Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SVO virðist sem megintilgangur Snorra Baldurssonar í grein sem hann ritar í Mbl. 7. sept. sl. sé að sýna fram á að erfðabreyttar (eb-) plöntur hafi svipuð umhverfisáhrif og hefðbundnar plöntur. Sú kenn- ing stenst ekki nánari skoðun, enda gætir ónákvæmni og mis- skilnings í röksemdafærslu Snorra, og skal það rætt nánar í þessari grein. Erfðabreyttar Bt-plöntur hafa neikvæð áhrif Höfundur ræðir um sn. Bt-plöntur (teg- und eb-plantna) sem erfðabreytt hefur ver- ið til að þær framleiði varnarefnið Bacillus thuringensis sem drepur skordýr og á þar með að draga úr þörf fyrir úðun skor- dýraeiturs. Höfundur telur að Bt-plöntur séu engu skaðlegri fyrir skordýr en plöntur sem úðaðar séu með skordýraeitri vegna þess að hvort tveggja grandi „góð- um“ og „slæmum“ skordýrum. Þarna skortir nokkuð á heildarmyndina. Bt- varnarefni sem úðað er á plöntur varir að- eins í umhverfinu um skamma hríð enda er því úðað öðru hverju og það brotnar niður við dagsbirtu. Bt- plöntum er hinsvegar erfðabreytt til að þær framleiði stöðugt Bt-varnarefnið í miklum mæli. Bt-plöntur eru var- anleg ógnun við skordýr og hafa því meiri möguleika á að granda skordýrum („góðum“ og „slæm- um“) þar sem Bt-varnarefnið er stöðugt haft fyrir þeim. Það sem verra er – og höfundur ræðir ekki einu sinni – að þar sem skordýr eru undir stöðugum áhrifum af varnarefninu í Bt-plöntum verða þau fljótari að mynda ónæmi gegn því. Umhverfisstofnun Bandaríkj- anna telur að skordýr myndi ónæmi gegn Bt-plöntum á 3–4 ár- um og indverskir vísindamenn spá hinu sama um ræktun Bt-bómullar á Indlandi. Ónæmi skordýra afsannar full- yrðingar um að Bt-plöntur séu bót fyrir umhverfið vegna minni eitur- efnanotkunar. Þegar skordýr mynda ónæmi gegn varnarefninu í Bt-plöntum þurfa bændur að grípa til mjög eitraðra efna til að ráða niðurlögum þeirra – skammtíma ágóði breytist í tjón til lengri tíma litið. Kínverskir vísindamenn halda því fram að nýju Bt-hrísgrjónin þeirra bæti heilsu bænda vegna þess að þau útheimti færri varn- arefni. Þau hafa þó aðeins verið ræktuð í tilraunaskyni í tvö ár! Hvaða ráðstafanir hafa Kínverjar gert til að mæta ónæmi skordýra og hvaða áhrif mun það hafa á heilsufar bænda þegar þeir þurfa að grípa til sterkari eiturefna? Það bætir gráu ofan á svart að kín- versku Bt-grjónin á að rækta til manneldis án þess að nokkrar at- huganir hafi verið gerðar á heilsu- farsáhrifum þeirra. Varnarefni sem úðað hefur verið má að talsverðu leyti fjarlægja af matjurtum með skolun eða afhýðun en útilokað er að forðast neyslu skordýraeiturs í Bt-plöntum. Nú er vitað að fram- andi gen í eb-matvælum geta kom- ist í þarmabakteríur manna, sem gefur alvarlegar vísbendingar um áhrif Bt-varnarefnis á heilsufar neytenda. Gangi áform Kínverja eftir fela þau í sér viðamikla til- raun þar sem vistkerfi og neyt- endur eru notuð sem tilraunadýr. Höfundur gefur í skyn að Bt- plöntur séu framför frá hefð- bundnum plöntum, því þær síð- arnefndu noti varnarefni sem safn- ist fyrir í jarðvegi. Hann nefnir hinsvegar ekki að Bt-plöntur auka hættu á uppsöfnun eiturefna í jarð- vegi þegar Bt-varnarefni síga úr rótum, frjódufti og rotnandi plöntuleifum út í jarðveginn (sjá t.d. Soil Biology and Biochemistry 1998, bls. 471–476 og Nature 1999, bls. 402–480). Tilraunir með erfðabreyttar Ht- plöntur sýna tjón Í öðrum hluta grein- ar sinnar ræðir höf- undur um breska at- hugun á eb-ræktun, en niðurstaða þeirra var að eb-olíurepja og syk- urrófur yllu meira tjóni á lífríki en hefð- bundin afbrigði olíu- repju og sykurrófna. Af orðum hans má ætla að niðurstöður hefðu orðið allt aðrar ef notkun illgresiseit- urs hefði verið með öðrum hætti. Það er hinsvegar ekki val- kostur! Eb-plöntur sem kannaðar voru í bresku rannsókninni voru svonefndar Ht- plöntur sem erfða- breytt hafði verið til að þær hefðu ónæmi fyrir tilteknu illgresiseitri, glyphosate, þannig að úðun þess eyddi aðeins illgresi en ekki afurðinni sjálfri. Einungis er unnt að nota þetta tiltekna eitur- efni. Líftæknifyrirtæki gera kröfu um að bændur undirriti samninga sem skylda þá til að kaupa bæði Ht-fræið og illgresiseitrið (glypho- sate) og leiðbeiningar fylgja um hvernig nota skuli eitrið. Breska rannsóknin kannaði, og það með réttu, eb-plöntur eins og reiknað er með að ræktun þeirra fari fram. Erfðabreyttar nytjaplöntur sleppa út í umhverfið Í síðasta hluta greinar sinnar gefur höfundur í skyn að eb- plöntur séu engu líklegri en inn- fluttar plöntur til að þróast í „ofur- illgresi“. Reynsla bænda í Norður- Ameríku stangast á við þá kenn- ingu, en þeir hafa séð eb-plöntur sleppa út fyrir akrana og vaxa upp í umtalsverðu magni á óræktuðu landi, graslendi og meðfram veg- um. Eb-plöntur gætu ekki orðið til í náttúrunni og eru því gjörólíkar innfluttum eða kynbættum plöntum. Þær má framleiða með genum úr framandi tegundum á borð við bakteríur, vírusa, fisk, búfé eða menn. Við þurfum aðeins almenna skynsemi, sem höfundur mælir með, til að skilja að þær fela í sér nýja áhættu. Það er einnig fjarstæðukennt og tæpast svara vert, sem höfundur gefur í skyn í lokaorðum sínum, að almenningur og eftirlitsstofnanir geti haft hemil á eb-plöntum, sem sloppið hafa, með jafnkæruleys- islegum hætti og hann telur raun- hæft, þ.e. að taka eftir þeim úti í náttúrunni og tína þær upp. Erfðabreyttar plöntur eru ný ógnun við umhverfið Sandra B. Jónsdóttir fjallar um erfðabreytt matvæli Sandra B. Jónsdóttir ’Sú kenn-ing … að erfða- breyttar plöntur hafi svipuð um- hverfisáhrif og hefðbundnar plöntur stenst ekki nánari skoðun.‘ Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og skrifar um matvæli. ÉG HEF oftsinnis verið spurður að því hvernig á því standi að fólk sem gerir út á það að veita næring- arráðleggingar hafi svo mismunandi skoðanir á því hvað telst hollt og hvað óhollt. Sem dæmi má taka að á meðan sumir hvetja fólk sem þarf að létta sig til að auka neyslu á kolvetnaríkum mat eins og kornmeti og ávöxtum standa aðr- ir á því fastar en eigin fótum að slík fæða sé afleit fyrir feitt fólk og að það ætti frekar að neyta feitmetis eins og steiktra eggja og beik- ons. Hvað varðar syk- urneyslu virðast „sér- fræðingarnir“ vera mjög ósammála! Á meðan sumir hverjir hvetja fólk til að fara rólega í sykurátið en njóta þegar það leyfir sér slíkan munað flytja aðrir lands- mönnum þann boðskap að sykur sé eitur- og fíkniefni hið mesta sem jafn- vel „karamelluserar“ líkamann – en þannig komst einn landskunnur „næringarþerapisti“ að orði. Og hvað þá með blessaða mjólkina, en í gegnum tíðina hafa oft heyrst raddir „sérfræðinga“ sem vara við neyslu hennar og finna mjólkinni allt til foráttu á meðan aðrir fræðingar hvetja til reglubundinnar neyslu og segja hana afbragðs holla og nefna í því sam- bandi að mjólk sé meðal annars öflugur kalk- og próteingjafi. Eða kannast einhver við umræðuna um blessað hveitið? Fullyrt hefur verið að spelt- hveiti sé hollast allra hveititegunda og því haldið fram að fólk með glútenóþol geti neytt speltis án þess að finna fyrir óþæg- indum. En einnig heyrast raddir þar sem fullyrt er að spelthveiti sé ekkert betra eða verra en flestar aðrar hveititegundir og að þar sem mikið er af glúteni í spelthveiti ætti fólk með glútenóþol alls ekki að leggja sér það til munns. Ég gæti haldið lengi áfram að tína til atriði sem þessi en læt hér staðar numið, en vil í þess stað benda á hvað almenningur getur gert til að verða sér úti um næringarupplýsingar sem byggjast á bestu vísindaniðurstöðum sem liggja fyrir hverju sinni. Þess má fyrst geta að starfsheitin „næring- arfræðingur“ og „næringarráðgjafi“ eru lögvernduð starfsheiti og til að geta skreytt sig þess konar fjöðrum þarf sá sem í hlut á að hafa lokið há- skólaprófi í viðkomandi fræðigrein- um frá viðurkenndum háskólum. Þetta merkir t.d. að þegar fólk slær um sig með titlum eins og „næring- arþerapisti“ eða „næringarsérfræð- ingur“ þá liggur í reynd engin fagleg háskólamenntun á næringarsviðinu að baki. Og hér erum við í reynd komin að kjarna málsins. Því stað- reyndin er sú að þeir sem hafa lokið menntun í næringarfræði/næring- arráðgjöf eru í öllum meginatriðum samstiga þegar kemur að því að veita næringartengdar upplýsingar enda er næringarfræðin fag sem er byggt á grunni raunvísinda en ekki hugvís- inda. Því liggur í augum uppi að ef fólk hefur virkilegan áhuga á að afla sér sem réttastra upplýsinga um næringarfræði á það að leita til þeirra sem hafa tilhlýðilega menntun í þeim fræðum. Fyrsta skrefið gæti verið að fara inn á vefsíðu Lýð- heilsustöðvar og leita þar að næring- artengdu efni undir fyrirsögninni manneldi. Ef einhver velkist í vafa um hvað undirritaður aðhyllist varðandi full- yrðingarnar hér að ofan þá er því fljótsvarað: – Feitt fólk ætti mun frekar að neyta ríflega ávaxta og kornmetis heldur en feitmetis á borð við steikt egg og beikon. – Sykur er ekki fíkniefni og hefur ekki „karamelluserandi“ áhrif á lík- amann heldur er hér um að ræða bragðgóðan orkugjafa sem við að sjálfsögðu ættum að neyta sparlega enda er dísætur matur oftast nær- ingarefnasnauður og svo er harla auðvelt að hlaða í líkamann hitaein- ingum með neyslu afurða eins og dísætra drykkja og sykraðs og fitu- ríks bakkelsis. Hófið er best. – Mjólk og mjólkurmatur er holl og góð fæða og meðal annars auðug af próteinum og kalki. En auðvitað er hægt að borða of mikið af mjólk- urmat og osturinn er dæmi um holl- an og góðan mjólkurmat sem sumir mættu minnka neyslu á enda er hefðbundinn ostur mjög fituríkur og auðugur af salti. Hófið er best! – Spelthveiti er ekkert hollara eða óhollara en flestar aðrar hveititeg- undir og fólk með glútenóþol má alls ekki leggja spelthveiti sér til munns. Njótum þess að borða góðan og hollan mat. Njótum fjölbreytni. Sykur eitur? Mjólkin óholl? Spelthveiti best? Ólafur G. Sæmundsson fjallar um næringu ’… ef fólk hefur virki-legan áhuga á að afla sér sem réttastra upp- lýsinga um næringar- fræði á það að leita til þeirra sem hafa til- hlýðilega menntun í þeim fræðum.‘ Ólafur G. Sæmundsson Höfundur er næringarfræðingur. SLYSAVARNARFÉLAG Ís- lands lagði mikið af mörkum á sviði öryggismála sjómanna með stofnun Slysavarnarskóla sjó- manna. Við fögnum þeim merku tímamótum í dag á 20 ára afmæli skólans. Um leið og við fögn- um þessum tímamót- um er vert að minnast verka frumkvöðlanna, forystumanna Slysa- varnarfélags Íslands og vekja athygli á því að sú þjálfun sem skólinn hefur veitt yf- ir 17 þúsund sjómönn- um hefur ítrekað ráð- ið úrslitum þegar bregðast hefur orðið við erfiðum aðstæðum manna í sjávarháska. Starfsmenn samgöngu- ráðuneytisins og Siglingastofnunar hafa notið þess að eiga gott og ár- angursríkt samstarf við for- ystumenn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Slysavarnarskóla sjómanna. Í því sambandi er vert að nefna sérstaklega lang- tímaáætlun um öryggismál sjófar- enda, sjálfvirka tilkynningarskyldu og rannsóknir á sjóslysum. Það er sorgleg staðreynd að á hverju ári farast margir í slysum bæði til sjós og lands þrátt fyrir öflugar slysa- varnir. Rétt er að horfa yfir farin veg á 20 ára afmæli Slysavarn- arskóla sjómanna og líta á þann árangur sem náðst hefur. Mik- ill árangur hefur samt náðst á síðustu ára- tugum við að fækka slysum. Á árabilinu 1965-1984 fórust að meðaltali 17 sjómenn ár hvert. Síðastliðinn 20 ár hafa að með- altali 5 sjómenn farist. Slysum, öðrum en banaslysum, hefur auk þess fækkað. Þannig sýna skráningar Tryggingastofnunar að slysum á sjómönnum hefur að meðaltali fækkað um 52% á síðustu 20 árum. Það er af sem áður var þegar þjóð- in stóð vanmátta og átti fá ráð til að bjarga mönnum úr sjávarháska. Það má þakka þennan árangur mörgum samverkandi þáttum. Skipin eru betur búin, tilkynn- ingaskyldan hefur sannað gildi sitt og við höfum öflugar björg- unarsveitir en það sem skiptir mestu máli er aukin þjálfun sjó- manna og þar gegnir slysavarn- arskólinn lykilhlutverki. Íslendingar eiga mikið undir því að þekking og þjálfun á sviði sigl- inga- og siglingaöryggis sé byggð upp meðal sjómanna. Samgöngu- ráðuneytið vill á þessum tímamót- um undirstrika vilja sinn til sam- starfs við sjómenn og útvegsmenn svo við getum stolt kallast sigl- ingaþjóð sem hefur öryggishags- muni sjómanna í fyrirrúmi. Ráðu- neytið færir Slysavarnarskóla sjómanna þakkir fyrir samstarf og árangur og óskar félaginu farsæld- ar. Slysavarnarskóli sjómanna 20 ára Sturla Böðvarsson fjallar um Slysavarnarskóla sjómanna ’Ráðuneytið færirSlysavarnarskóla sjó- manna þakkir fyrir sam- starf og árangur og ósk- ar félaginu farsældar.‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.