Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 11

Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 11
Mánudagur 14. des. 1981 MÁNUDAGSBLAÐID 1 1 Fiðlarinn Graham Smith er farinn að huga að næstu plötu „Ætla að glugga í íslensk þjóðlög ' Honum skaut upp á stjörnuhimininn á mettíma Líklega hefur engum hljóm- listamanni skotið eins hratt upp á stjórnuhiminn hér á landi og fiðluleikaranum Graham Smith. Hljómplata hans hefur vakið mikla athygli og i framhaldi af því er Graham orðinn eftirsóttur skemmti- kraftur. Tíðindamaður blaðsins hitti Graham Smith að máli til að forvitnast nánar um hljómlistar- feril hans og fleira í því sambandi. Vingjarnlegt fólk -Ég lauk námi í fiðluleik frá Kon- unglega tónlistarskólanum í London fyrir hálfum öðrum áratug og lék síðan í allmörg ár með sinfón- íuhljómsveitum. Sðan tók pop- eða rokktónlistin við og með hljómsveit- um af því taginu iék ég í fáein ár og m.a. inn á nokkrar plötur, sem náðu metsölu. Til Islands kom ég fyrir rúmum tveimur árum og hóf að leika með Sinfóníusveitinni hér, en þar kann ég sérlega vel við mig. Þetta er samstilltur hópur og vin- gjarnlegt fólk. Áður en ég vissi af Nokkru eftir að ég hóf að vinna hér vantaði nokkur strengjahljóð- færi inn á plötu og ég lenti í einum slíkum hópi, síðan smájókst þetta uns Svavar Gests bauð mér að gera svokallaða sóló-plötu, en ég hafði leikið allstórt hlutverk á plötunni Gatan og sólin, sem Magnús Þór gerði í fyrra og SG-hljómplötur gáfu út. Þannig hélt þetta áfram. Platan fékk sérlega góðar viðtökur hjá kaupendum og gagnrýnendum og áður en ég vissi af var ég farinn að leika hingað og þangað, fékk gítar- leikara og bassaleikara mér til aðstoðar og á rúmum mánuði höfðum við leikið rúmlega tuttugu sinnum, ýmist á diskótekum eða árshátíðum og skemmtunum og er okkur tekið mjög vel. Af nógu að taka Leikið þið þá eingöngu lögin á plötunni? -Nei, við leikum allskonartónlist, rokkmúsik, létta músik og svo náttúrulega vinsælustu lögin af plötunni. Reyndar högum við lagavali eftir því hvernig fólk við’ leikum fyrir og af nógu er að taka. Nú hefur þú starfað hér á þriðja ár, hvað segirðu um íslenska pop-eða rokktónlist og þá, sem hana flytja og þá í samanburði við það, sem þú þekkir erlendis frá? -Ég hef satt að segja ekki hlustað á nógu marga til að fella neinn dóm, en strákarnir í hljómsveitinni Frið- ryk, sem léku á plötunni minni eru allir mjög góðir og gefa ekkert eftir erlendum hljóðfæraleikurum. Nú, ég hef hlustað á Grýlurnar og þær leika ferska tónlist og eru fullar af áhuga, að sjálfsögðu geta þær bætt við sig sem hljóðfæraleikarar, en ef þeim tekst að halda saman þá er hér athyglisverð hljómsveit á ferðinni. Ég er öllu kunnugri lagasmiðun- um því ég eyddi allmörgum vikum í að kynna mér lög þeirra þegar ég var að velja lög á plötuna og þar ber hæst Gunnar Þórðarson, á því leikur enginn vafi. Jóhann Helgason er einnig góður og þá að sjálfsögðu Magnús Þór Sigmundsson þó hann hafi ekki hlotið þá athygli, sem hann á skilið. Fleiri mætti nefna svo sem Magnús Eiríksson. Af hinum eldri fer ekkert á milli mála að mjög mikið er til af góðum lögum eftir Sigfús Halldórsson, og ætla ég að kynna - Kannski verð ég vondi karlinn - það væri tilbreyting. segir Roger Moore á leið með frú sinni I jólafrí James Bond leikarinn og Dýrlingurinn Roger Moore átti ásamt konu sinni Louise leið um Heathrow flugvöllinn við London á dögunum. Þau hjón voru á heimleið til Genf í Sviss, þar sem þau búa búi sínu og þar sem þau ætla að dvelja á jólunum, en komu hins vegar frá Los Angeles, hvar bóndinn hefur verið að störfum að undanförnu. Blaðamenn gómuðu Roger og frú auðvitað á Heathrow og spurðu hvort það væri virkilega satt, að Sean Connery, sá sem fyrstur allra lék James 007 Bond, væri búinn að fallast á það að leika vonda kallinn í næstu Bond mynd. Roger rak upp hrossahlátur. - Nei, þú getur sko bölvað þér upp á það, sagði hann við blaðamann, - að Sean mun ekki taka að sér hlutverk vonda karlsins í Bond mynd. Ég þekki hann þaðvel, að þetta veit ég fyrir víst, og Roger hló ennþá meira. Lítil rulla aðilans svona til tilbreyt- að það er svo litil rullan, Og þau hjónin héldu - Hins vegar hefði ég ingar. Sá kauði segir að sem þarf að læra, ha, ha, áfram með næstu vél til ekkert á móti hlutverki illa jafnaði fátt í myndum, svo ha. Genfar. mér þau betur með næstu plötu í huga. r Islensk þjóðlög Er komið að næstu plötu? -Þegar hin fyrsta fær jafngóðar móttökur og raun ber vitni þá höfum við Svavar þegar rætt um þá næstu. Hún verður svipuð hvað lagaval snertir, nema hvað ég ætla að glugga betur í íslenzk þjóðlög - þau hafa hrifið mig. Minna mig satt að segja talsvert á autur-evrópska músik sem ég hef kynnt mér. Það er hægur vandi að meðhöndla íslenzk þjóðlög á sama hátt og sígauna- músikina og geri ég það reyndar stundum á skemmtunum. Sumir telja, að hlutur þinn sem ein- leikara haFi ekki verið nógu stór á plötunni? -Það má vera, en það eru satt að segja ótal hlutir sem ég geri á plöt- unni fyrir utan einleikinn, heil strengjasveit í sumum lögum er leikin af mér einum, og ýmiskonar smá-„effekta“ má finna, sem ég geri með fiðlunni ef vel er hlustað. En að sjálfsögðu verður einleiknum ætlað stærra hlutverk. A plötunni, sem út kom í haust vissum við ekki fyrirfram hvernig við ætluðum að hafa hana, hvorki Svavar Gests, ég eða Ólafur Gaukur, sem útsetti. Þetta var tilraun, en tilraun sem virðist hafa heppnast. Hátíðakvöld á jólaföstu Mikil jólastemning mun ríkja á jólaföstunni að Hótel Loftleið- um í ár svo sem jafnan fyrr. Þar mun matreiðslufólk og fram- reiðslulið hótelsins ekki láta sitt eftir liggja til þess að gera jólaföstuna ánægjulega, og hinn kunni tónlistarmaður Sigurður Guðmundsson skemmtir gest- um sem fyrr. Lúsíukvöld verður haldið sunnu- dagskvöldið 13. desember. Þámunu nemendur úr söngskólanum skemmta og Unnur Arngrímsdóttir sýna tískuföt. Islenskar stúlkur syngja lúsíusöngva. Þetta kvöld skreytir Tékk kristall Víkingaskipið, þá verður happdrætti. A matseðlinum verður m.a. rjómalagað lamb. Síðasta hátíðakvöldið fyrir jól verður svo í Blómasal 20. desember, en þá verður jólapakkakvöld. Þetta kvöld syngur Garðar Cortes jólalög og jólasálma við undirleik Jóns Stefánssonar. Veglegt happdrætti verður á jólapakkakvöldinu svo og tískusýning. Þá verður sérstök gjafa- kynning á vegum Islensks heimilis- iðnaðar og Rammagerðarinnar. A matseðlinum verður m.a. heilsteikt nautafilé. Nýr matseðill Emil Guðmundsson hótelstjóri kynnir nú nýjan matseðil fyrir Blómasal. Þar er bryddað upp á ýmsum nýjungum og breytingum á öðrum réttum. Verði réttanna er mjög í hóf stillt.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.