Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 33 UMRÆÐAN Ármúla 10 • Sími: 5689950 Með hverri DUX 12:12 + dýnu 90cm eða stærri fylgir DUXIANA Royal luxsus gæsadúnsæng að verðmæti kr 34.980 (160x200cm = 2 sængur) Sérfræðingur frá DUX í Svíþjóð verður í versluninni 7og 8 okt.w w w .is ak w in th er .c om Kr 252.350 90x200cm Dúnmjúkt hausttilboð Aðeins dagana 6-7 og 8 okt HVERJUM skyldi það vera mest að þakka að þeir þurfa ekki að gera það? Ekki Guði þessu sinni heldur þeirra eigin dugnaði, framtaki og sjálfsbjargarviðleitni. Með lögum hafa þeir búið svo vel um hnútana að enginn þeirra þarf að kvíða elli- árunum eins og ýmsir aðrir lands- menn annars gera. Í beinu fram- haldi af þessu væri ef til vill ekki úr vegi að spyrja hvort hæstvirtum þingmönnum sé jafn umhugað um kjör meðbræðra sinna eins og t.d. eldri borgara og sín eigin eða væri það kannski of mikil frekja og til- ætlunarsemi? Þegar menn eru vistaðir á op- inberum stofnunum hvaða nafni sem þær kunna að nefnast er þeim ekki beinlínis tekið með virktum. Öðru nær, þeir eru í einu orði sagt lítillækkaðir og auðmýktir. Það er semsé komið fram við þá eins og skynlausar skepnur svo ögn sterk- ara sér að orði kveðið. Og í hverju lýsir það sér einna helst, kynni ein- hver að spyrja. Því er fljótsvarað. Í svívirðilegri sviptingu sjálfsagðra mannréttinda. Og í hverju er sú svipting fólgin? Því er einnig fljót- svarað. Nú í því að taka af þeim öll auraráð. Ellilífeyrir þeirra skal allur renna óskertur til reksturs fyrr- greindra stofnana. Áður en meira er sagt er rétt að taka það fram að fyr- ir einstaka náð og miskunn er vist- mönnum heimilt að sækja um vasa- peninga til Tryggingastofnunar ríkisins. Allt er þetta löglegt, en siðlaust, mér liggur við að segja kolsiðlaust. Mér er alls ókunnugt um á hvaða ári þessi lög eða lagaákvæði varð- andi þessa heimild voru samþykkt, en mig býður einhvern veginn í grun að það hafi verið gert fyrir þingsetu flestra en þó ekki allra þeirra sem þar eiga sæti nú. Ekki dettur þeim sem hér heldur á penna eitt einasta andartak í hug að það hvarfli að þessum háu herr- um að gera bragarbót og breyta nokkrum lagabókstaf til þess að af- nema þessa svívirðu gagnvart öldr- uðum, til þess skortir þá flesta nægilega sterka réttlætiskennd. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að minnast örfáum orðum á eftirlauna- frumvarpið umdeilda, enda er ekki ofmælt að með því hafi vitringar vorir á Alþingi Íslendinga reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Und- irritaður lét þess getið í grein í Morgunblaðinu að þá hefðu jafnvel brugðist menn, sem hann hélt að í væri einhver siðferðislegur töggur án þess þó að nafngreina þá, en nú skal það gert. Það voru þeir Guð- mundur Árni Stefánsson og Stein- grímur Sigfússon. Sá fyrrnefndi hefur nú verið skipaður sendiherra í Svíþjóð af utanríkisráðherranum, Davíð Oddssyni. Var það gert til að launa honum liðveisluna eða stuðn- inginn við frumvarpið? Því verður látið ósvarað hér. Sá síðarnefndi var ekki kominn af fjöllum. Ætla mætti að hann hafi verið þar að þvo hend- ur sínar í tærum fjallalæk. Til þess að gæta fyllsta réttlætis er rétt að geta þess að ekki sam- þykktu allir þingmenn frumvarpið, þótt það væri gert með miklum meirihluta, sem bendir ótvírætt til þess að til eru menn og konur á þessum vinnustað sem hafa sam- viskuna í þokkalegu lagi. Vel á minnst, hefur valdamesti maður þjóðarinnar, Davíð Oddsson, sem nú hefur ákveðið að skipta um vinnustað, samviskuna í lagi? Nú af hverju skyldi hann ekki hafa hana í lagi, kynnu stuðningsmenn hans að spyrja. Einfaldlega vegna þess að honum hefur svo oft orðið á í mess- unni m.a. sökum þess að hann þolir illa gagnrýni, hefur litla sem enga stjórn á skapi sínu og tvínónar ekki við að hefna sín grimmilega. Fram- koma hans gagnvart öldruðum og öryrkjum er sláandi dæmi um slíkt. Ef forráðamaður makkar ekki rétt er stofnun hans tafarlaust lögð niður. Davíð Oddsson hefur gert sig sekan um alls- kyns frumhlaup eins og t.a.m. í fjölmiðla- málinu víðfræga svo og um óábyrgt tal um menn og málefni, þar sem orðbragðið sver sig í ætt við það sem viðhaft er meðal götu- stráka, en það sem kórónar mest afglöp hans er stuðn- ingur hans og hins tindátans, Hall- dórs Ágrímssonar, við innrásina í Írak. Embættisveit- ingar hans eru svo kapítuli úf af fyrir sig, en hér skal látið staðar numið. Í stuttri blaða- grein er ógjörningur að rekja allt hans fjöl- skrúðuga syndaregist- ur. Nú mun hann setj- ast í helgan stein í Seðlabankanum, þótt helgi þess staðar liggi ekki beinlínis í augum uppi. Eftir stöðuskipt- in telur hann að sér gefist meira tóm til ritstarfa, enda hefur hann látið að sér kveða á þeim vettvangi. Launin hafa verið hækkuð á nýja vinnustaðnum og ofan á þau bætast vitaskuld eftirlaun og svo vel hefur hann komið ár sinni fyrir borð að hann er eini íslenski rithöfundurinn sem er undanþeginn sköttum vegna ritlauna og það er samkvæmt litlu og lævísu ákvæði í eftirlaunalög- unum. Hann mun þannig ekki vanhaga um vasapeninga. Tryggður i bak og fyrir. En hvað gerðist eiginlega í pen- ingamálum hér á landi eftir að öll viðskipti voru orðin frjáls og hafta- laus? Nú peningarnir runnu i kolvit- lausa vasa, en ekki í þá gömlu góðu þar sem þeir áttu auðvitað heima og voru best geymdir og allt varð snar- vitlaust, m.a. málaferli sem ekki er enn séð fyrir endann á. Að lokum vil ég óska íslensku þjóðinni til hamingju með að vera endanlega lausa við þennan van- stillta valdamann. Alþingismenn okkar munu aldrei þurfa að sækja um vasapeninga Halldór Þorsteinsson fjallar um aðbúnað aldraðra ’Þegar menn eru vist-aðir á opinberum stofn- unum hvaða nafni sem þær kunna að nefnast er þeim ekki beinlínis tekið með virktum. Öðru nær, þeir eru í einu orði sagt lítillækkaðir og auð- mýktir.‘ Halldór Þorsteinsson Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.