Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 7
Mánudagur 14. des. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 SMABORGARI SKRIFAR: Harðlínan sigraði frjálslyndið Þá hefír Sjálfstæðisflokkur- inn lagt nýjan stein í leiði Reykjavíkur undir vinstri s jórn. Og sá steinn er engin smá steinvala heldur klappaður legsteinn með nafni, dagsetn- ingu og helgu krossmarki. Hvíl í friði. Þeir sem ennþá ólu veika von í brjósti um frelsun höfuðborgarinn- ar úr klóm kommúnista hafa loks tapað trúnni fyrir fullt og fast. Og láir þeim það enginn. Reykjavíkur borg verður ekki drepin úr vinstri Dróma eftir prófkjör Sjálfstæðis- manna um síðustu helgi. Að minnsta kosti ekki næstu áratugina, jafnvel árhundruðin. Framundan er greinileg vinstri stjórn eða sam- bræðsla með vinstra ívafi. Prófkjör- ið var öruggur sigur ílokksvélarinn- ar yfir almennu sjálfstæðisfólki. Oruggur sigur harðlínu yfir frjálslyndi. Taumhald Á sínum tíma lokuðu vélamenn flokksapparatsins prófkjöri fyrir öðru en flokksbundnu fólki. Þar með þrengdu þeir svo mjög að reykvískri borgarastétt að sjálft kjör- ið varð rétt hálfdrættingur á við fyrri prófkjör til borgarstjórnar. En með þessu mófi hafði flokksvélin mun betra taumhald á kjósendum gat auðveldlega stýrt sínu fólki fram til kosninga fyrir Guðs útvöldu hjörð. Til þess voru refirnir skornir í upphafi. Enda lét árangur þeirra ekki á sér standa. Listi Sjálfstæðisflokksins samkvæmt lokatölum prófkjörs hlýtur að vekja fögnuð í Valhöll við Háaleitisbraut og jörfagleði í sjálfri Morgunblaðshöllinni. Aðrir Reyk- víkingar og landsmenn hafa ekki ástæðu til að gleðjast að svo komnu máli utan kosningastjórnar vinstri flokkanna. Þeir svífa um í sigurvímu. Gimsteinar En þjóðskáldið á Bólu kvað í eina tíð, þótt vendist hann heldur hinu: Að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Þennan vott fundu Reykvíkingar í ótrúlegu kjörfylgi Alberts Guðmundssonar í krossaprófinu. Þrátt fyrir að leikreglur væru sniðnar að þörfum Davíðs Odds- sonar og framkvæmd öll lögð í hendur vélamönnum hans í flokks- apparati þá tapaði Davíð þessum leik. Þrátt fyrir að Albert Guð- mundsson gengi handjárnaður til leiks í hópi heftra stuðningsmanna þá bar hann sigurorð af Davíð. Mestu sigurbogar fólks verða nefnilega aldrei reistir á einum saman tölustöfum heldur fyrst og fremst á styrk í siðferði. Það hlýtur að verða endanlegt mat hlutlausra vallargesta á lokatölum þessa ójafna leiks með hliðsjón af aðbúnaði keppenda. Herkvl En þar með eru líka upp talin gleðiefni hins almenna borgara „Því miður, Reykvíkingar, því miður. Farvel Reykjavík í næstu þúsund ár.” Reykjavíkur í Sjálfstæðisflokknum. Talsmenn frjálslyndis og flokksholl- ustu utan klíkubanda voru hraktir út í yztu sæti prófkjörsins. Þeir náðu hvergi að brjótast út úr herkvínni sem flokksapparatið hélt þeim í með yfirburðastöðu i skipulagðri smölun á heimavelli. Þeir náðu heldur ekki að bera af sér rógburðinn sem rógmaskínur möluðu fullum hálsi í eyru fórnarlamba. Umboðsmenn harðlínuvalds og flokksræðis röð- uðu sér á verðlaunapallinn í beinni röð. Framboðslistinn er því miður ekki líklegur til að draga út fyrir þeirra raðir á kjördag fyrir bragðið. Til þess skortir hann bæði breidd og rætur og umfram allt reisn. Þá er ljóst að Sjálfstæðisflokkur- inn kemur úr prófkjörsleik með enga beina niðurstöðu í vali á borg- árstjóraefni. Hann kveikir ekkert ljóst i því myrkri, vekur enga nýja von, ekkert. Tæknivilla Davíð Oddsson kemur heim til sín með aðeins sextíu og fimm prósent styrk kjósenda úr prófkjöri. Sá hlutur er ekki nægur þegar önnur borgarstjóraefni hafa jafnan fengið vel yfir áttatíu og næstum níutíu prósent. Davíð Oddsson sýndi enga burði yfir næstu tvo menn á lista prófkjörsins sem skorið geta úr um val á borgarstjóra. Önnur efni höfðu jafnan gott forskot á helstu képpinauta. Raunar beið Davið lægri hlut ef ógild atkvæði eru talin með sem viljayfirlýsingar þótt tæknileg mistök kjósenda hafi rúið þau gildi í talningu. Davið vann því talnasigur sinn á tæknivillu en ekki lýðhylli. Albert Guðmundsson má því afar vel við una en Davíð Oddsson ekki. Farvel Vinstri flokkar Reykjavikur geta setið áfram í skjóli borgarmúranna undir leiðsögn kommúnista. Fram- boðslistr Sjálfstæðisflokksins hefur ekki útlit fyrir að raska svefnfriði þeirra næstu árin. Til þess skortir hann breidd, rætur og reisn. Hann er innanhússplagg sem dugir ekki utan dyra. Því miður, Reykvíkingar, því miður. Farvel Reykjavík í næstu þúsund ár. Ykkar einlægur Smáborgari. ER ALDREIOF QOTT

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.