Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKULDAR SKÝRINGAR Hæstiréttur vísaði í gær megin- hluta Baugsmálsins frá dómi eða 32 ákæruliðum af 40 vegna verulegra galla á ákæru ríkislögreglustjóra. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, segir að ríkislögreglustjóri skuldi þjóðinni skýringar á vinnu- brögðum sínum. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra, segir hins vegar að taka verði mið af því að málið væri það erfiðasta sem hefði komið til kasta réttarkerfisins. Ætla að mæta samkeppninni Ferðaskrifstofan Heimsferðir hyggst lækka verð á farmiðum til Alicante á Spáni á næsta ári til að mæta samkeppni við Iceland Ex- press sem flýgur þangað næsta vor. Gífurlegt manntjón Yfirvöld í Pakistan óttast, að allt að 40.000 manns hafi farist í jarð- skjálftanum mikla síðastliðinn laug- ardag og miklu fleiri slasast. Þá er jafnvel talið, að um fjórar milljónir manna hafi misst heimili sitt. Er fólk víða á hamfarasvæðunum reitt stjórnvöldum og sakar það um að koma ekki til hjálpar en aðstæður á þessum slóðum eru ákaflega erfiðar. Vegir eru víða ónýtir og rafmagns- og vatnslaust og hungur og kuldi farinn að hrjá tugþúsundir manna. Aðstoð er þó farin að berast víða að og er vonast til, að björgunar- og hjálparstarfið fari að komast á skrið. Merkel kanslari Allt bendir til, að Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, verði fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands. Hafa þeir samið um það við jafnaðarmenn og einnig hvernig skiptingu ráðherra- embætti verði háttað í væntanlegri samstjórn. Eiginlegar stjórnar- myndunarviðræður munu þó ekki hefjast fyrr en eftir helgi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Úr verinu 12 Minningar 32/37 Viðskipti 14 Skák 37 Erlent 15/16 Dagbók 40 Heima 17 Víkverji 40 Akureyri 18 Velvakandi 41 Suðurnes 18 Staður og stund 42 Austurland 19/20 Menning 43/49 Landið 20 Bíó 46/49 Daglegt líf 21 Ljósvakamiðlar 50 Menning 22/23 Veður 51 Umræðan 24/25 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                             www.jul iusvi f i l l . i s K o s n i n g a s k r i f s t o f a V e g m ú l a 2 s í m i : 5 3 3 1 2 2 0 HJÁLPARSAMTÖK á Íslandi láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að hjálparstarfi í Pakistan í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir Kasm- írhérað á laugardagsmorgun en talið er að um 120 þúsund manns þurfi á brýnni hjálp að halda. Rauði kross Íslands hefur hafið söfnun og þeir sem vilja gefa eitt þúsund krónur til hjálparstarfsins geta hringt í 907 2020 en einnig er hægt að leggja fram fé af greiðslu- korti á vef Rauða krossins, www.redcross.is. Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi, UNI- CEF, hefur opnað söfnunarreikning en samtökin hafa nú þegar sent 2,5 milljónir króna til hjálparstarfsins. Þeir sem vilja styrkja starf UNI- CEF geta lagt inn á reikning 101-26- 102040, kt. 481203-2950. Í tilkynn- ingu frá samtökunum kemur fram að nærri helmingur íbúa á jarðskjálfta- svæðinu sé undir 18 ára og því nauð- synlegt að huga sérstaklega að þörf- um barna og ungmenna. ABC barnahjálp hefur staðið að uppbyggingarstarfi í Pakistan síðan í sumar og styrkir nú á annað hundr- að börn til náms og brýn nauðsyn er fyrir fjármagn til ABC barnahjálp- arinnar í Pakistan til uppbyggingar í kjölfar jarðskjálftanna. Söfnunar- reikningur ABC er 515-14-280 000, kt. 690688-1589. Hjálparsveitir Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru við störf á skjálftasvæðinu, bæði í Pakistan og á Indlandi. Pakistanski Rauði hálfmáninn leiðir hjálparstarfið í Islamabad, þar sem stórhýsi hrundu með skelfileg- um afleiðingum. Alþjóða Rauði krossinn er að senda birgðir af tepp- um, tjaldefni, eldunaráhöldum og öðrum hjálpargögnum á staðinn. Safnað vegna skjálftasvæða TÆPLEGA 70 starfsmenn vantar enn á leikskóla Reykjavíkurborgar til þess að þeir teljist fullmannaðir, og hefur þurft að fresta því að veita 86 börnum pláss á leikskólum borg- arinnar vegna starfsmannaskorts þó tekist hafi að ráða í 37 stöður frá því um miðjan september. Illa hefur gengið að fá fólk til starfa á leikskólunum frá því í byrj- un september þegar sumarstarfs- fólkið hætti. Menntasvið tók saman þann fjölda sem enn vantar til starfa hjá leikskólunum fyrir helgi, og kom í ljós að enn vantar fólk í 68,8 stöðu- gildi. Þar af vantar fólk í um 55 stöðugildi leikskólakennara, um 6 í sérkennslu, 2 stöðugildi deildar- stjóra, og 5 í afleysingar, svo eitt- hvað sé nefnt. Aðgerðir hafa staðið yfir á sumum leikskólum til þess að bregðast við manneklu. Það ráð sem helst hefur verið gripið til er að taka ekki inn ný börn sem lofað hafði verið plássi, og vegna þess bíða í dag 86 börn eftir plássi á leikskóla í Reykjavík. Þar af eru 32 í Árbæ og Grafarholti, 25 í Grafarvogi og Kjalarnesi, 20 í Vest- urbæ en færri annars staðar, sam- kvæmt upplýsingum frá mennta- sviði. Börnum sem bíða eftir plássi hefur víðast hvar fækkað frá því 15. september, en í Grafarvogi og Kjal- arnesi hefur þeim fjölgað um þrjú á þessum tíma. Tekist hefur að ráða í 37 stöðugildi frá því 15. september, nú vantar starfsfólk í 68,8 stöðugildi, en 15. september vantaði í 106 stöðugildi. Börnum sem bíða eftir plássi hefur einnig fækkað, úr 114 15. september í 86 þegar tölur voru teknar saman fyrir helgi. Alls eru nú um 1.650 ein- staklingar starfandi á leikskólum borgarinnar í um 1.270 stöðugildum, en undanskildir eru starfsmenn í mötuneytum og þeir sem starfa við ræstingar. Vantar enn fólk í um 70 stöðugildi á leikskóla Reykjavíkur Enn bíða 86 börn eftir plássi Morgunblaðið/Kristján Tekist hefur að ráða í 37 stöðugildi á leikskólunum síðan 15. september. LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærmorgun karlmann um þrítugt sem fór í óleyfi inn í íbúð í fjölbýlis- húsi í Breiðholti og lagðist allsnak- inn upp í rúm þriggja ára stúlku- barns. Að sögn lögreglu villtist maðurinn inn í íbúðina sökum áfeng- is- og vímuefnavímu og bendir ekk- ert til þess að hann hafi unnið stúlk- unni mein. Fimm ára gömul systir stúlkunnar varð mannsins vör og gerði móður sinni viðvart. Hún hringdi þegar í stað á lögreglu sem var komin á vettvang nokkrum mínútum síðar, samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni. Maðurinn lá þá enn steinsof- andi í rúminu. Að sögn Harðar Jó- hannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var maðurinn undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Við yf- irheyrslur sagðist hann hafa vaknað um nóttina til að fara á klósettið en villst út úr íbúðinni og fyrir misgán- ing farið í íbúðina við hliðina, þ.e. inn í ólæsta íbúð mæðgnanna. Ekkert bendir til annars en að maðurinn greini rétt frá og hefur sambýliskona hans m.a. staðfest frá- sögnina að hluta. Maðurinn var flutt- ur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann var látinn sofa úr sér og síðan sleppt að loknum yfir- heyrslum. Mæðgunum var boðin áfallahjálp. Nakinn maður handtekinn í rúmi barns BORIÐ hefur á því í Mývatnssveit að undanförnu að hjólför eftir jeppa sjáist utan vega með tilheyrandi jarðraski og greinilegt sé að þar hafi menn farið um sem ekki kunna nægilega til verka þegar ekið er um landið. Í síðustu viku kom þar við stór hópur útlend- inga, um 110 manns á 27 bílum, og að sögn landeiganda eru ummerki eftir bílalestina greinileg. Hann segir engan vafa leika á því að um akstur utan vega sé að ræða, þó svo að þarna sé ógreinileg og lítt ekin slóð, og líti landið illa út eftir meðferðina. Landið hafi verið eins viðkvæmt og það geti verið, ófrosið og gegnsósa af vatni og sporuðu bílarnir mikið – keyrðu upp í brekkur – og eiga ummerkin að öllum líkindum eftir að sjást þegar vora tekur og ljóst sé að þessi leið verði ekki framar ógreinileg þar sem hún hafi grafist auk þess sem víða eru merki um djúp hjólför utan slóðarinnar. Skemmdir á viðkvæmu landi Morgunblaðið/BFH INNBROTUM í Hafnarfirði hefur fækkað um 38% frá árinu 2002 sem er talsvert meiri fækkun en gert var ráð fyrir til ársins 2008. Þá hef- ur þjófnaðarbrotum fækkað um 45% á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglustjórans í Hafnarfirði um afbrotatölfræði fyrstu 9 mánuði ársins 2005. Í skýrslunni kemur einnig fram að eignaspjöllum frá 2002 hafi fækkað um 35% og svipaða sögu er að segja um líkamsárásir sem fækk- aði um 11% frá 2002 en 38% frá 2004. Hvað varðar umferðarmál, hefur umferðaróhöppum fjölgað um 16% síðustu tvö árin en á móti kemur að umferðarslysum hefur fækkað um 58%. Að mati lögreglu má rekja þessar breytingar til breyttra um- ferðarmannvirkja í umdæminu. Fíkniefnabrotum í umdæminu hef- ur þá samkvæmt skýrslunni fjölgað um 84% og segir lögregla það í samræmi við markmið lögreglu um aukna frumkvæðisvinnu í þessum málaflokki og áframhaldandi eft- irlit. Færri innbrot í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.