Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES SLIPPURINN Akureyri ehf. hefur gert samning við skiptastjóra þrota- bús Slippstöðvarinnar um leigu á húsnæði, vélum og tækjum og yfir- tekið leigusamning Slippstöðvarinn- ar á upptökumannvirkjum á athafna- svæðinu, sem eru í eigu Hafnasamlags Norðurlands. Um 45 fyrrum starfsmenn Slippstöðvarinn- ar hafa verið ráðnir til starfa hjá hin- um nýja rekstraraðila og hefja þeir störf strax í dag. Þetta er tæplega helmingur þeirra starfsmanna sem misstu vinnuna við gjaldþrot Slipp- stöðvarinnar fyrir rúmri viku. Það eru tveir fyrrum verkefnisstjórar Slippstöðvarinnar sem eru í forsvari hins nýja félags, þeir Anton Benja- mínsson, sem verður framkvæmda- stjóri, og Sigtryggur Guðlaugs, sem verður áfram verkefnisstjóri, en að baki þeim standa nokkrir einstak- lingar og fyrirtæki. Þeir félagar vildu ekki upplýsa að svo stöddu hversu mikið stofnhlutafé hins nýja félags er eða hverjir eru með þeim, þar sem hlutafjársöfnun standi enn yfir. Anton sagði að haldið yrði áfram með þau verkefni sem voru í gangi, sem eru um 10 talsins, bæði stór og smá. „Verkefnastaðan er sæmileg miðað við aðstæður en það er ljóst að við þurfum að fara strax í að sækja fleiri verkefni, svo hægt verði að fjölga starfsmönnum frekar.“ Þetta vikustopp hefur þýtt að við höfum misst góða menn Anton sagði að ekki hefði mátt líða lengri tími að starfsemin kæmist í gang aftur. „Þetta stopp í eina viku hefur orðið til þess að við höfum misst góða menn frá okkur. Það er vissulega eftirsjá í þeim en við hinir verðum bara að bretta upp ermar. Ef það hefði dregist lengur að koma starfseminni í gang hefði þetta félag ekki verið endurreist nema í mý- flugumynd. Það var því að hrökkva eða stökkva,“ sagði Anton. Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags málmiðnaðarmanna, sagðist fagna því sérstaklega að starfsemin skuli vera að hefjast á ný en harmaði það jafnframt hversu mjög það hefur dregist. „Það er alveg ljóst að ein- hverjir starfsmenn hafa þegar horfið til annarra starfa og það er slæmt fyrir slippstöðina. En betra er seint en aldrei og ég vonast til að þetta fari nú í gang með þessum mönnum og að það takist að ráða alla þá aftur sem þar vilja starfa,“ sagði Hákon. Eins og fram hefur komið stóðu yfir viðræður við félag í eigu KEA, Sjöfn eignarhaldsfélag og Sand- blástur og málmhúðun, um aðkomu að endurreisn Slippstöðvarinnar. Anton sagði að eftir að upp úr við- ræðum við þá aðila slitnaði um há- degi sl. laugardag, hefði verið leitað til þeirra. Frá þeim tíma hefði verið lítið um svefn hjá þeim félögum og púlsinn verið á hraða spretthlaup- ara. Fleiri aðilar höfðu sýnt því áhuga að koma að rekstrinum. Anton og Sigtryggur eru bjart- sýnir á framhaldið en sögðust gera sér grein fyrir því að þeir ættu erfitt verk fyrir höndum. „En við ætlum að láta þetta ganga hjá okkur.“ Anton sagði að starfsemi sem þessi væri nauðsynleg í bænum – ekki aðeins fyrir Slippinn, heldur einnig fyrir önnur þjónustufyrirtæki í bænum. Slippurinn Akureyri ehf. tekinn til starfa Mátti ekki dragast lengur að hefja starfsemi á ný Morgunblaðið/Kristján Bjartsýnir Anton Benjamínsson og Sigtryggur Guðlaugs. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að beina þeim tilmælum til stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. að hafin verði mark- viss og öflug kynning á undirbúningi, uppbyggingu og fyrirkomulagi förg- unar sorps á Eyjafjarðarsvæðinu, sem við taki þegar starfsleyfi urðun- arstaðarins á Glerárdal rennur út á miðju ári 2009. Þá leggur bæjarráð áherslu á að jafnframt verði efnt til enn frekari kynningar á tillögum þeim sem fram koma í drögum að Svæðisáætlun um meðhöndlun úr- gangs í Eyjafirði, sem allar sveitar- stjórnir á svæðinu hafa haft til um- fjöllunar að undanförnu. Bæjarráð telur að með þessu móti sé komið til móts við þær óskir sem fram hafa komið í þeim tilgangi að stuðla að sátt í málinu. Þá er bæjarráð þeirrar skoðunar að óskað verði eftir tímabundinni framlengingu starfs- leyfis fyrir urðunarstaðinn á Glerár- dal reynist það nauðsynlegt undir lok gildistíma núverandi leyfis enda sé þá framtíðarlausn í sjónmáli. Í bókun bæjarráðs kemur enn- fremur fram að í aðdraganda kosn- inga um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði hafi framtíðarfyrirkomulag sorpförgunar á svæðinu borið tölu- vert á góma svo og hugsanleg stað- setning framtíðar förgunarsvæðis. Var þess m.a. óskað að bæjaryfirvöld á Akureyri gæfu skuldbindandi yfir- lýsingu um áframhaldandi sorpurðun á Glerárdal næsta áratuginn. Fyrirkomulag sorp- förgunar verði kynnt KIRKJUGESTUM í Glerárkirkju gefst tækifæri til að kynnast því hvernig listamenn annarra þjóða sýna Krist og hvernig þeir mynd- gera frásagnir guðspjallanna af at- burðum í lífi hans, en sýningin Kristur um víða veröld var opnuð í kirkjunni á sunnudag, 9. október. „Eflaust geymum við öll í huga okkar ákveðna mynd af Kristi. Kannski er það ein af biblíumynd- unum frá því í sunnudagaskólanum, altaristaflan í kirkjunni okkar eða einhver enn önnur sem greypst hef- ur í hugann. Þetta á við um flest þau sem kynnst hafa kristinni trú, hvar sem er í heiminum,“ segir í frétt frá kirkjunni. Mynd fólks úr öðrum heimshlutum er þó ekki endilega sú sama og okkar og getur jafnvel verið mjög ólík. Sýningin sem mun standa í tvær vikur verður formlega opnuð að lokinni messu á sunnudag. Við það tækifæri mun Pétur Björgvin Þor- steinsson djákni flytja stutt erindi, flutt verður tónlist og boðið upp á molasopa. Kristur um víða veröld Afsögn hverfisnefndar | Á fundi stjórnsýslunefndar nýlega var tekið fyrir erindi frá hverf- isnefnd Oddeyrar þar sem nefndin segir af sér. Stjórnsýslunefnd samþykkti að taka erindisbréf hverfisnefnda til endurskoðunar. Jafnframt samþykkti nefndin að boða hverfisnefnd Oddeyrar til viðræðna á næsta fund stjórn- sýslunefndar. Barnamenningarhátíð | Á fundi menningarmálanefndar var tekið fyr- ir erindi frá Örnu Valsdóttur, þar sem hún hvetur nefndina til þess að skoða möguleikann á veglegri Barnamenn- ingarhátíð í tengslum við Listasumar 2006. Nefndin samþykkti að fela menningarfulltrúa að ræða við skóla- nefnd um samvinnu nefndanna við þetta verkefni og vinna að nánari út- færslu í samvinnu við bréfritara. Reykjanesbær | Sex metra langt hræ af hrefnutarfi rak að landi í Reykjanesbæ í gærmorgun og vakti það nokkurn forvitnibland- inn óhug hjá vegfarendum á Æg- isgötu í Reykjanesbæ þegar þeir rákust á hræið lónandi í fjöruborð- inu neðan við gömlu sundhöllina. Fréttavefur Víkurfrétta segir frá þessu, en samkvæmt frétt VF bar megn lýsislykt þess vitni að dýrið hafi flotið alllengi dautt í sjónum áður en það rak að landi. Mikill öldugangur var við sjávarsíðuna í gær og erfitt að nálgast dýrið, sem var nær óskaddað og í heilu lagi. Bergur Sigurðsson, starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að beðið yrði eftir því að sjógang- urinn minnkaði en þá myndu menn frá Hafrannsóknastofnun ákveða hvort tekin yrðu lífssýni úr dýrinu. Að því loknu kæmi það í hlut Nátt- úrufræðistofnunar að taka ákvörð- un um það hvort og hvernig hræinu yrði fargað.Viðmælendur Víkurfrétta segja að slíkur atburð- ur sé fátíður á þessu svæði sem vakti þó mikla athygli ferðamanna sem áttu þar leið um. Vegna mik- ils sjógangs lögðu hvalaskoð- unarskip ekki í ferðir frá Reykja- nesi í gær og létu ferðamennirnir sér því nægja að skoða hrefnuna þó svo að þeir hafi eflaust búist við því að sjá líflegra dýr í hvala- skoðun. Ljósmynd/Víkurfréttir Illa lyktandi hrefnu- hræ í fjöruborðinu Suðurnes | Sveitarstjórnarmenn í Garði og Sandgerði eru ánægðir með niðurstöður kosninga um sameiningu sveitarfélaga á Reykjanesi. Reynir Sveinsson, formaður nefnd- ar um sameiningu sveitarfélaganna þriggja og bæjarfulltrúi í Sandgerði, segir niðurstöðuna afar ánægjulega, enda hafi Sandgerðisbúar viljað halda sínu sjálfstæði. „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvað það var góð þátt- taka hjá okkur í Sandgerði og hvað af- staðan var eindregin,“ segir Reynir og bætir við að hér sé lýðræðið í hnot- skurn á ferð. „Ég býst ekki við að það verði reynt að setja lög til að sameina sveitarfélögin, því þá væri verið að traðka á lýðræðinu. Ég var líka mjög ánægður með niðurstöðuna í Garði, en þar bjuggumst við ekki við svona eindreginni afstöðu. Þó fannst mér á kjörsókn í Reykjanesbæ að sjá að áhugi þeirra fyrir sameiningu væri ekki mikill, fyrst þeir mættu ekki á kjörstað.“ Reynir segir samvinnu milli sveit- arfélaganna mjög góða eins og hún er, en vel megi vera að hún verði endur- skoðuð og reynt að bæta hana enn frekar. Vilja áframhaldandi sjálfstæði Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, tekur undir orð Reynis og seg- ir niðurstöðuna betri en hefði mátt búast við. „Þessi niðurstaða sýnir okkur það að Garðsbúar telja sínum hag betur borgið með því að vera sjálfstætt sveitarfélag áfram, heldur en að vera hverfi í Reykjanesbæ,“ segir Sigurður. „Þetta sýnir okkur líka það að við höfum haldið þannig á málum að fólk er ánægt og telur hag sínum betur borgið ef það getur valið sína eigin fulltrúa. Það má líka segja að þessi niðurstaða hafi eiginlega leg- ið í loftinu, því sameiningartillögurnar voru illa undirbúnar af hendi hins op- inbera. Í Garði var mjög hart að okk- ur sótt að við yrðum hluti af Reykja- nesbæ, en sem betur fer höfnuðu kjósendur þeim sjónarmiðum.“ Ánægja með niður- stöður kosningar Keflavík | Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 18% í september miðað við sama tíma í fyrra, úr tæpum 140 þúsund far- þegum árið 2004 í tæpa 165 þús- und farþega nú. Þetta segir á vef flugstöðvarinnar, www.airport.is. Farþegum til og frá Íslandi fjölgar um 19% milli ára og far- þegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um tæp 15%. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar fjölgað um 11% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2004, eða úr rúmlega 1.307 þúsund farþegum í rétt tæplega 1.451 þúsund farþega. Farþegum um Leifsstöð fjölgar ört Grindavík | Bæjarráð Grinda- víkur samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu S- og D- lista um lækkun fasteigna- gjalda frá og með næstu ára- mótum. Kom tillagan fram í kjölfar tillögu minnihluta B- lista um niðurgreiðslu skóla- máltíða í Grunnskólanum í þeim tilgangi að auka nýtingu á skólamáltíðum sem í boði eru. Sögðu fulltrúar Fram- sóknarflokks í bæjarráði fáa nýta sér skólamáltíðarnar sök- um þess að kostnaðurinn sé of mikill og fleiri foreldrar myndu bjóða börnum sínum upp á heitan mat í skólanum ef maturinn kostaði minna. Í bókun framsóknarmanna kom fram að lækkun á fasteigna- gjöldum nái ekki til fólks sem býr í leiguhúsnæði og hefur að jafnaði lökust kjörin. Meiri- hluti Samfylkingar og sjálf- stæðismanna taldi það þjóna fleiri bæjarbúum að lækka fasteignagjöldin heldur en að niðurgreiða skólamat fyrir fá- mennan hóp foreldra. Fasteigna- gjöld lækki í Grindavík Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.