Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 12

Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 12
Blaé fyrir alla ladið [ Sími Mðnudagsblaðsins er 1 34 96 Ef þú kaupir bfl sem er peninganna vinði þá er harai eldá dýr VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 völvo 244 kostáffm^OO -líttu svo á endmsöluveróió Bíósjeffar í Hollywood Þrír bíósjeffar tekja sig nú menn með mönnum, enda gera þeir nú víðreist. Þessir þrír sjeffar eru forstjórar Tónabíós, Laugarásbíós og svo auðvitað Háskólabíós, sem nýlega brugðu sér vestur til Holywood til þess að vera viðstaddir afhendingu Oscar-verðlaunanna og munu ósparir á að miklast yfir því að hafa andað að sér sama lofti og Robert De Niro, Sissy Spacek, Robert Redford o.s.frv. Gárungarnir segja að þeir hafi tekið með sér myndir og umsagnir íslenskra kritikera til að skýra heiminum frá OKKAR afrekum í kvikmyndaheim- inum. Það er ekkert nema gott eitt af slíkum reisum að segja, þó óvíst sé hverjir greiða endanlega kostnaðinn. En soyrja má hvort það sé alveg í anda þessara hálf- og alópinberu fyrirtækja, að forstjórarnir leggi ypp í slíkar langferðir— ,í menningarleit? Matti, Geiii^og Vestanmenn Sjálfstæðismaður, sem nýlega átti leið um Vestfirði, kom með þau ískyggilegu tíðindi, að ef Matthías Bjarnason hætti ekki að sleikja skóna hans Geirs þyrfti hann ekki að hugsa sér framboð fyrir þá vestanmenn framar. Vegur Geirs Hallgrímssonar (og þá væntanlega flokksins) er nú alveg í núlli, en aðdáun Matta virðist fara vaxandi á Geir.____ SÁÁ og „gamblers" A síðasta aðalfundi SAA voru ýmsar merkilegar umræður um fjáröflun félagsins til umræðu og voru vondum eiginmönnum með því að hóta: Ef þú hreyfir hönd eða fót, kalla ég í hann Hilmar!!! margar hugmyndir á lofti. Einna merkastar voru þær, að félagið eða framámenn þess skyldu skipuleggja fjárhættuspil áveitingastöðum. Sögðust þeir sem gerst vita, að þá þ.e.a.s. væru gestir undir áhrifum, manna örlyndastir og ósparir á gullið. En þegar til atkvæða var gengið þá var tillagan felld, þrátt fyrir að aðalstuðningsmenn hennar, formaðurinn og varaformaðurinn væru henni mjög fylgjandi. Meirihlutinn í SÁÁ leit svo á, að það væri nóg að Rauði krossinn kenndi íslenskum börnum að „gambla", þótt líknarfélög á borð við SÁÁ færi ekki svaðið líka. Kalla á Hilmar. Nú hefur verið ákveðið að stofna hinn langþráða sparisjóð hinna góðglöðu á vegum SÁÁ, en ekki verður hann alveg sjálfstæður, því að í ráði er, að hann verði undir yfirstjórn eins af þjóðbönkunum. Forráðamenn SÁA mega þó þakka sínum sæla fyrir að geta óáreittir skotið skjólshúsi yfir barðar eiginkonur og konugarmarnir geta nú náð sér niðri á Ný æfisaga Hörður Bjarnason, fyrrverandi Húsameistari ríkisins, er nú sagður vera að semja æfisögu sína og gerir þar grein fyrir ýmsum byggingum sem hann hefur hannað með miklum ágætum m.a. lýsir hann ýmsu heimsfrægu fólki sem hann hefur kynnst, fundum sínum og erlendra stórarkitekta, ferðum sínum um heiminn bæði í einka- og opinberum erindum, skrifstofurekstri og lífi og svo allskyns æfintýrum, sem hann hefur lent í. Auðvitað bíður alþjóð óþreyjufull eftir útkomu æfisögunnar en þó enginn jafnspenntur og Jón Haraldsson, hinn hæðni og neyðyrti útvarpsmaður og gagnrýnandi. Jæja loksins drattaðist umferðanefnd eða götulögreglan til þess að setja upp gul blikkljós að hinum ýmsu hornum þar sem umferð er ekki mikil vissa tíma dags eða á nóttum, í stað reglubundinna umierðarljósa. Þetta er strax bót í umferðinni, sem raunar Mánudagsblaðið stakk upp á fyrir hálfum öðrum ártug, en því var ekki sinnt þá. Nú væri ekki úr vegi að lögreglan endurskipu- leggði starf sitt og m.a. gerði vissa lögregluþjóna eða hópa þeirra ábyrga fyrir hinum ýmsu hverfum þar sem oftast er broftist inn í. Slík patrólstörf hafa gefist vel ytra en hafa aldrei verið reynd hér, frekar en önnur gömul og góð ráð sem nýtt eru erlendis og hafa sannað ágæti sitt.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.