Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Besta knatt-spyrnu-fólkið Loka-hóf knatt-spyrnu-fólks var haldið fyrir viku. Allan Borgvardt sem var í FH og Laufey Ólafsdóttir í Val voru valin leik-menn ársins. Hörður Sveinsson úr Keflavík og Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðabliki voru valin efni-legustu leik-mennirnir. Barn á leiðinni Banda-ríska leikara-parið Tom Cruise og Katie Holmes á von á sínu fyrsta barni. Parið hefur verið að hittast síðan í apríl og trú-lofaðist í júní. Þetta er fyrsta barn Holmes, en Cruise á tvö börn með Nicole Kidman sem eru 10 ára og 12 ára. Kaldur september September var kaldur mánuður um allt land þrátt fyrir að fyrri hluti mánaðarins væri í meðal-lagi. Síðast var september-mánuður þetta kaldur um allt land árið 1982, eða fyrir 23 árum síðan. Lék með Wynton Marsalis Margrét Sigurðardóttir, söng-kona í London, varð svo heppin um daginn að leika á píanó og syngja með hinum heims-fræga trompet-leikara Wynton Marsalis. Margrét var á óform-legum tón-leikum hans þegar hann vantaði píanista. Stutt FJÁRLAGA-FRUMVARP fyrir árið 2006 var lagt fram á Al-þingi á mánu-daginn. Sam-kvæmt því mun ríkissjóður eiga 14,2 milljarða króna í tekjuafgang, gangi áætlunin upp. Árni M. Mathiesen fjármála-ráðherra sagði þetta gríðar-lega sterka stöðu. „Staða ríkis-sjóðs er traust og að-halds er gætt í út-gjöldum,“ sagði Árni. stöðug-leiki ríki í efnahags-málunum, en veru-leikinn sé allt annar. For-maður Vinstri-grænna setur út á að ríkisstjórnin ætli ekki að reyna að stöðva þensluna. Hann vill fresta skatta-lækkunum. For-maður Frjáls-lynda flokksins vill ekki draga úr vega-framkvæmdum og sér ekki að 2 milljarðar sem sparist þar geti minnkað þensluna. Ekki er búist við að jafn-mikill vöxtur verði í efnahags-lífinu á næsta ári og hefur verið í ár. Út-gjöldin verða aukin á nokkrum sviðum á næsta ári, til mennta-mála, mál-efna fatlaðra, lög-gæslu og öryggis-mála. Stjórnar-andstaðan hafði ýmis-legt út á frum-varpið að setja. Sam-fylkingin segir að í því sé lýst sýndar-veruleika um að Fjárlaga- frumvarpið 2006 Morgunblaðið/Sverrir Árni kynnir fjárlaga-frumvarpið. EVRÓPU-SAMBANDIÐ byrjaði á mánudags-kvöld að ræða við Tyrki um hugsan-lega inn-göngu þeirra í sam-bandið. Tyrkir hafa í 40 ár viljað komast í sam-bandið og utanríkis-ráðherra Tyrk-lands, Abdullah Gul, sagði að sögu-legum á-fanga væri náð. Víða í hinum 25 ESB-löndum eru margir á móti inn-göngu Tyrk-lands í sam-bandið. Í löndunum búa nú 450 milljónir manna og þeim finnst of mikið að taka inn 70 milljóna múslíma-þjóð sem er miklu fátækari en hinar þjóðirnar, og úr ger-ólíkum menningar-heimi. Einnig óttast atvinnu-laust fólk í Frakk-landi og Þýska-landi að ungir Tyrkir fái frekar störf því þeirri sætti sig við minna. En ráða-menn í Evrópu vilja fá Tyrki inn til að sann-færa múslíma um að ESB hafi ekki for-dóma gegn íslam. Þeir vilja að Tyrk-land verði brú milli Vestur-landa og múslíma-ríkja í Miðaustur-löndum, sem minnkar hættu á stríðum. Einnig vantar vinnu-afl í Evrópu vegna mann-fækkunar, og það getur verið slæmt fyrir efnahags-lífið í fram-tíðinni. Þess vegna sé gott að fá inn fjöl-menna þjóð þar sem mann-fjölgun sé mikil. Við-ræðurnar munu taka mjög langan tíma, ár eða ára-tugi. Tyrkir í ESB? Alþjóða-kjarnorku- málastofnunin og Mohamed ElBaradei, framkvæmda- stjóri hennar, fá friðar-verðlaun Nóbels í ár. Hefur stofnunin reynt að koma í veg fyrir að kjarn-orka sé notuð í stríði. Einnig vill hún að kjarn-orka sem notuð er á góðan hátt, sé notuð með sem öruggustum hætti. Norska Nóbels-nefndin segir að Alþjóða-kjarnorku- málastofnunin vinni ómetanlegt starf nú á tímum þegar gefist hefur verið upp á við-ræðum um af-vopnun, og hætta sé á að kjarnorku-vopn komist í hendur hryðju-verka-manna. „Verð-launin munu styrkja mig og félaga mína í ætlun okkar að segja valda-mönnum sann- leikann,“ sagði ElBaradei á blaðamannafundi í Vín og var greini-lega hrærður. Friðar-verðlaun Nóbels veitt Reuters Mohamed ElBaradei EFNAHAGS-BROTADEILD ríkis-lögreglu-stjórans gerði á miðviku-daginn hús-leit á einka-heimili og hjá fyrir-tækinu Skúlason ehf. Hún var gerð fyrir bresku lög-regluna sem rann-sakar fjár-svikamál sem tengist fyrir-tækinu. Svikin eru talin vera „kyndi-klefa-svik“. Þá eru m.a verð-laus hluta-bréf seld í gegnum síma og miklum þrýstingi beitt. Hin meintu svik hljóða upp á næstum 200 milljónir króna. Flestir hlut-hafanna keyptu hluta-féð af spænsku fyrir-tæki í gegnum síma. Jóhannes B. Skúlason fram-kvæmda-stjóri Skúlason ehf. segir að Skúlason hafi aldrei selt hluta-bréf með því að hringja út, hvorki á Íslandi né í Bretlandi. „Við erum fórnar-lamb ein-hvers at-burðar sem ég á erfitt með að átta mig á,“ sagði Jóhannes. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hús-leit vegna fjár-svika-máls JÓNA Guðlaug Vigfúsdóttir er 16 ára landsliðs-stúlka í blaki frá Neskaupstað. Hún gerði í vikunni 7 ára samning við franska liðið Cannes. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur blak-maður gerir atvinnu-manna-samning. Þjálfari Cannes sá Jónu Guðlaugu leika með íslenska lands-liðinu á Smáþjóða-leikunum í vor og fékk þá áhuga á að fá hana í liðið sitt. Cannes er mjög sterkt lið og hefur oft orðið Frakklands-meistari og líka Evrópu-meistari. Liðið er eitt besta blak-lið í Evrópu, og er bæði með karla- og kvenna-lið í Evrópu-keppni í ár. Jóna Guðlaug er ein af fjórum ungum stúlkum sem liðið gerði samning við á þessu ári. Atvinnu-maður í blaki Jóna Guðlaug GUNNAR Sæmundsson, bóndi í Hrúta-tungu, er aftur orðinn hress, en hann varð fyrir alvar-legri metan-gas-eitrun í haug-húsinu á bænum 20. september sl. Gunnar hafði rétt komið dælu fyrir í fjár-húsinu til að hræra upp í haugnum þar. Hann gekk inn í hlöðu-endann, féll niður og lá þar meðvitundar-laus í um 45 mínútur. „Lík-lega hefur húsið ekki verið nógu opið og gasið því komið beint í fangið á mér,“ segir Gunnar. Eigin-konan kom að Gunnari og var hann fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Gunnar er nú kominn heim til sín og farinn að stunda vinnu sína eins og áður. „Þessir haug-kjallarar eru nokkuð sem við bændur þurfum virki-lega að gá að okkur með,“ segir hann. Gunnar hefur áður lent í hlöðu-bruna og misst nýra vegna krabba-meins, og finnst nóg komið af áföllum, en segir þó að enginn ráði ör-lögum sínum. Bóndinn hress Gunnar Sæmundsson fékk gas-eitrun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.