Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 41 MINNINGAR Þú varst svo hress, afi minn, og ég hafði orð á því við þig í gamni að þú litir alls ekki út eins og sjúklingur í helgarleyfi. Þegar ég var lítil stelpa upplifði ég þig sem „ekta“ afa, í mín- um huga hefur þú alltaf verið eins og afar eiga að vera. Þú hafðir þá eig- inleika að vera barngóður, þolinmóð- ur, gjafmildur, ljúfur persónuleiki og kunna fullt af sögum. Ég var alltaf velkomin á heimili ykkar ömmu og þið tókuð mig með í ferðalög innan- lands og til framandi landa. Þessi ferðalög voru fyrir mig mikið æv- intýri og tækifæri til að vera sam- vistum við ykkur ömmu. Ég eyddi mörgum helgum í sumarbústaðnum sem var þér svo kær. Nú þegar ég er orðin fullorðin og sjálf búin að eign- ast börn hefur mér þótt vænt um að þau hafa náð að njóta góðs af nær- veru þinni. Fanney, elsta dóttir mín, skemmti sér vel í sumarbústaðnum með ykkur ömmu. Anna Elísabet hafði mjög gaman af hvað þú varst alltaf óþreytandi við að leika við hana, meira að segja þegar þú varst kominn á spítalann. Stefán Orri náði ekki að vera samvistum við þig nema rúma tvo mánuði. Við segjum honum frá þér þegar hann verður eldri. Hin seinni ár þegar sjónin fór að daprast var varla að finna á þér að þú hefðir ekki fulla sjón, þú kvart- aðir ekki og talaðir ævinlega eins og þú „sæir“ allt í kringum þig. Þú hef- ur sýnt af þér einstakt æðruleysi hvað það varðar sem er lýsandi fyrir þinn persónuleika. Reyndar má segja að það að missa sjónina hafi verið lán í óláni þar sem þið amma kynntust starfsemi blindrafélagsins og hefur sá félagsskapur verið ykkur mikils virði og stytt ykkur stundir. Við eigum öll eftir að sakna þín, hvert okkar á sinn hátt. Ég sendi þér kveðju frá fjölskyldu minni, þeim Hákoni, Fanneyju, Önnu El- ísabetu og Stefáni Orra. Minningin um þig mun fylgja okkur um ókomin ár. Hvíl í friði, afi minn, sál þín á ef- laust eftir að leita austur í Grafning þar sem sumarbústaðurinn ykkar ömmu er. Þar leið þér alltaf best. Þín María. Minn kæri frændi er fallinn frá. Mummi frændi, móðurbróðir minn, dó 28. sept. sl. og verður jarðsettur í dag. Það leita svo margar minningar á hugann þegar fólk sem er manni kært og hefur verið samferða okkur alla ævi, fer allt í einu burt. Hann var einn af þremur bræðrum móður minnar en þau voru fimm systkinin sem upp komust af sjö systkina hópi. Elst var Valgerður, síðan komu Ragnar, Magnea (móðir mín), Guð- mundur (Mummi) og yngstur var Magnús. Nú er aðeins Magnea eft- irlifandi. Þeir bræðurnir voru enn í heimahúsum þegar ég, þá á öðru ári, var um tíma í pössun hjá ömmu minni. Frændur mínir höfðu gaman af litlu frænku sinni og þeir kenndu mér líka ýmislegt sem hefur nýst mér á lífsleiðinni. Ekki liðu mörg ár þar til María varð konan hans. Þau hjón byrjuðu búskap heima hjá for- eldrum mínum en fluttu síðan á Baldursgötu 17, æskuheimili Maju sem varð þeirra heimili ásamt fjöl- skyldu hennar og sonanna Jóns og Stefáns. Þó systkini móður minnar byggju á mismunandi stöðum í borg- inni voru fjölskyldutengslin sterk og náið samband á milli systkinanna allra og okkar frændsystkinanna. Minningar um ferðina sem foreldrar mínir og Maja, Mummi og strák- arnir ásamt tengdaföður hans, fór- um austur um Suðurlandsundirlend- ið var ævintýri út af fyrir sig en þessa ferð fórum við á vatnajeppa sem þeir faðir minn skiptust á að keyra. Slíkt farartæki hafði ég ekki séð fyrr. Gamlárskvöld bernskunnar eru líka skemmtilegar minningar þegar farið var út á Valhúsahæð til að skjóta upp rakettum og svifblys- um og njóta útsýnisins þaðan yfir borgina um miðnættið og seinna á lífsleiðinni komum við, ég og mín fjölskylda, við á Háaleitisbrautinni á gamlárskvöld eftir að hafa farið á áramótabrennur með börnunum og nutum ásamt fleirum gestrisni þeirra þar. Þetta er mér og mínum börnum ógleymanlegt. Seinna bætt- ust svo samverustundir í Danmörku, þegar þau hjónin voru á leið til Hong Kong með sonardæturnar, í sjóð minninganna. Mummi lærði járnsmíði í Vél- smiðjunni Héðni og áfram var haldið í vélstjóraskólann og það varð hans ævistarf og sem slíkur sigldi hann vítt um heimsins höf og var gaman að heyra hann segja frá þessum æv- intýralegu ferðum á mjög svo fram- andi slóðir. Síðar kom hann svo í land og hóf störf hjá álverinu í Straumsvík, jafnframt því að vera virkur og virtur í félagsstarfi vél- stjóra. Ég og mín fjölskylda vorum svo heppin að búa á Baldursgötunni um tíma með Maju og Mumma og nutu börnin mín góðs af því nábýli og það voru margar gjafir sem mín börn fengu bæði þá og eins síðar, þegar frændi kom frá útlöndum. Þegar tengdamóðir hans lést var húsið á Baldursgötunni selt og þau Maja fluttu í Stóragerði. Þaðan fluttu þau svo á Háaleitisbrautina þar sem þau hafa búið sl. 40 ár. Þá var kominn sá tími að synirnir giftu sig og það er ekki bara mér ógleym- anleg giftingarveislan á Háaleitis- brautinni þegar hinar kæru tengda- dætur Svana og Heddy komu í fjölskylduna. Sonardæturnar þrjár og barnabarnabörnin urðu Mumma mikill gleðigjafi. Þau Maja ólu upp Larizu dóttur Jóns sonar síns en hún missti móður sína, Heddy, aðeins þriggja ára gömul. Nú er komið að kveðjustund og ég er mjög þakklát fyrir það lán að hafa fengið að eiga Mumma sem frænda minn og sama er að segja um mín börn. Guð blessi minningu míns góða frænda. Guðrún Valdemarsdóttir. Vinur, skólabróðir og síðar sam- starfsmaður til margra ára, Guð- mundur Bjarnason, lést á Landspít- ala hinn 28. september eftir stutta legu. Guðmundur var einn af þessum mönnum sem þurftu að fara snemma að vinna en hann fór ungur að árum til sjós á togara sem kyndari. Var hann við það í nokkur ár áður en hann hóf nám í vélsmiðjunni Héðni. Hann lauk námi í vélvirkjun og fór síðan í Vélskólann í Reykjavík, lauk prófi þaðan 1956. Guðmundur fór á sjóinn eftir nám og var á togurum og millilandasiglingum í nokkur ár. Það má segja að við Guðmundur höfum hist af tilviljun haustið 1968 en við höfðum ekki hist frá því að við út- skrifuðumst úr Vélskólanum. Við vorum ráðnir til Íslenska Álfélagsins við uppsetningu á vélbúnaði í ál- verinu. Síðar vorum við ráðnir á vélaverkstæði Ísal sem verkstjórar og unnum þar saman allar götur til starfsloka. Guðmundur var mjög hæfur starfsmaður og útsjónarsamur við vinnu. Hann var hvers manns hug- ljúfi og alltaf stutt í húmorinn. Kringum 1970 byggðum við sum- arhús í nálægð hvor við annan. Átt- um við margar ánægjustundir með Guðmundi og Maríu í Grafningnum við Þingvallavatn, þá var oft gleði og gaman og frá mörgu að segja. Guðmundur hafði alla tíð áhuga á flugi, var hann á yngri árum mjög virkur í Svifflugfélagi Íslands og hafði alla tíð taugar til þess félags. Það var gaman að heyra hann segja frá fyrstu dögum flugsins á Sand- skeiði í þá daga. Fljótlega eftir starfslok okkar skólabræðra úr Vél- skólanum fórum við að koma saman einu sinni í mánuði ásamt konum okkar. Varð þetta að fastri venju hjá okkur og er ennþá. Það ríkir mikil ánægja með þetta hjá hópnum en nú er komið skarð í hópinn við fráfall Guðmundar. Ég vil fyrir hönd okkar skólabræðra votta Maríu og fjöl- skyldu innilega samúð okkar. Ég á mér margar góðar minning- ar um Guðmund og er þakklátur fyr- ir að hafa fengið að kynnast honum. Far í friði, góði drengur. Aðstandendum sendi ég samúðar- kveðjur. Sigurður Þorsteinsson vélfræðingur. Góður maður er genginn. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Guð- mundar Bjarnasonar vélstjóra. Fyrstu kynni okkar voru árið 1982, þegar hann fór þess á leit við mig, fyrir hönd stjórnar Lífeyrissjóðsins Hlífar, að ég tæki við framkvæmda- stjórn hans af föður mínum. Það tækifæri greip ég og hef aldrei séð eftir því. Samstarf okkar varði nefnilega í nærfellt 20 ár og aldrei bar skugga þar á. Það var gagnkvæm virðing og traust okkar á milli. Lífeyrissjóður- inn Hlíf var stofnaður 1963, en árið 1974 var Guðmundur fyrst kosinn í stjórn. Hann varð formaður stjórnar 1982. Sjóðurinn endaði svo starfsemi sína í árslok 2001, er hann samein- aðist Sameinaða lífeyrissjóðnum. Árið 2001 hafði fimm manna stjórn setið í samtals 100 ár, en þar hafði Guðmundur hvað lengstan starfsferil. Í fyrstu var fjármálastarfsemin einföld, lán til sjóðfélaga og keypt skuldabréf af ríkinu. Með tilkomu íslensks fjármála- markaðar, sem segja má að hafi byrjað að blómgast á síðustu árum níunda áratugarins, hlutabréfa- markaðurinn byrjaði á fyrstu árum tíunda áratugarins og erlendar fjár- festingar byrjuðu árið 1994. Þar kom sér vel að hafa svo víð- sýnan mann sem Guðmund sér við hlið til þess að geta sem best nýtt sér tækifæri markaðarins. Árangurinn var líka góður og var Lífeyrissjóð- urinn Hlíf með hæstu ávöxtun að meðaltali allan tíunda áratuginn eða frá því að mælingar hófust á árangri lífeyrissjóða. Við Guðmundur fórum tvisvar til Bandaríkjanna til þess að kanna fjárfestingartækifæri og var hann góður og skemmtilegur ferðafélagi. Ég veit að Guðmundur var ham- ingjumaður í sínu einkalífi, með hana Maju sér við hlið. Þau voru mjög samtaka í því að njóta daganna saman þó sjóndepra og aðrir kvillar gerðu vart við sig undir lokin. Vil ég að lokum votta Maju, son- unum Jóni og Stefáni, mökum og börnum þeirra innilegustu samúð mína og bið algóðan Guð að veita þeim styrk í sorg sinni. Megi minningin um Guðmund Bjarnason verða ykkur ljós til lífs- tíðar. Valdimar Tómasson. Guðmundur Bjarnason, vinur okkar og nágranni úr sumarbústaða- hverfinu í Króki í Grafningi, er lát- inn. Þegar hann og María settu upp sitt sumarhús í nágrenni okkar eign- uðumst við ekki aðeins góða granna heldur fasta vini um alla lífstíð. Guð- mundur var einstakur maður. Hann var lærður vélstjóri og hafði siglt nánast um öll heimsins höf. Það var sama hvar borið var niður í veröld- inni í líflegum umræðum í bústöðum okkar, alls staðar var hann heima og kunni skil á þjóðum og lífsháttum um allan heim. Þessi skemmtilegi og vandaði maður var ávallt til stuðn- ings öllum góðum málefnum í sum- arhúsasamfélagi okkar og gerðum við hann að vatnsveitustjóra í lítilli vatnslögn ofan úr Kaldá að sumar- húsum okkar. Guðmundur hafði mjög gaman af umhverfi því, sem þau hjón bjuggu við þarna í ná- grenni Þingvallavatnsins, og þótti hann með skemmtilegustu mönnum sem fengnir voru með í veiðiferðir, enda silungur oft á borðum. Við fráfall þessa vandaða og góða manns sem Guðmundur var sendum við hjón innilegar samúðarkveðjur til Maríu eiginkonu hans og fjöl- skyldu þeirra. Gylfi Guðjónsson, Elfa S. Guðmundsdóttir og fjöl- skylda, Mosfellsbæ. svo og systkinum Haddýjar, óska ég gifturíkrar framtíðar. Blessuð sé minning Halldóru Elías- dóttur. Jón P. Ragnarsson. Dí! Eitt fyrsta orðið sem ég sagði. Stytting á Haddí, þótt ég notaði það framan af sem samheiti fyrir hana og Erlu, hina föðursystur mína. Mér, dóttur litla bróður þeirra, fyrsta barninu í fjölskyldunni í 27 ár, fannst ég vera miðpunktur alheims- ins. Þessar tvær frænkur mínar kepptust við að dást að mér og taka af mér ljósmyndir og stundum held ég ekkert barn á Íslandi hafi verið eins dáð eða myndað í bak og fyrir á fyrstu dögum lífs síns. Nema kannski Sveinn Andri sonur hennar þegar hún var sjálf orðin stolt móðir. Haddí var afar glæsileg kona. „Já, svo hún er frænka þín,“ sagði tengda- móðir mín eftir fyrsta fjölskylduboðið þar sem báðar fjölskyldurnar hittust, „ég man vel eftir henni frá því þegar ég vann í Aðalstræti, hún var svo glæsileg stúlka.“ Mamma hefur líka stundum talað um það þegar hún horfði út um glugga í Hafnarstræti þar sem hún var í sumarvinnu og dáð- ist að þessari fallegu og frjálslegu, vel klæddu konu sem oft gekk hjá og átti seinna eftir að verða mágkona henn- ar. Það eru margar minningar og allar góðar. Haddí sem hafði alltaf tíma fyrir allar frænkurnar og frændurna og mundi eftir öllum afmælum. Haddí frænka að kaupa heimsins ljótasta bolluvönd – þann eina sem seldist – af tveimur litlum vinkonum sem gengu hús úr húsi og ætluðu að verða ríkar á föndri. Haddí frænka á fyndinni ljós- mynd þar sem hún stillir sér upp fyrir framan ufsagrýlurnar á Notre Dame og grettir sig í stíl. Haddí frænka, Cordon Bleu-kokkurinn í glæsilegu jólaboðunum, ráðagóð og áhugasöm, vitnandi í Larousse Gastronomique. Haddí frænka fagnandi öðrum dáðum frumburði, þegar Elsa dóttir mín, í sínu fyrsta jólaboði, valdi stofugólfið hennar og Sveins til að taka fyrstu skrefin. Haddí frænka á dánarbeðin- um, gamansöm og með leiftrandi áhuga á öllu sem sagt var þótt engum dyldist hve af henni var dregið. Hún Haddí frænka, falleg, greind og vönd- uð manneskja sem við gleymum aldr- ei. Anna Steinunn. Ég minnist þess frá fyrstu tíð að Haddý föðursystir mín var glæsileg kona á sinn sérstaka og fágaða hátt. Bjart lunderni hennar og jákvæð af- staða til tilverunnar fylgdi henni í hví- vetna og það var aldrei grátið lengi í návist hennar. Einkasonur hennar, Sveinn Andri, var einu ári yngri en ég og því lékum við okkur oft saman, ýmist hjá afa og ömmu á Ásvallagötunni eða heima, en hann bjó á Háaleitisbraut 101, en ég 21. Mér leið alltaf vel að koma í heim- sókn til Sveins Andra frænda, og var það helst að þakka hlýlegu viðmóti Haddýjar frænku. Svo var heimili þeirra eins og klippt út úr erlendu glanstímariti. Þegar ég fór að læra mín fyrstu orð í enskri tungu fannst mér sem orðið „smart“ hefði verið búið til til að lýsa Haddý frænku. Sniðug, flott, ná- kvæm, fáguð. Eftir því sem árin liðu, afkomend- um fjölgaði og afi og amma féllu frá varð samgangur milli okkar frænd- systkinanna minni en áður, en alltaf var hlýhugur á milli okkar og við minnumst hennar með söknuði. Elías Halldór Ágústsson. Það haustaði snemma þetta árið og þegar laufin féllu sem óðast af trján- um féll mín yndislega, góða vinkona Haddí frá eftir löng og ströng veik- indi. Hún gekk ekki að því gruflandi hvert stefndi í veikindum hennar, tók því af ótrúlega mikilli ró og æðruleysi og bar fullt traust til handleiðslu Guðs. Foreldrar okkar voru vinir og lék- um við okkur saman í frumbernsku. En þar sem við gengum ekki í sömu skóla dró úr samveru okkar meðan á skólagöngu stóð. Þegar við fórum að vinna fyrstu störf okkar var það hjá Landssíman- um. Við lentum hlið við hlið og síðan hefir samband okkar verið mjög náið. Eftir fá ár á Stöðinni fór hún að vinna hjá Bæjarskrifstofunum sem þá voru í húsi Reykjavíkurapóteks en ég aftur á móti hjá Landsbankanum við Austurstræti, svo þar var líka stutt á milli okkar. Haddí hafði mjög gaman af að ferðast og fór ung í sína fyrstu utan- landssiglingu, sem ekki var altítt á þeim árum. Þá voru tímar gjaldeyr- isskömmtunar og alls konar hafta. Við fórum saman í siglingu – ég í mína fyrstu, og þá var gott að hafa hana sér til halds og trausts. Við fór- um með Gullfossi til Danmerkur og þaðan með ferðaskrifstofu í vikuferð til Parísar. Ferðin varð okkur eftir- minnileg. Þá var ekki boðið upp á skipulagðar ferðir, en fararstjóri benti okkur bara á hvað þyrfti að fara og sjá. Maður mátti hafa sig allan við að komast yfir herlegheitin. Það var vakað næstum dag og nótt og gleymist ferðin í Óperuna að sjá Samson og Delilah aldrei. Við fengum ekki mjög góða miða og urðum að standa upp annað slagið til að sjá hvað fór fram á senunni. Þar að auki fór þreytan að segja til sín þegar sest var niður. Við höfðum ekki fundið fyrir henni meðan við vorum á ferðinni. Einnig var farið til Versala, en þar var ekki búið að opna hallirnar. Því var bara ráfað um garðana, sem var ekki síður gaman. Á þessum árum hersátu Bretar hluta af Þýzkalandi. Þegar til Parísar kom uppgötvaðist að breska sendi- ráðið í Reykjavík hafði aðeins gefið okkur leyfi fyrir ferð frá Kaupmanna- höfn til Parísar um Þýzkaland, en ekki til baka svo nú voru góð ráð dýr. Fararstjórinn í ferðinni var ekki sér- lega hjálplegur. Hann sagði okkur að við yrðum að fara í sendiráð Breta í París til að fá nýja áritun og að við yrðum bara að bjarga okkur. Við vor- um sendar frá Heródesi til Pílatusar út af þessu og það leystist að lokum og við fengum áritunina. Oft hlógum við að þessu þó að þarna hafi farið einn dýrmætur Parísardagur í alla snúningana. Svo vorum við í Kaup- mannahöfn og skoðuðum margt og nutum daganna. Eins og fyrr var get- ið um var þetta á tímum gjaldeyris- skömmtunar og mikils skorts í Dan- mörku, svo ekki freistuðu búðirnar okkar. Síðar giftumst við og eignuð- umst afkomendur og samband okkar hélst óslitið og er margs að minnast frá okkar löngu samveru. Ég vil þakka Haddí minni fyrir langa og trygga vináttu, sem ég tel að hægt sé að segja að ekki hafi borið skugga á og er það ekki síst henni að þakka. Hún var einstaklega trygg og heilsteypt kona og mátti ekki vamm sitt vita í einu eða neinu. Að lokum langar mig til að taka mér í munn það sem Ameríkumaður einn í Michigan sagði fyrir löngu: „The best way to bury somebody, is to bury them in your heart.“ Og það mun ég gera. Hún mun ætíð verða geymd í hjarta mínu. Ég bið Guð að fylgja henni á nýjum vegum og að styrkja Svein, Svein Andra, Þórunni og barnabörnin, sem henni þótti svo undurvænt um, í þeirra mikla missi. Guð blessi þau öll. Ásta Kristjánsdóttir. Þegar ég var sautján eða átján ára vann ég á skrifstofu í Hafnarstræti. Úr glugganum mínum sá ég þá sem gengu hjá. Ung kona fangaði athygli mína. Hún birtist alltaf um svipað leyti á leið til vinnu. Þessi unga kona var tíguleg og hafði einstaklega fal- legan limaburð. Ég frétti að hún hefði lært í frægum erlendum matreiðslu- skóla, Cordon Bleu í París. Þar kom skýringin á heimsmannslegu yfir- bragði hennar. Þannig kom Halldóra Elíasdóttir, Haddí eins og við kölluð- um hana, mér fyrir sjónir þegar ég sá hana fyrst. Ekki löngu seinna kynnt- umst við því hún var systir fyrri eig- inmanns míns, Ágústs. Þá skildi ég að yfirbragð hennar var ekki eingöngu komið frá París: Þetta sama heims- borgaralega fas einkenndi foreldra hennar og systkini. Persónuleiki Haddíar var jafn fág- aður og fas hennar. Hún var einstak- lega vönduð manneskja. Kynni okkar voru mér mjög dýrmæt. Á vináttu okkar bar aldrei skugga. Ég þakka Haddí samfylgdina. Minning hennar fylgir mér. Ég votta Sveini, Sveini Andra og fjölskyldu hans, Erlu og Ágústi mína dýpstu samúð. Elsa Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.