Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameinist öll þausveitarfélög semsameiningarnefnd leggur til, og kosið verð- ur um á laugardag, verða 47 sveitarfélög á Íslandi að loknum sveitarstjórn- arkosningum næsta vor. Sveitarfélögin eru nú 101 talsins en urðu flest 229 talsins árið 1950. Athyglisvert er að skoða upp- lýsingar um skiptingu og sam- einingu sveitarfélaga frá árinu 1905 og til 1. ágúst 2004. Þar sést að á fyrri hluta 20. aldar urðu 34 sinnum breytingar á sveitarfélögum, í 32 tilvikum var sveitarfélagi skipt upp í tvö eða þrjú smærri sveitarfélög. Aðeins tvisvar var um sameiningar að ræða á tímabilinu. Um miðja 20. öldina verður langt hlé á sveitarfélagabreyt- ingum en í byrjun 8. áratugarins verða þrjár sameiningar. Á 9. áratugnum verða 13 sameining- ar, flestar í lok áratugarins. Í upphafi kjörtímabilsins 1990–94 voru sveitarfélögin 204 talsins, 30 bæir og 174 hreppar. Mikið átak var gert 1993 þegar lagt var til að sveitarfélögin yrðu alls 43 talsins. Í lok kjör- tímabilsins voru sveitarfélögin orðin 171. Fæstar sameiningartillagn- anna fengu framgang 1993, en engu að síður hófst mikið sam- einingarskeið sveitarfélaga í kjölfarið. Grunnskólinn var færður til sveitarfélaganna frá ríkinu árið 1996 og gæti það hafa átt þátt í að í upphafi nýs kjörtímabils 1998 voru sveitar- félögin 124 talsins og hafði því fækkað um 80 frá 1990. Við upphaf yfirstandandi kjör- tímabils sveitarstjórna voru sveitarfélögin orðin 105 og hafði fækkað um 19 frá kjörtímabilinu á undan. Frumkvæði sveitarfélaga Frumkvæðið að samein- ingarátakinu nú er komið frá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, en landsþing sambands- ins og fulltrúaráð höfðu ályktað um nauðsyn þess að efla sveit- arstjórnarstigið. Markaði sam- bandið þá stefnu 2002 að á þessu kjörtímabili sveitarstjórna skyldi unnið að stækkun sveitar- félaga með frjálsum sameining- um. Þegar nýr félagsmálaráð- herra tók við 2003 leitaði sambandið eftir samstarfi við ráðuneytið um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga. Ráð- herra skipaði verkefnisstjórn og sameiningarnefnd, þar sem sitja m.a. formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, alþingis- menn, sveitarstjórnarmenn og fulltrúi félagsmálaráðuneytisins. Þessar nefndir skiluðu sam- einingartillögum sem unnar voru í samráði við sveitarstjórn- armenn og voru kynntar í mars síðastliðnum. Tillögurnar byggja á stefnu íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélögin myndi heildstæð atvinnu- og þjónustu- svæði, að því er fram kemur í grein Róberts Ragnarssonar, verkefnisstjóra átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins, í Morg- unblaðinu í gær. Hjálmar Árnason, alþingis- maður og formaður verkefnis- stjórnar átaksins, hefur bent á það að ríkisvaldið fari með um 70% af verkefnum hins opinbera hér á landi, á meðan sambæri- legur hlutur ríkisins í nágranna- löndum okkar er um 30%. Ástæða þess hve sveitarfélögin fara með fá verkefni hér, miðað við það sem gildir um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga í nágrannalöndum, er m.a. fjöldi lítilla sveitarfélaga hér á landi og mikill munur á stærð og getu sveitarfélaganna. Um helmingur sveitarfélaga hér á landi er með færri en 500 íbúa og segir það sína sögu að í þessum helmingi sveitarfélaga skuli búa um 3% þjóðarinnar. Heildstæð svæði Fámenn sveitarfélög eru van- megnug að axla þunga þjónustu- byrði og því hafa þau mörg grip- ið til þess að semja við nágrannasveitarfélög um að kaupa af þeim ýmsa félagslega þjónustu, hafa samstarf um skólamál og fleira. Þar með hafa íbúar þeirra sveitarfélaga, sem fá þjónustu frá öðrum, engin áhrif á ákvarðanatöku eða val kjörinna fulltrúa sem síðan móta þjónustuframboðið. Sums staðar er samstarfið orðið svo náið að fulltrúar eins sveitarfélags eiga sæti í nefndum nágrannasveit- arfélagsins. Markmið Sambands íslenskra sveitarfélaga miðast ekki við lágmarks íbúafjölda í hverju sveitarfélagi, heldur að sveitar- félögin nái yfir heildstæð svæði og verði nægilega öflug til að sinna lögbundnum verkefnum. Eins er sameining sveitarfélaga talin forsenda þess að aukin verkefni verði færð frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þær raddir hafa heyrst meðal sveitarstjórn- armanna að ekki sé nóg að boða aukinn verkefnaflutning. Frá upphafi þurfi að vera ljóst hvaða fjármagn flytjist með verkefn- unum. Í tengslum við sameiningar- átakið nú verður allt að 2,4 milljörðum króna varið til sam- einingarframlaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þeim fjármunum verður m.a. varið til að byggja upp ný sveit- arfélög og styrkja innviði þeirra. Fréttaskýring | Sameiningarkosningarnar Þörf á sterk- ari einingum Sveitarfélögum hefur fækkað mikið frá árinu 1950 þegar þau voru 229 talsins Tillaga um nýja skipan sveitarfélaga. Um 70 þúsund á kjörskrá í sameiningarkosningum  Kosið verður um 16 tillögur um sameiningu sveitarfélaga næstkomandi laugardag, 8. októ- ber. Tillögurnar ná til 61 sveitar- félags þar sem búa um 96 þúsund manns víðsvegar um landið. Á kjörskrá eru 69.144. Fæstir kjós- endur eru í Mjóafjarðarhreppi, eða 32, en flestir í Hafnarfirði, 15.570. Kjörstaðir í sveitarfélög- unum verða 80 og er skrá yfir þá aðgengileg á vefsíðu félagsmála- ráðuneytisins. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ����� ������� ������� ����������� � ����������� Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 � � � � �� � � ��������������� lokar á hádegi í dag vegna árlegs starfsdags hjá starfsfólki Íbúðalánasjóðs. ��������������� ����� ��� �� � ���� �������� Blönduós | Engu er líkara en gæsirnar þrjár sem eru að hefja sig til flugs af Hnjúkabyggðinni á Blönduósi séu að stíga dans. Þetta gæti þess vegna verið síðasti dans þeirra áður en þær leggja í langferðina til Bretlandseyja. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Dans gæsanna á Blönduósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.