Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 29
„KOSTIRNIR eru fyrst og fremst þeir að það verður ákveðinn sparn- aður í stjórnsýsl- unni sem, eins og sameiningar- nefndin hefur sett fram, verður nýttur til þess að bæta þjón- ustuna,“ segir Sigurður Viggósson, formaður samstarfsnefndar um sam- einingu í Vestur-Barðastrandar- sýslu. Hann segir það ekki vera síður sameiningarkost að sveitarfélögin liggi þétt og að auki sé ávallt betra þegar sveitarfélög standi saman. Sigurður bendir á að sama sé uppi á teningnum og fyrir 11 árum þegar Tálknfirðingar höfnuðu hugmyndum um sameiningu þegar Bíldudalur, Patreksfjörður, Barðaströnd og Rauðisandur sameinuðust í Vestur- byggð. Sömu rök eigi við þá og nú, þ.e. að Tálknfirðingar séu fjárhags- lega sterkari. „Að sjálfsögðu eru þetta góð rök en við höfum bent á það að það er fyrst og fremst framtíðin sem skiptir máli og að náist full sam- staða meðal íbúanna í eina sveit,“ segir Sigurður og bendir á að fjár- hags- og rekstrarstaða Vesturbyggð- ar hafi styrkst á undanförnum árum eftir erfið upphafsár. Aðspurður segir hann einn sam- eiginlegan fund hafa verið haldinn fyrir svæðið. „Það er almennt séð lítil umræða um sameiningarmálin nema þá helst í Tálknafirði þar sem eru áberandi neikvæðar raddir,“ segir Sigurður. Hann bendir á að hann skilji þá umræðu sem eigi sér stað í Vesturbyggð á þann veg að menn eigi að sameinast þar sem sveitarfélögin liggi svo nálægt hvort öðru. Fátt sé í raun neikvætt fyrir íbúa Vestur- byggðar hvað sameiningu varðar. Hann segir samstarfsnefndina hafa verið mjög samstiga í sinni vinnu í sumar. Menn hafi ekki viljað vera með neinn harðan áróður enda þekki menn vel til mála í svo litlum sveitarfélögum og fátt sem komi á óvart. „Það er frekar lítill áhugi fyrir þessu almennt í umræðunni. En ég vona að menn mæti á kjörstað fyrst og fremst því að það er ekki oft sem menn fá að kjósa um framtíð sína.“ Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinist Sigurður Viggósson 0*  . >  * $    $  /*.  ' 22    %  % ' ! "##$  )%% 6 ! $ 2  865= /      5 Sameiningu fylgir sparnaður sem nýtist til að bæta þjónustu Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 29 KOSIÐ UM SAMEININGU Lokasprettur tveggja ára verk- efnis um samein- ingu sveitarfé- laga fer fram á morgun þegar fjölmargir íbúar víðs vegar um land ganga til kosninga. Í desember ár- ið 2003 var sett saman sameiningarnefnd sem fékk það hlutverk að vinna að sameining- artillögum, þær voru sendar til um- sagnar hjá sveitarfélögum um allt land og á morgun verður kosið um þær tillögur sem nú liggja fyrir. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu og fulltrúi í sameiningarnefnd, segir undirbúninginn hafa verið áhuga- verðan og góða æfingu í lýðræði. Umtalsverðum fjárhæðum, eða tæp- lega hundrað milljónum, hafi verið varið í kynningarstarf en samstarfs- nefndir voru skipaðar á öllum þeim svæðum þar sem tillögur lágu fyrir. Nefndirnar hafi flestar útbúið mjög ítarlega kynningarbæklinga og mál- efnaskrár sem sendar hafi verið til íbúa en mikil áhersla var lögð á að íbúar væru vel upplýstir um samein- inguna þegar að kosningum kæmi. Íbúafundir hafa verið haldnir og hafa fulltrúar félagsmálaráðuneytis- ins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga sótt fjölmarga þeirra og svarað spurningum íbúa. Ragnhildur segir fundina hafa verið misvel sótta, einna fjölmennastur var kynningar- fundur á Dalvík sem um tvö hundruð íbúar sóttu, en nokkurs misræmis hefði gætt milli svæða í fundarsókn. Almennt hafi umræðan á kynning- arfundunum verið jákvæð og íbúar skipst á skoðunum um sameiningar- og framtíðarmál sveitarfélaganna. Umræðan hafi oft verið á tilfinninga- legum nótum og sé það eðlilegt en Ragnhildur telur að nauðsynlegt sé að dýpka umræðuna um hlutverk sveitarfélaga þannig að þau geti veitt sem jafnasta þjónustu um land allt. Vel stutt við sameinuð sveitarfélög Atkvæðagreiðsla fer fram um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfé- lagi á 80 kjörstöðum. Flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða 15.570 en fæstir í Mjóafjarðarhreppi þar sem 32 eru á skrá. Vel verður gert við þau sveitar- félög sem sameinast en 2,4 milljarð- ar hafa verið settir til hliðar svo að sveitarfélagið geti þróað stjórnsýslu sína eða þjónustu næstu fjögur ár eftir sameiningu. Upphæðin miðast við að allar sameiningartillögurnar verði samþykktar og verður skipt- ingin ljós eftir að niðurstöður kosn- inganna eru ljósar. Ef hins vegar sameiningartillaga er felld eins og hún er lögð fyrir get- ur sameininganefnd ákveðið að leggja fram nýja tillögu um samein- ingu sveitarfélaga, þá fer nefndin yf- ir niðurstöðurnar og hefur heimild til að breyta tillögunni og boðað til nýrra kosninga á tímabilinu október til janúar. Fólk fari á kjörstað og lýsi vilja sínum Ragnhildur segir væntingarnar, sem gerðar séu til kosninganna, fyrst og fremst þær að þátttakan verði góð, fólk fari á kjörstað og lýsi vilja sínum þar. Jafnframt vonast hún til að verkefnið í heild styrki sveitarstjórnarstigið til frambúðar. Hún treystir því að íbúar svæðanna hafi fengið góðar upplýsingar en mikilvægast sé að þeir gangi vel upp- lýstir til kosninga. Kosningarnar séu eins lýðræðislegar og mögulegt sé og kynningarnar unnar af fólki sem þekkir heimasvæðin best og því vill hún að sem flestir nýti atkvæðisrétt sinn og lýsi skoðun sinni. Framkvæmd atkvæðagreiðslunn- ar er í höndum kjörstjórna á hverju svæði fyrir sig en kjörstaðir eru yf- irleitt opnaðir milli níu og tólf og lok- að á milli sex og tíu, eða þegar allir á kjörskrá hafa kosið, en það fer eftir stærð sveitarfélaga. Þá er nýlunda að hægt verður fylgjast með fram- gangi kosninganna á vefsíðu félags- málaráðuneytis – felagsmalaradu- neyti.is – en það mun vera í fyrsta skipti sem upplýsingar um niður- stöður sameiningarkosninga eru birtar jafnóðum og þær berast. Einnig verður haldið úti þjónustu- vakt frá hádegi og frameftir degi og netspjalli þar sem hægt verður að fá svör við þeim spurningum sem vakna um kosningarnar. Tæplega 70 þúsund á kjörskrá í sameiningarkosningunum Íbúar fari á kjörstað og lýsi vilja sínum Ragnhildur Arnljótsdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í VESTUR-Barðastrandarsýslu eru tvö sveitarfélög, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur, með rúmlega 1.300 íbúa í þremur byggða- kjörnum, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, auk nokkurs dreif- býlis. Vestur-Barðastrandarsýsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.