Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ, 2. nóv. 1981 2. nóv. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 Það er sagt, að leikritið Jói, hafi verið frumsýnt í tilefni árs fatlaðra. Um þetta eru allir sammála, utan höfundur, sem samdi leikverk sitt áður en búið var að lýsa yfir ári fatlaðra. Reyndar hlýtur hver og einn sent hugsar að sjá að þetta verk er ekki samið með hið almenna neyðaróp „þroskaheftra” á vörum og reyndar ristir það furðu grunnt á því sviði. Það er nefnilega staðreynd að Kjartan Ragnarsson er ekki sérmenntaður á sviði þroskaheftra um þau efni skrifa menn ekki að gagni nema sú sérmenntun sé fyrir hendi. Hins vegar útilokar það ekki, að höfundi tekst stórvel í verki sínu, kemur þar fram sjónarmiðum sem eru Leikfélag Reykjavíkur: Jói Höf. og Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Kjartan Ragnarsson kann nú manna best til leikgerðar á íslandi í senn áhrifarík og athyglisverð. Jói er í rauninni ekki „vitlausari” en gengur og gerist, heldur meira blátt áfram en alveg normal maður, framhleypinn og óðamála, einlægur og hreinlyndur og það sem við köllum í daglegu máli naive. Um andlega fötlun er vart að ræða, engin köst né önnur einkenni ’ slíkra manna. Það var því dálítið kyndugt að heyra allan þann andlega gusugang, sem ausið var yfir menn á frumsýningarkvöldinu, er sjálf- menntaðir sýkologar, jusu úr nægtar- brunnum visku sinnar og samúðar varðandi andlegt ástand Jóa. Kjartan Ragnarsson kann nú best til leikgerðar á Islandi. Orðlipurð hans er þvílík, tímaskyn og efnisval að ætla mætti að gamalreyndur maður fjallaði um yrkisefni hans hvort heldur hann beitir kímni eða alvöru á sviðinu. Kjartan veit hið gullvæga, sem of NÝTT LEIKVERK TÖKST STÖRVEL Jóhann Sigurðsson sem Jói og Þorsteinn Gunnarsson: Bjarni fáir höfundar skynja alls ekki. Það er sú staðreynd, að hann er ekki sérfræðingur í hinu ýmsa sem hann skáldar um og hann gerir engar kröfur í þá átt. Þess vegna eru verk hans leikverk en ekki fyrirlestrar og það eitt gefur verkinu gildi. Jói er fremur létt til uppfærslu. Það útheimtir ekki sérlega áreynslu af leikara hálfu né sviðs- manna. Hlutverkin eru ósköp einföld, manngerðir óbrotnar og vandamálin hversdagsleg. Jói gæti eins vel verið óstýrilátur piltur, dálítið öfgakenndur og óhemju barnalegur, aldrei hættu- legur nema í nauðgunaratriðinu, sem má að vissu leyti kenna Maggý, sem kemur á sinn hátt ögrandi fram. Og vissulega má deila um hvort þeirra er brjálaðra, Jói eða Maggy, eftir það atriði. Leikstjórn Kjartans er vissulega góð, en oft skyggir ágæti verksins á hæfileika leikaranna í heild, t.d. undir lok þátarins, sem er fyrir hlé. Þar mistekst leikurum hrapalega, leikur- inn dettur niður, áhugi áhorfandans dvínar. Af leikurum er Jóhann Sigurðarson eftirtektarverðastur. Sú klisja að hann minni á Lenna í verki Steinbecks er út í bláinn. Jóhann er alveg sjálfstæð persóna, þó báðir séu stórir og og skapar umræðuverða persónu á sviði. Er ástæða til þess að óska þessum unga manni til hamingju með þessa frumraun. En bestan leik kvöldsins er að finna hjá Sigurði Karlssyni, Dóra, sem nú slæt í gegn í gyrsta sinni á sviði. Þetta er ein erfiðasta persóna verksins, mest í hana spunnið og fjölbreytilegust en Sigurður skapar þarna eftirminnileg- an karakter, beinlínis svífur á köflum langt ofar hinum. Hönnu Maríu Karlsdóttur, Lóa, tekst ekki eins vel að túlka systurina og húsmóðurina, framsögnin oft hranaleg og líku máli gegnir um hreyfing., hennar. Leikendur okkar virðast eiga erfitt með að tileinka sér grace á sviði, þaðv erða oftar en ekki tómar eftirlíkingar, sem kemur glöggt fram hjá Elfu Gísladóttur, Maggý, sem er fremur snotur en tilþrifalaus stúlka, treystir um of á meðfædda fegurð án tillits til hæfileika. Þorsteinn Gunnarsson Bjarni, leikur hér í hlutverki, sem er ósköp lítilfjörlegt og langt fyrir neðan hans hæfileika. Guðmundur Páls- son, pabbinn, fumar á sviðinu án tilþrifa, eins og í leit að hlutverki. Þáer eftir ótalinn Jón Hjartarson, Superman en um leik hans er best að hafa sem fæst orð. Jói er sennilega eitt af betri verkum höfundar, undirtektir mjög góðar en það gekk ekki snuðrulaust á frumsýningu eins og alvöruleikhús- fólk sér. A.B. Að kyssa leikhúss- menninguna bless Saga Jónsdóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum Hvað vakir elginlega fyrir leikhúsinu? Það er tiltölulega auðvelt að setja upp gamanleik eins og þann sem við sáum í kvöld og enn auðveldara að fá áhorfendur til þess að hlæja eða brosa. Mörgum finnst þá að tilganginum sé náð en það er bara almennur missk- ilningur, einhverskonar general sannleikur, sem heimfæra má upp á hvern einasta farsa án tillits til listræns gildis hans enda vakti ekkert fyrir höfundi annað en að kitla hláturstaugarnar. En þó kemur manni annað í hug þegar maður hefir eytt heilli kvöldstund i að horfa á Feydeau. Þetta verk, Hótel Paradís, var og er tilraun höfundar til þess að vera fyndinn og skemmta á listrænan hátt en verður seint skoðuð sem farsi heldur grafalvarleg tilraun höfundar til þess að fletta ofan af hræsni samtíðarmanna sinna og sé hún skoðuð nánar hefur hún alla þá kosti til að bera, þótt hér hafi leikstjóri lagt sig í líma við að draga úr þeim kostum og sýna aðeins þunnt yfirborð gaman- seminnar. Semsagt, við sáum í kvöld þá útgáfu þessa verks, sem Feydeau vildi síst sýna okkur, einfalda og útþynnta mynd af kokkálaða eigin- manninum hinni skjálfandi hetju svefnherbergisins. Það má segja höfundi til hróss að hann er býsna fyndinn á köflurn enda gefur hugmyndin ekki tilefni til annars enöll sú fyndni e"r í dag heldur þvælt efni og hefur glatað miklu af þeim sjarma sem áður var alls ráðandi. Leikstjórn Benedikts Arnasonar er fálmandi og átakalaus; hann byggir allt á gömlu formúlunni án þess að koma að franskri kimni og frönsku delecacy svo nokkru nemi, hreyfingar flestra leikaranna verða stirðbusaleg- ar, gjörsamlega sneyddar öllu frönsku háttalagi. Þetta gæti eins verið íslenskur sjóaraleikur eins og franskur framhjáhaldsleikur svo ófranskar eru allar persónuskapanir. Það er ekki nóg hjá Benedikt að skapa hið ytra umhverfi en skilja sálina eftir... Typurnar eru allar misheppnaðar, ekki síst þaulvanirfarsaleikarareins og Þjóðleikhúsið: Hótel Paradís Höf.: G.Freydeau Leikstjóri: Benedikt Árnason Árni Tryggvason, sem kemur ekki nærri hlutverki sínu, Róbert sem er eins og úti á þekju, Bessi kemur einstaka sinnum nokkuð nálægt kröfum höfundar en það er ósköp tilviljanakennt og svo er það þessar standard revíutýpur Gísli, stelpurn- ar, Randver et.al. Þó verður að undanskilja Sigríði Þorvaldsdóttur sem sýndi furðu mikinn skilning á verkefni sínu, meira að segja skar sig úr öllum þeim professional leikkröft- um sem þarna gengu af hluverkum sínum næstum dauðum. Eg er hræddur um að Sveinn Einarsson hafi farið síðuvillt í sænskum uppslætti sínum um tilgang leikhússins, fjölbreyttni þess og víðsýni. Hann er nú á góðri leið með að drepa niður frumsýningar Þjóðleik- hússins með meðfæddu frjálslyndi. Og þegar slöttólfshátturinn er orðinn allsráðandi bæði í sal og á sviði getum við kysst alla leikhúsmenningu okkar bless. Þetta er ekki leikhús, að tarna. A.B. „Ljöðið sækir á mann eins og Einar Ben á drukkna heildsala áður en þeir byrja að gráta” Frá Eyrarbakka. Það er klassi yfir þessum sandblásna bæ þar sem allir hlutir voru upp á líf og dauða. f París. Um París sagði Jónas: Það á ekki að útskrifa menn úr grunnskólum, nema þeir hafi komið norður í Diskó (á Grænlandi) og til Parísar. Eg fer þangað í endurhæfíngu einu sinni á ári, það er að segja til Parísar, en þar liggja straumaskil menningarinnar og þú kemur þér upp nægjanlegri vanmetakennd til að mola þig í heilt ár. Mikið af list okkar er á lágu plani, vegna þess að menn halda sig í búrinu og halda að heimslistin sé þar, innan um þurran kost og sultukrukkur. í Diskó, en þar hefi ég verið þrisvar, stundar náttúran sjálf listsköpun og uppákomur, og sá sem þar kemur í fijgru veðri, hefur aðra viðmíðun í listum og hugsun allri. MED SAND I AUGUM í byrjun nóvember mánaðar kemur á markað ný ljóðabók eftir Jónas Guðmundsson, og mun það vera 16. bók höfundar, sem jafnan hefur mörg járn í eldinum. Við hittum Jónas að máli yfir kaffi- bolla á Hótel Borg og inntum hann nánar eftir hinni nýju bók, og ýmsu öðru og sagðist honum svo frá: Já það er rétt hjá þér, ég verð með ljóðabók núna, en ég hefi annars átt heldur örðugt uppdráttar sem ljóða- skáld. Fyrir mig sjálfan er ljóðið þó áhugavert form, því ekkert form í bókmenntum stendur nær málverk- inu, nema ef vera kynni skýrslur um fjárkláða og árbók landbúnaðarins, en þar er einnig unnið með skipulögðum hætti. I ljóðinu reynir á alla angist manns- ins, eins.og í málverkinu, og þú færð ekkert kaup annað en hina fávíslegu tilfinningu, að halda að þú hafir náð árangri. -Hvaða stefnu fylgir þú? -I þessari bók yrki ég kvæði eins og Þjóðviljinn og Morgunblaðið vilja hafa kvæði. Yrki opið. Að vísu tekst mér ekki að ná því innihaldsleysi, sem flest í því að lýsa því, þegar strætisvagn kemur eftir Túngötunni á hægri ferð og hverfur inn í Suðurgöt- una. En samt. Þetta form hentar í vissri andstöðu. Bókinni má skipta í þrjá kafla. Er fyrsti kaflinn um mannlífið á Eyrar- bakka, eins og það var, áður en það fékk mótorog benzín. Í rauninni hefur Rætt við Jónas Guðmundsson rithöfund og listmálara um nýja Ijóðabók það þó ekki breyst harla mikið, því enn er allur útvegur viðsjárverður þaðan og enn á þar heima fólk með dimma sorg í augunum, og sandurinn þyrlast upp og fægðar rúðurnar breytast í matt gler. Lífið er nefnilega sandblásið þarna, salt og hafið skýtur fuglsbringum, ellegar reiðir hnefana. Annar og þriðji kaflinn fjalla um eitt og annað, sem mér var hugleikið, það væri of mikið steigurlæti að nefna þetta heimspeki, en ljóðskáld eru þó um það bil að verða eina stéttin sem veltir fyrir sér öðrum andlegum verð- mætum en peningum, og reynir að hugsa djúpt. Annars er of mikið sagt að ljóðskáld sem slík séu lengur til, þótt talsvert sé ort af kvæðum. Meðan skáldin voru einu fjölmiðlarnir höfðu þau mikil áhrif. Og fullyrða má að þær félagslegu umbætur sem orðið hafa í þessu landi, hafi fyrst verið settar fram í óskiljanlegum kvæðum eða bókum. Skáld fóru áður með völd. -Seljast ljóðabækur á jólamark- aði? -Það selst alltaf eitthvað af ljóðum. Þó ekki í samanburði við svokallaðar ævisögur, eða segulbandsbækur um bilaða menn á einhverju sérstöku sviði. Fólk vill kaupa auðmýkinguna og fá hana í jólagjöf og nefnir gjarnan bersögli. Bækur um drauga seljast líka alltaf vel. Um ljóðin gegnir dálítið öðru máli. Það þarf nefnilega að lesa ljóð á sér- stakan hátt. Helst þarf lesandinn eig- inlega að vera skáld lika, ef vel ætti að vera. Nú segja má, að ljóðið eigi fáa óvini, en trausta, en svo gleymast ljóðin og ný koma í staðinn, sum eru jörðuð í kvæðasöfnum sem koma út í Svíþjóð, eða í Sovétríkjunum, en þar eru menn iðnir að gefa út kvæði eftir Lappa, íslendinga og^ Húgenotta. Aðra framtíð á ljóðið á Islandi ekki í bili, eftir að hafa borið fyrir augu örfárra manna. -Á hverju lifa skáld á íslandi? -Sú tíð er liðin, að kvæðagerð var atvinnugrein í venjulegri merkingu þess orðs. Skáldinortu þáfyrirþásem áttu peninga og gátu séð þeim fyr:r framfærslueyri. A vorum dögum er þetta ekki lengur hægt. En skáld, eða ljóðskáld fá ýmsa styrki, og verja sum ekki minni tíma í að eltast við stjórnar- nefndir, en í kvæðagerðina. Enn aðrir lifa á konum, eða láta konur þræla fyrir sér og kallast síðan atvinnumenn í bókmenntum, eða atvinnuhöfundar, og þykjast meiri menn fyrir vikið. Algengast er jrá að ljóðin og bókmenntastörfin séu tómstunda- störf, og það hefur að því er virðist aldrei komið að sök í skáldskap, að vinna fyrir nauðþurftum sínum. Um það má nefna mörg dæmi. -Hvað gerir menn að skáld- um? -Skáld er nú vandmeðfarið orð, en ég fæ ákveðna tilhneygingu til að yrkja í návist smábarna. Nýfætt barn er mikið undur, og þú byrjar samstundis að efast um grundvöll efnafræðinnar og lífeðlisfræðinnar, og þá er skammt í skáldskapinn, eða í ljóðið og það sækir á mann eins og Einar Ben á drukkna heildsala áður en þeir byrja að gráta. En svo aftur sé vikið að atvinnu skálda, þá eru mörg af okkar bestu ljóðskáldum úr stétt erfiðismanna. Lærðir menn geta að vísu ort vel, en þeir sjá heiminn, eða veröldina betur búna en almúgamaðurinn. Sér á parti virðist það hafa farið vel saman að yrkja kvæði og erja jörðina. Bændur hafa alltaf ort vel og má segja að sauð- kindin sé því einskonar undirstaða undir skáldskapinn í landinu. Meira að segja Grímur Thomsen, diplomat og bóndi á Bessastöðum. Hann var Dr. phil í heimspeki og bókmenntum, kanzellisti og legationráð, eða hvað þetta hét nú allt, varð skáldbóndi, því eftir að heim kom, gekk hann að hverju verki á búi sínu þegar hann hafði tóm til, og telja margir að stór- brotin náttúra þar sem hátt var til lofts og grasið svert í rótina, áraskipin og allt það, sem menn hafa fyrir augum á Álftanesi, hafi gert hann að skáldi en ekki störf í utanríkisþjónustu Dana þar sem menn gengu í silkisokkum. Þekking hans á heimspeki og bókmenntum kom síðan í veg fyrir að hann væri að hugsa það sem búið var að hugsa áður og hann gat fundið nýja viðmiðun sjálfur í ljóðum sínum en studdist þá jafnframt við sauðburðog vertíðir, ekki síður en mikinn lærdóm. -Þú getur um Eyrarbakka. Er það sérstakur staður fyrir þig? -Já. Með einhverjum óskýranlegum hætti leitar þessi staður á hugann. Við eigum reyndar smáhús, fullt af ráðdeild og búralegri nýtni. Þar bjó áður Jón Helgason, útgerðarmaður. Hann var peningamaður og hafði einn og sjötíu undir loft. Hann vakti yfir þessu húsi, sem er traust, byggt úr beinbrotum úr skútu strandi og þann við er ekki lengur hægt að saga. Annars er ég ættaður úr Reykjavík, þar sem forfeður mínir drukknuðu skilvíslega mann fram af manni í henni Faxabugt. Jón Eyjólfsson, langa langaafi minn útvegsbóndi á Steinum í Reykjavík drukknaði í fiskiróðri 1868 og sonur hans langafi minn drukknaði út á Sviði 1902. Amma mín fann það á sér, hann vitjaði hennar holdvotur í svefni og var þá búinn að raka sig. Eg sigldi því alltaf með miklum skikk í Faxabugt, er ég stjórnaði skipum. Mín eigin því bein voru þar á botninum. En Faðir minn var hinsvegar fædd- Fratnh. á bls. 11 |

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.