbrögð Vaneks, Rúriks Haraldssonar til þessa yfirleiks, sem leikstjórinn gúterar athugasemdarlaust. Og sjá Rúrik bregðast við eins og snjöllum leikara sæmir, hann undirleikur svo sniðuglega, hóflega og látlaust, að tilburðir Erlings verða sem vindur einn. Stanek er lítilmenni, sem vill verða karlmaður, fyrirlítur sjálfan sig, en þorir ekki að viðurkenna það. Hvað kom til að öðlingurinn Helgi valdi ekki Svein Einarsson í hlutverkið, hann hefur vissulega leitað flestra lækjanna í „húsinu“ og þetta væri hinum efalaust ekki ofraun? Þetta einvígi Vaneks og Stanek er miklu skemmtilegri, heilstevptari og hefur öllu meira jafnvægi en sá fyrri. Á hunda- skrifstofunni kynnumst við Vanek öðru sinni sem hunda- eiganda í Prag, sem verður að fá dýr sitt skrásett, ætt og uppruna m.a. í sambandi við hundasýn- ingu. Þessi fimm-hlutverka þáttur, spannar stærra svið og gerir óspart gys að bjúrókrasi- inu, forstöðukonan, Helga Bachmann, dauðhrædd við hunda er þó kvenna valds- mannslegust tilbúin að neyta valdsins gagnvart smælingjum en þó ekki annað en augnaþjónn þegar á reynir, samanber í viðmóti hennar við Bebu. Helga leikur hlutverk sitt af myndug- leika, er röggsöm og á vissan hátt ákveðin, en glúpnar þó á sviðinu fyrir Blaze. Guðrún Þ. Stephen- sen, sem allt vill um koll keyra með alkunnum skasstilburðum sínum en þó réttum. Milli þessara kvenna siglir svo Tinna Gunnlaugsdóttir, Beba, dóttir foringjans, falleg og tískuleg, dóttir leiðtogans, sem allir óttast. En í gegn koma svo yfirburðir köriks Haraldssonar, Vanek, seih íif sannri hófsemi í túlkun hlutvefksins skyggir áþreifan- lega ^ afla samleikara sína. Leikendur í Mótmælum: Erlingur Gíslason og Rúrik Haraldsson. Mánudagur 20. apríl 1981 Túlkun hans er sönn, gædd góðlátlegu humöri í báðum þáttum. Hann ber höfuð og herðar yfir leikendur og eins og íþróttagagnrýnendur segja „ tók þá í kennslustund" á frumsýn- ingunni í Kjallarunum þetta kvöld. AB. SKORNIR SKAMMTAR Það er ekki á allra færi að setja upp revíu, svo að gagni sé. Nú hefir L.R. ráðist í þessa framkvæmd og má þetta heita frumraun flestra þeirra sem koma við sögu. Árangurinn? Jæja, bara sæmilegur og all þokkalegur á köflum. Kúnstin við að setja upp revíu er sá, að vera drepfyndinn og um leið níðangurslega sannsögull og hittinn á galla þeirra, sem um er rætt. Þetta er frumskilyrðu þess að revía takist og beinlínis hryggurinn úr þeim fjölmörgu revíum, sem sýndar voru hér á dögum Indirða, Ottesens, eitthvað sem áhorfandi tæki heim með sér í lokin, einhver snjöll setning eða atburður sem sátu eftir í huga áhorfandans. Þessu var ekki til að dreiga. Það voru engar meitlaðar eða hnitmiðaðar setningar sem sátu eftir eða situationir sem festust í huga manns. Ástæðan er, ef til vill, sú að báðir höfundar eru ungir og* muna ekki gullaldar- tímabil revíanna, eru ekki aldir uppí andrúmslofti hlutlausrar gagnrýni né hafa það skopskyn, sem slík skrif óneitanlega krefjast. Þó á mörgu sé steytt (og það gera þeir vissulega) hefur Skornir skammtar, œfing: Gísli Halldórsson og Guðmundur Pólsson Tómasar, Halla og Alla et al, seinna blómaskeiði þessa vin- sælu skemmtana. Nú eru flestur þessara manna dauðir eða úr leik á einn eða annan hátt og ný kynslóð tekin við. Megingalli þessarar nýju kynslóðar er sá, að meinhæðnin er ekki fyrir hendi, ekki nógu sterk né þaulhugsuð. Höfund- arnir, Þórarinn Eldjárn og Jón Hjartarson eru of einhliða í gagnrýni sinni á sámfélagið, gera sér of lítinn mat úr hinu margþætta efni, sem snjöllum mönnum væri létt að moða úr. Sviptingar og umbrot í þjóðtél- aginu eru svo miklar og örar, að með öllu er óþarft að takmarka sig við fá og tiltölulega ómerkileg atvik úr göllum og hlægilegum mistökum landsfeðra okkar og einstaklinga. Þjóðfélagiið í dag býður upp á óteljandi tækifæri til þess að gera að skopefni eða athlægi þá daglegu viðburði sem borgarinn verður vitni að bæði í aðalstöðvunum við Austurvöll og ekki síður í prívat- stofnunum og hjá einstaklingum. En aðaluppistaða grínsins hlýtur að verða pólitíkin, allt annað aðeins krydd til bragðbætis, nema ef um stórmál í héraði sé um að ræða. Um revíuna Skomir skammtar verður þó sagt, að margt fyndið og spaugilegt er þar á boðstólum, mikill hlátur á frumsýningu og hressilega klappað. Þó var eins og þar skorti herslumuninn, maður það á tilfinningunni , að undirtónninn sé einhliða, þeir séu að reyna, þó dulbúið, að koma einhverjum skilaboðum á framfæri, einhverri gagnrýni. Þá hendir það, að verða of langorðir, dvelja um of á vissum atriðum, teygja lopann, sem veldur leikstjóranum Guðrúnu Ásmundsdóttur ósegjanlegum vandræðum. Einhversstaðar las ég, eða heyrði, að í ráði væri að endurnýja revíuna stöku sinnum eftir því sem tækifæri byðust og politíkin gæfi tilefni til. Þetta minnir mig á þá aðferð sem amerískir brúkuðu, í kringum 1943-1944 er þeir settu upp State of the Union, gamanleik með revíusniði sem breytti um svip eftir því, sem stjórnmálin í Washington gerðu hverju sinni. State of the Union gekk um árabil og kynntist ég einum höfunda og fékk tækifæri til að hnýsast í vinnubrögð hans. Ef þetta er rétt skilið hjá mér, er þetta þjóðráð hjá þeim Þórarni og Jóni og gefur þeim ótæmandi möguleika á að fága og endursmíða efnið. Það sýndi síg á frumsýningu að mjög mikil þörf er á slíku efni, sem þessu á sviðinu. Það var eins og allt í einu væri opnað fyrir áður óþekktar gáttir hjá áhorfendum. Hinn almenni létti blær, mörg fyndin atvik, létt leikinn og lipurð, leystu menn úr læðingi og hlátrar gullu við. Það er erfitt að skera úr um hvað var best, en Mánudagsblaðið þó hallast ég helst að söngvunum sem voru vel ortir, enda samdir við gömul viðurkennd lög, sungin af liprum söngkröftum og afbragðs leikurum. Þó tæknin sé áberandi meiri nú en í gamla daga er eitt, sem tíminn fær ekki unnið á. Það er hinn sanni revíuandi, hin sanna orðsnilld, hæðnin og háðið. Það var það sem á vantaði og það var nóg. Leikstjórn Guðrúnar As- mundsdóttur var allþokkaleg en henni voru skorður settar vegna málgleði höfunda og endurtekn- inga, sem hljóta að hafa dregið úr hraða og heildarsvip sýningar- innar svo og afar langsóttir kafiar og alkunnir hortjttir, sem ég nen'ni ekki að tíunda. Þeir leikenda sem af báru voru Kjartan Ragnarsson, Gísli Halldórsson, Harald G. Haraldsson, Helga Þ. Step- hensen og Sigríður Hagalín. Aðrir leikarar virtust skemmta sér vel, fullir af lífi. En mestu máli skiptir þó að áhorfendur tóku leiknum afar vel og hlógu mikið og full ástæða er að leggja enn meiri áherslu á revíur sem því leikformi sem mestrar hylli nýtur í þessu landi. AB. Vald verkalýðsins Framhald af bls. 5 vasa án milligöngumanna? Þetta er jú einu sinnisviti félagsmanna en ekki forystumanna. Og vel á minnst: Eru ekki óþarflega há iðgjöld í þeim sjóðum sem hafa slíkar fjárhæðir aflögu á rúm- helgum degi? Að lokum er rétt að ympra aðeins ásjálfumlífeyrissjóðnum. Takmark þeirra er fyrst og fremst að búa sjóðsfélögunum áhyggjulítið ævikvöld. En þær upphæðir sem fólk fær greiddar að loknum starfsdegi eru því miður skornar verulega við nögl og í engu samræmi við lífstíðar iðgjöld ásamt vöxtum. Venjulegur sjóðsfélagi fær í hæsta máta aðeins hluta af vaxtadæmi sínu endurgreitt í formi lífeyris þegar til kastanna kemur. Hinn hluti vaxtanna heldur áfram ásamt sjálfum höfuðstólnum að vera eign lífeyrissjóðsins og til ráðstöfunar fyrir forkólfa og hjálparhellur. Og þessi fjármálastarfsemi er lögbundun af sjálfu Alþingi íslendinga og lifeyrissjóðirnir orðnir að skyldufélagsskap þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrár um fullt félagafrelsi. Manni er víst ekki undankomu auðið þegar hjálparhellurnar rétta sína framréttu líknarhönd. Það þó líklega einskær tilviljun að merki hinnar ítölsku Mafíu skuli vera framrétt og svört hönd. Ykkar einlægur í bráð og lengd. Smáborgari.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.