Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 3
-Hann er enginn dans á rósum, þessi hótelbransi, þó einhverjir kunni að halda það. Þetta er bara vinna og aftur vinna, sagði Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Esju fyrir nokkrum dögum. Og hann hélt áfram: - En vinnan getur verið skemmtileg, og hér á Esju hef ég tekið að mér óskaplega spennandi viðfangsefni. Hér er uppgangur og mikið á döfinni, og það er einmitt það, sem maður kýs helst. Einar hefur lengi fengist við stjómunarstörf á hótelum. - Já, ég byrjaði 1965 sem veitingastjóri á Hótel Sögu og varð síðar aðstoðar- hótelstjóri þar.. Þarna starfaði ég í 10 ár og þá bauðst mér hótelstjórastarf- ið á Húsavík. - Mig langaði að breyta til og vildi líka kanna hvort ég gæti valdið slíku verkefni, svo ég sló til. Við fluttum til Húsavíkur og vorum þar í fimm ár. Þar lagði maður nótt við dag yfír sumartímann meðan gestagangur- inn var mestur. „Blessaður, þú getur bara hvílt þig í vetur, þegar ekkert er að gera”, sögðu kunningj- arnir,ef maður tautaði eitthvað um að vera slæptur. En á veturna hafa hótel úti á landi ekki efni á að greiða mörgu starfsfólki, og þá getur kvöldverður fyrir tvo klukkan tíu að kvöldi orðið talsvert mál fyrir hótel- stjórann, sem þarf þá að taka á móti gestunum, elda matinn, bera hann fram og ganga frá á eftir. Sé ekki eftir - En ég sé ekki eftir einum degi á Húsavík. Eftir fimm ára dvöl þar var hins vegar svo komið hjá okkur, að ákveða þurfti hvort við ætluðum að ílendast nyrðra það sem eftir væri, eða taka enn einu sinni á honum stóra okkar og flytjá búferlum suður aftur. Við völdum það síðarnefnda og ég fór að vinna sem starfsmanna- stjóri á Sögu þar til mér bauðst þetta starf hér á Esju. Færist f aukana - Ég færist allur í aukana, þegar ég fæ mikil viðfangsefni að glíma við. Hér er alltaf verið að áætla og spá fram í tímann. Alltaf verið að hugsa upp eitthvað nýtt og það á mjög vel við mig. Þetta er annaðstærstahótel landsins, næst á eftir Loftleiðahótel- inu, og hér er jú opið veitingahús alla daga ársins, nefnilega Esjuberg, VEITINGABRANSINN ENGINN DANS A RÖSUM hvílir þig bara í vetur” RÆTT VIÐ EINAR OLGEIRS- SON, HÓTEL- STJÓRA Á ESJU svo að það er í ýmsu að snúast. -Annars er það nú svo með þá, sem hafna í veitinga- og gistihúsa- starfmu, að þeir verða að vera áhugasamir, annars verða þeir ekki langlífir í starfi. Það er hætt við að frístundir verði fáar - þú uppgötvar eftir 20 ár að þú hefur ekkert gert nema vinna og sofa og ekki átt frí um helgar eða á stórhátíðum svo heitið geti áratugum saman. Þá þarf að gera eitthvað í málinu. Maður verður að lifa lífinu líka. Unaðsstundir - Ég var svo heppinn að álpast til að kaupa mér lóð undir sumarbú- stað fyrir 13 eða 14 árum. Ég segi álpast, því mig grunaði í rauninni aldrei að ég myndi reisa mér sumar- - Líklega hefur mér vegnað nokkuð vel - hef líka verið heppinn ■ it ’• ' ' '■ UlS Einar er brosmildur að vanda við skrifborðið, en á stóru myndinni fyrir ofan sjáum við yfir hinn vistlega veitingasal Esjuberg, sem vissulega hefur á sér alþjóðlegan blæ. bústað, og enn síður að mér yrðu sumarbústaðaferðir hreinasta yndi. Ég gerði lengi grín að þeim, sem áttu ekki fyrr frjálsa stund en þeir voru horfnir út um hvippinn og hvappinn í bústaðinn sinn. Nú fer ég sjálfur á Laugarvatn hvenær sem tækifæri gefst og nýt þar hvíldar og unaðsstunda. Það er svo sem sitthvað af skoðunum unga manns- ins, sem maður hefur þurft að éta ofan í sig. Einar Olgeirsson hótelstjóri brosir breitt og glettnislega eins og honum er eðlilegt og heldur áfram: Vegnað vel - Jú, það er líklega ekki hægt að segja annað en mér hafi vegnað nokkuð vel. Að minnsta kosti þegar á heildina er litið. Ég hef líka verið heppinn með vinnustaði og sam- starfsfólk. Þetta verður allt að fara saman ef vel á að vera. Nú, og und- anfarin ár hafa verið tímabil grósku í veitingarekstri. Fólk hefur nú í auknum mæli lært að notfæra sér þjónustu hinna ýmsu veitingastaða, sem litið hafa dagsins ljós, eins og t.d. Esjubergs hérna hjá okkur, svo nefndur sé einn stærsti og fjölsóttasti staðurinn, og svo ýmissa nýrra, minni staða, sem mikill fengur er að í daglega lífinu hér í höfuðborginni. Ekki stórmál - Annars er það merkilegt, að þegar ég fór yfir reikninga Esjubergs frá nokkrum undanförn- um árum núna nýlega, kom í ljós, að hlutur þess á markaðnum hefur síst minnkað frá því að það var opnað, enda þótt fjölmörg ný veitingahús hafi skotið upp kollinum síðan. Þetta bendir til þess, að hvert eitt nýtt veitingahús hafi a.m.k. fram að þessu fært með sér aukinn fjölda gesta. Það er nefnilega vel, að íslendingar tileinki sér nú loksins einhverja svokallaða veitingahúsa- menningu. Að það verði ekki lengur neitt stórmál að skreppa út að borða með fjölskylduna, og bæði hægt að kaupa slíka þjónustu sanngjörnu meðalverði, og svo líka hægt að fá hana í dýrari klassa ef það á við. Danska kvöldið - Úr því að við erum að tala um þetta langar mig að segja aðeins frá danska jólakvöldinu á Esjubergi núna á sunnudaginn, þann 13. desember. Þá skreytum við salinn, höfum ostakynningu og hlustum á barnakór úr Kópaovgi. Líka skemmta þeir Jónas Þórir og Graham Smith fiðlari og svo verður á boðstólum heitur jóladrykkur með piparkökum, eins og reyndar alla aðventuna. Og kokkarnir okkar eru auðvitað í miklu stuði og með ýmsar matargerðarhugmyndir. - Aðeins verð ég líka að drepa á breytingarnar í anddyri hótels Esju, þar sem innan skamms verða settar upp ýmsar smærri verslanir, rakarastofa og fleira, sem stórbætir aðstöðuna hér við alla gestaþjónustu og móttöku. Og sem rúsínu í pylsuenda vil ég geta þess, að við höfum ákveðið, að brúðhjónum, sem halda giftingarhófsitt hjáokkur í Skálafelli, verði eftirleiðis boðin ókeypis gisting í hinni stóru og velbúnu svítu hótelsins á áttundu hæð. Það leynir sér ekki starfsáhugi hótelstjórans, þegar hann kveður okkur með breiðu brosi: - Viljið þið ekki kíkja inn á Esjuberg á næstunni og fá ykkur eitthvað að borða? - Ég gerði lengi grín að sumarbústaðaeigendum - svo fékk ég mér Iðð...

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.