Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 37 UMRÆÐAN SPÓLUMARKAÐUR Í BÓNUSVÍDEÓ, GRENSÁSVEGI 11 OG GEISLAGÖTU 10 AKUREYRI ALLT DVD: 899 KR. VHS: 99 - 799 KR. Hér er aðeins brot af miklu úrvali eld ri leigumynda 100% ÖRYGGI EF HÚN ER EKKI INNI ÞÁ FÆRÐU HANA FRÍA* Til leigu á öllum sölustöðum Bónusvídeós Í MORGUNBLAÐINU hinn 16. sept. sl. er fjallað um skýrslu OECD þar sem bornar eru saman ýmsar hlið- ar menntunar í aðildarríkjum samtak- anna. Þar kemur fram að finnsk börn séu styst allra barna innan OECD í grunnskólanum á aldrinum 7–14 ára. Engu að síður hafa Finnar náð gríð- arlega góðum árangri í PISA- könnunum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Þetta hefur vakið athygli víða og meðal annars hér á landi. Í fréttum hefur maður heyrt af kynnisferðum samtaka kennara til Finnlands þar sem þau hafa kynnt sér skólastarf í Finnlandi og hvað megi læra af fyrirkomulagi þarlendra í grunnskólanum. Það sem staðið hefur uppúr í málflutningi samtakanna þeg- ar heim er komið er að kennarar í Finnlandi séu með betri menntun en íslenskir grunnskólakennarar. Því sé það mikilvægt að kennaranám sé lengt hérlendis og stefna þurfi að því að allir kennarar séu með meistara- gráðu. Ég var nýlega á ferð í Finnlandi og átti þess kost að heimsækja sveitarfé- lagið Sippo, sem er u.þ.b. hálftíma akstur fyrir austan Helsingfors. Við komum þar meðal annars í grunn- skóla sveitarfélagsins og fengum góða kynningu á starfsemi hans. Ég spurð- ist fyrir um lengd kennslustunda og fyrirkomulag frímínútna í skólanum að gefnu tilefni. Svarið var að hver kennslustund væri 45 mínútur og milli hverra kennslustunda væri 15 mín- útna frímínútur þar sem allir færu út. Einu tilvikin þar sem börn færu ekki út í frímínútur milli kennslustunda væri þegar kenndar væru tvær sam- liggjandi kennslustundir í leikfimi. Ástæða þess að ég spurðist fyrir um þetta var að ég varð nokkuð hugsi þegar ég sá stundatöflu 12 ára gam- allar dóttur minnar í haust. Hver kennslustund er reiknuð 40 mínútur. Skólinn byrjar kl. 8.20 á morgnana. Fram til kl. 11.20 þegar matarhlé er tekið fá börnin einu sinni frímínútur sem er 20 mínútur. Matarhlé með úti- veru er síðan 50 mínútur. Síðan er kennt tvo daga vikunnar í fjórar kennslustundir eftir hádegi án þess að nokkrar frímínútur séu á stunda- skránni. Tvo daga vikunnar er kennt í þrjár kennslustundir eftir hádegi án þess að nokkrar frímínútur séu til- greindar og einn dag vikunnar er ein vinnustund eftir matarhlé. Stunda- skrá er sett upp þannig að yfirleitt er sama námsgrein kennd tvær kennslu- stundir í röð eða samtals í áttatíu mín- útur. Kennslustundin er því í raun í áttatíu mínútur án hlés. Ég hef bæði verið í skóla eftir að ég fullorðnaðist og eins hef ég unnið við kennslu. Ég fullyrði að athyglin er farin að daprast hjá fullorðnu fólki eftir áttatíu mín- útna vinnutörn hvað þá hjá litlum börnum. Annað vakti einnig athygli mína í uppsetningu stundaskrár dóttur minnar. Þegar farið er í sund eða íþróttir þá hefst sundið eða leikfimin á sömu mínútu og dönsku eða íslensku lýkur þrátt fyrir að börnin þurfi að fara þó nokkurn spöl milli húsa, klæða sig úr og síðan í viðeigandi íþróttaföt áður en kennslustund hefst. Sá tími hlýtur að vera tekinn af þeim tíma sem ætlaður er til kennslu því börnin eru ætíð búin á tilsettum tíma samkvæmt stunda- skrá. Þegar maður spyr um hvort sé ekki erfitt fyrir börnin að vera í áttatíu mínútur án hlés í samfelldri kennslu þá er því svarað til að börnin fái hlé innan þessa tíma. Það er sem sagt verið að taka frímínútur á kostn- að tilskilins kennslutíma að mínu mati. Samkvæmt grunn- skólalögum eiga 12 ára gömul börn að fá 1.400 kennslumín- útur í hverri viku. Frímínútur eiga að vera að lágmarki 15 mínútur á hverj- ar 100 mínútur í kennslu eða að lág- marki 210 mínútur á viku. Það markmið næst ekki í stundaskrá dóttur minnar. Í þeim skóla sem ég heimsótti í Finnlandi fá börnin 28 kennslustundir á viku eða samtals 1.260 kennslumínútur á viku. Í sumum sveitar- félögum er kennt í 30 kennslustundir eða í 1.350 mínútur samtals. Þegar ég lýsti uppbyggingu stunda- skrár dóttur minnar fyrir finnsku skólafólki fullyrtu þeir að það myndi aldrei vera samþykkt í Finnlandi. Ég ætla ekki að segja að ég hafi höndlað neinn endanlegan sannleika í heimsókn minni til Finnlands. Ég tel hins vegar að það hafi verið litið of sjaldan á skipulag kennslunnar frá sjónarhóli barnanna en sjónarmið starfsfólks verið höfð í fyrirrúmi. Það segir sig sjálft að lítil börn er orðin óróleg og farin að missa athyglina eft- ir samfellda áttatíu mínútna setu í kennslu og hvað þá eftir tveggja klukkutíma setu í bóklegu námi án formlegra frímínútna eins og dæmi eru í stundaskrá dóttur minnar. Hér- lendis virðist sú stefna hafa orðið ofan á að lengja kennslulotur eins og hægt er en minna tillit tekið til þess hvernig þær nýtast. Er kannski rétt að staldra aðeins við og skoða fleira en meistaramenntun kennara í Finn- landi þegar horft er eftir hvernig þeir ná góðum árangri í skólastarfinu? Grunnskólinn, magn eða gæði Gunnlaugur Júlíusson fjallar um kennslu hér og ber saman við kennslu í Finnlandi ’Er kannski rétt aðstaldra aðeins við og skoða fleira en meist- aramenntun kennara í Finnlandi þegar horft er eftir hvernig þeir ná góðum árangri í skóla- starfinu?‘Gunnlaugur Júlíusson Höfundur er hagfræðingur og faðir 12 ára grunnskólabarns. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma… Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.