Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 1
MANUDAGSBUDID Mánudagur 14. des. 1981, 9. tbl. 31. árg. Verð 7 kr. SJÓMENN ERU HEILAGAR KÝR OG IDNAÐAR- MENNEKKI SÍÐUR" BLS. 4 ReM.STR.£T\ i BOSTOR.STÍÆ.T' Hugmynd að húsi við Hallærisplan Hér er splunkuný tillaga um breytt útlit í miðbæn- um við Aðalstræti og Hallærisplan teiknuð af Rögnvaldi Johnsen. Þetta hús er teiknað í stað kumbaldanna skáhallt á móti Morgunblaðshúsinu og snýr framhlið beint út á Hallærisplan. Lengst til vinstri má sjá Hótel Vík og þá geta menn áttað sig á afstöðunni. Er annars ekki kominn tími til að losna við hina og þessa hunda- kofa í miðbænum áður en þeir hrynja um sjálfa sig og hætta að væla yfir fornminjum þegar um er að ræða slíkt hrófatildur. Almenningur er bæði skefldur og reiður SYNING HAUKS CLAUSEN BLS. 5 Hún kom til kaup- mannsins síns með poka- skjatta undir hendi og kvaðst ætla að skila aftur fjórum kílóum af eggjum. Það var eftir jólin í fyrra. - Eg keypti nefnilega aðeins of mikið, sagði hún afsak- andi, - og við höfum bara ekki getað með nokkru móti notað öll þessi egg, þó höfum við aldrei borðað jafn mikið af eggjum á æfinni. Og nú ætla ég að skila þeim - þau eru alveg ónotuð. Þetta var í fyrra og sagan endurtók sig í ár. Eggja- geggjunin var þegar farin að gera vart við sig framar- lega í nóvember. - Kerling- arnar tryllast og hika ekki við að festa kaup á 6 til 8 kílóum, sagði við okkur góður og gegn kaupmaður. - En þetta mun lagast rétt fyrir jólin, og þá geta þeir, sem nota egg að staðaldri ÞVERHOLTS- ÞRJÚ1URINN FAl MAKLEG MÁLAGJÖLD -segir friðsemdarfólk með grimmdarglampa í augum Þau voðaverk, sem unnin voru á kornungri stúlku hér í Reykjavík í síðustu viku hafa slegið óhug á allan almenning. Hér átti í hlut ungur maður Hallgrímur Ingi Hallgrímsson, sem réðst að stúlkunni þar sem hún var ein og misþyrmdi henni á viðbjóðslegan hátt. Hann hafði ekki einungis kynmök við hana, heldur fróaði hann afbrigðilegum kynlosta sínum á allra viðbjóðslegasta hátt eftir á. Hann stakk hana djúpum stungum, skar eyru hennar og brenndi á viðkvæmustu stöðum líkamans. farið að fá þau aftur á borð sitt, bætti hann við. Sá undarlegi æsingur og ofsi, sem læsist um bestu konur þegar að hamstrinu kemur er annars ef til vill eitthvað í ætt við kjaftasögu- gleði skammdegisins, og á kannski fremur rætur að rekja til skorts á krassandi viðfangsefni í tilbreytinga- leysi stuttra daga en matar- skorts. Og nú ber aftur vel í veiði, því mjólkurfræðing- ar eru á leiðinni í verkfall. 7 KRÖNUR Verð blaðsins í lausasölu hefur nú verið hækkað í 7 krónur eintakið og jafnframt hefur auglýsingaverð verið hækkað í 60 krónur dálksentimetrinn. Hallgrimur Nærri má geta hvernig þetta kemur við unga stúlku sem þannig er skemmd í höndum var- mennis þessa. Hér kemur enn að því að lögreglan „Patrolerar" ekki götur og úthverfi borgarinnar nógu vel, hvort sem um er kennt fámenni eða önn- um. (Sjá leiðara). „Spámaður" En það var ekki nóg að fólmenni þetta kæmi við sögu lögreglunnar. Fyrir réttu ári komst hann á síður MBl. sem „spámað- ur" vikunnar og „sagði sitt helsta áhugamál vera að skrifast á við ungar stúlkur og bað um að það kæmi fram að hann svaraði öllum bréfum sem hann fengi". En þó að það sé saklaust út af fyrir sig, þá herma óstaðfestar fréttir, að hann hafi alveg nýlega ráðist á mann, rotað hann og síðan misþyrmt hrottalega. Fordæðuverk Það er engum blöðum um að fletta, að þessi maður er öllum almenn- ingi stórhættulegur og á ekki annað skilið en að vera bak við lás og slá. Fólk í Reykjavík er almennt svo slegið yfir þessum atburðum að lögreglustjóri getur ekki annað en látið menn sína gæta betur gatnanna og borgaranna en ekki snúið sér undan, vegna „ýmissa ástæðna". Það er ekki gaman fyrir foreldra að eiga það í vændum að fá börn sín stórskemmd eða látin vegna fordæðuverka óðra manna, sem virðast aukast með ári hverju.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.