Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MARGAR hugmyndir hafa komið fram um framtíðarskipulag borg- arinnar í aðdraganda kosninga í Reykjavík. Það virðist sem lausnir á núverandi vandamálum séu ekki of- arlega á baugi hjá frambjóðendum þótt víða kreppi skórinn alvarlega að. Eitt af stærstu vandamálum sem bú- ið hefur verið til í Reykjavík er í Hlíðahverfi þar sem Hlíðunum hefur verið skipt upp í þrjár eyjar sundurskornar af belj- andi straumi stofn- brauta. Hlíðahverfið byggja um 5.700 manns samkvæmt skipulagssjá Reykjavíkurborgar, en hins vegar er hverfið eins og tættur eyjaklasi sem er engan veginn í stakk búinn til að veita íbúum sínum fullnægj- andi þjónustu með greiðu aðgengi. Dag hvern fara 43.000 bifreiðar eftir Miklubrautinni í gegnum hverfið. Bifreiðar sem eiga það eina erindi í hverfið að komast sem fyrst út úr því aftur. Með nýlegum breytingum á gatna- mótum Kringlumýrar- og Miklu- brautar var afkastageta gatnamót- anna aukin umtalsvert. Á sama tíma er ný Hringbraut tekin í notkun til að auka umferðarstreymi austur eft- ir borginni. En við að leysa þau vandamál sem þessum tveimur stóru framkvæmdum var ætlað að leysa, var búið til nýtt vandamál og það sýnu verra. Flöskuhálsinn var fluttur um set að gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Þau gatnamót anna engan veginn þeim umferðarþunga sem nú er beint á þau og á álags- tímum í eftirmiðdaginn nær röð um- ferðar á leið austur Miklubraut alla leið vestur á Hringbraut. Á morgn- ana er samfelld röð bíla í vesturátt alla leið austur fyrir gatnamót Kringlumýrarbrautar. Þeir 43.000 bílar sem fara um þessi gatnamót á hverjum degi eiga fæstir erindi í Hlíðarnar. Þeirra hagur er að kom- ast sem hraðast í gegnum hverfið í átt að mið- og vesturbæ. Þessi gatna- mót hindra þá í þeirri ætlan sinni. Á sama tíma eru það þessir 43.000 bílar sem kljúfa þetta gamalgróna og vinsæla hverfi í tvennt með því að mynda óbrúanlegt stórfljót umferðar með tilheyrandi hættum. Þeir sem búa norðan Miklu- brautar þurfa að sækja þjónustu suður fyrir þetta stórfljót. Dæmi um það er heilsugæsla sem er sunnan megin Miklubrautar. Börn úr norðurhluta sem vilja stunda íþróttir hjá hverfisfélaginu þurfa að fara yfir þessa miklu umferðargötu, auk þess að þurfa að glíma við Bústaðaveginn og skiljanlega hika for- eldrar við að hleypa þeim einum af stað þegar þeim mæt- ir slíkur hafsjór af bifreiðum. Í ný- legum og virðingarverðum tillögum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um nýt- ingu Miklatúns vantar að leysa það vandamál sem felst í aðgengi að Miklatúni. Íbúar Hlíðahverfis eiga í vandræðum með að nýta sér Mikla- tún því það er hreinlega ekki að- gengilegt fyrir þá. Og ekkert foreldri sendir börnin sín ein út í þá umferð sem nú sker hverfið í sundur. Það bíða 5.700 manns eftir að geta nýtt sér þetta gamalgróna útivistarsvæði og þeim er haldið frá því af stór- fljótinu Miklubraut. Á sama tíma er hávaði við götuna kominn yfir 70 db við bestu skilyrði og mengun fer oft á vetri yfir heilsu- farsmörk. Það er því ljóst að lausn á þessu stóra vandamáli samgangna í Reykjavík er orðin mjög aðkallandi. Og lausnin á þessum vandamálum Hlíðahverfisins er í raun mjög ein- föld. Hún er sú að setja Miklubraut- ina frá Kringlunni og vestur á Hring- braut í yfirbyggðan stokk með tveim akreinum í hvora átt. Þeir 43.000 bílar sem liggur á að komast í gegn- um hverfið kæmust þannig óhindrað í gegn, öllum bílstjórum til mikillar ánægju. Og Hlíðarnar yrðu samein- aðar á ný í eitt heildstætt hverfi þar sem ofan á Miklubrautinni væri orð- in til lítil vistgata sem strætisvagnar ættu greiða leið um. Síðan er auka- bónus því það myndu skapast dýr- mætar lóðir ofanjarðar, þar sem þetta plássfreka stórfljót væri ekki lengur til staðar, og þannig mætti mæta kröfum um þéttingu byggðar með byggingu fleiri íbúða í nálægð við miðbæinn. Kostnaður af þessari aðgerð væri óverulegur og sjálfsagt innan við helmingur af kostnaði við nýlega samþykkt Héðinsfjarðargöng. Það er kominn tími til að sameina Hlíðarnar. Á vefnum www.hlid- ar.com er komin í gang undir- skriftasöfnun við áskorun á borg- arfulltrúa, borgaryfirvöld og þingmenn Reykjavíkur að setja þetta mál efst á dagskrána og sjá til þess að það komist inn á samgönguáætlun sem allra fyrst. Það eru margar aðr- ar framkvæmdir sem ættu að víkja fyrir þessari, því ávinningurinn er svo augljós: heilsteypt 5.700 íbúa hverfi, meira en 43.000 ánægðir bíl- stjórar og svo er endurreisn Mikla- túns aukreitis. Auk þess verður óþol- andi hávaðamengun tamin og möguleikar opnast á að kljást við al- varlega loftmengun. Og láti maður sig dreyma um betri framtíð mynd- ast pláss til uppbyggingar sjálfsagðr- ar hverfisþjónustu eins og viðunandi heilsugæslustöðvar, sundlaugar, bókasafns og annars sem telst sjálf- sagður hlutur í flestum hverfum borgarinnar í dag. Sameinum Hlíðarnar Hilmar Sigurðsson fjallar um skipulagsmál ’Það er kominn tími tilað sameina Hlíðarnar.‘ Hilmar Sigurðsson Höfundur er íbúi í Hlíðahverfi og einn af forsvarsmönnum www.hlidar.com. Grein þessi birtist í blaðinu sl. laugardag. Vegna mistaka við vinnslu er hún endurbirt. MIKIL umræða hefur átt sér stað hvort í fyrsta lagi skuli flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og ef sú verður raunin þá hvert skuli flytja hann. Raddir þeirra sem álíta að innan- landsflugið skuli flutt til Keflavíkur hafa orðið æ háværari að undanförnu. Áður en hægt er að mynda sér raunhæfa skoðun í svo stóru máli hvað þá að taka ákvörðun þarf að skoða hverjir það eru sem nota innanlands- flugið einna mest og hversu hátt hlutfall notendanna til dæmis býr á landsbyggðinni. Meðal annarra hluta sem þarfnast athugunar er hversu margir af landsbyggð- arnotendum innanlandsflugsins eru til dæmis á leið sinni til út- landa. Gefið að þetta hlutfall sé hátt kemur upp sú spurning hvort hægt verði að skipuleggja tengingar milli innanlandsflugs- ins og millilandaflugsins með þeim hætti að samfella geti orðið á flugáætlun flestra þessara far- þega. Ef farþegarnir sem eru að koma úr innanlandsfluginu kom- ast ekki leiðar sinnar samdægurs er ekki séð að mikil hagræðing sé fyrir þá að hafa innanlandsflugið í Keflavík. Annar hópur Íslendinga nýtir innanlandsflugið með þeim hætti að flogið er á áfangastað, erind- um sinnt og komið til baka sam- dægurs. Þessi hópur er ef til vill ekki stór en þetta eru þó fastir notendur þessarar flugþjónustu árið um kring. Það skyldi engan undra þótt þessum notendum fyndist það vera sér óhagstætt ef innan- landsflugið flyttist til Keflavíkur. Sú óánægja væri best skilin í ljósi þess hversu langur að- dragandi er yfirleitt að flugi frá landinu þ.e. millilandaflugi en flestir Íslendingar hafa jú reynslu af því. Þeir sem vilja hafa vaðið fyr- ir neðan sig hvað varðar umferð og biðraðir á Leifsstöð leggja jafnvel af stað allt að þremur tímum fyrir áætlaða brottför. Þeim sem fara fram og til baka innanlands á einum og sama deg- inum gæti því þótt ferðalagið býsna þungt í vöfum væri innan- landsflugið staðsett í Keflavík. Önnur gild sjónarmið í málinu hafa að undanförnu verið að líta dagsins ljós. Það eru sjónarmið þeirra sem koma með einum eða öðrum hætti að sjúkraflugi frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Þessir aðilar benda á mikilvægi þess að staðsetning innanlands- flugsins sé sem næst sjúkra- húsum borgarinnar enda geta mínútur skipt máli þegar um bráðatilvik er að ræða. Til að hugmyndin um staðsetn- ingu innanlandsflugsins í Keflavík geti orðið aðlaðandi þyrfti að huga að mörgum þáttum. Fyrst skal nefna samgöngur því ef vel á að vera þarf leiðin frá Reykjavík til Leifsstöðvar helst að vera eins konar „skottúr“. Einnig þyrfti að skoða hvaða áhrif þessi aukna flugumferð frá Leifsstöð hefði á aðgengi að flugstöðinni sjálfri, bílastæðum í grenndinni og hvort gera þurfi einhverjar umfangs- miklar umbætur til þess að við- halda skilvirkni í allri þjónustu sem fylgir auknum flugsam- göngum á þessu svæði. Eins og sakir standa skortir upplýsingar frá þorra lands- manna um hvort þeir telji að inn- anlandsflugið sé betur komið í Reykjavík eða hvort vel megi una við þá hugmynd að staðsetning þess verði í Keflavík. Til að svo stór ákvörðun geti orðið farsæl fyrir alla landsmenn þurfa hags- munir og þarfir meirihlutans að ráða. Flugvöllurinn – hvert skal hann fluttur? Kolbrún Baldursdóttir fjallar um Reykjavíkurflugvöll ’Meðal annars sem þarfað athuga er hve margir af landsbyggðarnot- endum innanlandsflugs- ins eru til dæmis á leið til útlanda.‘ Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á NÝAFSTÖÐNU þingi Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna var sam- þykkt ályktun þess efnis að flytja innan- landsflugið til Kefla- víkur. Þetta kom mér skemmtilega á óvart í ljósi þess að á slíku þingi eru ungir sjálf- stæðismenn af öllu landinu samankomnir til að ráða ráðum sín- um og leggja fram baráttumál sín til næstu tveggja ára. Málefnaleg ályktun Í ályktun SUS þingsins segir orðrétt: „Mikilvægt er fyrir framtíð og skipulag höfuðborgarinnar að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni og starfsemi hans verði flutt til Keflavík- urflugvallar enda verði ferðatími milli flugvallarins og höfuðborgarinnar styttur með viðeigandi fram- kvæmdum. Með auknum kostnaði ís- lenska ríkisins við rekstur Keflavík- urflugvallar skapast augljós hagræðing við rekstur eins flug- vallar í stað tveggja nú.“ Eins og svo oft áður er ég hjartanlega sammála ungum sjálfstæðismönnum og vona að SUS leggi sig fram við að vinna þessu baráttumáli brautargengi. Nýverið samþykkti aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík jafnframt ályktun þess efnis að flytja beri innanlands- flugið til Keflavíkur. Á fundinum voru á annað þúsund félagsmenn samankomnir. Hátt ber að stefna Næstu helgi verður Landsfundur Sjálfstæð- isflokksins haldinn und- ir yfirskriftinni „Hátt ber að stefna“. Ég vona að landsfundarfulltrúar feti í fótspor ungs sjálf- stæðisfólks sem oft hef- ur verið nefnt samviska flokksins. Þau hafa lagt mikla vinnu í að skoða kosti og galla þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og trúi ég ekki öðru en að lands- fundarfulltrúar álykti að þjóðarsátt megi nást um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur. Stefnum hátt og látum skynsemina ráða. Ungir sjálfstæðis- menn styðja Keflavík- urvalkostinn Viktor B. Kjartansson fjallar um innanlandsflug Viktor B. Kjartansson ’… að lands-fundarfulltrúar álykti að þjóðar- sátt megi nást um flutning inn- anlandsflugsins til Keflavíkur.‘ Höfundur er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og varaformaður áhugafélags um flutning innanlandsflugsins til Kefla- víkurflugvallar. FYRIR þrjátíu árum þegar ís- lenskar konur sýndu baráttuþrek sitt og samstöðu í verki með því að leggja niður vinnu og skunda á baráttufund voru lítið ræddar verstu birt- ingamyndir kynjamismunar. Það var ekki fyrr en árið 1982 sem staðfest var með rannsókn, það sem allt of margar konur vissu þá þegar, að heimilis- ofbeldi er staðreynd hér á landi og meira að segja útbreitt þjóð- félagsmein. Í kjölfarið voru Samtök um kvennaathvarf stofnuð og Kvennaathvarfið opnað. Átta árum síðar voru Stígamót form- lega opnuð. Á þessum árum sem liðin eru hafa þúsundir kvenna sótt stuðning til Stígamóta og Kvennaathvarfsins og sögur þeirra og lífs- reynsla mynda gríð- arlega þekkingu á fyr- irbærinu kynbundið ofbeldi. Það er eitt helsta hlutverk félagasamtaka sem beita sér gegn kynbundnu of- beldi að koma á framfæri þessari þekkingu og leggja fram tillögur til úrbóta. Helsta baráttumála kvennahreyf- ingarinnar um þessar mundir er að fá viðurkenningu á því að kynbundið of- beldi teljist glæpur hér á landi. Lögin okkar ganga út frá veruleika karla enda skrifuð að stærstum hluta af körlum og reynsluheimur kvenna þar fjarlægur. Dæmi um þetta er löggjöf í nauðgunarmálum; þar skiptir verkn- aðurinn meira máli en afleiðingarnar. Gerður er greinamunur á ástandi fórnarlambsins en ekki hvaða afleið- ingar nauðgun hefur fyrir, í flestum tilvikum, konur. Vissulega höfum við lög um nálgunarbann en það þykir svo mikil skerðing á athafnafrelsi ein- staklinga að neita þeim um að um- gangast þá sem vilja ekkert með þá hafa, að ákvæðinu er beitt einungis í undantekningartilvikum. Þannig er frelsi ofbeldismanns, oftast karls, sett hærra en frelsi þolanda, oftast konu. Annað skýrt dæmi eru lögin um vændi. Kvennasamtök hafa verið ötul að benda á að vændi er ofbeldi, enda höfum við því miður reynslu fjölda kvenna sem staðfestir það. Ofbeldismennirnir eru þá karlar sem kaupa sér konur (oft- ast) en réttur karla til að beita ofbeldi er í ís- lenskri löggjöf ofar en réttur kvenna til að vera lausar við ofbeldi. Síðustu áratugina hefur því miður lítið gerst í lagasetningu til að vernda konur frá of- beldi. Nú eru almennu hegningarlögin til end- urskoðunar og það er vonandi að reynslu- heimur kvenna rati þar inn. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sam- ráð og taka mark á til- lögum félagasamtaka sem hafa þekkinguna og reynsluna til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Að vera laus við ofbeldi hljóta að vera mannréttindi, eða réttara sagt kven- réttindi. Skylda yfirvalda til að vernda konur gegn ofbeldi hlýtur að vera forgangsatriði. Þess vegna er ekki aðeins nóg að viðurkenna og berjast gegn kynbundnu ofbeldi í lög- um heldur þarf að hnykkja á þessu í stjórnarskránni. Þannig er skylda ríkisins viðurkennd og send skýr skilaboð um að konur búi við sömu mannréttindi og karlar – kvenrétt- indi. Það er krafa kvenna baráttuárið 2005 að okkur sé gert jafn hátt undir höfði í íslenskri löggjöf og körlum, og að öryggi okkar sé tryggt. Það hljóta að teljast sanngjarnar kröfur. Krafan um öryggi og kvenréttindi Eftir Drífu Snædal Drífa Snædal ’Að vera lausvið ofbeldi hljóta að vera mann- réttindi …‘ Höfundur er fræðslu- og framkvæmda- stýra Samtaka um kvennaathvarf. Kvennafrídagurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.