Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 8
8 MANUDAGSBLAÐIÐ Mánudaqur 14. des. 1981 AÐ OFAN: Madden náði sér eftir skotárás og var settur í fangelsi. Þaðan losnaði hann 1923 og náði sér brátt á strik sem fyrsta flokks glæpon. Um 1940 hafði hann eignast svo marga óvini að Mafían leyfði honum að draga sig í hlé og flytja til Hot Springs í Arkansas. UM SKIPULAGÐA GLÆPASTARFSEMI Hér er framhald frásagnar- innar um glæpaflokkana og Mafíuna, þýddir kaflar úr bókinni “ The Mobs And The Mafía“ eftir Hank Messick og Burt Goldblatt. Hér er verið að segja frá einstaklingum, sem náðu miklum völdum innan glæpaklíkunnar og hefst frá- sögnin á uppruna McGintys nokkurs, sem fæddist í Cleve- land ári 1892 og var yngstur í átta systkina hópi. Faðir hans, sem var hafnarverka- maður, lést meðan drengurinn var enn í bernsku, og hann ólst upp hjá systur sinni, en hún var gift slökkvi- liðsmanni, sem reyndist drengnum sem faðir. McGinty vann fyrst sem sölustjóri dagblaðs, en gerðist síðan hnefaleikari. En svo einn dag rann upp fyrir honum nýtt ljós. Hann lá flatur á bakinu, sleginn niður af “Battling Schultz“, en úr horninu hrópaði umboðsmaður hans á hann að skreiðast á fætur og halda áfram. McGinty ákvað þar og þá að verða umboðsmaður hnefaleikara. Sportsmaður Það var auðvelt í þá daga að verða „sportsmaður“, og McGinty snéri sér fljótlega að því að kaupa veð- hlaupabrautir, næturklúbba og spilavíti allt frá Cleveland til Miami, frá Las Vegas til Havana. Að lokum dró hann sig þó í hlé og settist að í skrauthýsi á Palm Beach, Florida. En árið 1913 smöluðu keppinaut- ar McGinty og McBride saman heilum hersveitum af ungum áflogahundum, sem börðust sín á milli með hnúum og hnefum um bestu söluhornin í Cleveland. Menn eins og Alfred “Big“Al Polizzi, Fred Agersola, Morris “Musky“ Wexter og margir aðrir fengu fyrstu skólun sína í hrottaskap í þessum útbreiðslukeppnum dagblaðanna, því barist var með öllum tiltækum vopnum nema byssum. Og eins og það var í Cleveland, eins var það í öllum stórborgum þessara tíma. Hefði einhver tekið upp á því að stofna undirbúningsskóla undir skotbardaga Bannáranna, þá hefði hann ekki getað gert betur en þessir götubardagar blaðanna. Innflytjendaborg Cleveland var að sjálfsögðu ein þeirra borga, sem laðaði innflytj- endur að sér. Þeir settust upphaf- lega að í Woodland-hverfmu. Irar komu fyrst, og síðar, um það leyti sem frásögn okkar gerist, Gyðingar og ítalirnir. Arið 1917 töluðu meira en helmingur allra barna á skóla- skyldualdri í borginni annað móðurmál en ensku. Til dæmis hafði Cleveland fjórðu mestu tölu Gyðinga af borgum í Bandaríkjun- um. Það er algengt að gengið sé að því vísu, eins og margir rithöfundar gera, að glæpaflokkar eigi uppruna sinn á Bannárunum - eða ef menn trúa á sögutúlkun Alríkislögregl- unnar - á kreppuárunum á fjórða tug aldarinnar. En ekki þarf nema yfirborðsþekkingu á þessum tímum til að sjá, að hvort tveggja er misskilningur. Glæpaflokkarnir fyrir tíma Bannsins voru nátengdir fyrstu skipulögðu smyglflokkum Bann- áranna, af því að þeir áttu uppruna sinn í átökum hinna ýmsu þjóð- erna. Flokkar þessir þróuðust til að vernda íbúðarhverfi og stolt eins þjóðernis fyrir ágengni annarra Á árunum eftir aldamótin var stöðugur straumur innflytj- enda til Bandríkjanna. Sjó af hver jum tíu komu frá Suður- og Austur-Evrópu. Þegar þetta fólk hafði komist inn í landið lagði það leið sina beina leið i fátækrahverfin, og úr þessum hópum komu einstaklingar, sem héldu glæpahreyfingunum gangandi. Á myndunum til hægri og vinstri sjást innflytj- endur frá þessum tíma. kála engum kvðd« þjóðerna, og þeir veittu ungum slagsmálahundum „jákvæða“ útrás fyrir niðurbældan metnað og vanmetakennd. Svöluðu fýsnum Það er kaldhæðnislegt, með tilliti til þess orðs, sem fer af Alríkislög- reglunni, að Glæpaflokkar íjórða tugsins undir forystu John Dilling- er, Alvin Karpis og þeirra líka voru miklu líkari og skyldari Jesse James og hans samtímamönnum helduren hinum stóru glæpahringum, sem voru þá að komast til valda og áhrifa. Upp úr beiskju og fátækt áranna eftir borgarastríðið spruttu ýmsir hópar útlaga í Vesturríkjunum, útlaga, sem nú eru allt að því þjóð- sagnahetjur. Og beiskja og fátækt kreppunnar gat líka af sér flokka bankaræningja, sem eru þegar næstum þjóðhetjur í stíl við Bonnie og Clyde. En báðir þessir hópar útlaga lifðu hættulega og teystu á eigin skotvopn og eigið vit ti! að bjarga sér út úr klípum, og áttu ekkert sameiginlegt með höfuðpaur- um glæpahringanna, sem græddu milljón sinnum meiri peninga en - segir kokhraustur glæpon og menn draga andann léttar - en nóttin er ekki öll úti enn lifðu tiltölulega öruggu lífi á því að svala fýsnum almennings. Að heita má hver einasta stórborg átti sér glæpaflokka á áratugnum fyrir Bannið. Sennilega var flokkurinn „The Gophers” í New York hvað háþróaðastur þessara flokka, og það mest vegna þess, að í honum voru meðlimirnir af ýmsu þjóðerni, og var þetta þannig fyrir- rennari „sambandanna“ á loka- stigi Bannáranna. Aðalþáttinn í þessu átti leiðtogi flokksins, Owney “The Killer“ Madden, sem fór að láta að sér kveða um 1910. Orðstírinn vex Madden var fæddur í Englandi - að því leyti líka einstæður - og var ellefu ára gamall, þegar hann kom til Bandaríkjanna. Þegar hann tók við stjórn “The Gophers“, átján ára gamall, var Owney þegar orðinn frægur undir viðurnefninu “The Killer“. Grannvaxinn, friður sýnum, dramblátur, afburða skytta og ennþá slyngari með blýhólka vafða í dagblöð, hafði Madden oftar en einu sinni verið kærður fyrir morð. En alltaf „hurfu“ vitnin, og með hverju vitni sem hvarf óx orðstír Maddens. Þann 6. nóvember 1912 var haldinn dansleikur í Fimmtugustu og annari götu nálægt Sjöunda stræti. Inn tróð Madden. Sam- stundis hætti músikin. Brosandi beið Madden langa stund, en bandaði síðan náðarsamlegast til hinna skelfdu músikkanta. „Haldið áfram að spila, piltar, og skemmtið ykkur. Eg ætla ekki að kála neinum í kvöld.“ Músikin byrjaði aftur jafn fljótt og hún hafði hætt, og dansleikurinn hélt áfram. Madden settist við borð á svölunum, þar sem útsýni var yfir dansgólfið. Stúlka kom á vettvang og dró að sér athygli hans, svo að hann gætti sín ekki eins vel og hans var von og vísa. Samtimis gerðist það, að ellefu menn læddust inn á svalirnar og tóku sér stöðu að baki Maddens, áður en hann varð þeirra var. Madden stóð upp, snéri sér að þeim og bauð þá velkomna: „Gjörið þið svo vel, piltar. Hvenær hafið þið svo sem kálað nokkrum?“ Byssur voru hafnar á loft og skotin riðu af. Madden hneig niður með sex kúlur í kviðnum. Trúr siða- reglum undirheimanna neitaði hann að tala við lögregluna. „Það kemur engum við nema mér hver setti þessar kúlur í mig“, sagði hann. Madden náði sér eftir tilræð- ið, og innan viku eftir að hann var lagður inn á spitala, höfðu þrír leiðtogar tilræðismannanna verið myrtir. Þó kom að því, eftir að Madden var búinn að útrýma öllum keppi- nautum, að ein vinkona hans leysti frá skjóðunni í hefndarskyni og Madden var dæmdur í Sing Sing í tíu til tuttugu ára fangelsi. Honum var sleppt skilorðsbundið árið 1923, rétt í tíma til að komast að í sprútt- sölunni, sem þá var að komast í fullan gang. Það var hægðarleikur fyrir Madden að komast áfram á þessum vettvangi, alveg eins og hann átti síðar meir auðvelt með að skipta yflr frá áfengi til eiturlyfja. I sögu skipu- lagðrar glæpastarfsemi átti “The Killer“ eftir' að verða fræg og með tímanum virt persóna. Heilinn En sá, sem bar höfuð og herðar yfír Madden og alla aðra á þessum tíma var að sjálfsögðu Arnold ”The Brain“ (heilinn) Rothstein, „ maðurinn, sem dvelst í dyragætt- inni“, „ konungur íjárhættuspilar- anna“. Rothstein var fæddur árið 1882 í New York, annar sonur Abrams.og Estherar Rothstein, en foreldrar þeirra höfðu komið frá Bessarabíu fyrir allmörgum árum. Faðir Arnolds var góður maður, sem hafði komist í nokkur efni á vefnaðar- vörusölu með vinnusemi og góðum vilja. Það olli honum miklum áhyggjum, að Arnold sonur hans skyldi ekki vilja feta braut réttvís- Mánudagur 14. des. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 9 AÐ OFAN: Götumynd frá New York þar sem vandlega eru auglýst stríðsskuldabréfín, sem um getur í greininni. innar, því honum hafði verið kennt að „heiðra alla menn og elska þá eins og bræður“. Kannski var undirrótin líka sú, að Arnold gat ekki lynt við eldri bróðurinn, Harry. Þriggja ára að aldri hafði Arnold reynt að drepa Harry með hníf, og metingurinn óx með árunum. Þegar Harry reyndist ágætur námsmaður og fékk hug á því að verða rabbí, reyndi Arnold að segja skilið við bæði námið og trúna. Faðir hans fræddi hann um sögu Gyðinga, en það var eins og Arnold talaði fyrir munn þúsunda annarra „ungra Ameríkana“, þegar hann svaraði: „Hver kærir sig um þennan þvætting? Þetta er Ameríka, ekki Jerúsalem. Eg er Ameríkani. Lofum Harry að vera Gyðingur". Átján ára hætti hann í mennta- skóla og ákvað að mennta sig í skóla götunnar. Hann hafði gaman af fjárhættuspili og var leikinn með tölur. Askotnaðist honum fljótt peningar í veðmálum, og hann var nógu hygginn til að eyða hluta af vinningunum í drykk handa eldri og harðgerðari piltunum. Á sína vísu Framh. á næstu síðu ARNOLD „HEILI“ ROTHSTEIN -„konungur fjárhættuspilar- anna“.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.