Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 25 UMRÆÐAN „Besta fáanlega tækni - Varnir gegn mengun“ Fyrirlestur hjá Umhverfisstofnun í dag, þriðjudaginn 11. október, kl. 15-16 Aðgangur ókeypis. Fyrirlesari: Stefán Einarsson, fagstjóri á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur þar sem fram kemur að börn í 6.–10. bekk sem búa í tveggja kílómetra fjarlægð frá sínum hverfisskóla skuli fá strætisvagnamiða á leið í skóla. Senda fræðsluyfirvöld skól- um lista yfir þær götur sem falla innan tilsettra marka. Þannig má sem dæmi nefna að nem- endur í 8.–10. bekk í Hagaskóla sem búa á Vesturgötu, Skerja- firði og í miðbænum ná ekki tilskildum kílómetrafjölda frá skóla og fá því ekki lengur úthlutað miða í strætisvagna. Borg- arfyrirvöld hafa rætt um mikilvægi þess að íbúar borgarinnar noti almennings- vagna og ekki síst reiðhjólið. Það er sjálfsagt að hvetja fólk til að nota hvorttveggja, en við þurfum að auðvelda fjölskyldum og ungu fólki að nota almenn- ingsvagna. Leiðin til þess er ekki að skapa ósveigjanlegt kerfi og óánægju meðal íbúa og ekki síst barna og unglinga með nýtt út- hlutunarkerfi. Gera má ráð fyrir að þeir ung- lingar sem ekki fá lengur miða í strætisvagna fái m.a. far með for- eldrum sínum á morgnana í bíl. Sú breyting hefur þær afleiðingar að meiri bílaumferð skapast við skólana með tilheyrandi mengun og þrengslum. Sú þróun er síst í takt við þá vitundarvakningu sem Reykjavíkurborg hyggst hrinda af stað fram á næsta vor þar sem áhersla er m.a. lögð á að sporna gegn neikvæðum áhrifum sam- gangna s.s. loftmengun, hávaða og áhrifum á heilsu. Auðvitað hvetjum við ung- lingana til að fara á hjóli í skól- ann en fæst börn ná að hjóla þessa vegalengd á íslenskum vetrarmorgnum. Þá liggja margir hjólastíganna við strandlengjuna sem auðveldar ekki börnum leið að skóla. Nú hefur komið fram hjá Reykjavíkurborg að 62% ökuferða í borg- inni séu undir þremur kílómetrum og þriðj- ungur ferða undir ein- um kílómetra. Hér eru um 620 bílar á hverja þúsund íbúa, sem er hærra hlutfall en í öðrum evrópskum borgum. Má því ætla að margir kaupi sér bíl og fari á honum aðeins stuttar vega- lengdir. Þessi þróun flyst á auðveldan hátt til þeirra ungmenna sem fá bílpróf 17 ára og vilja kaupa bíl hið fyrsta. Þess vegna þurfum við að leita allra leiða til þess að auðvelda börnum og unglingum að nota al- menningsvagna og reyna þannig að venja þau við þessa leið samgangna. Reykjavíkurborg þarf að hvetja ungt fólk til þess að nota strætisvagna en það er ekki gert með því að kynna ósveigjanlegt úthlut- unarkerfi. Verum sveigjanleg og sanngjörn gagnvart ungu fólki. Það kann að vera verðugt verk- efni að útdeila ókeypis stræt- isvagnamiðum til alls ungs fólk í Reykjavík yfir nokkurra mánaða tímabil og meta áhrifin af því. Kann að vera að umferðaröng- þveitið við skólana minnki, að bílaumferð dragist saman, að unga fólkið noti meira strætó og venji sig við almenningsvagna? Allavega skulum við ekki bjóða upp á ósveigjanlegt úthlut- unarkerfi. Úthlutunar- kerfi fyrir börn og unglinga Sif Sigfúsdóttir fjallar um almenningssamgöngur Sif Sigfúsdóttir ’Reykjavíkur-borg þarf að hvetja ungt fólk til þess að nota strætisvagna en það er ekki gert með því að kynna ósveigj- anlegt úthlut- unarkerfi.‘ Höfundur er MA í mannauðsstjórnun og gefur kost á sér í 5.–7. sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna til borg- arstjórnarkosninga. Prófkjör Í FLJÓTU bragði verður ekki séð að umræður og skrif stjórn- málamanna í aðdraganda samein- ingarkosninga hafi gefið neinar vísbendingar um það hvert lokatakmark stjórnvalda er varð- andi skiptingu lands- ins í sveitarfélög eða hvert hlutverk þeirra skuli vera í framtíð- inni. Kosningaþátttaka og úrslit í einstökum sveitarfélögum vitna einnig um þá óvissu sem virðist fram- undan í þessum mál- um. Því vil ég beina eft- irfarandi spurningum til þeirra sem kunna svör við þeim: Hversu hátt hlutfall skatttekna og opinberra umsvifa er fyr- irhugað að verði í höndum: sveit- arfélaga, ríkissjóðs? Hefur það verið skoðað sér- staklega hvernig byggð dreifist um landið í ljósi þess að hvert ein- stakt byggðarlag geti sem best nálgast nauðsynlega opinbera þjónustu. Hefur verið hugað að því hvernig hentugast væri að skipta öllu landinu niður í sveitarfélög svo að sveitarstjórnarstigið geti sem best staðist þær kröfur sem gerðar verða til þeirra samkvæmt væntanlegu svari við spurningu 1a? Er óhjákvæmilegt að öll sveit- arfélög í landinu gegni sömu skyldum og hafi sömu réttindi, burtséð frá byggða- samsetningu og fólks- fjölda? Hafa aðrir kostir verið skoðaðir í því efni? Ef svo er, hver varð niður- staðan? Þurfa ný sveit- arfélög nauðsynlega að taka við öllum eignum og skuldum núverandi sveitarfé- laga? Er útilokað að smærri og afskekkt- ari byggðakjarnar njóti sérstöðu og vissrar sjálf- stjórnar í eigin málum eftir að nýrri skipan verður komið á? Hefur verið kannað sérstaklega hvers vegna nágrannaþjóðir hafa farið hina svokölluðu lögþving- unarleið við nýja skiptingu landa þeirra í sveitarfélög, en ekki hina „lýðræðislegu“ leið Íslendinga? Ef stjórnvöld hafa nú þegar velt þessum spurningum fyrir sér og fundið svör við þeim, þætti mér vænt að vita hvar þau er að finna og að þeim verði komið op- inberlega á framfæri, þannig að áhugafólk um úrbætur í stjórn- skipan landsins geti nálgast þær. Lokaspurning: Hefur ríkisvaldið áttað sig á því að hin „lýðræðislega leið“, sem Ís- lendingar hafa valið, snýst um að kjósendum er í hverjum samein- ingarkosningum aðeins boðinn einn valkostur, það er að leggja niður sín heimasveitarfélög sem einingar? Væri ekki eðlilegra að sá kaleikur yrði tekinn frá þeim, en í staðinn hönnuð, kynnt og síð- an tekin upp skipan, sem aug- ljóslega uppfyllti betur þarfir sem flestra Íslendinga? Það liggur í augum uppi að ef svör við flestum eða öllum ofan- greindum spurningum eru nei- kvæð hefur verkefnið „sameining sveitarfélaga“ ekki markmið í sjálfu sér. Þá ætti að slá því á frest uns framtíðarsýn stjórnvalda og allra landsmanna verður orðin skýrari. Ferð án fyrirheits? Sigurjón Bjarnason fjallar um yfirstaðnar sameiningarkosningar ’Kosningaþátttaka ogúrslit í einstökum sveit- arfélögum vitna einnig um þá óvissu sem virðist framundan í þessum málum.‘ Höfundur er bókari á Egilsstöðum. Sigurjón Bjarnason Í UPPLÝSTU samfélagi vænta allir sér einhvers af menntun. Menntun er und- irstaða menningar og almennrar velferðar og á að efla gagnrýna hugsun hjá ein- staklingum og hæfi- leika til að bregðast við nýjum aðstæðum. Gerðar eru miklar kröfur um skilvirkni í skólastarfi og skoð- anir fólks á því sem fer fram í skólunum eru oft og tíðum æði misjafnar. 12. október nk. boðar skólanefnd, fyrir hönd Sel- tjarnarnesbæjar, til Skólaþings þar sem staða og framtíðarsýn leikskóla, grunnskóla og tónlistar- skóla verða til umræðu. Vænt- ingar okkar til þingsins eru mikl- ar. Við væntum þess að fá að heyra skoðanir fólks, jafnt ungra sem eldri, um allt það sem þeim kemur í hug þegar rætt er um skólamál í víðri merkingu. Það eiga eftir að koma fram skoðanir á því sem betur mætti fara rétt eins og hugmyndir um það hvernig fólk vill sjá skólamálum háttað í okkar ágæta bæjarfélagi. Umræðan um hvað einkennir góðan skóla er ávallt áhugaverð en oftar en ekki bregða menn mis- munandi mælistiku á loft þegar meta á gæði skólastarfsins. Það er því spennandi að sjá hvort þátt- takendur á Skólaþingi geti sam- mælst um hvaða viðmið við viljum nota þegar við metum skólana okkar. Hvern- ig mælistiku notum við t.d þegar við skil- greinum góðan skóla? Eru einkunnir hinn eini sanni mælikvarði, eða er það kannski líðan og öryggi nem- anda sem ræður þar mestu? Eftir að þinginu lýkur tekur við vinna þar sem farið verður yfir allar ábendingar sem fram koma auk þess sem fólki stendur til boða að koma hugmyndum sínum að í gegnum vefsvæði bæjarins allt til 28. október. Enn fremur verða stofnaðir stýrihópar með þátttöku foreldra og starfsmanna skólanna, undir stjórn skólanefndar, sem munu stýra vinnu við úrvinnslu allra gagna og vinna úr þeim drög sem síðar verða að skólastefnu fyrir Seltjarnarnes. Seltjarnarnesbær hefur ávallt haft metnað til að vera í far- arbroddi hvort sem litið er til leik- skóla, grunnskóla eða tónlistar- skóla. Markmið okkar er að vera í fremstu röð í þessum málaflokki og tryggja börnum okkar bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Mótun skólastefnu er skref í þessa átt og það viljum við stíga með þeim sem gefa sér tíma til að vera með okkur 12. október. Skólaþingið verður haldið í Val- húsaskóla og hefst kl. 17.15. Skólaþing á Seltjarnarnesi Bjarni Torfi Álfþórsson fjallar um menntamál ’Markmið okkar er aðvera í fremstu röð í þessum málaflokki og tryggja börnum okkar bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni.‘ Bjarni Torfi Álfþórsson Höfundur er bæjarfulltrúi og formað- ur skólanefndar Seltjarnarness. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan siðblind- an mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma… Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Páll Gíslason, læknir, styður Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Baldur Dýrfjörð styður Krist- ján Þór Júlíusson. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.