Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 5
Mánudagur 14. des. 1981 M .NUDAGSBLAÐIÐ 5 Sólstafir í svðrtu skammdegi „Hann er gífurlega natinn við pentskúfinn og ber gífurlega virðingu fyrir fögrum mótívum." segir stgr Veðrið var skínandi bjart þennan dag (síðastliðinn laug- ardag 28. nóv.) sem Haukur Clausen opnaði stórsýningu sína að Kjarvalsstöðum. Og þegar musterið nálgaðist neðan frá Rauðarárstíg blasti við bílamergðin - ja þvílíkt og annað eins hefur ekki sézt hér lengi i mannaminnum, sagði margur. Það flögraði m.a.s. að manni sú gráglettna spurning, hvort þetta kynni að verá eins konar fyrirboði þess, að loksins loksins væri nú búið að bjarga við Sjálfstæðisflokknum eða eitthvað í líkingu við það, ef þau undur og stórmerki gerðust - svo mikill samhugur og svo mikil einingarkennd stafaði af þessari sókn fólks á opnun málverkasýningar Clausens. Það vekur ávallt fögnuð að sjá með eigin augum áhuga fólks á málverkasýningu. Það er for- vitnilegt út af fyrir sig. Þegar inn var komið í höllina, þar sem ríkir stjórnarfar í sérumslagi, svipað og x einum og ákveðnum stjórnmálaflokki austantjalds og vestan, birtist örtröðin af sýn- ingargestum eins og sardínur í dós, svo þétt var skipað. Hvernig í ósköpunum á að fara að því að skoða listaverk tannlæknisins, þegar svona er ástatt? Samt var ráðizt til atgöngu og inngöngu og reynt að horfa á myndirnar og skoða og skoða. Þetta eru margar myndir, næstum stórt hundrað. Ymist málaðar í olíu eða vatnslitum, og viðfangsefni í þeim er að öllu jöfnu íslenzkt landslag, fjöll og dalir, ár og vötn. Það verður að segjast eins og er, að á vissan hátt er erfitt að skoða margar landslags- myndir á einu bretti eins og að lenda á löngu ferðalagi. Engu að síður er hægt að taka því með hægð, fara sér að engu óðslega og velja ákveðinn skammt í einu og að fara frá einum áningarstað til annars. Það getur líka verið býsna erfitt að ferðast í miklu sólskini upp á hvern drottins dag, en það er mikið af sól í myndum Clausens, ljómandi gott veður yflrleitt og veitir ekki af í svartasta skammdeginu mun margur halur- inn segja. Hitaglðð Eftir fyrstu tvær skoðunar- ferðirnar um salarkynnin þarna á þessum fornemmu Kjarvalsstöðum, sem farnar voru þó við illan leik (alltaf var verið að rekast á skemmtilega menn og stórglæsi- legar konur í laugardagsstemningu, sem trufluðu dálítið sýn, tókst þó að fá örlitla nasasjón af tilþrifum málarans, sem eru merkileg. Hann er gífurlega natinn við pentskúfmn og ber gífurlega virðingu fyrir fögrum mótívum og leitast við að glæða myndir sínar birtu og yl og jafnvel hitaglóð. Þeir Clausenar eru „heitir menn” og með temperament og fyrir bragðið e.t.v. misskildir af sumum eins og gengur. Faðir Hauks og Arnars, Arreboe heitinn ráðherrabílstjóri til fjölda ára, var kúnstmálari og eru til eftir hann merkilegar myndir, sem minna á Eyfells og Þórarin B. Þorláksson, en þó persónulegar. Þeir tvíburabræðurnir völdu sér hinn borgaralega gullna meðalveg, annar praktíserandi lögmaður, Orn, en hinn tannlæknir á háu kröfustigi, en þess ber að geta, að þeir eru listáhugasamir úr hófi fram og fegurðarleitendur - það vita allir, sem þá bræður þekkja og elskulegt að sjá þá á listsýningum - það er alltaf lífssveifla með þeim einmitt á sama hátt og kom fram þarna við opnun sýningar Hauks, og það var ekki annað að sjá en móttökur, sem hann og myndverk hans hlutu, væru hrífandi - og því ber að fagna. Sá sem þetta ritar, axlaði hér á löngu liðnum árum, þá hann ritstýrði sínu eigin tímariti, Líf og list (einkaframtaki), þann sama vanda og nokkrar ákveðnar per- sónur, sem skrifað hafa að staðaldri í blöð um jafn-viðkvæmt efni eins og myndlist er, þ.e.a.s. Aðalsteinn nokkur Ingólfsson, sem kallar sig listfræðing, Björn Th. sem gerir slíkt hið sama (hvar eru pappírarnir drengir?) og svo hann Valtýr plús Bragi.... Og nú vill svo undarlega til, að vegna áratuga kynna af Agnari Bogasyni sjúrnalistó, ritstjóra Mánudagsblaðsins síðan 1948, sem lifað hefur af fleiri gerningarveður í blaðamennsku en mannlegt má telja, að ritsmíðarhöfundi var ljúft að drepa niður penna til að hugleiða uppákomuna þarna á Kjarvals- stöðum, þá er Haukur Clausen fór af stað með sýningu. Svona til að byrja með er honum sent heillaskeyti á silfurbakka í tilefni af því, að hann er metinn og talin góðs maklegur til að sýna á Kjarvalsstöðum - það virðist boða tímamót og leiðrétta ýmsan leiðan misskilning, sem hefur ríkt. Vonandi! Hvað segir Jakob Hafstein nú? Undirskrifaður þarf ekki aðkvarta af því hann hefur hlotið þar náð í tví- gang (þótt hann sé ekki í la clique maflosa) og er nú hvergi smeykur hjörs í þrá að leggja inn með kurt og pí umsókn í þriðja sinn, til hennar Þóru, gamallar námsmeyjar úr M.A. forðum daga. Það verður kurteist letters bréf til stúlku, sem hefur hlotið gott borgaralegt uppeldi. En gleymum ekki pólitík- inni... Jahá „listfræðingshlutverkið” var tekið alvarlega þessa síðastliðnu helgi, svo alvarlega, að það var mætt næsta dag, sunnudag, og skoðað af ítrustu samvizkusemi. Þá var snöggtum færra fólk og hægt að una sér lengi innan um mvndirnar. Númer þrjú Á sandinum aquarelle er gædd mýkt. Haukur virðist oftlega skynja, hversu viðkvæmir vatnslitir eru í meðförum. Tilfinning Tilfinning hans fyrir efninu kemur greinilega í ljós í nr. 4 Við Rangá - það er tær vatnslitamynd með stemningu og einnig er jafnvægi og smekkur í nr. 8 (vatnslitir), sem heitir líka Við Rangá. Lómagnúpur (nr. 7) er breiðmynd - panorama í kínversku gullinsnitti, það er alltaf skemmti- legt stærðarhlutfall (mikið um breidd, en lág), en hins vegar vantar í þessa mynd kyrrláta spennu, sem er hverri mynd lífsnauðsyn (eins og sexapíl fyrir konur og trúlega fyrir menn) - og líka er þessi kyrrláta spenna nauðsynleg til þess að hægt sé að komast í eins konar ástarsamband við myndina. Einn frægur málari lét hafa eftir sér, að það væri jafnvel hægt að skynja listaverk í fótunum - lygilegt en satt. Olíumyndirnar nr. 9 og 10 eru örlítið frosnar og stirðar eða svo er skynjað við fyrstu áhrif, það er alltaf töluverð hætta á því með olíu- málverk. Þau þarfnast ákveðinnar mýktar í „línu” (Kjarval talaði mikið um línuna í málverki) og litagjöf þannig að áhorfandi fái það ekki á tilfinninguna, að litirnir komi hráir úr túbunum og ekki gæddir magnan frá hug og hjarta lista- mannsins - á sama hátt og talað er um það í sambandi við ljóð, að þar megi orð ekki hljóma sem orð, heldur verði þau að vera eitthvað annað, þetta óáþreifanlega, sem gerir orðasamband og leik orðanna að list. H. Clausen virðist vera afar hlýtt til okkurlitastigans og blárra Frh.næstu síðu Bílamergðin við Kjarvalsstaði við opnun sýningar Hauks Clausens. Ljósm. stgr.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.