Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 57
kvikmyndarinnar og málefni innflytjenda. Fundurinn er 3. hæð. Grikklandsvinafélagið Hellas | Aðalfundur í Kornhlöðunni við Bankastræti, 8. okt. kl. 14. Að honum loknum flytur Sigurður A. Magnússon rithöfundur erindið: Garður guðsmóður – munkríkið Aþos, elsta lýð- veldi veraldar. Þar er rakin saga Aþosskaga í Norður-Grikklandi, sem stofnað var á tí- undu öld. Fundurinn er öllum opinn. Fyrirlestrar Háskóli Íslands | Dr. Anil K. Seth frá Neuroscience Institute í San Diego flytur annan fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni Veit efnið af andanum? Af manni og með- vitund Seth fjallar um taugalífeðlis- fræðilegan darwinisma (Neural Darwinism) og hvernig sú kenning skýrir tilvist og til- urð meðvitundarinnar í mönnum og dýr- um. Fyrirlesturinn er á morgun kl. 14, í Odda, stofu 101 og er á ensku. Nánari uppl. www.medvitund.hi.is. Verkfræðideild HÍ | Guðjón Vilhjálmsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meist- araprófs í verkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið heitir: Gæði tengslaspáa, og verður flutt í verkfræðideild HÍ (VR–II) stofu 261, kl. 16. Markmið verkefnisins er að skilgreina mælikvarða á gæði reiknirita. Kynning Krabbameinsfélagið | Í tilefni fyrsta al- þjóðadags um líkn, 8. október, standa Sam- tök um líknandi meðferð á Íslandi fyrir opnu húsi kl. 13–15 í húsi Krabbameins- félagsins við Skógarhlíð. Þar munu líkn- arþjónusturnar á Reykjavíkursvæðinu kynna starfsemi sína. Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk- lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum 15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá 10. nóvember til 10. desember eiga þess kost að vinna utanlandsferð. Hægt er að skrá sig til leikswww.lydheilsustod.is. Málstofur Alþjóðahúsið | Vegna sýningar kvikmynd- arinnar Gegen die Wand á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, halda UNIFEM og Alþjóðahús opinn umræðufund um hana og málefni innflytjenda, kl. 22. Gestir fund- arins eru Guðlaug Björnsdóttir og Sabine Leskopf. Málþing Kennaraháskóli Íslands | Andreas Schleicher forstöðumaður námsmats- stofnunar OECD heldur fyrirlestur á mál- þingi RKHÍ, 7. og 8. október. Haldnir verða ríflega 90 fyrirlestrar. Dagskrá og skráning á http://malthing.khi.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Jeppaferð um Von- arskarð 7.–9. okt., sem hefst í Hrauneyjum. Sjá nánar www.utivist.is. Markaður Lionsklúbburinn Engey | Lionsklúbburinn Engey heldur flóamarkað til styrktar BUGL, í Lionsheimilinu Sóltúni 20, 8. og 9. október og hefst kl. 13, opið til kl. 16. á laug- ard. og kl. 15 á sunnudag. M.a. er til sölu nýr og notaður fatnaðar o.fl., tombóla o.fl. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 57 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14. Söng- ur og samvera, Arnbjörg við píanóið frá kl. 15.30. Ath. frjáls spila- mennska alla daga, allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, frjálst að spila í sal, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Aðstaða til frjálsrar hóp- amyndunar. Postulínsnámskeið hefst 7. okt. kl. 9.00. Framsögn mánudaga kl. 13.30. Skráning í Bibl- íuhóp stendur yfir. Sendum tölvu- bréf með haustdagskrá; asdis- .skuladottir@reykjavik.is Sími: 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Stafgöngu- námskeið frá íþróttahúsinu föstu- daga og þriðjudaga kl. 10–11, til og með 25. október. Leiðbeinandi Hall- dór Hreinsson, sem ljáir þátttak- endum stafina. Verð kr. 1.000 fyrir Álftnesinga 60 ára og eldri. Mola- sopi á Bessanum eftir göngu. FEBÁ–stafgangan. Gengið frá íþróttahúsinu mánudaga, miðviku- daga og föstudaga, mæting kl. 10 f.h. Athugið breyttan tíma. Guðrún sími 565 1831. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, föstu- daga kl. 13–16. Handverksklúbbur fyrir konur og karla. Kaffi að hætti FEBÁ. Akstur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Fé- lagsfundur verður í Gullsmára laug- ardaginn 8. okt. kl. 14. Rætt verður um félagsmál og bæjarmál. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri mætir og segir frá og svarar fyrirspurnum. Skvettuball verður sama dag, í Gull- smára kl. 20. Félagsvist verður spil- uð í kvöld kl 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Síðdegisdans verður í dag 7. okt. kl. 15–17, í Stangarhyl 4, Guðmundur Haukur leikur fyrir dansi, kaffi og rjómaterta. Þórhildur Líndal, lög- fræðingur, verður til viðtals 12. október frá kl. 10–12, panta þarf tíma í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og bútasaumur kl. 13.30 í Kirkju- hvoli. Badminton kl. 13.10 í Mýri. Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. rósa- málun o.fl. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið, lagt af stað frá Gerðu- bergi, allir velkomnir. Frá hádegi spilasalur opinn vist, brids, skák. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, almenn handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hár- greiðsla. Kl. 10 pútt. Kl. 11 Spurt og sjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30. Tréskurður kl. 13. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Dansleikur kl. 20.30, Sighvatur Sveinsson leikur fyrir dansi „Hrókur alls fagnaðar“. Mikið fjör og mikið gaman. Ath 60 ára og eldri. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgang- ur að opinni vinnustofu, postulíns- málning kl. 9–12. Böðun fyrir há- degi. Hádegisverður. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum. Betri stofa og Lista- smiðja kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Tölvunámskeið hefst 22. okt. Skráning stendur yfir á fram- sagnarnámskeið. Gönguferð „Út í bláinn“ alla laugardaga kl. 10. Bók- menntaklúbbur hefst kl. 20. Send- um tölvubréf með haustdag- skrá;asdis.skuladottir@reykjavik.is – 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi á morgun kl. 9.30. Norðurbrún 1, | Kl. 9 opin hár- greiðslustofa, sími 588 1288, kl. 9 myndlist, kl. 10 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hannyrðir. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30–14.30 sungið v/ flygilinn. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Kl. 14.30–16 dansað í Aðalsal. Vesturgata 7 | Föstudaginn 7. okt. kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Rjóma- terta með kaffinu. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla þriðjudaga og föstu- daga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is LOKASÝNING Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík á kvik- myndinni Beint á vegginn fer fram í Regnboganum kl. 20 í kvöld. Að sýningunni lokinni mun fara fram umræðufundur í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Á fundinum verða efni myndarinnar og innflytjenda- mál rædd. Gestir fundarins eru Guðlaug Björnsdóttir, meist- aranemi í mannfræði við Háskóla Íslands, og Sabine Leskopf, frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna. Í Beint á vegginn er sagt frá Sibel sem er ung og falleg tyrknesk stúlka í Þýskalandi. Dag einn biður hún Cahit að giftast sér til að losna úr viðjum íhaldsseminnar sem fjöl- skylda hennar heldur í, en hún fylgir ströngum tyrkneskum siðum og múslimatrú. Cahit er einnig tyrkneskur innflytjandi sem er að reyna að hefja nýtt líf eftir að hafa átt í vandræðum með vímuefni. Cahit og Sibel búa undir sama þaki, en eiga bæði í samböndum við ann- að fólk. Smám saman gera þau sér grein fyrir því að þau elski hvort annað, en þá er það kannski um seinan. Myndin vann gullbjörninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2004, auk þess að hafa sópað að sér verðlaunum og tilnefn- ingum víðast hvar í Evrópu. Umræðufundur um Beint á vegginn ÓLI G. Jóhannsson opnar sýninguna Týnda fiðrildið í dag klukkan 18 á Karólína Restaurant á Akureyri. Óli G. Jóhannsson er fæddur á Ak- ureyri 1945. Hann setti upp sína fyrstu sýningu árið 1973. Hann hefur haldið fjölda sýninga frá þeim tíma bæði hér á landi sem og erlendis. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar 2001. Aðalsteinn Ingólfsson hefur skrifað um verk Óla: „Í nýjustu málverkum Óla hefur máluð lína tekið yfirhönd- ina. Þar með hefur hann sett af stað flóknara og um leið áhrifameira ferli en áður. Nú er erfiðara að greina á milli forgrunns og bakgrunns í mynd- um hans, því málaðar útlínur renna ýmist saman við stærri litfleti eða tæta þá í sundur; við það opnast fletir og rými hér og þar og túlkunarmögu- leikar margfaldast. Í stórum dráttum má segja að upprifjunin, trúnaðurinn við hið séða, hafi vikið fyrir trúnaði við sjálfan spunann. Í þessum spuna, linnulausum tilbrigðum um mögulegar og ómögulegar merkingar hlutanna, tekst Óla að veita okkur innsýn í sköpunarferlið, þá hildi sem hann hef- ur háð um dagana og náttúrukraftana sem eru kveikjan að flestu því sem gerist í myndum hans.“ Sýningin á Karólínu Restaurant stendur til loka apríl 2006. Týnda fiðrildið á Karólínu http://oligjohannsson.com Kirkjuhvoll Sýningu Ernu Hafnes, Stillt upp, lýkur í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, sunnu- daginn 9. október næstkom- andi. Erna sýnir þar 28 olíu- málverk. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga kl. 15–18. Sýningum lýkur Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Jóna Finndís Jónsdóttir vatnaverkfræðingur, 30 „Ég var sjö ára þegar ég ákvað að fara í Menntaskólann á Akureyri og tíu ára var ég staðráðin í að fara á eðlisfræðibraut í sama skóla þegar að því kæmi," segir Jóna Finndís Jónsdóttir. Hún var reyndar að elta stóru systur en það kom á daginn að þetta hentaði henni vel því þegar hún fór að fara eigin leiðir í náminu byggði hún beint ofan á þennan grunn — og er enn að. Jóna Finndís stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og fór svo til Texas í Bandaríkjunum í nám í vatnaverkfræði. Hún vinnur nú að doktorsverkefni við Háskólann í Lundi sem kallast Áhrif veðurfarsbreytinga og breytileika á íslenskt vatnafar og vatnsorku. Starfsvettvangur hennar er á Vatnamælingum Orkustofnunar þar sem hún hefur unnið síðan 1996. Þar fæst hún jafnframt við ýmis önnur verkefni með samstarfsfólki sínu. „Ég nota bæði kollinn og vöðvana í þessu starfi — því við þurfum bæði að standa úti í ám við mælingar og sinna rannsóknarvinnu við skrifborðið.“ Þegar vinnunni sleppir má sjá hana „rölta“ upp Esjuna, spila körfubolta eða vinna sveitastörf á æskuheimilinu á Sölvabakka í Austur-Húnavatnssýslu. „Fínt að gera þetta allt í bland,“ segir hún. Sjá nánar um rannsóknir Jónu Finndísar á vefnum www.visindi2005.is Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is [vatnið og sveitastörfin] Vísindi – minn vettvangur P R [ p je e rr ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.