Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Side 1

Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Side 1
SJÓRÆNINGJAR NAUDGA OG SVÍ- VIRÐA FLÖTTA- KONUR - RLS. 3 MANUDAGSBIADID Mánudaginn 2. nóv. 1981, 6. tbl. 31.árg. Verð 6 kr. STOLNIR BILAR H1IERFA SPORUUJST Ovandaðir viðskipta- hættir skreiðar- kaupmanna SELJA SVIKNA SKREIfl A ERL Það er staðreynd að hópur manna hér í höfuðborginni stundar þá þokkaiðju að ræna bílum, lima þá í sundur og selja síðan öðrum óvönduðum aðilum þá sem varahluti. Það er orðið áberandi hve margir bílar hverfa sporlaust og sjást ekki framar þrátt fyrir ítrekaða leit. Það sem einfaldlega skeður er, að bíl er stolið, færður á afvikinn stað, helst í bílskúr, en þar taka menn við honum, sem kunna allt til verka og skrúfa hann í sundur. Það hefur verið talsvert algegnt hér heima, að ef bifreið er skilin eftir á þjóðvegi þó ekki sé nema næturlangt, koma bílþjófar og reita af henni allt nýtilegt s.s. dekk, útvarp, hjólkoppa og allt annað jafnvel mælaborð. Svo bíræfnir eru þessir þjófar, að þeir hafa oftar en einu sinni verið við iðju sína um hábjartan dag t.d. á Keflavíkurvegi og Þingvalla. Lögregla hefur nú reynt að hafa hendur í hári þessara þjófa en mistekist, að mestu, til þessa. Orsökin til þessarar bíræfni er ónógt eftirlit af lögreglunanr hendi, ekkert eða lítið patról. Þessi tískuiðja, að strippa bíla og selja síðan sem varahluti er orðin of algeng til þess að löggan láti hana afskiptalausa. MÁL, SEM VARÐ- AR ALLA LANDS- MENN Með ábatasömustu afurðum sjávarins, sem við seljum til útlanda, er skreiðin. Til þessa hafa viðskipti þessi gengið vel en Nigería er þar meðal fremstu viðskiptalanda okkar. Nú háttar þannig að smátt og smátt hefur skapast geysihörð samkeppni á þessum markaði og eru þar margar þjóðir um hituna. Nú gætu menn ætlað að samkeppnin skapaði vöruvöndun og natni i sambandi við skreiðarframleiðslu til að halda því góða orðspori sem þegar er á fískafurðum okkar. En því fer víðs fjarri. Það er upp komið að skip sem siglt hafa umhverfis landið og tekið skreið í hinum ýmsu höfnum, hafa orðið vör við mestu svik í þessum farmi og er þar u'm að ræða bæði undirvigt og úldna vöru, sem íslendingar reyna að selja svörtum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN MARGSKIPTUR, STEFNULAUS Nú stendur yfír landsþing Sjálfstæðismanna og eru átök mikil á fundinum bæði baktjalda- makk og ráðabrugg. Geirsarmur- inn gengur nú berserksgang og vegur til beggja handa, Gunnars- armurinn gengur líka vasklega fram en á þó við ofurefli að etja, þar sem Gunnar sjálfur er ekki í fylkingabrjósti til að stýra liðinu, en það er þó undir teorískri stjórn Pálma Jónssonar, þess er gerði þau reginmistök í fjölmiðli að „búast við að Geir myndi hafa það.” Svo er það Alberts Guð- mundssonar „brotið”, sem er nokkuð fjölmennt, en forustan hefur sagt að sér sé þessi landsfundur algjörlega óviðkom- andi. Onnur öfl eru ekki það sterk að taki að minnast á þau ef frá er skilinn Ellert Schram, sem ekki hafði ákveðið sig er þetta er skrifað. (s.l. miðvikudag). Um alla þessa menn er ekki nema gott að segja, flestir litlausir meðalmenn með óflekkað mannorð. Það gildir einnig um Geir formann, en þó er lífshlaup hans einna eftirtektaverðast og ferillinn ferlegur. Hann gegndi borgarstjóraembætti hér með talsverðri reisn en tók embætti hér með talsverðri reisn en þó tók fylgi flokksins að grennast undir hans stjórn. Eftir að Bjarni Benediktsson féll frá og Geir varð formaður flokksins seig heldur en ekki á -framh. á 11. síðu Umsjónarmenn sem siglt hafa með skipum þessum og fylgst með skipun farmsins um borð, hafa hvað eftir annað rekist á þann ódaun sem fylgir úldinni skreið og hafa haft orð á. Islendingarnir hafa hrist höfuðið, brosað góðlátlega eins og þeir hefðu viljað segja: Það er nógu gott ofaní svörtu dónana. Þetta er stórhættulegt sjónarmið og getur orðið okkur dýrkeypt. Um leið og óorð kemst á einhvern hluta af þessari útflutnings- vöru okkar, skaðast allur árangur sem við höfum náð. Á nokkrum höfnum austanlands og norðan var þó ástandið skárra og reglugerðum fylgt að mestu. En of oft kom það fyrir að fiskurinn var skemmdur og ónýtur, en þó talinn hæfur til sölu og útflutnings. Islendingar gera sér ekki ljóst að öll lönd eru ekki Gósenland eins og ísland og fólk þar vill gjarna fá óspillta vöru, sem það greiðir fyrir af litlum efnum. Það verður ekki okkur til framdráttar ef nokkrir útgerðarfantar svíkja vörur inná kaupendur en ekki vonlaust að þeir muni það svo, að öll þjóðin verði að gjalda þess.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.