Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR JÓN H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra, segir að aðrir verði að dæma um það hvort dómur Hæstaréttar sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum deild- arinnar. Taka yrði mið af því að þetta væri viðamesta og flóknasta mál sem réttarkerfið hefði þurft að kljást við fyrr og síðar. „En þetta er að sjálfsögðu önnur niðurstaða en ég hafði vænst,“ sagði hann. Spurður um skýr- ingar á þeim margvís- legu göllum sem Hæstiréttur finnur á ákærunni sagði Jón að verið væri að fara yfir dóminn. Aðrir yrðu að dæma um hvort að í þessu fælist áfellidómur en taka yrði mið af eðli og umfangi málsins. „Þetta er vinna sem ég er að vinna sem lögfræðingur, og vinnubrögð mín á hverjum tíma, ég er háður dómstólum um þau. Þarna er að sjálfsögðu enginn endanlegur dómur kveðinn upp,“ sagði hann. Jón fór ásamt Boga Nilssyni, rík- issaksóknara, yfir dóminn í gær og sagði að embættin myndu áfram skoða málið í sameiningu. „Þegar við erum búnir að fara gaumgæfilega yfir dóminn þá getum við áttað okkur á því hvort, og hvaða fram- hald getur orðið á þessu máli, fyrir utan það sem fer til héraðsdóms aft- ur,“ sagði hann. Að- spurður sagði Jón að hann hefði rætt þetta mál við ríkissaksóknara og það væri eðlilegt að hann kæmi að málinu nú. Hægt að höfða mál á nýjan leik Jón sagði að enginn vafi léki á því að hægt væri að höfða mál á nýj- an leik. Spurður hvort það yrði gert sagði Jón að það tekin yrði ákvörðun um það eftir að búið væri að fara gaumgæfilega í gegnum dóminn og þær aðfinnslur og ábend- ingar sem þar kæmu fram. Jón sagði mörg fordæmi fyrir því að höfða mál á nýjan leik og það skipti ekki máli hvort máli væri vísað frá í heild eða hluta. Jón H. Snorrason yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra Ræðir framhald málsins við rík- issaksóknara Jón H. Snorrason Yfirlýsing frá Baugi Group hf. Yfirvöld hætti áreitni í garð fyrir- tækisins BAUGUR Group sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í ljósi dóms Hæstaréttar í dag, þar sem máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum Baugs Group hf. og fleirum var að mestu vísað frá dómi, vill stjórn Baugs Group hf. skora á yf- irvöld að hætta frekari áreitni í garð fyrirtækisins. Það á heita fórnarlamb hinna meintu afbrota en hefur fremur orðið fórnarlamb lögreglurannsókn- arinnar sem hefur staðið í þrjú ár og valdið fyrirtækinu ómældu tjóni. Nú er mál að linni.“ Undir yfirlýsinguna ritaði Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs Group. Hann vildi ekki ræða málið frekar við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi og vísaði til yfirlýsingarinnar. „ÞESSI dómur er mjög hörð ádrepa á hendur ákæruvaldinu og embætti rík- islögreglustjóra. Það er einfaldlega niðurstaða Hæstiréttar að málinu er vísað frá að verulegu leyti, nánast að öllu leyti. Eftir standa átta ákæruliðir sem varða tæknileg atriði í reiknings- skilum Baugs og hvort að fullir tollar hafi verið greiddir af fjórum bifreið- um. Þetta er það sem stendur eftir af máli sem hefur verið lýst sem viða- mesta verkefni sem embætti ríkislög- reglustjóra hefur fengist við,“ sagði Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, eftir að dómurinn féll í gær. Embætti ríkislögreglustjóra skuldi íslensku þjóðinni skýringar á vinnu- brögðum sínum. Gestur sagði að þeir sakborningar sem hann hefði heyrt í hefðu að sjálf- sögðu verið ánægðir með þessa nið- urstöðu en væru á hinn bóginn sárir yfir því að þetta mál skyldi lagt á þá. Hörmulegar afleiðingar Varðandi þá liði sem eftir standa sagði Gest- ur að í liðum 33–36 hefði endurskoðunar- fyrirtækið KPMG gefið út yfirlýsingu um að áritun endurskoðend- anna væri einfaldlega rétt og af þeirri ástæðu tæki því ekki að ræða um að það kynni að koma til sakfellingar. Þar að auki hefði annað endurskoðunarfyrir- tæki, Price Waterhouse Coopers, farið í gegn- um sömu gögn og lögreglan, og komist að því að forsendur lögreglu varðandi þessa liði væru rangar. Í hinum ákæruliðunum sem eftir stæðu, 37–40, væri ákært fyrir að standa ekki skil á fullum tollum af fjórum bifreið- um en sakborningarnir hefðu allir neitað sök. Upphæðirnar væru nokkur hundruð þúsund krónur í hverju tilfelli. „Og ef þetta er nú nið- urstaðan af þriggja ára rannsókn í þessu máli, með öllum þeim hörmu- legu afleiðingum sem því hafa fylgt, öllum þeim átökum, árásum og sárindum sem þessu fylgja, þá eru menn í þeirri stöðu að mér finnst þeir verði að skýra út fyrir þjóðinni hvers vegna staðið var svona að mál- um,“ sagði Gestur. Hann sagðist ekki eiga von á að ákæruvaldið reyni að höfða nýtt mál á grundvelli sömu sakarefna og til- greind eru í ákæruliðunum sem var vísað frá. Verjendur væru þeirrar skoðunar að slíkt væri ómögulegt og bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar um sjálfstæða og óhlutdræga dómstóla. „Það gengur ekki að gefin sé út ný ákæra á grundvelli einhvers konar leiðbeininga frá dómstólunum. Ef það er þannig að ákæruvaldið get- ur bara komið með nýjar og nýjar ákærur og fengið leiðbeiningar um hvernig eigi að standa að málum, værum við að brjóta gegn þessari grundvallarreglu um sjálfstæða og óhlutdræga dómstóla, því þá væru dómstólarnir farnir að búa til ákær- una sem er grundvöllur sakfellingar,“ sagði hann. Þessi meginregla stæði framar en önnur lagaákvæði þar sem hún væri í stjórnarskránni og í Mann- réttindasáttmála Evrópu. Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Skulda þjóðinni skýringar Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gestur Jónsson EIRÍKUR Tómasson, prófessor í réttarfari við Háskóla Íslands, segir að hann muni ekki til þess að hafa lesið jafn harkalega gagnrýni í hæstaréttardómi og er að finna í dóminum um ákæruna í Baugsmálinu. Þegar dómurinn sé lesinn virð- ist sem ekki sé rökrétt hugsun að baki sumum ákæruliðanna og svo virðist sem kastað hafi verið til höndum við und- irbúning ákærunnar. Þetta væri áfellisdómur og álitshnekkir fyrir efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Eiríkur hugsanlegt að þessi úr- slit í Hæstarétti hefðu áhrif á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins. Sem dæmi um harkalegra orðalag en hann mundi eftir, nefndi Eiríkur að í dómnum segi að í ákærunni væri leitast við „að gera frekari grein fyr- ir þessum verknaði með sundur- lausri rakningu á bókhaldsfærslum og gögnum“ og stuttu síðar sé rætt um „fábrotnar skýringar“ í ákær- unni. Þarna tæki Hæstiréttur óvana- lega djúpt í árinni. Þá yrði að hafa í huga að allir fimm dómararnir hefðu verið sammála, það væri mikilvægt atriði. Eiríkur sagði engan vafa leika á því að efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hafa beðið álitshnekki. „Ég held að menn verði að skoða þetta mál mjög vel ef menn ætla að ákæra á nýjan leik, fara mjög varlega og gera það ekki nema að mjög yfirveguðu máli. Ég held að þetta mál verði að koma til kasta ríkissaksókn- ara sem æðsta hand- hafa ákæruvalds í landinu. Þegar svona er komið finnst mér að hann verði að skoða þetta og hugs- anlega taka málið í sínar hendur eða að minnsta kosti sjá til þess að vandað verði mjög til verka,“ sagði hann. Eiríkur sagði að það væri alvar- legt mál að gefin hafi verið út svo yf- irgripsmikil ákæra sem síðan væri að langstærstum hluta vísað frá dómi. „Og það er ekki gert vegna einhvers eins formgalla heldur er sjálft efni ákærunnar svo gallað í veigamiklum atriðum. Það er það sem veldur manni vissu áfalli. Á hinn bóginn er þetta einstætt mál að mörgu leyti og þeim mun mikilvæg- ara að menn vandi til verka. Því það er auðvitað mjög mikilvægt að brjóti menn af sér með refsiverðum hætti, hvort sem það er í þessu fyrirtæki eða öðru, sé þeim refsað fyrir það. Það er þess vegna mjög slæmt að ekki komi efnisleg niðurstaða í svona mál,“ sagði hann. Eitt tækifæri enn Spurður hvort ákæruvaldið geti höfðað nýtt mál sagði Eiríkur að það væri hægt, svo framarlega sem um refsiverða háttsemi væri að ræða. „Og í mörgum tilvikum finnst mér mjög vafasamt að um þá refsiverðu háttsemi sé að ræða sem lýst er í ákærunni,“ sagði Eiríkur. Ef menn ætluðu að höfða nýtt mál yrðu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig og gæta þess að standa þannig að málum að ákæran væri óaðfinnanleg að formi til og helst þannig að þeir væru sann- færðir um að hægt væri að sýna fram á fyrir dómi að um brot væri að ræða. „Ekki að fara aftur af stað í einhverri óvissu, það finnst mér al- veg ótækt,“ sagði hann. Eiríkur bætti við að það væri þungbært fyrir sakborninga að fá á sig ákæru sem væri vísað frá en ættu síðan á hættu að fá á sig nýja ákæru. Hann liti svo á að ákæruvaldið hefði aðeins eitt tækifæri til viðbótar. Þeg- ar svona væri komið gæti verið að skaðabótaskylda ríkisins gæti auk- ist. „Sú skylda verður enn frekar virk ef mál fara í þennan farveg,“ sagði hann. Eiríkur Tómasson prófessor um frávísun í Baugsmálinu Man ekki eftir jafn harkalegri gagnrýni Eiríkur Tómasson Réttarkerfið ekki sagt sitt síðasta orð BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði í dagbók sinni á vefn- um að stórfrétt gærdagsins hefði að sjálfsögðu verið niðurstaða Hæstaréttar í kærumálinu vegna Baugs. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lög- heimildir eru til þess, að ákæru- valdið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá Hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ sagði í dagbók Björns Bjarnasonar. ♦♦♦ JÓN Ásgeir Jó- hannesson forstjóri Baugs sagðist í þættinum Ísland í dag á Stöð tvö í gærkvöld engar áhyggjur hafa af því sem gæti komið út úr þeim ákæruliðum Baugmsálsins sem vísað var heim í hér- að af Hæstarétti í gær. „Við höfum engar áhyggjur af því að menn verði fundnir sekir í þessu máli og við erum með góðar varnir í þessum liðum sem hafa tiltölulega lítið vægi miðað við það sem farið var af stað með,“ sagði hann. Jón Ásgeir sagði al- veg ljóst að ekki hefði verið vandað til verka af hálfu ákæruvalds og sakborningar hefðu orð- ið varir við það í byrjun rannsóknar að eitthvað annarlegt hafi verið á seyði. „Við urðum varir við það með hvernig ofsa rannsóknarmenn gengu fram í þessu máli.“ Sagði hann að það vildi oft gleymast að Baugur Group væri fórnarlambið í málinu. „Þegar fórnarlambið kem- ur fram þ.e. stjórn félagsins, end- urskoðendur og lögfræðingar, og segja að hér hafi ekki verið brotið á neinum, þá er mjög skrýtið að rannsóknaraðilar taki ekkert tillit til þess en hafi sífellt í hótunum við þessa aðila og félagið í raun, og stefnt hagsmunum þess og starfs- manna í voða.“ Þriggja ára truflun Jón Ásgeir sagði rannsóknina hafa truflað starfsemi fyrirtækis- ins í þrjú ár og starfsmenn hafi verið teknir ítrekað til yfirheyrslu klukkustundum saman. „Slíkt hef- ur áhrif á starfsmennina og þar með félagið.“ Jón Ásgeir sagði það þá mjög erfitt fyrir ákæruvaldið að stíga það skref að gefa út ákærur á ný. Það væri algerlega skýrt í lögum að dómur ætti ekki að leiðbeina ákæruvaldinu. „Ef ákæruvaldið, með allt sitt á bak við sig, má reyna aftur og aftur og sumir lög- reglumenn hafa gengið svo langt að segja að þeir hafi þurft að prufa þetta, þá er réttarkerfið orðið skrýtið.“ Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs í viðtali við Stöð 2 í gær „Höfum góðar varnir“ Jón Ásgeir Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.