Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÉR birtist í heild dómur Hæstaréttar vegna frávísunar Héraðsdóms Reykjavíkur á öllum 40 ákæruliðum í Baugsmálinu svonefnda sem ákæruvaldið áfrýjaði til Hæstaréttar: Nr. 420/2005. Mánudaginn 10. október 2005. Ákæruvaldið (Jón H. Snorrason saksóknari) gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni (Gestur Jónsson hrl.) Jóhannesi Jónssyni (Einar Þór Sverrisson hdl.) Kristínu Jóhannesdóttur (Kristín Edwald hrl.) Tryggva Jónssyni (Jakob R. Möller hrl.) Stefáni Hilmari Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur (Þórunn Guðmundsdóttir hrl.) Kærumál. Ákæra. Frávísun máls að hluta frá héraðsdómi. Opinbert mál var höfðað á hendur sex ein- staklingum vegna ætlaðra brota þeirra á almenn- um hegningarlögum, lögum um hlutafélög, lögum um ársreikninga, lögum um bókhald og tollalög- um, sem þeir áttu að hafa framið sem stjórn- endur B hf. og endurskoðendur félagsins. Var ákæra í málinu í 40 tölusettum liðum. Héraðs- dómur vísaði málinu í heild frá dómi vegna ágalla á ákæru. Talið var að vísa yrði frá dómi ákærulið- um 1–32 á þeim grundvelli meðal annars að ýmist væri verknaðarlýsingu í ákæru ábótavant eða að heimfærsla til refsiákvæða eða tilgreining ætlaðs brots væri ekki í samræmi við verknaðarlýsingu og jafnvel í mótsögn við hana. Þá þótti í mörgum tilvikum ekki skýrt í hverju þátttaka hvers og eins hinna ákærðu í hinum ætluðu brotum átti að felast, auk þess sem verulega þótti skorta á skýr- leika í framsetningu ákæru að öðru leyti. Varð- andi ákæruliði 33–36 var talið að málatilbúnaður ákæruvaldsins væri óskýr en ekki í þeim mæli að ekki yrði felldur efnisdómur á málið. Þá voru engir þeir annmarkar taldir á ákæruliðum 37–40 að varðaði frávísun. Var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar varðandi ákæru- liði 33–40. Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Er- lendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ríkislögreglustjóri skaut málinu til Hæsta- réttar með kæru 22. september 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. september 2005, þar sem máli ákæruvaldsins á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæru- heimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðilar hafa sameiginlega skilað skrif- legum athugasemdum til Hæstaréttar. Þar eru ekki gerðar dómkröfur, en á hinn bóginn tekið fram að þau geri „ekki athugasemdir við að Hæstiréttur staðfesti frávísunarúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur“. I. Ríkislögreglustjóri höfðaði mál þetta gegn varnaraðilum með ákæru 1. júlí 2005. Í upphafi hennar er greint frá nöfnum varnaraðila, kenni- tölum þeirra og heimilisföngum, en síðan segir: „Ákærðu, Jóni Ásgeiri, sem gegndi starfi for- stjóra Baugs hf. frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002 og starfi stjórnarformanns hlutafélagsins frá 3. júní 2002, Tryggva, sem gegndi starfi aðstoðarfor- stjóra Baugs hf. frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002 og starfi forstjóra hlutafélagsins frá 3. júní 2002, Jó- hannesi, sem var stjórnarmaður Baugs hf. og starfsmaður félagsins frá 7. júlí 1998, Kristínu, sem var framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins Gaums ehf., [kt.], frá 27. ágúst 1999 og vara- stjórnarmaður Baugs hf. frá 26. apríl 2000, Stef- áni Hilmari, sem var löggiltur endurskoðandi Baugs hf. frá 7. júlí 1998, Önnu, sem var löggiltur endurskoðandi Baugs hf. frá og með árinu 2000, eru gefin að sök brot á eftirtöldum lagaákvæðum almennra hegningarlaga, laga um bókhald, árs- reikninga og hlutafélög, samkvæmt málavaxta- lýsingum sem hér fara á eftir og rakið er í hverju tilviki fyrir sig.“ Sakargiftir eru síðan reifaðar í 40 liðum, sem skipað er í átta kafla ákærunnar. Málið var þingfest í héraðsdómi 17. ágúst 2005 og neituðu allir varnaraðilar sök. Var þá ákveðið að taka það fyrir á ný í þinghaldi 20. október 2005 til að undirbúa aðalmeðferð. Áður en til þess kom beindi héraðsdómur því bréflega 26. ágúst 2005 til ríkislögreglustjóra og verjenda varnaraðila að slíkir annmarkar kynnu að vera á ákæru, sem ekki yrði bætt úr undir rekstri málsins, að ekki yrði kveðinn upp dómur um efni þess. Var málið tekið fyrir af þessum sökum í þinghaldi 13. sept- ember 2005, þar sem aðilarnir reifuðu sjónarmið sín um þetta efni. Málinu var síðan vísað í heild frá dómi með hinum kærða úrskurði 20. sama mánaðar. II. Samkvæmt c. lið 1. mgr. 116. gr. laga nr. 19/ 1991 skal meðal annars greina í ákæru hvert brotið sé, sem ákært er út af, hvar og hvenær það er talið framið, heiti þess að lögum og önnur skil- greining og loks heimfærsla þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla ef því er að skipta. Til að fullnægja því, sem áskilið er í þessu ákvæði, verð- ur verknaðarlýsing í ákæru að vera það grein- argóð og skýr að ákærði geti ráðið af henni hvaða refsiverð háttsemi honum er gefin að sök og hvaða refsilagaákvæði hann er talinn hafa brotið, án þess að slík tvímæli geti verið um það að með réttu verði honum ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim. Verður ákærði að geta ráðið þetta af ákærunni einni og breytir þá engu hvort honum megi vegna rannsóknar málsins vera ljósar sakargiftirnar, ef þeim eru ekki gerð fullnægjandi skil í ákæru. Ákæra verður og að vera það skýr að þessu leyti að dómara sé fært af henni einni að gera sér grein fyrir því um hvað ákærði sé sakaður og hvernig telja megi þá háttsemi refsiverða. Í þess- um efnum verður ákæra að leggja fullnægjandi grundvöll að máli, þannig að fella megi dóm á það samkvæmt því, sem í henni segir, enda verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá, sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 19/1991. III. Í I. kafla ákæru eru varnaraðilarnir Jón Ás- geir, Tryggvi, Jóhannes og Kristín sökuð um fjárdrátt, eins og nánar greinir í 1. til 4. lið ákær- unnar. Ákæruliðir þessir eru svohljóðandi: „1. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa dregið sér og öðrum samtals kr. 40.073.196,54, á tímabilinu frá 30. apríl 1999 til 11. júní 2002, þegar þeir létu, með vitund og liðsinni meðákærðu Jóhannesar og Kristínar, Baug hf. greiða 34 reikninga sem voru gefnir út af félaginu Nordica Inc. á hendur Baugi hf., samkvæmt fyr- irmælum ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva, vegna afborgana af lánum, rekstrarkostnaði og öðrum tilfallandi kostnaði sem tilheyrði skemmti- bátnum „Thee Viking“ sem var Baugi hf. óvið- komandi. Bát þennan höfðu ákærðu Jón Ásgeir og Jóhannes keypt í félagi við Jón Gerald Sullen- berger, eiganda Nordica Inc., í Miami í Flórída í Bandaríkjunum, þar sem báturinn var staðsettur og skráður sem eign félags í eigu Jóns Geralds Sullenberger, New Viking Inc., skrásettu í Delaware í Bandaríkjunum.“ Umræddum 34 reikningum er síðan lýst í ákærunni með því að greina frá dagsetningu þeirra, númeri, texta, er- lendri fjárhæð, sem sögð er nema samtals 453.117,20 bandaríkjadölum, greiðsludegi og greiddri fjárhæð í innlendri mynt að meðtöldum bankakostnaði. „2. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Jóhannesi með því að hafa dregið sér samtals kr. 441.254,00 á tíma- bilinu frá 19. apríl 1999 til 17. desember 2002, þegar ákærðu létu Baug hf. greiða til SPRON í eftirtöldum 17 greiðslum þóknun vegna banka- ábyrgðar sem ákærðu höfðu stofnað til og var Baugi hf. óviðkomandi, í tengslum við kaup ákærðu og Jóns Geralds Sullenberger á skemmtibát samkvæmt 7. tölulið II. kafla ákæru hér á eftir ...“. Greiðslurnar sautján eru síðan taldar upp með tilgreiningu dagsetninga á tíma- bilinu frá 27. janúar 1999 til 19. desember 2002 og fjárhæðar í hverju tilviki. Varðandi fimmtán greiðslur eru þessu til viðbótar tiltekin „tímabil“, sem næst þrír mánuðir í senn frá 18. janúar 1999 til 15. október 2002, en í tveimur tilvikum eru greiðslurnar sagðar stafa af nánar tilteknum kostnaði. „3. Ákærða Tryggva með því að hafa dregið sér samtals kr. 1.315.861,27 á tímabilinu frá 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002, þegar ákærði lét Baug hf. greiða í 13 skipti reikninga sem gefnir voru út í nafni félagsins Nordica Inc. í Bandaríkj- unum á hendur Baugi hf., sem voru útgjöld Baugi hf. óviðkomandi. Til útgjaldanna hafði ákærði stofnað til í útlöndum með úttektum á American Express greiðslukorti í reikning hins bandaríska félags, Nordica Inc., sem hið bandaríska félag l a . e d s u a s á R i o h a m B U u u b 2 h T á 2 1 h l a a h i e i g h i i h i á ö i s g a l i u a t á r h s Á s Dómur Hæsta Baugsmáls í H „ÞAÐ ÁTTI AÐ BJARGA OKKUR“ Hverjum þeim sem hefur ástæðu tilað ætla að barn búi við óviðun- andi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndar- nefnd,“ segir í 16. grein barnavernd- arlaga. Í 17. gr. sömu laga er fjallað um tilkynningarskyldu þeirra sem af- skipti hafa af börnum: „Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hef- ur afskipti af málefnum barna og verð- ur í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyr- ir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndar- nefnd viðvart. […] Tilkynningar- skylda samkvæmt þessari grein geng- ur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkom- andi starfsstétta.“ Á sunnudag birtist í Tímariti Morg- unblaðsins viðtal Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur við Thelmu Ásdísar- dóttur, sem lýsir andlegum, líkamleg- um og kynferðislegum misþyrming- um, sem faðir hennar beitti hana og systur hennar, en þessi saga er sögð í nýrri bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba. Einnig seldi faðir Thelmu ókunnugum aðgang að henni og systr- um hennar. Í samtalinu kemur fram að ástandið á heimilinu hafi átt að vera öllum ljóst, sem til þekktu. „Í raun finnst mér allt þetta öryggisnet hafa brugðist. Börn sem eru í svona vand- ræðum eins og við vorum þarna í eiga að geta treyst því að þeim sé bjargað,“ segir Thelma og bætir við: „Ég vildi óska að menn hefðu ekki lokað aug- unum allir sem einn. Það var kannski erfitt eða umfram getu fólks og þekk- ingu að grípa inn í en ég hefði samt viljað að fólk hefði ekki látið staðar numið heldur ögrað sér svolítið og bjargað okkur. Það átti einfaldlega að bjarga okkur.“ Við lesturinn á frásögn Thelmu vaknar sú spurning hvernig ástandið sé nú. Er almenningur vakandi fyrir velferð barna? Búum við enn við það að horft sé fram hjá því, sem börn geta þurft að þola inni á heimilum? Er brugðist við grunsemdum um að illa sé farið með börn? Níðingsskapur gegn barni skilur eftir sig ör alla ævi og það er ekki aðeins lagaleg heldur siðferð- isleg skylda okkar allra að koma barni í neyð til hjálpar. NIÐURSTAÐA HÆSTARÉTTAR Úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur í svonefnduBaugsmáli hinn 20. septem- ber sl.var alvarlegt áfall fyrir ákæru- valdið. Niðurstaða Hæstaréttar Ís- lands í málinu er enn þyngra áfall fyrir ákæruvaldið. Grundvallaratriði í niðurstöðu bæði Héraðsdóms og Hæstaréttar er 116. grein laga um meðferð opin- berra mála, þar sem því er lýst hvernig beri að skrifa ákæru. Í for- ystugrein Morgunblaðsins hinn 21. september sl. sagði m.a. að ákvæði þessarar lagagreinar væru sjálfsögð og eðlileg í réttarríki. Þar sagði enn- fremur: „Ákvæði 116. greinar laga um meðferð opinberra mála eru svo sjálfsögð og eðlileg að furðu sætir, að út skuli gefin ákæra, sem er þannig úr garði gerð, að dómstóll geti yf- irleitt fundið tilefni til að gera at- hugasemdir af þessu tagi.“ Þessi orð eiga ekki síður við nú eft- ir að niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Að meginstofni til er niður- staða Hæstaréttar sú sama og Hér- aðsdóms, að framsetning ákærunnar sé óviðunandi. Hæstiréttur talar jafnvel um að einstök atriði ákær- unnar séu „ruglingsleg“. Hvernig í ósköpunum má þetta vera? Það er ekki lítið mál að gefa út op- inberar ákærur á fólk. Það er graf- alvarlegt mál. Það er rétt, sem Eirík- ur Tómasson, lagaprófessor hefur sagt af þessu tilefni, að verði ný ákæra gefin út verði hún að vera óað- finnanleg. Slíkar ákærur verða að vera óaðfinnanlegar. Ríkislögreglustjóraembættið verð- ur að horfast í augu við þann veru- leika, að eftir 3 ára rannsókn og út- gáfu ákæru í 40 liðum hafa bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur Ís- lands vísað meginhluta ákærunnar frá dómi. Þegar slík niðurstaða ligg- ur fyrir getur einfaldlega ekki verið að vinnubrögð efnahagsbrotadeildar hafi verið nægilega vönduð. Það er svo hægt að velta því fyrir sér eins og að var vikið í forystugrein Morgunblaðsins hinn 20. september sl., hvort dómstólarnir séu að aga ákæruvaldið til og gera kröfu til þess um betri vinnubrögð en stunduð hafi verið. Hafi verið tilefni til að gera stífari kröfur til ákæruvaldsins er sjálfsagt að gera það en auðvitað er það líka alvarlegt umhugsunarefni hafi svo verið. Á þessari stundu standa eftir af svonefndu Baugsmáli ákveðnir þætt- ir, sem ganga til efnisdóms skv. ákvörðun Hæstaréttar. Það geta varla talizt veigamestu þættir máls- ins, þótt öll sakarefni séu í sjálfu sér alvarleg. Nú er það ríkissaksóknara og emb- ættis ríkislögreglustjóra að taka ákvörðun um framhaldið. Það er ljóst, að ákæruvaldið hefur lögum samkvæmt heimild til að gefa út nýja ákæru. En til þess að svo verði gert þurfa að liggja fyrir skýr lagaleg rök og framsetning þeirra í samhengi við sakarefni að vera óaðfinnanleg. Ella búum við ekki í réttarríki. Forráðamenn Baugs hafa á und- anförnum mánuðum og misserum lát- ið þung orð falla í garð réttarkerf- isins. Eftir niðurstöður Héraðsdóms og Hæstaréttar um frávísun ákæru- liða geta þeir ekki lengur haldið því fram, að réttur þeirra sé fyrir borð borinn í þessu kerfi. Í ljósi þess, að húsleitir og lög- reglurannsóknir eru að verða dag- legt brauð í viðskiptalífinu eins og m.a. má sjá á samvinnu brezkra og ís- lenzkra lögregluyfirvalda um húsleit- ir hér og í Bretlandi síðustu daga og húsleita og rannsókna hjá þremur ol- íufélögum, Eimskipafélagi Íslands og fleiri aðilum á undanförnum árum geta þeir heldur ekki haldið því fram, að harðar hafi verið gengið að þeim en öðrum fyrirtækjum á Íslandi, sem hafa orðið að þola hið sama. Það skiptir öllu máli, að jafnræði sé með þegnum landsins í þessum málum, sem öðrum. Hvert sem fram- haldið verður er ljóst, að dómstólar landsins eru að vinna sitt lögboðna verk óháðir öllum öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.