Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 39

Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 39 UMRÆÐAN HINN 31. maí sl. mætti á þinn fund í ráðuneyti þínu hópur íbúa í Svarf- aðardal og afhenti þér undir- skriftalista, þar sem þess er krafist að hinum gamla Svarfaðardals- hreppi verði gert kleift að end- urheimta sjálfstæði sitt, og kljúfa sig þannig frá hinni sameinuðu Dal- víkurbyggð. Undir þessa kröfu skrifuðu 85% þeirra íbúa innan stað- armerkja gamla hreppsins sem kjörgengi hafa. Það kom skýrt fram í bréfinu sjálfu, sem og í ítarlegri greinargerð með því, að ástæður þessa voru algerir misbrestir á því að auglýstur tilgangur sameining- arinnar í Dalvíkurbyggð 1998, sem og fyrirheit og loforð varðandi hana, hafi staðist. Allar forsendur fyrir því að meirihluti íbúa Svarfaðardals- hrepps samþykkti á sínum tíma að sameinast Dalvíkurbæ og Árskógs- hreppi höfðu með öllu brugðist. Í svari þínu sem þú gafst um leið og þú tókst við þessum gögnum kom fram að þar sem sameiningarkosn- ingin hafi á sínum tíma verið lögleg, og þar sem sú bæjarstjórn sem nú situr í Dalvíkurbyggð sé einnig lög- lega kjörin, auk þess sem stefnt sé að því að færa fleiri verkefni frá ríki til sveitar- og bæjarfélaga í framtíð- inni, myndir þú ekki fyrir þitt leyti beita þér fyrir því að við þessari kröfu yrði orðið. Með þessu svari þínu er ekkert tillit tekið til þeirra raka fyrir kröfunni, sem hér að ofan eru nefnd, og sem rakin eru í smáat- riðum í greinargerð kröfunnar. Því engu skiptir þótt kosningarnar hafi verið löglegar, eftir stendur enn sú staðreynd að það sem Svarfdæl- ingar töldu sig vera að kjósa fyrir sameininguna 1998 var alveg þver- öfugt við þá þróun mála sem nú er orðin raunin í samfélagi þeirra. Og þó svo boltinn sé nú að þessu leyti hjá þingheimi, þar sem lagabreyt- ingar er þörf til að koma til móts við þessa kröfu, verður að óbreyttu að ætla að þetta svar þitt endurspegli vilja ríkisstjórnarinnar. Því vörpum við nú fram þeirri kröfu að þú svarir á opinberum vettvangi efnislega, hvernig það fær staðist að íbúar gamalla sveitarfélaga þurfi að sitja fastir í sameinuðu sveitarfélagi, þar sem algerlega hefur brugðist að fylgja því eftir sem sameiningin átti að færa þeim, og þegar ljóst er orðið að tilgangur hennar hefur algerlega snúist í andhverfu sína. Við krefj- umst svara við því hvað réttlætir það að þessum gamla hreppi, sem áður stóð fyllilega undir sínum rekstri og skilaði góðum tekju- afgangi inn í hið sameinaða sveitar- félag, sé nú meinað að takast á ný við að reka sig á sínum eigin for- sendum, þegar fyrir liggur að bæj- aryfirvöldum Dalvíkurbyggðar hef- ur mistekist það með öllu. Við vörpum fram þessum kröfum nú þar sem við teljum að íbúar annarra smárra sveitarfélaga eigi heimtingu á að vita að hverju þeir ganga, sam- þykki þeir fyrir sitt leyti að samein- ast í önnur og stærri, hinn 8. okt. nk. þar sem sá gjörningur er að óbreyttu óafturkræfur. Að svara því til að framkvæmd kosninganna sé með löglegum hætti er ekki efn- islegt svar við ofangreindum spurn- ingum, og hugsanleg færsla verk- efna frá ríkinu getur fráleitt afsakað þær afleiðingar af sameiningunni í Dalvíkurbyggð, sem Svarfdælingar hafa nú mátt þola, né að þeir þurfi að þola þær áfram. Virðingarfyllst, ÞORKELL ÁSGEIR JÓHANNSSON, Hofsárkoti, Svarfaðardal, GUNNHILDUR GYLFADÓTTIR, Steindyrum, Svarfaðardal, ANNA SÓLVEIG SIGURJÓNSDÓTTIR, Hæringsstöðum, Svarfaðardal, JÓHANN ÓLAFSSON, Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal, KARL INGI ATLASON, Hóli, Svarfaðardal, SOFFÍA HREINSDÓTTIR, Klaufabrekkum, Svarfaðardal, BJÖRGVIN HJÖRLEIFSSON, Dalvík, KRISTJÁN HJARTARSON, Tjörn, Svarfaðardal. Opið bréf til félags- málaráðherra Frá undirbúningsnefnd til stofnunar ÁFRAM, hagsmunasamtaka íbúa í Dalvíkurbyggð BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG ER dálítið hugsi yfir sam- þykkt Blaðamannafélagsins, þar sem fordæmd er heimsókn sýslu- manns á ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins, vegna birtingar á tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur et al. Auðvitað er ég sammála því að sýslu- maður hefur ekkert að gera inn á ritstjórn- arskrifstofur. En það vakna spurningar um hvort einstaklingar þurfi ekki að eiga ein- hverja vernd gagnvart okkur, blaðamönnum. Það gengur auðvitað ekki upp, að við getum gert hvað sem við vilj- um, í skjóli þess að við séum boðberar sann- leika málfrelsis, tján- ingarfrelsis, prentfrelsis, og hvað öll þessi frelsi heita nú. Með þessu er ég ekki að leggja dóm á það sem Fréttablaðið gerði. Ég er að hugsa almennt, og um framtíðina. Fjölmiðlun hefur breyst geysi- lega hratt á undanförnum örfáum árum, ekki síst með tilkomu nets- ins. Í því eru fólgin mikil tækifæri í fjölmiðlun, bæði til góðs og ills. Blaðamenn eiga nú auðveldari að- gang að allskonar gögnum og upp- lýsingum en nokkrusinni fyrr. Það er frábært. Svo er það hinsvegar hvernig unnið er úr þessum gögn- um og upplýsingum. Í dag er fólk berskjaldaðra en nokkrusinni fyrr, gagnvart fjölmiðlum. Maður verður eiginlega að gera ráð fyrir því að vera í beinni útsendingu hvar sem maður er, og hvað sem maður er að gera. Þökk sé pínulitlum mynd- bandsvélum, myndsímum, netpósti og þar frameftir götunum. Það er fullt af fjölmiðlum sem eru tilbúnir að nýta sér þetta út í ystu æsar, vegna upplýsingaskyldu við al- menning. En þarf ekki sjálfur almenningurinn að hafa einhvern skjöld fyrir þessari skyldu? Hversu langt er hægt að seilast inn í einkalíf fólks? Og hvað hefur fólk sér til varnar ef því finnst gengið á sinn hlut? Siðanefnd Blaðamannafélags Ís- lands er hin ágætasta nefnd, en hún er ansi svifasein. Það er hægt að gera útaf við mann- eskju með risafyrirsögnum á for- síðu eða sjónvarpsskjá í einn eða tvo daga. Sú manneskja er engu betur stödd þótt siðanefnd Blaða- mannafélagsins úrskurði, mörgum mánuðum seinna, að fréttaflutning- urinn hafi verið „alvarleg brot á siðareglu númer…eitthvað“. Ekki síst vegna þess að við blaðamenn tökum gagnrýni yfirleitt illa. Hreytum jafnvel ónotum í Siða- nefndina, ef hún finnur að við okk- ur. Hvað þá ef einhver annar vogar sér að gera það. Sömu sögu er að segja um dóm- stóla. Sýknudómur sem kemur mörgum mánuðum, eða jafnvel ár- um, eftir alvarlegar ákærur, kemur alltof seint. Skaðinn er skeður. Það hefur mikið verið talað um réttindi fjölmiðla…réttindi blaða- manna. En hvað um réttindi fólks gegn fjölmiðlum…gegn okkur? Almenningur á rétt á því að við segjum honum frá því sem er að gerast í þjóðfélaginu. En hann á líka rétt á vernd gegn því að við göngum of langt á hans persónu- frelsi og einkalíf. Hvað er til ráða? Allir blaðamenn hljóta að vilja fá einhverjar skýrar línur þar um. Ég er ekki að finna upp hjólið þegar ég nefni umboðsmann almennings gagnvart fjölmiðlum. Slíkir um- boðsmenn eru víða til, erlendis. Bresk blöð hafa oft verið nefnd til sögunnar þegar talað er um siðareglur fjölmiðla hér á landi. Bresk blöð hafa mjög mikið frelsi til þess að fjalla um menn og mál- efni. Sem mörg þeirra nota mis- kunnarlaust. EN, ef þau fara yfir strikið eru viðurlög óvíða strangari en í Bretlandi. Sektir geta verið rosalega háar. Ég er ekki að kalla eftir rosalega háum sektum…en ábyrgð okkar er rosaleg. Hví skyldu viðurlög við brotum ekki vera það líka? Að lokum, er grund- vallarspurningin: á sýslumaður að geta farið inn á fréttastofur? Öll mín blaðamannssál æpir nei. En hvað á þá almennur borgari að geta gert, sér til varnar? Hvað með réttindi gegn blaðamönnum? Óli Tynes skrifar um fjölmiðla ’… hvað hefur fólk sértil varnar, ef því finnst gengið á sinn hlut?‘ Óli Tynes Höfundur er blaða/fréttamaður. HINN 1. september sl. fór fram í Sønderborg í Danmörku hönn- unarkeppni tækni- og verk- fræðinema úr háskólum í Dan- mörku. Nemendur fengu ákveðinn tíma, verkfæri og efni til að leysa ákveðin verkefni. Gátu liðin valið á milli þess að byggja steinvörpu eða svif- nökkva, keppt var svo í þessum tveimur flokkum og dæmt eftir virkni tækjanna. Alls kepptu 14 lið frá háskólum víðsvegar að úr Danmörku og fór svo að í stein- vörpukeppninni sigraði lið frá Háskólanum í Sønderborg sem var fullskipað Íslendingum, en þar voru á ferðinni þeir Kjartan Magnússon, Stefán Pálsson, Snorri Jónsson og Ingvar Guðgeirsson. Í öðru sæti var annað lið frá Há- skólanum í Sønderborg, sem einnig var eingöngu skipað Íslendingum, og í keppni um besta svifnökkvann, varð í fyrsta sæti lið úr sama skóla sem var skipað m.a. einum Íslendingi. Þetta er í fyrsta skipti sem slík keppni er haldin á milli háskóla í Dan- mörku og minnir hún talsvert á ár- lega hönnunarkeppni verkfræðinema Háskóla Íslands, keppnin hefur hlotið talsverða athygli og meðal annars verið umfjöllunarefni hjá danska rík- issjónvarpinu. Virtist sem úrslitin kæmu Dönum ekki á óvart og greinilegt að Danir eru orðnir vanir velgengni Íslendinga í Danaveldi, hvort heldur er í við- skiptum eða hugviti. Er óhætt að segja að Íslendingar hafi verið sigursælir í keppninni og landi sínu til mikils sóma og eiga nú Íslendingar Danmerkurmeistara í smíði steinvörpu. VIGDÍS SÆUNN INGÓLFSDÓTTIR, Grundtvigs Alle 21, 1th, Danmörku. Íslendingar í 1. og 2. sæti Frá Vigdísi Sæunni Ingólfsdóttur Íslendingar sigursælir í Danaveldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.