Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 56

Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 56
56 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Besta knatt-spyrnu-fólkið Loka-hóf knatt-spyrnu-fólks var haldið fyrir viku. Allan Borgvardt sem var í FH og Laufey Ólafsdóttir í Val voru valin leik-menn ársins. Hörður Sveinsson úr Keflavík og Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki voru valin efni-legustu leik-mennirnir. Barn á leiðinni Banda-ríska leikara-parið Tom Cruise og Katie Holmes á von á sínu fyrsta barni. Parið hefur verið að hittast síðan í apríl og trú-lofaðist í júní. Þetta er fyrsta barn Holmes, en Cruise á tvö börn með Nicole Kidman sem eru 10 ára og 12 ára. Kaldur september September var kaldur mánuður um allt land þrátt fyrir að fyrri hluti mánaðarins væri í meðal-lagi. Síðast var september-mánuður þetta kaldur um allt land árið 1982, eða fyrir 23 árum síðan. Lék með Wynton Marsalis Margrét Sigurðardóttir, söng-kona í London, varð svo heppin um daginn að leika á píanó og syngja með hinum heims-fræga trompet-leikara Wynton Marsalis. Margrét var á óform-legum tón-leikum hans þegar hann vantaði píanista. Stutt FJÁRLAGA-FRUMVARP fyrir árið 2006 var lagt fram á Al-þingi á mánu-daginn. Sam-kvæmt því mun ríkissjóður eiga 14,2 milljarða króna í tekjuafgang, gangi áætlunin upp. Árni M. Mathiesen fjármála-ráðherra sagði þetta gríðar-lega sterka stöðu. „Staða ríkis-sjóðs er traust og að-halds er gætt í út-gjöldum,“ sagði Árni. stöðug-leiki ríki í efnahags-málunum, en veru-leikinn sé allt annar. For-maður Vinstri-grænna setur út á að ríkisstjórnin ætli ekki að reyna að stöðva þensluna. Hann vill fresta skatta-lækkunum. For-maður Frjáls-lynda flokksins vill ekki draga úr vega-framkvæmdum og sér ekki að 2 milljarðar sem sparist þar geti minnkað þensluna. Ekki er búist við að jafn-mikill vöxtur verði í efnahags-lífinu á næsta ári og hefur verið í ár. Út-gjöldin verða aukin á nokkrum sviðum á næsta ári, til mennta-mála, mál-efna fatlaðra, lög-gæslu og öryggis-mála. Stjórnar-andstaðan hafði ýmis-legt út á frum-varpið að setja. Sam-fylkingin segir að í því sé lýst sýndar-veruleika um að Fjárlaga- frumvarpið 2006 Morgunblaðið/Sverrir Árni kynnir fjárlaga-frumvarpið. EVRÓPU-SAMBANDIÐ byrjaði á mánudags-kvöld að ræða við Tyrki um hugsan-lega inn-göngu þeirra í sam-bandið. Tyrkir hafa í 40 ár viljað komast í sam-bandið og utanríkis-ráðherra Tyrk-lands, Abdullah Gul, sagði að sögu-legum á-fanga væri náð. Víða í hinum 25 ESB-löndum eru margir á móti inn-göngu Tyrk-lands í sam-bandið. Í löndunum búa nú 450 milljónir manna og þeim finnst of mikið að taka inn 70 milljóna múslíma-þjóð sem er miklu fátækari en hinar þjóðirnar, og úr ger-ólíkum menningar-heimi. Einnig óttast atvinnu-laust fólk í Frakk-landi og Þýska-landi að ungir Tyrkir fái frekar störf því þeirri sætti sig við minna. En ráða-menn í Evrópu vilja fá Tyrki inn til að sann-færa múslíma um að ESB hafi ekki for-dóma gegn íslam. Þeir vilja að Tyrk-land verði brú milli Vestur-landa og múslíma-ríkja í Miðaustur-löndum, sem minnkar hættu á stríðum. Einnig vantar vinnu-afl í Evrópu vegna mann-fækkunar, og það getur verið slæmt fyrir efnahags-lífið í fram-tíðinni. Þess vegna sé gott að fá inn fjöl-menna þjóð þar sem mann-fjölgun sé mikil. Við-ræðurnar munu taka mjög langan tíma, ár eða ára-tugi. Tyrkir í ESB? Alþjóða-kjarnorku- málastofnunin og Mohamed ElBaradei, framkvæmda- stjóri hennar, fá friðar-verðlaun Nóbels í ár. Hefur stofnunin reynt að koma í veg fyrir að kjarn-orka sé notuð í stríði. Einnig vill hún að kjarn-orka sem notuð er á góðan hátt, sé notuð með sem öruggustum hætti. Norska Nóbels-nefndin segir að Alþjóða-kjarnorku- málastofnunin vinni ómetanlegt starf nú á tímum þegar gefist hefur verið upp á við-ræðum um af-vopnun, og hætta sé á að kjarnorku-vopn komist í hendur hryðju-verka-manna. „Verð-launin munu styrkja mig og félaga mína í ætlun okkar að segja valda-mönnum sann- leikann,“ sagði ElBaradei á blaðamannafundi í Vín og var greini-lega hrærður. Friðar-verðlaun Nóbels veitt Reuters Mohamed ElBaradei EFNAHAGS-BROTADEILD ríkis-lögreglu-stjórans gerði á miðviku-daginn hús-leit á einka-heimili og hjá fyrir-tækinu Skúlason ehf. Hún var gerð fyrir bresku lög-regluna sem rann-sakar fjár-svikamál sem tengist fyrir-tækinu. Svikin eru talin vera „kyndi-klefa-svik“. Þá eru m.a verð-laus hluta-bréf seld í gegnum síma og miklum þrýstingi beitt. Hin meintu svik hljóða upp á næstum 200 milljónir króna. Flestir hlut-hafanna keyptu hluta-féð af spænsku fyrir-tæki í gegnum síma. Jóhannes B. Skúlason fram-kvæmda-stjóri Skúlason ehf. segir að Skúlason hafi aldrei selt hluta-bréf með því að hringja út, hvorki á Íslandi né í Bretlandi. „Við erum fórnar-lamb ein-hvers at-burðar sem ég á erfitt með að átta mig á,“ sagði Jóhannes. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hús-leit vegna fjár-svika-máls JÓNA Guðlaug Vigfúsdóttir er 16 ára landsliðs-stúlka í blaki frá Neskaupstað. Hún gerði í vikunni 7 ára samning við franska liðið Cannes. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur blak-maður gerir atvinnu-manna-samning. Þjálfari Cannes sá Jónu Guðlaugu leika með íslenska lands-liðinu á Smáþjóða-leikunum í vor og fékk þá áhuga á að fá hana í liðið sitt. Cannes er mjög sterkt lið og hefur oft orðið Frakklands-meistari og líka Evrópu-meistari. Liðið er eitt besta blak-lið í Evrópu, og er bæði með karla- og kvenna-lið í Evrópu-keppni í ár. Jóna Guðlaug er ein af fjórum ungum stúlkum sem liðið gerði samning við á þessu ári. Atvinnu-maður í blaki Jóna Guðlaug GUNNAR Sæmundsson, bóndi í Hrúta-tungu, er aftur orðinn hress, en hann varð fyrir alvar-legri metan-gas-eitrun í haug-húsinu á bænum 20. september sl. Gunnar hafði rétt komið dælu fyrir í fjár-húsinu til að hræra upp í haugnum þar. Hann gekk inn í hlöðu-endann, féll niður og lá þar meðvitundar-laus í um 45 mínútur. „Lík-lega hefur húsið ekki verið nógu opið og gasið því komið beint í fangið á mér,“ segir Gunnar. Eigin-konan kom að Gunnari og var hann fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Gunnar er nú kominn heim til sín og farinn að stunda vinnu sína eins og áður. „Þessir haug-kjallarar eru nokkuð sem við bændur þurfum virki-lega að gá að okkur með,“ segir hann. Gunnar hefur áður lent í hlöðu-bruna og misst nýra vegna krabba-meins, og finnst nóg komið af áföllum, en segir þó að enginn ráði ör-lögum sínum. Bóndinn hress Gunnar Sæmundsson fékk gas-eitrun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.