Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 á Al- þingi í gærmorgun. Að því búnu fóru fram umræður um fjárlagafrumvarpið. Stóðu um- ræðurnar yfir í allan gærdag. Árni gerði m.a. grein fyrir því að gert væri ráð fyrir að samanlagður tekjuafgangur rík- issjóðs á árunum 2004–2006 verði 44 millj- arðar króna. Þá er ekki gert ráð fyrir tekjum af sölu Símans. Hann sagði m.a. að staða rík- issjóðs væri sterk, framhald verði á auknu að- haldi í ríkisfjármálum, skattalækkunum og að atvinnulífið stæði sterkum fótum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu ekki sömu sýn á stöðu mála og gagnrýndu fjár- lagafrumvarpið. Sögðu meðal annars að skortur væri á aðhaldi í ríkisfjármálum og að stöðugleiki væri ekki fyrir hendi. Árni var á öndverðum meiði og sagði að fylgt verði aðhaldssamri stefnu í ríkisfjár- málum. Það komi fram í stefnumörkun rík- isstjórnarinnar til næstu fjögurra ára sem var lögð fram þriðja árið í röð. Árni sagði að ár- legur vöxtur samneyslu verði ekki umfram 2% að raungildi og tilfærsluútgjalda ekki um- fram 2,5%. Þá verði dregið úr framkvæmdum ríkisins um tvo milljarða króna árið 2006, þriðja árið í röð. Framkvæmdir verði svo aftur auknar um tvo milljarða árið 2007 og tvo milljarða ári síðar. Þar til viðbótar komi fé í samræmi við tillögu ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun á sölu- andviðri Landssímans. Á árunum 2006–2009 verði verulegum fjár- munum varið til skattalækkana á fyrri hluta tímabilsins, í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, og til forgangsverkefna á síðari hluta þess. Stöðugleiki mun ríkja áfram Árni sagði meginniðurstöðu stefnumörkun- ar í ríkisfjármálum vera þá að stöðugleiki muni áfram ríkja. Að öllum líkindum muni hagkerfið ná mjúkri lendingu með um 2,5% árlegan hagvöxt árin 2007–2009. Hann undirstrikaði í ræðu sinni þá rík- isfjármálastefnu og meginniðurstöðu sem frumvarpið byggist á. „Beitt verður áfram- haldandi aðhaldi á næsta ári, en útgjöld verða aukin verulega og skattar lækkaðir markvisst þegar stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi lýkur árið 2007.“ Hann sagði stöðu ríkissjóðs vera sterka í alþjóðlegum samanburði, það hafi skilað sér í góðu lánshæfismati sem einstaklingar og fyr- irtæki hafi notið góðs af. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu hafi lækkað verulega, eða úr 50% af landsframleiðslu árið 1996 í 19% árið 2006. Lækkun skulda hafi skilað sér í lækkun vaxtagjalda sem séu í frumvarpinu lægri en vaxtatekjur ríkissjóðs. „Ríkissjóður hefur haldið fast að útgjöldum en á sama tíma staðið vörð um góða og hagkvæma þjónustu og stóreflt fram- lög til rannsókna og menntamála.“ Árni sagði að markvissu aðhaldi í ríkisútgjöldum hafi verið beitt en án þess að ganga nærri grunnþjón- ustu og á sama tíma hafi verið dregið verulega úr opinberum framkvæmdum. Svo muni einnig verða á næsta ári. Hann benti á að í spá fjármálaráðuneytisins sé gert ráð fyrir að fjárfesting hins opinbera dragist saman um liðlega 12% á yfirstandandi ári og 15% árið 2006. Framkvæmdir verði síðan auknar á árunum 2007 og 2008 þegar hægir á hag- vexti. Uppsafnað aðhaldsleysi Helgi Hjörvar, þingmað- ur Samfylkingarinnar, benti á að vandi núverandi fjármálaráðherra sé uppsafnað aðhaldsleysi í tíð fyrrverandi fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde. „Þá jukust, frá 1998 og til 2005, raunútgjöld ríkissjóðs á föstu verðlagi um tugi milljarða króna og raunar yfir 20% á sjö ára tímabili. Það er sá vandi sem hér er við að fást,“ sagði Helgi og bætti því við að ekki yrði hlaupið að því að vinna gegn þeirri út- gjaldaaukningu í einu frumvarpi. Hann sagði nauðsynlegt að ríkisstjórnin horfist í augu við veruleikann, þ.e. taki eftir þeim hættumerkj- um sem við blasi í efnahagslífinu. Blikur hafi verið á lofti að undanförnu t.d. hvað geng- isþróun, þenslu og einkaneyslu varðar. Hann sagði það vera óábyrgt hjá fjármálaráðherra að ræða um góðæri og mjúka lendingu á með- an allt samfélagið ræðir þau hættumerki sem séu á lofti. „Með því er hæstvirtur fjár- málaráðherra að auka væntingar. Í raun og veru með óábyrgum hætti að hella olíu á eld væntinganna.“ Helgi sagði mikilvægt að halda verðbólg- unni niðri. Hann spurði hvort það sé ætlun ríkisstjórnarinnar að hækka verðbólgumark- mið Seðlabankans til þess að endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann ræddi vax- andi mun tekjuskiptingar í þjóðfélaginu og við því yrði að sporna. Slíkt ógni stöðugleik- anum í landinu. Efnahagslegur stöðugleiki endurheimtur Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna (VG), gagnrýndi fjármálaráðherra og sagði hann og ríkisstjórnina hafa stungið höfðinu í sandinn varðandi stöðugleikann í efnahagslíf- inu. Hann velti fyrir sér hvort ráðherra hafi ekki viljað kaupa áreiðanleikakönnun á frum- varpið og benti á að Seðlabankinn og fleiri að- ilar hafi gagnrýnt frumvarpið og lýst yfir áhyggjum. Hann benti á að fjármálaráðherra og ríkisstjórninni virtist þykja það vera í lagi þó að gengisvísitalan sveiflaðist um tugi pró- senta innan árs. „Útflutningsgreinarnar eru að kikna undan þessu háa gengi og hæstvirt- ur ráðherra segir að það sé allt í lagi. Spárn- ar séu bara eins og tölvuleikur,“ sagði Jón. Hann benti á að þingflokkur VG hafi lagt fram þingsályktunartillögu sem miðaði að því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Þingmenn frjálslyndra lýstu því yfir að fjárlagafrumvarpið væri óábyrgt og hvöttu al- menning til sparnaðar, en það væri ríkis- stjórnin ekki að gera. Ekki sæi fyrir út- gjaldagleði ríkisstjórnarinnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslyndra, lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu sjávarútvegsins hér á landi. Hann spurði hvort sjávarútvegurinn komi til með að þola gengisstefnu ríkisstjórn- arinnar og taldi nauðsynlegt að leitað væri svara við því. Hann gagnrýndi jafnframt ríkisstjórnina fyrir að svæði eins Norðvestur-, Norður- og Norðausturland yrðu fyrir sérstökum niður- skurði í verklegum framkvæmdum í fjárlaga- frumvarpinu. Miklar umræður á Alþingi er Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi 2006 Fylgt aðhaldssamri stefnu Morgunblaðið/Kristinn Árni Mathiesen fjármálaráðherra mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu í gær. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is LAGT er til í frumvarpi til fjár- aukalaga fyrir yfirstandandi fjár- lagaár að fjárheimildir ríkissjóðs verði auknar um tæplega 16 millj- arða kr. á þessu ári. Fjármálaráðherra lagði fjár- aukalagafrumvarpið fram á Alþingi í gær. 150 milljóna viðbótargreiðslur vegna áhrifa kjarasamninga Fram kemur í greinargerð að sótt er um 210 milljónir kr. til að fjár- magna aukin útgjöld vegna svo- nefndrar heimildargreinar fjárlaga fyrir yfirstandandi ár og 150 millj- óna kr. aukafjárveitingar vegna áhrifa kjarasamninga á vegum rík- isins. Útgjöld samgönguráðuneytisins aukast um rúmlega 1,3 milljarða kr. samkvæmt frumvarpinu, þar af er sótt um 1 milljarð kr. vegna ráðstöf- unar af söluandvirði Landssímans hf. í fjarskiptasjóð og 173 milljónir eru hækkun á útgjöldum Umferð- arstofu. 600 milljónir vegna uppsafnaðs halla LSH Útgjöld heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytis aukast um 1,3 millj- arða kr., þar af eru 600 milljónir kr. til að koma til móts við uppsafnaðan halla Landspítala – háskólasjúkra- húss til ársloka seinasta árs. Út- komuspá gerir ráð fyrir að hámarki 200 millj. kr. halla í ár sem að mestu er talinn mega rekja til vaxta- greiðslna vegna erfiðrar fjárhags- stöðu spítalans frá fyrri árum. Að þessum þætti frátöldum er gert ráð fyrir að rekstur spítalans verði í jafnvægi á árinu 2005. Sótt er um 300 milljónir vegna ráðstöfunar af söluandvirði Símans til byggingar hátæknispítala, 134 milljónir til að mæta uppsöfnuðum halla sjúkrastofnana og 120 milljónir til að mæta uppsöfnuðum rekstr- arhalla og stofnkostnaði við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. 250 milljónir til endurbóta á Þjóðleikhúsinu Útgjöld menntamálaráðuneytis aukast um rúmlega 930 milljónir kr. þar af eru 250 milljónir til endurbóta á Þjóðleikhúsinu, 126 milljónir til uppgjörs á endurbótasjóði menning- arbygginga, 110 milljónir til að greiða umframgjöld Háskólans á Akureyri, 100 milljónir til að mæta nemandafjölgun í framhaldsskólum og rúmar 80 milljónir til að mæta kostnaði við hæstaréttardóm um út- hlutun úr ritlauna- og rannsókn- arsjóði prófessora. Útgjöld forsætisráðuneytis aukast um rúmar 850 milljónir sam- kvæmt frumvarpinu, þar af eru 750 milljóna útgjöld vegna kostnaðar við sölu Landssímans hf. Sótt er um 35 milljónir vegna sjúkraflugs vegna hamfaranna í SA-Asíu. „Um er að ræða aðstoð íslenskra stjórnvalda við að koma slösuðum Svíum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Flugvél frá Loftleiðum Icelandic ásamt áhöfn og hjúkrunarfólki hélt til Bangkok hinn 2. janúar og flutti 38 slasaða Svía til Svíþjóðar,“ segir í skýringum. 365 millj. vegna útgjalda Fæðingarorlofssjóðs Útgjöld félagsmálaráðuneytis aukast um rúmar 730 milljónir, þar af eru 600 milljónir vegna end- urmats á framlögum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 365 milljón kr. endur- skoðuð útgjöld Fæðingarorlofssjóðs og 200 milljónir til búsetuúrræða fyrir geðfatlaða af söluandvirði Landssímans hf. Á móti lækka út- gjöld vegna atvinnuleysisbóta um tæplega 520 milljónir og útgjöld Ábyrgðasjóðs launa um 100 millj- ónir. Útgjöld landbúnaðarráðuneytis hækka um rúmlega 500 milljónir kr., þar af eru rúmar 220 milljónir vegna stuðnings við landbúnað, 150 millj- ónir til landbúnaðarskóla og 120 milljóna kr. umframgjöld og tapaðar kröfur embættis yfirdýralæknis. Útgjöld iðnaðarráðuneytis aukast um rúmar 400 milljónir kr., þar af eru 275 milljónir endurgreiddur kostnaður við kvikmyndagerð á Ís- landi og 100 milljóna kr. auknar nið- urgreiðslur á rafhitun. Sótt um heimild til 16 milljarða viðbótarútgjalda Morgunblaðið/ÞÖK Sótt er um 600 milljónir kr. til að koma til móts við uppsafnaðan halla á rekstri Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.