Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HÚN vefur íslenskt landslag úr silki- þráðum, stóra striga úr silki þar sem fyrir ber jökla og ár, himin og jörð. Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson heitir myndlistarmaðurinn að baki verk- unum, og hún opnar sýningu í Turpentine-galleríinu við Ingólfs- stræti í dag. „Verkin mín eiga margt skylt með málverkinu vegna þess að ég mála á silkiþræði sem ég vef síðan saman og þá kemur myndin í ljós. Ég hef notað þessa tækni í meira en tíu ár og þekki því útkomuna vel, en þó kemur alltaf eitthvað á óvart þegar myndin kemur í ljós,“ segir hún brosandi. „Og mér finnst það mjög skemmtilegt.“ Vatnajökull og nágrenni Íslenskt landslag er fyrirmynd verka Hildar, sem unnin eru á ofan- greindan hátt út frá ljósmyndum sem hún tekur á ferðum sínum um landið, en hún er búsett í Ohio í Bandaríkj- unum. Í verkunum á þessari sýningu var Vatnajökull og umhverfi hans fyrir valinu, en verkin eru þó á mörk- um hins óhlutbundna og landslags. „Ég vil að verkin séu á mörkum þess að vera abstrakt og realismi – mér finnst það einmitt skapa meiri spennu í verkinu,“ segir hún. En hvers vegna varð íslenska landslagið fyrir valinu í stað hins bandaríska? „Ég bý á mjög þéttbýlu svæði, þar sem er lítið um áberandi landslag. En annars eru margir stað- ir í Bandaríkjunum mjög fallegir og minna um margt á Ísland – ég bara er ekki þar,“ segir hún. Hildur kemur hins vegar oft til Ís- lands og viðar að sér efni sem hún vinnur síðan úr úti. „Ég vil finna kraftinn sem kemur frá landslaginu hérna. Það er hann sem kveikir hjá mér hugmyndir að verkum,“ segir hún. En aðferðin sem hún notar er hins vegar samansafn aðferða frá list- hefðum ýmissa landa; Japans, Ind- lands og Tyrklands svo dæmi séu tek- in. „Ég nýti mér margt úr þessum aðferðum og blanda saman því sem mér hentar best. Ég veit ekki til þess að nokkur noti nákvæmlega þessa tækni um þessar mundir.“ Við fótskör New York Þessi sérstaða verka Hildar hefur heldur betur vakið áhuga vestur í Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári sýndi hún í samtímalistarsafni Cleveland, og fékk afar góðar um- sagnir um verk sín í ýmsum blöðum og viðamikla umfjöllun. Í kjölfarið hefur áhrifafólk úr listalífi New York- borgar keypt af henni verk; Agnes Gund sem situr í stjórn nútíma- listasafnsins MoMA keypti af henni verk fyrir einkasafn sitt og einnig fyrrum stjórnarformaður Guggen- heim-safnsins þar í borg, Peter Lew- is, sem keypti verk fyrir fyrirtæki sitt. Þá mun sýningarstjóri hjá Whitney-safninu skoða verk hennar í haust. Sjálf segist Hildur einfaldlega hissa á allri þessari jákvæðu athygli. „Það eru þó nokkur ár síðan ég sýndi síðast úti í Cleveland og ég vissi í raun ekki hvernig viðtökur ég myndi fá. Í raun var ekkert öruggt í þeim efnum, enda var ég að sýna vefnað í samtímalistasafni, sem er ekki mjög algengt. En ég varð alveg gáttuð hvað fólk virtist hrifið, vel skrifað um sýninguna og mikið keypt,“ segir hún og bætir við að slíkri viðurkenningu fylgi mikil hvatning. En hvað skyldi það vera sem fellur útlendingum svo vel; er það aðferðin sérstaka, eða íslenska tengingin? „Ætli það sé ekki sambland af mörgu,“ svarar hún. „Verkin þykja óvenjuleg, en um leið virðast þau að- gengileg. Þau virðast ná til fólks, að minnsta kosti til sumra.“ Eftir að sýningunni lauk fór Hildur með verkin til New York og sýndi þau fólki úr myndlistarheiminum þar, galleríeigendum og fleirum, sem hún komst í samband við gegnum sýning- arstjóra sinn í Cleveland. „Það var mjög skemmtilegt hvað margir komu til að skoða verkin, þótt ekkert sé komið út úr því enn. Það er draum- urinn að fá að sýna í New York, enda er hún miðstöð samtímamyndlistar í Bandaríkjunum. En það er hægara sagt en gert og samkeppnin ofboðs- lega hörð. Alveg hrikalega,“ segir hún með áherslu. Hún segist telja að margt spili inn í hvort myndlistarfólk fái tækifæri þar eða ekki. „Maður þarf að vera hepp- inn, og á réttum stað á réttum tíma. Og svo er auðvitað mikilvægt að hitta á fólk sem hefur smekk fyrir því sem maður er að gera.“ Verk fyrir Íslendinga Þó að á sýningunni í Turpentine séu ekki sömu verk og vöktu aðdáun bandarísku listunnendanna, eru þau í sama anda og því ekki úr vegi að spyrja Hildi aðeins út í hvort hún telji að Íslendingar taki verkum hennar öðruvísi en útlendingar. Hún tekur sér andrúm meðan hún íhugar spurn- inguna. „Nei og jú – ég veit ekki. Þessi verk eru jú héðan; fólk þekkir landslagið hér og sér þau þess vegna kannski í öðru ljósi en fólkið úti. En auðvitað veit ég ekkert hvernig Ís- lendingar koma til með að taka verk- um mínum, ekki frekar en ég vissi hvernig viðbrögðin yrðu úti. Þetta er jafnstressandi,“ segir hún og hlær. „En um leið er ég spennt. Það verður gaman að sjá hvernig landar mínir taka þessari túlkun minni á íslensku landslagi.“ Morgunblaðið/Ásdís Verk Hildar á sýningunni í Turpentine eru innblásin af umhverfi Vatnajökuls. Morgunblaðið/Ásdís „Ég vil að verkin séu á mörkum þess að vera abstrakt og realismi – mér finnst það einmitt skapa meiri spennu í verkinu,“ segir Hildur. Myndlist | Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson opnar sýningu í Turpentine-galleríinu Ísland ofið úr silki Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is FYRSTI árgangur Lesbókar Morgunblaðsins er nú aðgengileg- ur á netinu á vefslóðinni www.timarit.is en Lesbókin er átt- ræð um þessar mundir. Fleiri ár- gangar munu bætast við á næstu mánuðum. Verkið er unnið í sam- starfi við útgefanda Morgunblaðs- ins. Í dag geta notendur lesið og leitað í Morgunblaðinu frá því út- gáfa blaðsins hófst árið 1913 og fram til 1984. Innan Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns hefur verið unnið að stafrænni endurgerð blaða og tímarita um nokkurra ára skeið. Þetta er hluti af sam- norrænu verkefni sem hefur m.a. verið styrkt af NORDINFO (Norrænu samvinnunefndinni um vísindalegar upplýsingar), Ný- sköpunarsjóði námsmanna, Tungutæknisjóði og RANNÍS. Markmiðið er að gera stafræna útgáfu af öllum blöðum og tímarit- um sem voru prentuð á Íslandi á tímabilinu 1773–1920. Nú eru 664.363 blaðsíður af íslenskum blöðum og tímaritum komnar á netið. Hér verður um gríðarlega stórt safn að ræða, sérstaklega í ljósi þess að á síðari hluta 19. ald- ar var mikil blaðaútgáfa hér á landi og t.d. voru 83 blöð sett á fót á tímabilinu 1848–1898. Þá er einnig vilji innan safnsins til að gera fleiri blöð frá síðustu öld að- gengileg og má hér nefna t.d. Tímann, Þjóðviljann, Vísi, og af nógu er að taka. Stafrænn aðgangur sem þessi er til mikilla bóta fyrir notendur, en áður voru þessi blöð og tímarit að mestu aðeins aðgengileg notend- um á Landsbókasafni á örfilmum. Þetta hafði ýmsa ókosti í för með sér; filmurnar voru slitnar og seinlegt var að nota þær þegar þurfti að skoða löng tímabil. Nú er hægt er að skoða hvert tölublað fyrir sig og afmarka leit við ákveðin tímabil eða landssvæði en á næstunni verður einnig hægt að framkvæma textaleit sem mun auðvelda leit að efni til mikilla muna. Fyrsti árgangur Les- bókarinnar á netinu Forsíða fyrsta tölublaðs Lesbókar. ÞAÐ eru engin lítil forréttindi að hafa fæðzt nógu snemma til að meðtaka djassinn í tveim stórskömmtum um ævina. Fyrst á efri bernskuárum 6. áratugar þegar hann (fram að Elvis og Bítlunum) var „tónlist unga fólks- ins“. Síðast frá miðjum 8. áratug þeg- ar frumleikaæð bítsins þornaði upp og Jazzvakning hleypti nýju lífi í djassinn úr tólf ára dróma. Það var hárrétt tímasetning, og mikilvirkasti einstaklingurinn meðal hérlendra djasspíanista 1977-91 var án efa Guðmundur heitinn Ingólfs- son, þá nýkominn heim úr landsuðri. Hann og nafni hans Guðmundur Steingrímsson trommuleikari mynd- uðu sem kunnugt óyfirlýsta tvímenn- ingsakademíu er fóstraði fjölda ungra íslenzkra djassleikara til framtíð- arafreka á ótalmörgum eftir- minnilegum tónleikum í Djúpinu, Stúdentakjallaranum og víðar. Í minningu píanistans á 30. ári Jazzvakningar voru haldnir fjölsóttir tónleikar í Súlnasal Hótels Sögu. Því miður gat heiðursgesturinn, Nestor danskra djasspíanista Arne Forch- hammer, ekki komið fram vegna skyndilegra veikinda, en samt reynd- ist af nógu að taka í 3½ klst. löngu prógrammi. Nánast frá upphafi kviknaði sannkölluð hörku- stemmning er magnaðist þegar á leið, enda linnti hvergi skemmtilegum uppákomum í fjölskrúðugum sam- setningum ofannefndra spilara. Utan um allt héldu tveir þaulreyndir synkópugúrúar – Vernharður Linnet með fírugum ávörpum til „djasssetu- manna“ og Guðmundur „Papa Jazz“ Steingrímsson með feykjandi trommusnerpu er fullsæmt hefði hálfu yngri slagverksmanni. Fyrst tóku Islancio tríófélagarnir Jón Rafnsson og Björn tvö lög saman og gekk vel, þótt vantaði uppslags- hryn í sveifluna og uppmagnað hljóð kontrans væri fullgruggugt. Óskar Guðjónsson bættist í hópinn og ten- órsaxaði fagurlega Det var en lørdag aften og þvínæst Honeysuckle Rose; að vísu með það kvefaðri ástríðu að rífa hefði mátt kirtlana úr lúðrinum. Þá tók við kvartett, er auk Björns og Guðmundar taldi Gunnar Hrafnsson á bassa. Sá hann um flórgígjuslátt það sem eftir var, og með ágætum magnaratóni. Fjórði maður var hinn hollenzki endurholdgervingur Guð- mundar Ingólfs, Hans Kwakkernaat, er heillaði djasseta Kaffis Reykjavík- ur upp úr skónum fyrir 4 árum og gerðist jafnvel enn líkari Guðmundi nú en nokkru sinni, týpískt í Lover Man. Meðal fleygustu númera má nefna hið boppaða Oleo, með skondnum við- komum að gamalgrónum sið hjá fjar- skyldum ættingjum eins og Vagn- söngnum úr Oklahoma. Í The Nearness of You tjaldaði Björn frægu „gítartrommusetti“ sínu við að vonum öskrandi undirtektir. Fyrsti eiginlegi trommurondókafli kvöldsins kom þar á eftir í Sweet Georgia Brown, og átti Papa Jazz þó eftir að eflast um helming við seinni slík tæki- færi. Hinn ameríski John Weber, í sjón ekki ólíkur Pétri Íslandi Östlund á yngri árum, brá sér nú á píanókollinn. Hann kvað hafa komið hingað áður 1992 og 1996 og tekið ástfóstri við landið almennt og lög Guðmundar Ingólfs sérstaklega. Í tríói við tromm- arann og Gunnar lék hann úr þeim handraða Blús í Birnu, Búðarvísur, Blús í [gís]moll, RóskIngó, Nafnakall, Kveðju og Á Sprengisandi (hvar óvænt þaut í holti Sing! Sing!) með fantafeitri sveiflu og fjölbreyttum stílbrigðum. Þ. á m. gamla Fats Wall- er-skálminu, sem maður hélt orðið að fáir kynnu lengur og vakti jafnan kát- ínu, enda þar á ofan þaulstuddur glimrandi samleik og sólóum íslenzku meðreiðarsveinanna. Ávalur tónn Webers var talsvert frábrugðinn kvikhvassri nálgun Kwakkernaats, og kom það skýrast í ljós í lokasetti kvöldsins, sextetti þar sem hvor sat við sinn flygil og sletti duglega úr klaufum; sem betur fór oft til skiptis undir myndugri stjórn Björns. Þó að slaghörputvíleikurinn gæti á köflum minnt á tvo baldna rostunga í of litlum sandkassa (enda trúlega lítt undirbúinn), var uppá- komunni það vel tekið að allt ætlaði nánast um koll að keyra. Samt ekki kollur Webers – þótt stundum ískyggilegur halli stólsins hefði getað endað með skelfingu á sleipara sviði. Sjóðheit sveifla á eldfimu kvöldi Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hótel Saga Guðmundarvaka – Jazzvakning 30 ára. Píanóleikararnir John Weber og Hans Kwakkernaat, Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Hrafnsson kontrabassi og Guð- mundur Steingrímsson trommur. Kynnir: Vernharður Linnet. Föstudaginn 30. sept- ember kl. 20:30. Djasstónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.