Mánudagsblaðið - 16.11.1981, Blaðsíða 1
MANUDAGSBUDIO
Mánudagur 1 6. nóv. 1981, 7 tbl. 31. árg.
Verð6kr.
KAKALI UM
ÞJÖDLEIK-
HÚS BLS. 4
ARNII
DALLAS
BLS. 3
STÓRT FLUGFÉLAG- BYLTING í FLUGMÁLUM?
SJOTIU
OGSJO
DOLLARA
SMYGLIÐ
I OPNU
ARNARFLUG, SIS
ÍSCARGt, ESSÓ
KRUNKA SAMAN
«
L
Flugmálin hafa verið talsvert í
brennidepli síðustu daga og hafa
fáir botnað í þeim til fulls. Það er
þó vitað að Steingrímur Her-
mannsson ráðherra hefur verið
talsvert andsnúinn Flugleiðum og
dregið heldur taum annarra og
vissi almenningur ekki hvað olli.
Nú er hinsvegar sterkur grunur
um það, að það er ekki af tómri
sannfæringu um frjálsa sam-
keppni, sem réði trú Steingrims
heldur hitt að margt er að gerast í
undirheimum busine.sslífsins hér
í Reykjavik og ekki allskostar án
SKÖRIN FÆRIST UPP I BEKKINN
hugmyndar sjálfs ráðherrans.
Nú er því haldið fram, að Arnarflug
(á vegum Sambandsins) sé að rotta sig
saman við Iscargo (Kristinn Finn-
bogason) og hyggi^ þessi samsteypa
auðvitað á vegum SÍS, að leggjaundir
sig stóran, ef ekki stærstan hlut
flugmála okkar.
Það er vitað að í október 1980 voru
lögð drög að stefnu og áætlunum
Sambandsins og fólst í þeiin meðal
annars „flugmálaráðstefna" SIS, sem
gerir ráð fyrir flutningum innanlands
og utan á eigin farkostum eða a.m.k.
farkostum á þeirra eigin vegum. Er
þessi stefnuyfirlýsing á opinberu
- f rh. á 11. síðu
Njósnað um gesti
vinsæls danshúss
í veitingahúsinu Þórskaffi
hefur verið komið upp mynda-
vélum, sem beint er að vínstúk-
um hússins og þeim stöðum,
sem talið er ástæða til að hafa
allnáið eftirlit með, en mynd-
irnar koma svo á myndskjá, sem
komið er fyrir bakatil, þar sem
starfsfólk getur fylgst með. Slík
kerfi eru sem kunnugt er víða
notuð í stærri verslunum til að
geta fylgst með allri versluninni
frá einum stað og þó einkum og
sér í lagi til að nappa fingra-
langa.
Nú bar svo við fyrir eigi alllöngu,
Grófleg atlaga
að einkalífi fölks,
sem telur sig vera
að skemmta sér
„í friöi
að maður nokkur brá sér í Þórskaffi
kvöldstund, og er hann hafði setið
að sumbli um hríð hyggst hann
ganga til náðhúss. Svo ólánlega
tekst þá til, að hann fer hurðavillt og
rambar inn á þann stað í húsinu, þar
sem nokkur hluti starfsfólks' er
saman kominn framan við mynd-
skjá einn mikinn og virðist fólkið
skemmta sér konunglega, hlær
hástöfum, hnippir hvort í annað og
hrópar: „Sérðu þennan, sá er
laglegur í kvöld", eða segir semsvo:
„Nei líttu nú á, hún er mætt þessi,
og heldur betur puntuð".
Félagi okkar, sem var á leið til
náðhúss, þóttist nú skilja, að hér
væri hann kominn inn á einkasjón-
varpskames starfsfólks og hyggst
taka þátt í gleðinni og horfa á með
hinum, en kemst þá fljótlega að því,
að myndavélum í salnum hefur nú
verið beint frá vínstúkunum og að
gestum þeim, bæði á dansgólfí og
við borð inni í horni, sem girnileg-
ast þykir að fylgjast með, annað
hvort vegna þess hve þeir eru
drukknir, ástleitnir, þekktir - eða
allt í senn, og kannski að halda fram-
hjá í viðbót.
Ekki gera ljótt
Þessi saga af vininum á leiðinni á
náðhúsið gefur um það vísbend-
ingu, að þeir sem ætla sér í Þórskaffi
ættu að gæta að myndavélunum í
loftínu áður en þeír gera eitthvað
ljótt, og hafa eyra með hlátrasköll-
um frá herberginu bakatil.
HÆTTIÐ
að hðta!
Eitt af því sem ríkisstjórnin
ætti að gera og sem myndi
eflaust auka vinsældir hennar
og það að hún þaggaði niður í
daglegum hótunum hins opin-
bera, sem dynja yfir saklausa
alþýðu manna „á öldum ljós-
vakans". Það er staðreynd að
hvergi á byggðu bóli er jafn
miskunnarlaust innheimt eins
og hjá okkar opinberu stofnun-
um. Dag eftir dag er hótað, að ef
menn ekki borgi upp, þá verði
gripið til hefndarráðstafana og
engu hlíft.
Þetta er hvimleiður vani og
setur illt blóð í fólk og gerir
reyndar því opinbera lítinn
greiða en hinsvegar bregðast
menn illa við þessum hótunum.