Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SAMKVÆMT langtíma veðurspám má búast við að veðurfar fari mjög kólnandi á Bret- landseyjum í náinni framtíð og muni þess jafn- vel fara að gæta strax nú í vetur, sem talinn er geta orðið einn sá harðasti í áratugi. Að því er fram kemur á vefsíðu breska stórblaðsins Times hefur breska ríkisstjórnin boðað til neyðarfundar í næsta mánuði, með iðnrek- endum og forsvarsmönnum framleiðslufyr- irtækja í landinu, þar sem meðal annars er ætlunin að ræða um yfirvofandi hættu á orku- kreppu, ef komandi vetur verður óvenju harð- ur, eins og óttast er. Haft er eftir Sir Digby Jones, aðalforstjóra samtaka breskra iðnrekenda, CBI, að ef þess- ar veðurspár gangi eftir nú á næstu mánuðum gæti stefnt í óefni og landið yrði fljótt uppi- skroppa með eldsneyti þar sem aðeins séu 11 daga varabirgðir af bensíni til í landinu, í sam- anburði við 55 daga bensínbirgðir að með- altali í öðrum Evrópulöndum. Slíkt ástand myndi hafa keðjuverkandi áhrif á allt atvinnu- líf í landinu, sem og samgöngur, og því er breska ríkisstjórnin og forsvarsmenn iðnaðar og atvinnulífs í viðbragðsstöðu vegna ástands- ins. Undanfarin tíu ár hafa vetur verið til- tölulega mildir á Bretlandseyjum, en sumir sérfræðingar spá því að hitastig á næstu mán- uðum gæti farið verulega niður fyrir með- altal, svo jafna má við kuldatímabil á áttunda áratug síðustu aldar. Haft er eftir Paul Sim- ons, veðurfréttamanni Times, að þessi um- skipti í veðurfari og lækkun á hitastigi megi rekja til fyrirbrigðis sem þekkt er í veð- urfræðinni sem „Norður-Atlantshafssveiflan“, (North Atlantic Oscillation, NAO), sem stafar af lágþrýstingi yfir Íslandi og háþrýstingi yfir Azor-eyjum, sem staðsettar eru í heittempr- uðu Atlantshafinu. „Þegar íslenski þrýsting- urinn hækkar og Azoreyja þrýstingurinn lækkar munu Bretlandseyjar fá napra vind- strengi af köldu lofti,“ segir á fréttavef Times. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veður- stofu Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert samband væri á milli hitafars á Ís- landi og Norður-Atlantshafssveiflunnar, en hún hefði þó áhrif á hitastig víðar í Evrópu, til dæmis á Norðurlöndum, þar sem búast mætti við kaldari vetri en í meðalári. Hins vegar væri viðbúið að veturinn yrði hlýrri á Græn- landi af þessum sökum. Spá kaldasta vetri í áratugi Bretar óttast orku- kreppu Eftir Svein Guðjónsson svg@mbl.is Yfirvöld í Pakistan áttu í gær í miklumerfiðleikum með að koma hjálpar-gögnum á svæði sem urðu verst úti íjarðskjálftanum á laugardag, skæð- asta skjálfta í sögu landsins. Ástandið á ham- farasvæðunum var skelfilegt, íbúarnir voru uppiskroppa með matvæli og margir þeirra hímdu undir berum himni í kuldanum. Kaup- menn börðust við örvæntingarfulla íbúa sem brutust inn í verslanir þeirra til að verða sér úti um lífsnauðsynjar. Soltnar fjölskyldur hnipruðu sig saman í tjöldum og biðu eftir hjálpargögnum á svæðum sem einangruðust í náttúruhamförunum. Sjúkrahús eyðilögðust og læknar sögðu að hætta væri á að sjúkdómar breiddust út ef fólkinu yrði ekki komið til hjálpar þegar í stað. Talið er að þúsundir barna hafi látið lífið í skólum sem hrundu þegar skjálftinn reið yfir. „Heil kynslóð hvarf á svæðunum sem urðu verst úti,“ sagði talsmaður pakistanska hers- ins. Manntjónið var mest í bæjum og þorpum í grennd við Muzaffarabad, helstu borgina í pakistanska hluta Kasmír-héraðs. Um 2,5 milljónir manna misstu heimili sín Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að áætlað væri að 2,5 milljónir manna hefðu misst heimili sín í jarðskjálftanum á laug- ardag. Á mörgum stöðum voru engin tæki til að grafa í rústirnar og leita að fólki. Íbúar margra þorpa þurftu að grafa með berum höndunum til að reyna að bjarga ættingjum og vinum í rústunum. Íbúarnir fylltust reiði og örvæntingu. „Við lifðum jarðskjálftann af en núna áttum við okkur á því að við munum deyja úr hungri og kulda,“ sagði Mahammad Zaheer, íbúi bæj- arins Balakot. Hernum tókst í gær að opna fjallvegi að Muzaffarabad og Balakot, en þeir lokuðust í skriðum sem féllu þegar skjálftinn reið yfir. Her Pakistans þurfti að notast við þyrlur til að flytja matvæli, drykkjarvatn og lyf til bæja og þorpa sem voru enn einangruð. Brutust inn í verslanir Fréttamaður AP sá kaupmenn berjast við menn sem brutust inn í verslanir þeirra í Muzaffarabad vegna skorts á matvælum og drykkjarvatni. Þeir börðust með lurkum og köstuðu grjóti. Nokkrir særðust á höfði. Eng- inn lögreglumaður var á svæðinu. Íbúar Muzaffarabad sögðu að einnig hefði verið brotist inn í mannlaus íbúðarhús og bensínstöðvar. Íbúar borgarinnar eru um 600.000 og talið er að minnst 11.000 hafi farist í landskjálftanum. Fréttamaður AFP sá örvæntingarfulla borgarbúa láta greipar sópa um herflutn- ingabíla sem fluttu matvæli, drykkjarvatn, tjöld, teppi og lyf til borgarinnar. Aðrir réðust inn í bensínstöð til að verða sér úti um elds- neyti til kyndingar og matseldar. „Hér eru engin matvæli, hvar fáum við hjálp, hvert eigum við að fara?“ hrópaði fólk sem ekki hafði fengið neina aðstoð um tveimur sólarhringum eftir hamfarirnar. Varað við sjúkdómum Um 2.000 manns hnipruðu sig saman við bálkesti undir berum himni á knattspyrnuvelli á lóð háskóla Muzaffarabad. Flestar bygging- arnar á háskólalóðinni hrundu og óttast var að hundruð líka væru í rústum þeirra. Hermenn notuðu skóflur og járnkarla til að grafa í rúst- irnar. „Ég tel ekki að nokkur sé á lífi í þessari hrúgu,“ sagði einn björgunarmannanna. „Við höfum þó ekki misst alla von.“ Fimmtugur íbúi Muzaffarabad, Mohammed Ullah Khan, sagðist ekki hafa borðað annað en örfáar kexkökur sem björgunarmenn hefðu rétt honum. Eiginkona hans, sem fótbrotnaði, lá við hlið hans, dúðuð í teppum. Þriggja hæða hús þeirra hrundi í skjálft- anum. Tíu manna fjölskylda þeirra lifði ham- farirnar af vegna þess að hún var öll stödd á efstu hæðinni sem hrundi í heilu lagi. „Börnin mín eru nú uppi á brekku, undir berum himni, án nokkurs matar,“ sagði hann. Þáðu aðstoð Indverja Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði að jarðskjálftinn væri hinn mannskæðasti í sögu landsins og óskaði eftir aðstoð erlendra ríkja. Hann sagði að einkum væri þörf fyrir þyrlur til að flytja hjálpargögn til þorpanna sem urðu verst úti, en flest þeirra eru um 3.300 metra yfir sjávarmáli. Bandaríkjastjórn sendi þegar í stað átta herþyrlur frá Afganistan til að taka þátt í björgunarstarfinu og tvær bandarískar flutn- ingavélar fluttu tjöld, teppi og önnur hjálp- argögn á hamfarasvæðin. Stjórnvöld í Afgan- istan sögðust ætla að senda þangað fjórar herþyrlur, lækna og þrjú tonn af lyfjum. Fjölmörg ríki buðu Pakistönum aðstoð vegna hamfaranna. Indversk stjórnvöld sögðu að Pakistanar hefðu þegið boð þeirra um að- stoð og sögðust ætla að senda 25 tonn af hjálp- argögnum á hamfarasvæðin. Indland og Pak- istan hafa þrisvar sinnum háð stríð frá því að löndin fengu sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947, þar af tvisvar vegna deilu þeirra um Kasmír. AP Fólk sem lifði af jarðskjálftann á laugardag safnaðist saman á íþróttavelli í Muzaffarabad, helstu borg pakistanska hluta Kasmír. Heil kynslóð hvarf Mörg þúsund börn á meðal þeirra sem létu lífið í landskjálftanum í Pakistan  Matvælaskortur í þorpum sem einangruðust í hamförunum Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Við lifðum jarðskjálftann afen núna áttum við okkur á því að við munum deyja úr hungri og kulda.‘ Reuters Íbúar bæjarins Balakot í Pakistan standa á rústum byggingar sem eyðilagðist í skjálftanum. Stokkhólmur. AP. | Ísraelinn Robert J. Aumann og Bandaríkjamaðurinn Thomas C. Schelling fengu í gær Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir leikjakenningar sínar en þær eru notaðar við að skýra og greina sviptingar í stjórn- og efna- hagsmálum, allt frá vopna- kapphlaupi til verðstríðs. „Hvers vegna lánast sumum einstaklingum, samtökum og ríkjum að vinna saman á sama tíma og átök og eilífar væringar ein- kenna samskipti annarra?“ er spurning, sem varpað er fram í tilkynningu Nóbels- nefndarinnar en þeim Aum- ann og Schelling er þakkað að hafa „aukið skilning okk- ar á átökum og samvinnu með leikjakenningum sín- um“. Segir Nóbelsnefndin einnig, að leikjakenningarn- ar hafi skýrt út tilveru- grundvöll margra stofnana, stéttarfélaga, glæpasam- taka, viðræðna um kaup og kjör og alþjóðlegra við- skiptasamninga svo nokkuð sé nefnt. Schelling, sem 84 ára að aldri, er prófessor í hagfræði við Maryland-háskóla og heiðurspró- fessor við Harvard. Aumann, sem er 75 ára, er fæddur í Frank- furt í Þýskalandi en hefur nú ísraelskan og bandarískan ríkisborgararétt. Er hann pró- fessor við Jerúsalem-háskóla. Verðlaun fyrir leikjakenningar Robert J. Aumann Thomas C. Schelling ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.