Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 11

Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 11
2. nóv. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 1 1 „EIGI SKAL FILMA” Snorri veginn öðru sinni Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar aö yöar ósk. Hafið samband tímanlega. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Sjálfstæðisflokkurinn frh. af 1. síðu -framh. af forsíðu ógæfuhliðina. Flokkurinn tapaði fylgi á þingi og bein afleiðing frammistöðu Geirs þar má þakka það að flokkurinn tapaði höfuðvíginu, Reykjavík. Síðan það óhapp bar við hefur flokkurinn verið að tapa auk þess kom upp sú úlfúð, sem enn stendur. Flokkurinn gekk klofinn til kosninga og síðan hefur þessi klofningur magnast og nú eru margir um boðið að verða formenn og liðsmenn skiptir yfir í þrjár herbúðir, þær sem fylgja Geir, Gunnari og loks Pálma Jónssyni, þó flestir reikni með að mestmegnis muni I sögum okkar eru ekki meira en sex orð höfð beint eftir Snorra Sturlusyni, tvær setningar,ör- stuttar, sem eru: Eigi skal höggva” og „Ut vil ek”. Þcssa staðreynd grípa svo höfundar kvikmyndahandritsins og spinna úr samtalslangloku, sem varir í heilar tvær klukkustundir og fjallar um heimilisraunir, barna- lán, búraunir (skinnamál Snorra) og svo óendanlegar umræður í laug, dálitlar en hugljúfar orðaskiptingar milli Snorra og Hallveigar, ásamt hressilegum aðfinnslum Hallberu Snorra- dóttur um kyngetu manns sins. Á þessu og þvílíku efnisvali smjatta þeir Þráinn Betelsson og dr. Jónas Kristjánsson í frásögn sinni af Snorra bónda í Reykholti. Ef þessi óskapnaður sannar nokkuð er það þó að Jónas er miklu meiri sagnfræðingur en skáld. Það þarf meira en lítinn kjark að taka sögu eins frægasta sagnaritara okkar, stytta hana og matreiða í tveggja stunda lífshlaup, slá saman nokkrum spýtum, safna pottum og kerjum, vopnum og glitklæðum, fá síðan handritið í hendur fáum óvöldum amatör leikendum og halda því fram að úr fáist brúkleg saga um Snorra og samtíð hans... Islendinga- saga Sturlungu er flestum okkar, sem nennt höfum að lesa hana að gagni, alltof heilagt verk til þess að við þolum þennan grautarhátt í meðferð slíks efnis. Verkefnið er í fyrsta lagi of viðamikið viðfangs til þess að aðilar alls óvanir slíkum verkefnum ráðist í það. Snorri ætti að vera efni í þætti, vel unna atburðaþætti úr lífi hans í líkingu við skrif Sturlu Þórðarsonar. Skil- yrðislaust ætti hún að vera skrifuð af skáldi og fræðimanni en ekki af reynslulausum frúskara sem, þó ailur af vilja gerður, reynist óhæfur. Saga Snorra er nógu viðburðarík til þess að Gunnarsarmurinn fara yfir á Pálma, auk Albertsliðsins. Þannig hefur Geir Hallgrímsson skilið við flokkinn margskiptan og stenfulausan. Þegar til kosninga er gengið um þessa helgi, er ekki úr vegi að fulltrúar hafi í huga skeið Geirs og láti síðan samvisku sína skera um hver hlýtur formannshnoss- ið. Það verða áhugaverð tíðindi, sem berast úr Valhöll. 1 UB *■ þau atvik, sem myndin fer yfir á hundavaði, gætu verið - ef vel er að unnið - efni í klímax hvers þáttar fyrir sig ef réttum vinnubrögðum yrði beitt t.d. dráp Þorvaldssona og ýmis önnur atriði úr sögú Snorra, sem öll sýna hinar ólíklegustu hliðar mannsins, bæði góðar og illar. Úr nógu er að velja, ef menn með snefil af ímyndunarafli hefðu um fjailað. Eg tel að miklu vænlegar hefði á horfst ef höfundar hefðu borið niður t.d. í Þórðar sögu kakala, Arons sögu eða Þorgils sögu skarpa. Þannig má benda á mýmörg dæmi úr Sturlungu, sem hentugra hefði verið að byrja á - alls ekki á sögu Snorra. Ef meining hefði verið að drepa niður allan áhuga á Sturlungu var þessi aðferð sjálfsögð, þó meira þurfi en þetta til að eyða áhuga manna. Persónusköpun hefur og mistekist algjörlega. Það er eitt sameiginlegt með persónum kvikmyndarinnar og það er hve allir eru litlir persónuleikar, gjörsneyddir sterkum persónudrátt- um, bæði í sjón og skapgerð. Snorri Sigurður Hallmarsson, útvatnað góðmenni, gufulegur róm- antíker, makráður og sentimental, reglulegur heitapottsmaður nútímans. Sturla Sighvatsson, Egill Olafsson, glæsimennið mesta, fremur snotur . i piltur, vöðvarýr, kraftlaus, minnir meira á heimasætu en karlmenni, Gissur Þorvaldsson, Hjalti Rögn- valdsson, ungpiltur, vart sprottin grön, hvítur og grannleitur. Nær lagi er svo Sighvatur bróðir Snorra, Gísli Halldórsson, Þórður Sturluson, Rúrik Haraldsson , báðir voru trúverðugir fulltrúar persónanna, en ósköp lítið fór fyrir Sturlu Þórðarsyni, Þórarni Eldjárn og svo báðum hinum norsku höfðingjum, Hákoni og Skúla jarli. svo fannst mér höfundar gera Orækju Snorrasyni, Hallmar Sigurðssyni, harla léleg skil og var ekki eitthvað ættmannabrengl þar á ferð? Það urðu talsverð vonbrigði af þessari mynd. Fúsk á borð við þetta leysir engan vanda né. eykur áhuga almennings fyrir Sturlungu. Báðir höfundar þeir dr. Jónas og Þráinn sönnuðu það eitt að verkefnið bar þá ofurliði. Þetta eru aðeins aðalgallar myndarinnar en ekki er pláss eða tími til að tíunda allt það sem aflaga fór hvað snerti kvikmyndun og senur og ýmsar ómótiveraðar gerðir. Þessi mynd gæti verið varnaðarorð til allra kvikmyndara okkar og gæti heitið Eigi skal filma, svo við perafreisum Snorra gamla. A.B. SNORRI SIGURÐAR HALLMARSSONAR - reglulegur heitapottsmaður nútímans Með sand í augum -framh. af 7. síðu ur á Eyrarbakka, sonur Péturs kennara þar og Elísabetar Jónsdóttur. En það fólk flutti allt suður, eftir að amma var orðin ekkja, en ætt mín er þar þó enn í kirkjugarðinum, sem er úr hvítum sandi, einhver yndislegasti grafreitur, sem fyrirfinnst í þessu landi. Hann er í skjóli við sjóvarnargarðinn, og þar hafa Eyrbekkingar grafið sorg sína í stöðugum strekkingi og stálblettir sigla yfir himnana. Hvergi er líklega hærra undir loft en þar á Islandi. I suðri er opið haf, hálfan hnöttinn, og næsta land er Suðurskautslandið, svo það er ekki furða þótt hann brimi í svo litlu vari, en í zenít er sjálf pólstjarnan, eða allt að því og því unnt að halda áttum, þrátt fyrir miklar fjarlægðir í umhverfmu. Þú sérð skipin fyrir landi, og Herj- ólfsprestakall siglir fyrir utan gluggana hvern dag. -Herjólfsprestakall? -Já þeir fengu prest í Þorlákshöfn um árið, gegn því að hann messaði einnig og jarðaði menn úti í Vestmanneyjum, og síðan er prestur- inn víst nær alla daga um borð í Herjólfi, og þeir segja að. (ferjan) Herjólfur sé þar með orðinn að sérstöku prestakalli. En hvað við kemur Eyrarbakka, þá held ég að ásóknin þangað, en margir listamenn hafa reynt að setjast þar að, stafi af löngun eftir gömlu mynstri. Það er auðveldara að greina megin- drætti í andliti smábæja og þorpa, en í stórum borgum. Eg hef alltaf öfundað þá, sem ólust upp í sveit. Það er viss stíll sem fylgir þeim. guðjón Hólm, lögfræðingur er fæddur í torfbæ upp á Kjalarnesi. Það sér maður þótt hann aki í Cadilakk. Samt er ekki til meiri nútímamaður í orðsins fyllstu merkingu en hann. Sveitabærinn var heimur í hnotskurn, konungsríki. Nákvæm stéttaskipting á betri heimilum og svo voru það dýrin og afurðirnar. Segja má að skiptið sá líka þannig samfélag, að þar megi greina þjóðfélagið, eins og í sveitinni, og baráttan við náttúruöflin og kerfið var þar líka fyrir hendi. En einu skepnurnar á þeim bæ í gamla daga voru útgerðarmennirnir, og þá sá maður aldrei. Hjá sumum fór meiri tími í að ná í kaupið sitt en í sjálfa vertíðina, alvg eins og hjá skáldunum, sem eyða meiri tíma í sjóðakerfi rithöfunda en í bókmcnntirnar. Þó voru til finir reiðarar í gamla daga - og eru það vísast enn, þótt útgerðin sá nú aðallega greidd af sjúkrasamlaginu. -Það er ekki til í landinu svo mikill bjáni að hann geti ekki gert út, sagði Arni Gunnlaugsson gamall skipstjóri einu sinni við mig, en hann var á Hrafnistu þá, algjört séní, og ég held að þetta sé nú farið að eiga við fleiri greinar, en útgerðina, hér á landi. Það er þessi heimur sem skaþar bókmenntir. Hinir reynslulausu sem rétta aðeins visna hönd sína til til að panta meira kaffi, þeir verða því miður aðeins að láta sér nægja að leysa lífsgátuna. , Bókmenntir fjalla um lífið, en Iheimspekin um dauðann, og þaðgerir allan muninn. -Nokkuð að lokum? -Nei. Brútalt klám skreytt götu- ræsisorð- tökum Þjóðleikhúsið: DANSÁRÚSUM Höf.: Steinunn Jóhannsdóttir Oftast er það , að menn fagna nýjum leikritahöfundi og horfa létt á þær snurður sem kunna að vera á hinu nýja verki hans. Því er ekki svo farið með þetta stykki, Dans á rósum eftir Steinunni Jóhannesdóttur hefur í stuttu máli sagt, alla þá hnökra sem hægt er að koma á framfæri í rit- máli. Dans á rósum hefur þrjá megin galla: Það er lélega samið, enn verr leikstýrt og til að kóróna ósómann er leikurinn lítils sem einskis virði. Þetta verður að rökstyðia eftir föngum. Persónusköpun er engin, aðalpersón- an, sálfræðingur, bregst illa og heimsk- ulega við öllum þeim próblemum sem höfundur matreiðir hana á, enda verða samtölin milli hennar annarsvegar og föður hennar hinsvegar öll í molum og viðbrögð hennar næsta furðuleg: sama máli gegnir um dótturina, sem er ein furðulegasta leikhúspersóna sem skot- ið hefur upp kollinum hér í leikhúsi. Eg fer ekki út á þann hála ís að reyna að analýsera persónur eða viðbrögð þeirra af þeirri einföldu ástæðu, að slíkt væri ofviða hverjum sæmilega greindum manni. Faðirinn er einnig í frábæru ósamræmi við sjálfan sig og þeirri persónu bjargar ekkert nema leikarinn og satt best sagt er eina glimtið að finna í samleik þeirra hjóna, Harðar og Völu. Gamall, bekkjabróð- ir sálfræðingsins kemur í heimsókn, staðráðinn í að komast uppá sálfræð- inginn, sem er brjáluð í lækni, Val, og beitir öllum brögðum til þess að fá hann í bólið til sín. Þetta og þvílíkt efni gæti verið uppistaða í dágóða atburða- rás í leikverki en höfundur heldur svo djöfullega á spöðunum, að úr því verð- ur ekki neitt. Það er auðséð að Stein- unni liggur mjög á hjarta að ryðja úr sér einhverjum hroða sem hún veltir sér upp úr. Hjá henni verður þetta ekki annað en brútalt klám skreytt götu- ræsisorðtökum eins og graður osfrv. Hvort þetta orð eða önnur álíka bera vott um skáldskap, „dirfsku” eða frumlegheit læt ég lesendum eftir. En umfram allt er verkið ofan á allt annað frámunalega leiðinlegt t.d. fyrsta atriðið sem ekkert býður uppá. Það var lítið klappað, nokkrir ættingj- ar slógu saman höndunum en ekki meira, yfírleitt fór allur almenningur bölvandi og ragnandi úr leikhúsinu. Það er kannski óþarfl að áfellast höf- undinn; hún hefur eflaust þurft að ryðja sig, en hin raunverulega sök er hjáeinráði hússins, Sveini Einarssyni, sem er á góðri leið með að drepa leik- húsið bæði sem leikhús og svo sem dægrastyttingu. Sveinn hefur ein- hverja nautn af að láta flengja sig og leikhúsið að því virðist. Oskandi væri að hann léti þessa nautn gilda aðeins fyrir sig sjálfan en ekki leikhúsgesti. A.B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.