Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DÓMUR HÆSTARÉTTAR þessu, bakað Baugi hf. tjón eða valdið hættu á slíku tjóni, enda í engu getið hver afdrif skuld- bindingarinnar hafi orðið. Að virtu öllu framangreindu verður málinu vísað frá héraðsdómi að því er varðar 5. til 7. lið ákæru. V. Í III. kafla ákæru er varnaraðilanum Jóni Ásgeiri gefinn að sök „fjárdráttur og/eða um- boðssvik“, eins og nánar greinir í 8. og 9. lið hennar, en þeir eru svohljóðandi: „8. Með því að hafa hinn 8. október 1998 látið millifæra af bankareikningi, númer 1151 26 000156, í eigu Baugs-Aðfanga ehf., dótturfélags Baugs hf., kr. 200.000.000,00 inn á bankareikn- ing í eigu SPRON, númer 1151 26 009999, þar sem ákærði fékk útgefna bankaávísun sömu fjárhæðar, á nafn Helgu Gísladóttur. Ákærði afhenti eða lét afhenda Eiríki Sigurðssyni, sambýlismanni Helgu, eiganda alls hlutafjár í Vöruveltunni hf., bankaávísun þessa til greiðslu samkvæmt kaupsamningi dagsettum hinn 7. október 1998, þar sem Helga Gísladóttir seldi ákærða fyrir hönd ótilgreindra kaupenda allt hlutafé í hlutafélaginu Vöruveltunni og var ávísunin innleyst hinn 9. október 1998 og and- virði hennar lagt inn á bankareikning Helgu númer 0327 26 001708. 9. Með því að hafa hinn 15. júní 2001 látið Baug hf. greiða kr. 95.000.000,00 inn á banka- reikning Kaupþings á Íslandi, nr. 1100 26 454080, þaðan sem fjárhæðinni var ráðstafað, ásamt láni frá Kaupthing Bank Luxembourg, að fjárhæð kr. 30.000.000,00, til félagsins Cardi Holding, dótturfélags Gaums Holding, sem bæði voru skráð í Lúxemborg, sem hlutafjár- framlag í félagið FBA-Holding. Það félag var í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. og þriggja annarra aðila. Færsla vegna greiðsl- unnar í bókhaldi Baugs hf. var með fylgiskjali, sem var útskrift tölvupósts með greiðslufyr- irmælum ákærða til þáverandi fjármálastjóra Baugs hf., með handskrifuðum athugasemdum um númer bankareiknings sem greiðslan var færð inn á og svohljóðandi skýringum: „eign- færa ráðgjöf v/A Holding. Viðskiptafæra á Baug Holding. Vantar reikning“.“ Háttsemi varnaraðilans Jóns Ásgeirs sam- kvæmt 8. lið ákærunnar er talin varða við 247. gr. almennra hegningarlaga, en samkvæmt 9. lið aðallega við sama ákvæði og til vara við 249. gr. sömu laga. Samkvæmt framangreindum 8. lið ákæru er varnaraðilinn Jón Ásgeir sakaður um fjárdrátt með því að hafa í október 1998 fengið fé af bankareikningi í eigu Baugs-Aðfanga ehf. til að inna af hendi til nafngreinds manns hluta af kaupverði hlutafjár í Vöruveltunni hf. Þess er í engu getið í ákærunni hvort varnaraðilann hafi skort heimild þeirra, sem bærir voru til að skuldbinda fyrrnefnda félagið, til þessarar ráð- stöfunar eða hvort eða hvernig þessi útborgun af bankareikningnum hafi verið færð í bókhaldi þess. Er lýsingu á háttsemi varnaraðilans því verulega áfátt í þessum lið. Þá er þar heldur ekki samræmi milli þeirrar lýsingar og þess brotaheitis og refsiákvæðis, sem háttsemin er heimfærð undir. Í 9. lið ákæru er lýst hvernig varnaraðilinn Jón Ásgeir er talinn hafa í júní 2001 látið Baug hf. greiða tiltekna fjárhæð, sem ekki er tiltekið hvernig tekin var, til erlends félags með heitinu Cardi Holding. Segir þar að félag þetta sé dótt- urfélag Gaums Holding, en um eignarhald að þeim eða tengsl þeirra við varnaraðila er einsk- is frekar getið. Fram kemur í lýsingu þessa verknaðar að greiðslan hafi verið færð í bók- haldi Baugs hf. samkvæmt skriflegum fyr- irmælum varnaraðilans um að hana ætti að „viðskiptafæra á Baug Holding“. Því er hvorki haldið fram að þessi færsla hafi verið efnislega röng né að varnaraðila hafi brostið heimild til að standa á þennan hátt að ráðstöfunum af hálfu Baugs hf. Þá er hvergi í lýsingu verkn- aðar í þessum lið ákæru vikið að efnisatriðum, sem varðað gætu við 249. gr. almennra hegn- ingarlaga. Skortir því á sama hátt og áður var getið samræmi milli þeirrar lýsingar á háttsemi varnaraðilans í þessum ákærulið og þess brota- heitis og refsiákvæða, sem ákæruvaldið heim- færir hana til. Vegna þess, sem að framan greinir, verður málinu vísað frá héraðsdómi að því er varðar 8. og 9. lið ákærunnar. VI. Í IV. kafla ákæru er varnaraðilunum Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu gefinn að sök „fjárdráttur og/eða umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög“ í tilvikum, sem lýst er á eftirfarandi hátt í 10. til 23. lið hennar: „10. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 23. ágúst 1999 látið millifæra af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, kr. 100.000.000,00 til Íslandsbanka hf., vegna innheimtu bankans á hlutafjárloforðum, sem greiðslu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., þegar einkahlutafélagið eignaðist 10.000.000 hluti í hlutafjárútboði í Baugi hf. í apríl 1999. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til Íslands- banka hf., í þágu einkahlutafélagsins, færð á viðskiptamannareikning þess hjá Baugi hf., sem krafa, þannig að eftir bókun millifærsl- unnar stóð viðskiptamannareikningurinn í kr. 182.782.689,00. Krafa hlutafélagsins á einka- hlutafélagið var síðar lækkuð með eftirtöldum greiðslum einkahlutafélagsins NRP til Baugs hf.; kr. 15.000.000,00 hinn 28. október 1999, kr. 15.000.000,00 hinn 2. nóvember 1999 og kr. 60.000.000,00 hinn 28. júní 2000, þegar einka- hlutafélagið NRP eignaðist umrædd hlutabréf Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., en jafnframt var krafa á viðskiptamannareikningi einka- hlutafélagsins hjá Baugi hf. færð niður um kr. 10.000.000,00 hinn 31. desember 1999. 11. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa um mitt ár 1999 án greiðslu eða skuldaviðurkenn- inga afhent eða látið afhenda Fjárfestinga- félaginu Gaumi ehf. 10.695.295 hluti Baugs hf. í Flugleiðum hf., sem einkahlutafélagið seldi hinn 27. ágúst 1999 fyrir kr. 49.360.124,00. Framangreind ráðstöfun bréfanna var fyrst færð í bókhaldi Baugs hf. með lokafærslum frá endurskoðanda í árslok 1999 að fjárhæð kr. 44.800.000,00. Færslan var miðuð við 31. des- ember 1999 og þá færð sem krafa á viðskipta- mannareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem eftir bókunina stóð í kr. 143.068.986,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með víxli útgefnum hinn 20. maí 2002 sem greiddur var 5. september sama ár. 12. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 11. október 1999 látið millifæra kr. 4.500.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 1150 26 00077, á bankareikning Fjárfestinga- félagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hluta fasteign- arinnar að Viðarhöfða 6, í Reykjavík. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem viðskiptakrafa á viðskiptamanna- reikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 187.665.005,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. Ákærðu Kristínu fram- kvæmdastjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist að millifærsla fjárhæðarinnar sem gerð var án skuldaviðurkenningar, samnings eða trygginga var ólögmæt og andstæð hags- munum Baugs hf. 13. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 3. desember 1999 látið millifæra kr. 8.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, til SPRON sem greiðslu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. fyrir helm- ingshluta hlutafjár í eigu SPRON í Viðskipta- trausti ehf. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan færð sem krafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins í samræmi við útgefinn reikning, en eftir bókun færslunnar stóð við- skiptamannareikningurinn í kr. 168.031.286,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með kaupum Baugs hf. á öllu hlutafé í Viðskipta- trausti ehf., sem fært var til lækkunar á við- skiptamannareikningi einkahlutafélagsins hinn 30. júní 2000 fyrir kr. 16.000.000,00. 14. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 14. desember 1999 látið millifæra kr. 35.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, á bankareikning Fjárfest- ingafélagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa einkahlutafélagsins á 186.500 hlutum í Debenhams PLC í Bretlandi. Í bók- haldi Baugs hf. var greiðslan til einkahluta- félagsins færð sem viðskiptakrafa á viðskipta- mannareikning einkahlutafélagsins, sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 201.001.430,00 en framangreind skuld einkahlutafélagsins, kr. 35.000.000,00, var gerð upp með greiðslu hinn 22. desember 1999 til hlutafélagsins. 15. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á viðskiptamannareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. hjá Baugi hf. að fjárhæð kr. 50.529.987,00 vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárútboði í fé- laginu í desember árið 2000 þegar einkahluta- félagið eignaðist bréfin. Ákærðu Kristínu sem framkvæmdastjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist að lánveitingin, sem var án skulda- viðurkenningar, trygginga og samnings um endurgreiðslu og lánakjör, var ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf. Í bókhaldi Baugs hf. var krafan færð á viðskipta- mannareikning einkahlutafélagsins. Eftir bók- un kröfunnar stóð viðskiptamannareikning- urinn í kr. 145.871.863,00 en skuld einkahlutafélagsins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 16. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á viðskiptamannareikning ákærðu Kristínar í bókhaldi Baugs hf. að fjárhæð kr. 3.786.727,00 vegna kaupa ákærðu Kristínar á hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárútboði í félaginu í desember 2000 þegar ákærða eignaðist hlutabréfin. Ákærðu Kristínu gat ekki dulist að lánveit- ingin, sem var án skuldaviðurkenningar, trygg- inga og samnings um endurgreiðslu og lána- kjör, var ólögmæt. Arðgreiðsla af hlutabréfunum fyrir árið 2001, kr. 397.894,00, var færð til lækkunar á skuldinni hinn 5. júlí 2001 en skuld ákærðu var gerð upp með víxl- inum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 17. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa hinn 18. maí 2001 látið millifæra kr. 100.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, inn á bankareikning nr. 0527 26 001099 í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem ákærðu Kristínu, sem var framkvæmdastjóri einka- hlutafélagsins, gat ekki dulist að var ólögmætt og andstætt hagsmunum Baugs hf., enda lán- veitingin án þess að einkahlutafélagið legði fram skuldaviðurkenningu, tryggingu eða samning um endurgreiðslu eða lánakjör, fyrir fénu, sem ráðstafað var samdægurs af banka- reikningi einkahlutafélagsins til Nordic Res- taurant Group AB, sem hlutafjárframlag einkahlutafélagsins í því félagi. Í bókhaldi Baugs hf. var millifærslan til einkahlutafélags- ins færð sem krafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins, sem eftir bókun millifærsl- unnar stóð í kr. 262.836.989,00 en skuld einka- hlutafélagsins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 18. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 16. maí 2000 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 64.500.000,00, fyrir hönd Baugs hf. til einkahlutafélagsins Fjárfars, [kt.], sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf., að nafnverði kr. 5.000.000,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002. 19. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 30. júní 2000 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 50.000.000,00 fyrir hönd Baugs hf., til einkahlutafélagsins Fjár- fars, sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á 5% hluta í Baugi.net ehf., [kt.], af Baugi hf. að nafnverði kr. 2.500.000,00. Viðskipti félaganna með hluta- bréf í Baugi.net ehf. gengu til baka hinn 21. febrúar 2002. 20. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 85.758.591,00 fyrir hönd Baugs hf. til einkahlutafélagsins Fjárfars, sem Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf., í tengslum við hlutafjáraukningu þess, að nafn- verði kr. 7.392.982,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002. 21. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf., greiða á tímabilinu frá 5. október 1998 til 2. maí 2002, samkvæmt reikningum, kostnað sem ákærði hafði stofnað til með úttektum á Visa og Mastercard greiðslukortum í reikning Baugs hf. vegna persónulegra úttekta ákærða óviðkomandi Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 12.553.358,60 svo sem hér á eftir greinir. Voru greiðslurnar í bókhaldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða samkvæmt viðskipta- mannareikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru ...“. Við þennan lið ákærunnar eru úttektirnar, sem þar um ræðir, taldar upp í einstökum atriðum með því að tilgreina dagsetningu greiðslu, dagsetn- ingu færslu, skýringu, sem ætla verður að hafi komið fram á reikningum fyrir úttektunum, fjárhæð þeirra og óútskýrð tilvísun til skjala með tilteknum auðkennum. Úttektirnar eru sundurliðaðar milli ára, þannig að 5 tilvik eru talin upp frá árinu 1998, 8 frá 1999, 17 frá 2000, 129 frá 2001 og 70 frá 2002. „22. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf., greiða sér, á tímabilinu frá 2. júní 1999 til 12. júní 2002, í alls átta skipti, samtals kr. 9.536.452,00 úr sjóðum Baugs hf., í fimm skipti með millifærslum af bankareikningum hlutafélagsins nr. 1150 26 77 og 0527 26 720, inn á eigin bankareikning ákærða, í eitt skipti með millifærslu inn á bankareikning nafngreinds manns og í tvö skipti látið afhenda sér reiðufé. Voru greiðslurnar í bókhaldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf., svo sem hér á eftir greinir. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamannareikn- ingnum var gerð upp með víxlinum sem nefnd- ur er í lok 11. töluliðs ákæru ...“. Greiðslurnar, sem hér um ræðir, eru síðan taldar upp í átta liðum og tilgreind dagsetning þeirra, svokölluð „skýring í bókhaldi Baugs“ og fjárhæð. „23. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf. greiða, á tímabilinu frá 26. janúar 1999 til 16. júlí 2002, samtals kr. 5.551.474,91, sam- kvæmt eftirgreindum reikningum, sem voru vegna kostnaðar sem ákærði hafði stofnað til og voru einkakostnaður ákærða, óviðkomandi Baugi hf. Greiðslurnar voru færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamanna- reikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru ...“. Við þennan lið ákærunnar eru greiðslurnar, sem hann varðar, taldar upp með því að tiltaka dag- setningu hverrar færslu, skýringar í bókhaldi Baugs hf., sem svo eru nefndar, og fjárhæð. Þessar greiðslur eru sundurliðaðar eftir árum og 3 þeirra sagðar vera frá 1999, 9 frá 2000, 7 frá 2001 og 10 frá 2002. Um heimfærslu til refsiákvæða á þeirri hátt- semi, sem um ræðir í framangreindum liðum ákærunnar, segir eftirfarandi í lok IV. kafla hennar: „Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 10. til og með 23. töluliðs ákæru teljast varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, til vara við 249. gr. sömu laga og jafn- framt teljast brot samkvæmt töluliðum 10, 15, 16, 18 og 20 varða við 2. mgr. 104. gr., og brot samkvæmt töluliðum 11, 12, 13, 14, 17, 19, 21, 22 og 23 varða við 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., laga um hlutafélög nr. 2, 1995. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 10., 12., 13. til og með 16. og 18. til og með 20. töluliðs ákæru teljast varða við 247. gr., sbr. 22. gr., almennra hegning- arlaga nr. 19, 1940, til vara við 249. gr. sbr. 22. gr., sömu laga og jafnframt teljast brot sam- kvæmt töluliðum 10, 15, 16, 18 og 20 varða við 2. mgr. 104. gr., og brot samkvæmt töluliðum 12, 13, 14 og 19 varða við 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., laga um hlutafélög nr. 2, 1995. Brot ákærðu Kristínar samkvæmt 12., 15. til og með 17. töluliðs ákæru teljast varða við 254. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940.“ Eins og að framan greinir er varnaraðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva í 10. lið ákæru gefið að sök að hafa í ágúst 1999 látið millifæra tiltekna fjárhæð af bankareikningi Baugs hf. til að greiða nánar tilgreinda skuldbindingu Fjár- festingafélagsins Gaums ehf., en fjárhæð þessi hafi í bókhaldi Baugs hf. verið færð á viðskipta- mannareikning einkahlutafélagsins. Eins og orðalagi er háttað í þessum lið ákærunnar verð- ur ekki annað ráðið en að varnaraðilunum sé hér gefið að sök að hafa í sameiningu staðið að þessum verknaði, án þess að nánar sé þó skýrt hvernig það hafi verið gert. Af heimfærslu ætl- aðra brota til refsiákvæða virðist á hinn bóginn sem varnaraðilanum Tryggva sé hér gefin að sök hlutdeild í broti hins varnaraðilans, en í engu er þó heldur vikið að því í hverju hún hafi verið fólgin. Þá er verknaðinum, sem hér um ræðir, lýst á þann hátt að ætla verður að gengið sé út frá því að Baugur hf. hafi látið af hendi fé að láni til Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., enda fjárhæðin færð á viðskiptamannareikning síðarnefnda félagsins hjá því fyrrnefnda. Ekki er leitast við að skýra frekar í ákærunni hvern- ig slík háttsemi varði við 247. gr. almennra hegningarlaga. Þá felst engin efnisleg lýsing í þessum ákærulið á þeim sökum, sem varnarað- ilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi eru bornir til vara, um umboðssvik þess fyrrnefnda og hlut- deild þess síðarnefnda í slíku broti. Í 11. lið ákæru er varnaraðilanum Jóni Ás- geiri gefið að sök að hafa á miðju ári 1999 án greiðslu eða skuldaviðurkenningar „afhent eða látið afhenda“ Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. nánar tiltekna hluti Baugs hf. í Flugleiðum hf., sem einkahlutafélagið hafi selt í ágúst á því ári. Ráðstöfun hlutanna hafi verið bókfærð hjá Baugi hf. í lok ársins og tiltekin fjárhæð, sem lægri hafi verið en söluverð hlutanna í ágúst, verið færð sem skuld einkahlutafélagsins á við- skiptamannareikningi þess hjá Baugi hf. Sak- argiftir samkvæmt þessum ákærulið beinast að varnaraðilanum Jóni Ásgeiri einum og er ætlað brot hans aðallega talið varða við 247. gr. al- mennra hegningarlaga, en til vara við 249. gr. þeirra. Framangreind lýsing á því hvernig um- ræddur hlutur í Flugleiðum hf. fór úr höndum Baugs hf. til Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. felur ekki í sér ein út af fyrir sig lýsingu á hátt- semi, sem 247. gr. almennra hegningarlaga tek- ur til. Þá er háttsemi varnaraðilans samkvæmt þessum lið ákærunnar í engu lýst á þann hátt að hún gæti fallið undir efnislýsingu 249. gr. sömu laga. Í 12. lið ákærunnar eru varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um að hafa í október 1999 látið millifæra tiltekna fjárhæð af banka- reikningi Baugs hf. á bankareikning Fjárfest- ingafélagsins Gaums ehf., sem síðarnefnda fé- lagið hafi síðan notað á nánar tilgreindan hátt. Hafi fjárhæðin verið færð í bókhaldi Baugs hf. sem krafa á viðskiptamannareikningi einka- hlutafélagsins, en varnaraðilanum Kristínu sem framkvæmdastjóra þess félags hafi ekki getað dulist að millifærsla fjárins, sem hafi ver- ið gerð án skuldaviðurkenningar, samnings eða trygginga, hafi verið ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf. Um þennan lið ákæru eiga við sömu atriðin og áður var getið í um- fjöllun um 10. lið hennar að því er varðar verkn- aðinn, sem varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi eru hér bornir sökum um. Fram- angreind háttsemi varnaraðilans Kristínar er í þessum lið ákæru talin varða við 254. gr. al- mennra hegningarlaga, þótt ekki sé vikið að hilmingu í upphafsorðum IV. kafla hennar. Í því lagaákvæði er fjallað um þá háttsemi að maður haldi, án þess að verknaður hans varði við 244., 245. eða 247.-252. gr. almennra hegn- ingarlaga, ólöglega fyrir eigandanum hlut eða öðru verðmæti, sem aflað hefur verið á þann hátt, sem í þeim greinum segir, tekur þátt í ávinningnum af slíku broti, aðstoðar annan mann til þess að halda slíkum ávinningi eða stuðlar að því á annan hátt að halda við ólögleg- um afleiðingum brotsins. Verknaðinum, sem þessi varnaraðili er hér sökuð um, er ekki lýst á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.