Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 47 MINNINGAR framandi stöðum. Núna síðast í apríl 2005 vorum við amma saman í Dan- mörku ásamt fleira fólki úr fjöl- skyldunni og fórum m.a. í Tívolí. Amma fylgdist alla tíð vel með því sem var nýjast og flottast í tækjum og tólum og hún var óþreytandi að segja mér frá nýjustu græjunni frá B&O t.d. Hún eignaðist nú aldrei I- pod eða sambærilega græju, en hún var fljót að fá sér CD-spilara í bílinn sinn þegar þeir komu á markaðinn, hún átti fartölvu og vafraði um Net- ið eins og herforingi og síðasta al- mennilega græjan sem hún festi kaup á núna fyrr á þessu ári var 52" sjónvarp sem hún var afskaplega ánægð með. Hún hefði eflaust getað orðið góður tæknimaður og hún er eina manneskjan sem ég hef þekkt sem hefur nennt að lesa leiðarvísana sem fylgja með öllum raftækjum í dag. Amma var mikill tónlistarunnandi og keypti geisladiska alveg fram undir það síðasta. Hún hafði gaman af léttri klassískri tónlist, þjóðlaga- tónlist, kántrítónlist og öllu mögu- legu. Við fórum stundum saman á tónleika og síðast fórum við og sáum Kris Kristofferson í Laugardalshöll- inni í fyrra. Við vorum ekki alltaf sammála ég og amma, en með tímanum held ég að ég hafi lært að skilja hana betur. Hún vildi öllum vel en var ekki galla- laus frekar en við hin. Hún amma mín var dama, hún var prinsessa, hún var afskiptasöm og stundum kröfuhörð á fólkið sitt, en mér þótti afskaplega vænt um hana, hún skipti mig miklu máli og ég á eftir að sakna hennar lengi. Ég talaði síðast almennilega við ömmu í farsímann hennar þar sem hún lá á sjúkrahúsinu nokkrum dög- um áður en hún dó, og það síðasta sem hún sagði við mig var: „Ég elska þig ennþá!“ Amma. Ég elska þig líka ennþá. Þinn Ólafur Páll. „Elsku amma Rannveig er núna orðin engill,“ var það fyrsta sem kom upp í hugann hjá börnunum mínum þegar ég sagði þeim að amma Rannveig væri dáin og það er falleg mynd sem ég mun hjálpa þeim að varðveita. Þú eignaðist stórt pláss í hjarta Elvars Más og Hörpu Kristnýjar þegar við bjuggum í hús- inu fyrir aftan þig. Þau voru fljót að komast upp á lag með að hlaupa yfir til ömmu þegar þau vantaði eitthvað eða þegar þau langaði að sýna vinum sínum ömmuna sína með stóra garð- inn og stóra húsið og hjá þér var þeim alltaf vel tekið. Elsku amma Rannveig, þú áttir fallegt hjarta og hlýjan faðm og þín- ar dyr stóðu ávallt opnar, við eigum um þig margar góðar minningar sem munu lifa í hjörtum okkar. Með þessum orðum langar okkur að kveðja þig. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Jóhanna, Elvar Már og Harpa Kristný. Mig langar að segja nokkur orð um þá merku konu Rannveigu Böðv- arsson. Mín fyrstu kynni af Rannveigu voru seint á árinu 2000, en þá má segja að ég hafi „gengið“ í fjölskyld- una. Á jólunum 2000 fékk ég jólagjöf frá Rannveigu þó svo ég hafi ekki hitt hana nema einu sinni eða tvisv- ar. Jólagjöfin var fjólublá prjóna- peysa af dýrustu gerð. En þannig var Rannveig gjafmild, engum mátti gleyma. Um mitt ár 2001 eignuðumst við Ísólfur svo Róbertu Lilju og þá fór ég að kynnast Rannveigu betur. Litlu fjölskylduna vantaði húsnæði og fór það þannig að við fluttum í kjallarann til Rannveigar. Okkur voru nú lagðar reglurnar þegar við fluttum inn, passa að kveikja ekki í, ekki hafa sóðalegt, en Rannveig var með afbrigðum snyrtileg kona, eng- in partíhöld og fleira í þeim dúr. Ég held svona í byrjun hafi henni ekki staðið á sama þegar ungdómurinn flutti fyrir neðan hana. En húsfreyjan í kjallaranum reyndist sem betur fer í þrifnari kantinum og fór það svo að sú gamla fór að hrósa mér fyrir vel unnin heimilisstörf. Það besta var einmitt að fá hrós frá Rannveigu og var hún ekki spör á það ef henni líkaði eitt- hvað en lét einnig heyra í sér ef henni mislíkaði eitthvað. Ef Róberta Litla var t.d. með marblett eða sár þá lét hún okkur heyra það, við ætt- um að passa barnið betur. Við fjölskyldan bjuggum í kjall- aranum þar til enda árs 2004 og í þessi þrjú ár kenndi Rannveig mér margt, af nokkru má nefna að hengja sængurver út á snúru þannig að vindurinn blási úr þeim alla krumpu, að hengja fötin alltaf eftir litum út á snúru og að elda ljúffeng- ar kjúklingabringur og margt margt fleira. En elsku Rannveig mín, ég þakka fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér og allt það sem þú gerðir fyrir mig, það hefði nú ekki hver sem er hleypt „ókunnugum“ inn fyr- ir sínar dyr. Ég kveð þig með sökn- uð í hjarta. Aldís Birna Róbertsdóttir. Við, börn og tengdabörn Sveins Björnssonar, minnumst Rannveigar með einlægu þakklæti fyrir þá ástúð og umhyggju er hún veitti ástvini sínum frá fyrstu kynnum þeirra til hinstu stundar hans. Einnig viljum við þakka öllu hennar góða fólki sem tók honum opnum örmum inn í fjöl- skylduna, þannig ganga ekki alltaf hlutirnir, að allir séu sáttir. Þau voru heppin að hittast á lífs- leiðinni þau Rannveig og Sveinn. Þau ferðuðust mikið, fóru í leikhús og nutu samverustundanna bæði í Reykjavík á heimili Sveins og ekki síður á heimili hennar á Akranesi, þar sem stórfjölskyldan bjó og reyndist föður okkar sérstaklega vel, einkum í veikindum hans hin síðari árin, en hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 7. apríl 1996. Fyrstu kynni okkar Hönnu af Rannveigu voru árið 1979. Þá vorum við saman í Stokkhólmi í nokkra daga. Það var auðvelt að láta sér líka vel við Rannveigu. Hún var falleg, einlæg og hlý manneskja, sem talaði beint frá hjartanu. Hún var líka skemmtileg og ákveðin eins og þessi litla saga segir: Við vorum í kvöldverði á hótelinu þegar inn gekk merkur maður með mikið föruneyti með sér. Þær kon- urnar sáu fljótt að þarna var kominn hinn þá heimsfrægi og dáði leikari Danny Kaye. Hanna og Rannveig litu skjótt hvor á aðra, stóðu upp, sögðu ekki orð en gengu beint að borði leikarans, sögðust vera frá Ís- landi komnar og hefðu ekki mörg tækifæri til að hitta svo frægan og vænan mann og Danny Kay, sem þekktur var einnig fyrir barnahjálp sína. Leikarinn vissi nú ekki mikið um Ísland en þótti konurnar fallegar og vildi með ánægju gefa þeim eig- inhandaráritun sem Hanna fékk merkta XXX frá Danny Kaye í handtösku sína. Erindi leikarans var að stjórna Sinfóníutónleikum í Stokkhólmi til ágóða fyrir barna- hjálpina. Við pabbi vorum áhorfend- ur og sigri hrósandi með bros á vör komu þær til baka. Oft höfum við spjallað og hlegið að þessu skemmtilega atviki, lítil stund sem kryddar tilveruna. Við hittum Rannveigu síðast í 80 ára afmæli hennar á fögrum sum- ardegi í fyrra og áttum með henni, fjölskyldu hennar og vinum góðan og skemmtilegan dag í anda Rann- veigar. Veikindi höfðu sett svip á hana en hún var hamingjusöm og ánægð með sínu fólki. Ekki fór á milli mála að fjölskylda Rannveigar var henni afar kær og bar hún hag þeirra fyrir brjósti og mörg eru þau jólakortin með myndum sem hún sendi og þar situr hún stolt með sinni fjölskyldu. Rannveig og Sveinn höfðu góðan húmor saman. En á al- varlegri stundum minnumst við þess er hún sagði: „Það er tvennt sem skiptir máli í lífinu: góð heilsa og samhent traust fjölskylda.“ Þetta eru vissulega orð að sönnu og allir ættu að hafa það að leiðarljósi lífsins að gæta þess verðmætis sem fólgið er í þessu tvennu. Blessuð sé minning hennar. Við vottum fjölskyldu Rannveigar okkar dýpstu samúð. F. h. barna og tengdabarna Sveins Björnssonar, Ingvar Sveinsson. Látin er elskuleg frænka mín, Rannveig Pálmadóttir Böðvarsson. Móðir hennar, Matthea Kristín Pálsdóttir, og móðir mín, Herdís Ás- geirsdóttir, voru sammæðra systur, dætur Rannveigar Sigurðardóttur. Fyrri maður hennar, afi minn, var Ásgeir Þorsteinsson skipstjóri. Hann andaðist ungur og Rannveig giftist síðar föður Mattheu, Páli Matthíassyni, skipstjóra. Maður Mattheu Kristínar var Evald Torp, yfirþjónn á Hótel Borg, og er sonur þeirra Páll, skipstjóri. Kona hans, Lilja Auðunsdóttir, er látin. Þegar ég varð fimmtug, haustið 1976, var ég einstæð með fimm börn. Það er til marks um stórhug Rann- veigar frænku minnar og velvilja í minn garð að hún bauð mér og börn- unum á heimili sitt á Akranesi og hélt mér þar afmælisveislu. Tveimur nóttum eftir veisluna, þegar ég var farin, sprakk kyndiketill í húsinu og olli verulegu tjóni, meðal annars tættist sundur gólf svo opnaðist nið- ur í kjallarann, þar sem kyndingin var og sprengingin. Þegar Rannveig vaknaði og hugðist huga að Helgu dóttur sinni, féll hún alla leið niður í kjallara. Hún slasaðist illa af fallinu, glerbrotum og af sjóðheitu vatni og gufu frá katlinum. Hún var í ein- angrun á sjúkrahúsi í hálfan mánuð svo ekki kæmist sýking að bruna- sárunum sem hún hlaut. Þegar dró að áttræðisafmæli Rannveigar í júlí í fyrra, ætluðu börn hennar að skipuleggja fyrir hana utanlandsför, þar sem hún gæti notið þessara tímamóta í lífi sínu áhyggjulaus. En Rannveig var á öðru máli. Hún tók ekki annað í mál en að vera heima og verja af- mælisdeginum með fjölmörgum vin- um og vandamönnum og bauð til veglegrar veislu á fögrum stað við Hvalfjörðinn, þar sem hún var hrók- ur alls fagnaðar. Man ég að eina skilyrðið sem fylgdi boðinu, var að afmælisgjafir væru forboðnar. Er sú veisla mér minnisstæð, og mun svo vera um flesta sem þar nutu í blíð- viðri gestrisni afmælisbarnsins og fjölskyldu hennar. SJÁ SÍÐU 48 LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR DAVÍÐSSON, Skipasundi 61, Reykjavík, er lést laugardaginn 1. október, verður jarðsung- inn frá Langholtskirkju mánudaginn 10. október kl. 15:00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Inga Jónsdóttir, Selma - Gunnar Heimir, Sigurjón - Sigríður María, María - Ásmundur og litlu afabörnin. Móðir okkar, SIGRÍÐUR JÓHANNA BJARNADÓTTIR frá Ögurnesi við Ísafjarðardjúp, fyrrum húsfreyja á Hvilft í Önundarfirði, lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju- daginn 4. október. Einar Þór, Birna, Bergljót, Finnur Magnús, María, Halldóra Valgerður og Sigurlaug Gunnlaugsbörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR, Eyrarbakka, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi þriðjudaginn 4. október. Útför hennar verður gerð frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 15. október kl. 14.00 Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Sólvelli, Eyrarbakka. Svanhildur, Sveinn, Manús Karel, Sigríður og fjölskyldur Frændi okkar, GUÐMUNDUR SIGMUNDSSON fyrrum sjómaður, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Skjaldarvík fimmtudaginn 6. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Rut, Sigmundur, Soffía og Ófeigur Ófeigsbörn Ástvinur og elskulegur eiginmaður, prófessor FRIÐRIK ÞÓRÐARSON, fæddur 7. mars 1928, lést sunnudaginn 2. október 2005. Útförin verður gerð frá „Vestre krematorium, gamle kapell” í Ósló þriðju- daginn 11. október kl. 11.30. Kirsten, Anne og Katrín María. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN HALLDÓRSSON, Nesvegi 49, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 5. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.