Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 21 DAGLEGT LÍF Svíar nota hefðbundinn póstmikið og þ.a.l. handfjatlaþeir frímerki oft. Ófáþeirra eru eftir hönnun Ís- lendingsins Ólafar Baldursdóttur sem hefur búið í Svíþjóð frá árinu 1984 og starfað sem grafískur hönnuður. Alls hefur Ólöf hannað fimmtán frímerkjaútgáfur fyrir Sænska póstinn og komið að hönnun eða frágangi sextán til viðbótar. Sam- tals eru frímerkin sem Ólöf hefur hannað eða komið að frá árinu 1991, 135 talsins og notuð í fimm löndum, Íslandi, Svíþjóð, Singapúr, Bandaríkjunum og Sviss. Auk frí- merkjahönnunarinnar hefur Ólöf hannað vörumerki, veggspjöld og umbúðir. Nú stendur yfir sýning í Íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi á broti af því sem Ólöf hefur skapað á ferli sínum. Vigdís Finnbogadóttir opn- aði sýninguna sem haldin er í tengslum við hönnunarárið 2005 og var opnuð í tengslum við íslenska menningarhátíð í Stokkhólmi fyrir skömmu. Það var vel við hæfi að Vigdís opnaði sýninguna því fyrsta merkið sem Ólöf hannaði var hið vel þekkta merki Leikfélags Reykjavíkur, en Vigdís var leik- hússtjóri þegar merkið var tekið í notkun. Hún sagði við opnunina að merkið hefði strax talað til þeirra sem sáu það og enginn vafi hefði leikið á að það skyldi valið sem ein- kennismerki Leikfélagsins. Merkið var lokaverkefni Ólafar við Myndlista- og handíðaskólann árið 1971 og fyrsta lógóið sem hún að vinna að hverju sinni. Síðast vann hún að hönnun vörumerkis og auglýsinga fyrir fyrirtækið Bio- Hygien sem framleiðir lífræn hreinsiefni. Merki fyrirtækisins á að tákna endurvinnslu og hringrás og er sótt til indíánamenningar og frumefnanna fjögurra: jarðar, lofts, elds og vatns. „Með lógói er maður að reyna að klæða fyrirtækið í ein- faldan búning því ein mynd segir meira en þúsund orð eins og við vitum,“ segir Ólöf um vinnu sína. Hún er einnig ánægð með vinnu sína fyrir íslenska sendiráðið þar sem hún hefur hannað veggspjöld og merki fyrir ýmsa viðburði eins og t.d. mjög vel heppnaðan Íslands- dag sem haldinn var í Stokkhólmi árið 2002 og Íslenska hönn- unarveislu á hönnunarárinu 2005. Ólöf fór í framhaldsnám til Gautaborgar 1972–1973 og kynntist þar manni sínum, Gústaf Adolf Skúlasyni. Þau fluttu til Íslands eftir námið en langaði bæði að prófa að búa aftur í Svíþjóð. „Við ákváðum því að fara í sumarfrí til Svíþjóðar. Það var árið 1984 og við höfum búið hér síðan,“ segir Ólöf sposk á svip. Nóbelsverðlaun, fiðrildi og skellinöðrur Frá árinu 1989 hefur hún rekið fyrirtækið 99design ásamt Gústaf. Fyrirtækið sinnir hvers konar graf- ískri hönnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem Ólöf hannar en Gústaf sér um pappírsvinnu og samskipti við viðskiptavini. Fyrirtækið er m.a. verktaki hjá Sænska póstinum og meðal verk- efna hafa verið hönnun og útgáfa á frímerkjum í tilefni af aldarafmæli Nóbelsverðlaunanna, hönnun á frí- merkjum þar sem fiðrildi flögra um allt og nýjasta útgáfan þar sem skellinöðrur eru í aðalhlutverki.  HÖNNUÐUR | Frímerkjahönnun Ólafar Baldursdóttur er að finna í þremur heimsálfum Ein mynd segir meira en þúsund orð Ljósmynd/Gústaf Adolf Ólafsson Nóbelsfrímerkin og lógó sem Ólöf hefur hannað. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is seldi. Eftir útskrift hóf Ólöf störf hjá AUK, Auglýsingastofu Krist- ínar Þorkelsdóttur og vann þar til ársins 1976. Ánægðust með það sem hún fæst við hverju sinni Ólöf er alltaf ánægð með leik- félagsmerkið en segist þó alltaf vera ánægðust með það sem hún er Ólöf Baldursdóttir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og Britt-Inger Hahne, yfirmanni Frímerkjadeildar sænska póstsins. KULDABOLI á það til að blása ansi skart á landann yfir haust og vetr- armánuðina. Þá er gott að eiga góð- an trefil, húfu og vettlinga til að verjast honum. Í könnunarleiðangri um verslanavíðáttur höfuðborgar- innar kom í ljós að það virðist flest vera í tísku þegar kemur að því að velja sér skjólgóða fylgihluti. Treflarnir eru þó yfirleitt langir og þykkir, en ýmist með kögri og dúskum, einlitir eða röndóttir. Sjöl um hálsinn eru ennþá í tísku og loð- inn skinnfeldur þykir alltaf flottur. Fátt þykir síðan meira töff en að ganga með höfuðfat og er mikið úr- val af þeim í flestum fataversl- unum. Hinar klassísku prjónahúfur ganga alltaf enda verja þær höfuðið vel fyrir kuldanum. Hattar úr skinni eða ull eru líka mikið að koma inn og loðnu rússahúfurnar, sem hafa verið í tísku lengi, eru ennþá heitar í vetur. Dömulegir leðurhanskar, í mörgum litum, eiga heið- urinn að því að þykja flott- astir um þessar mundir. Allskonar ullarvett- lingar, einlitir eða með íslensku prjóna- mynstri, eru líka alltaf móðins. Auk þess sem lúffur úr skinni sjást mikið. Flestir ættu að tolla í tískunni í vetur því það virðist sem allt sé leyfilegt í treflum, húfum og vett- lingum.  TÍSKA | Treflar, hattar og hanskar í haust Langir og loðnir með dúskum og dúllum Þessi fína haustlega húfa fæst í Handprjónasambandi Íslands á Skólavörðustíg. Hún er eins og hetta í laginu og er með áföstum trefli sem hægt er að vefja um hálsinn eða láta lafa niður. Í Centrum í Kringlunni fást þessir litskrúðugu trefl- ar sem efalítið verja vel gegn kuldanum. Íslenska ullin stendur alltaf fyrir sínu og er í tísku nú sem áður. Hjá Handprjónasambandi Íslands á Skólavörðustíg fæst mikið af flottum prjónaflíkum sem hver og einn getur klæðst með stolti. Sönn dama gæti strunsað stolt um miðbæinn með þennan hefðarkonuhatt á hausnum og minkaskinnið um hálsinn. Þetta fæst í Spútnik í Kringlunni. Tilvalið í snjókastið. Loðhúfan, vettlingarnir og tref- illinn eru frá Debenhams í Smáralind. Mikið úrval af dömu- legum leðurhönskum í skemmtilegum litum fæst í Centrum í Kringlunni. Þessir eru grænir og glæsilegir. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.