Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 35 MINNINGAR ✝ Ragnar Þor-steinsson fædd- ist á Hamri í Hörðu- dal í Dalasýslu 11. apríl 1928. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 29. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson, f. 16. desember 1874, d. 28. desem- ber 1966, og Jóna Elín Snorradóttir, f. 10. mars 1896, d. 10. desember 1971. Systkini Ragnars voru: Petrína Sigrún, f. 1922, Guðlaug, f. 1926, d. 1989, Her- mann, f. 1929, og Inga, f. 1938, d. 1991. Hálfsystkini (samfeðra): Guðjón, f. 1906, d. 1996, og Unnur, f. 1910, d. 1975. Ragnar kvæntist 3. desember 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Huldu Guðmundsdóttur, f. 17. júní 1938. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Rúnar, sambýliskona Kristborg Níelsdóttir. Börn hans og Elínar Þ. Antonsdóttur (skildu) eru: Berglin Þóra, Guðrún Elva og Bjarki Þór. 2) Hafdís, maki Pétur V. Hallgríms- son, börn þeirra: Ragnar Snorri, Her- dís Borg og Þórdís Rún. 3) Halldóra Björk, sambýlis- maður Karl Grant. Börn: Eva Dögg og Íris Björk. Ragnar eignaðist börnin: 1) Sigurð Inga. 2) Ástríði Ebbu, 3) Björgu Margréti Lovísu með Elín- borgu U. Sigurðar- dóttur, f. 1934. Ragnar starfaði alla tíð sem vörubifreiðarstjóri eða frá 17 ára aldri, ók fyrst hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búðardal og síð- ar í Reykjavík. Hann gerðist fé- lagi í Vörubílastöðinni Þrótti árið 1953, var mörg ár í stjórn Þróttar og í stjórn trúnaðarráðs og sjúkrasjóðs. Ragnar skilaði inn starfsleyfi sínu og hætti vörubíla- akstri haustið 2004 þar sem veik- indi hans gerðu honum ókleift að starfa lengur. Útför Ragnars verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Við viljum, kæri frændi, minnast þín með örfáum orðum. Í sannleika sagt gætum við skrifað heila bók, minningarnar eru svo margar. Þeir sem alast upp í sveit kynnast því náið hvað lífið er; því gæti maður sagt að uppeldið mótar manninn. Gaman hafðir þú af því að ferðast og renna fyrir silung eða lax og varst ansi slunginn við það. Þér fylgdi ávallt glaðværð og kát- ína. Þú eignaðist góða konu og þrjú myndarleg börn og óluð upp dóttur- dóttur sem var gimsteinninn ykkar. Gestrisni og höfðingsskapur var kór- óna heimilisins, þið hjón voruð sam- hent við að gera öðrum gott sem til ykkar leituðu. Veikindi þín settu mark sitt á þig, en samt var alltaf stutt í brosið. Þú varst ekki aleinn í því stríði, konan þín stóð sem klettur við þína hlið og studdi þig. Við systurnar þökkum þér sam- fylgdina og það sem þú gerðir fyrir okkur. Tómas Guðmundsson orti ljóð sem hann nefndi „Ljóð til látins manns“: Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur að lát þitt hefði ekki svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur og nú var of seint að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu láðist að votta þér. Það virðist svo ástæðalaust að vera að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. --- En hópur þeirra, sem áttu þig lengst af að, var eins og þú skilur, þyngstum söknuði hlaðinn. Og víst hefði margur maðurinn kosið það að mega fylgja öðrum vinum í staðinn. En þó að við treystumst til þess að lifa hér er tryggð okkar söm – og jafnvel þó að svo færi, er engan veginn gefið, hvers sökin væri. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Við systur vottum konu, börnum og barnabörnum dýpstu samúð okk- ar. Erla og Sólrún Kristjáns- dætur og fjölskyldur. Í dag kveðjum við kæran vin, Ragnar Þorsteinsson frá Svalbarða í Dölum. Margs er að minnast bæði frá ár- um áður, og einnig síðari tíma. Stóð heimili þeirra Ragga og Dúnu mér og minni fjölskyldu ævinlega opið með gestrisni og góðvild þeirra hjóna. Það var ekki síst í gegnum veikindi Magnúsar, mannsins míns þar sem þau bæði sýndu hvað best umhyggju sína er hann dvaldi þar meira og minna í veikindum sínum. Það er ekki orðum aukið að tala um höfðingsskap, drenglyndi og hjálpsemi, þegar hugsað er til Ragga. Alltaf var munað eftir að senda jóla- og afmæliskveðjur í Dalina og lýsir það best þeirri vináttu okkar sem aldrei bar skugga á. Eftir að ég fluttist frá Búðardal til Reykjavíkur hélt ég áfram að koma í Efstasundið og ekki taldi Raggi það eftir sér að koma mér vestur á Grund aftur. Minning um góðan dreng lifir áfram. Elsku Dúna, þótt haust og vetur gangi nú í garð með myrkri og kulda, vitum við að Ragnar er núna kominn í ljósið og hlýjuna. Við Beta sendum Dúnu, Rúnari, Hafdísi, Dóru, og Evu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Nú húmar ótt og haustar að, nú herjar myrkrið svarta, en þótt það skyggi, skal ei það samt skyggja’ á ljós míns hjarta. Þótt dimmi fljótt og dimm sé nótt og dapur ríki vetur, Guðs ljósið skært æ logar tært, það ljós ei daprast getur. Nú kólna fer um foldar rann, nú frjósa vötn og grundir, en það ei kælir kærleikann, þótt kulda fjölgi stundir. Þótt köld sé mold og freðin fold og frostasamur vetur, Guðs ylur hýr. Guðs andi hlýr þó aldrei kólnað getur. (V. Briem.) Kristjana Ágústsdóttir. RAGNAR ÞORSTEINSSON Elsku Jóhanna. Í dag 11. okt. hefðir þú orðið 62 ára. Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til þín, svo ljóslif- andi ertu enn í hugskoti mínu. Ég var stödd úti í London þegar ég frétti um andlát þitt sem ég átti mjög erfitt með að trúa, því að við vorum nýbúnar að spjalla saman áður en ég hélt utan. Þú svo hress að vanda, bú- in að klára einbýlishúsið, kaupa nýtt fellihýsi og hætt að vinna. Nú átti að njóta lífsins eins og þið Siggi gerðuð nú reyndar alltaf því að samhentari hjónum en ykkur Sigga hef ég ekki kynnst. Þið voruð búin að panta ferð með Norrænu og ætluðuð að ferðast um Norðurlönd í allt sumar með JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 11. október 1943. Hún andaðist á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 21. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kálfatjarn- arkirkju á Vatns- leysuströnd 7. maí. fellihýsið. En svo kom kallið öllum að óvörum og þú fórst í aðra og lengri ferð. Elsku Jóhanna, þú varst alltaf svo hress og skemmtileg og mik- ill húmoristi, þú hafðir einstakt lag á að koma öllum í gott skap. Þú varst afar listfeng og söngelsk og eru marg- ar fallegar myndir til eftir þig sem bera merki um mikla hæfi- leika á því sviði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku Jóhanna ég kveð þig með miklum söknuði. Megi góður guð styrkja Sigga, Jóa, Lóu og Sigurð Hrafn, fjölskyldu þeirra og aðra nána ættingja. Þín vinkona, Steinunn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur, frænku, ömmu og langöm- mu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Birnustöðum, Laugardal. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Sjúkra- húsinu Ísafirði fyrir frábæra umönnun fyrr og síðar. Guð blessi ykkur öll. Ásdís Sæmundsdóttir, Margrét Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Sigurður Skarphéðinsson, Jón Helgi Karlsson, Oddný B. Helgadóttir, Þóra Karlsdóttir. Sig. Friðrik Lúðvíksson, Rebekka Jónsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Lilja Hannibalsdóttir, Halldór Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR frá Siglufirði, Bólstaðahlíð 50, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 12. október kl. 13.00. Júlíus Matthíasson, Maríanna Haraldsdóttir, Valgeir Matthíasson, Hörður Matthíasson, Ásdís Matthíasdóttir, Egill Gr. Thorarensen, Ingibjörg Símonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. BRAGI ÓLAFSSON THORODDSEN, Aðalstræti 78, Patreksfirði, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði laugardaginn 8. október. Jarðarförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laug- ardaginn 15. október kl. 14:00. Þórdís Haraldsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, mágur, stjúpi, afi og langafi, ERLENDUR LÁRUSSON fyrrverandi forstöðumaður Vátryggingaeftirlitsins, Krosshömrum 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðviku- daginn 12. október kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Amnesty International á Íslandi. Anna Sigurðardóttir, Lárus Erlendsson, Sýta Rúna Haraldsdóttir, Stefán Erlendsson, Vilborg Helgadóttir, Pálmi Erlendsson, Kristín Jónsdóttir, Pálmi Lárusson, Elsa Vilmundardóttir, Ellert Birgir Ellertsson, Hákon Varmar Önnuson, barnabörn og barnabarnabarn.Orri Gunnarsson, minn gamli skólabróðir úr Verzlunarskólanum, er látinn. Andlátsfregn- in kom mér ekki á óvart, en Orri hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Við Orri kynntumst fyrst, er við hóf- um nám í Verzlunarskólanum 1945. Orri var alltaf hress og kátur og hafði gaman af að deila með öðrum af gleði sinni. Hann átti það til að vera dálítið stríðinn og fengum við skólafélagar ORRI GUNNARSSON ✝ Orri Gunnarssonfæddist í Reykja- vík 29. október 1930. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 4. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 13. september, í kyrrþey að hans ósk. hans og jafnvel sumir kennararnir stundum að kenna á því, en allt var þetta innan hóf- legra marka og ekki veit ég til þess að Orri hafi nokkurn tíma ver- ið víttur fyrir „prakk- arastrik“ sín. Eftir stúdentspróf skildu leiðir og Orri fór út á vinnumarkaðinn og hóf störf hjá Málning- arverksmiðjunni Hörpu þar sem hann starfaði sem inn- kaupastjóri í rúmlega 30 ár. Eftir að hann hætti í Hörpu hóf hann störf hjá Sundlaugunum í Laugardal og þar naut hann sín vel, hitti þar marga gamla kunningja og kynntist nýjum. Var hann vel liðinn af sundlaugar- gestum sem og starfsfélögum. Við hittumst síðan öðru hverju, einkum er við bekkjarsystkinin komum saman í sambandi við einhver tímamót. Orri var þar sem fyrr hrókur alls fagnaðar og naut þess að hitta sína gömlu skólafélaga. Um 1980 fórum við Orri að hittast meira reglubundið. Ég hefði nú kosið að endurfundir okkar hefðu haft ann- an aðdraganda en raun varð á. Orri leitaði þá til mín vegna hæsi og í ljós kom við skoðun og sýnatöku, að hann var kominn með krabbameinshnút á annað raddbandið. Það var sárt að þurfa að færa sínum gamla skólabróð- ur þessi tíðindi, en Orri tók þessu með æðruleysi og ákvað strax að taka því sem að höndum bæri. En nú hefur hann eftir nær 25 ára hetjulega bar- áttu lotið í lægra haldi fyrir mann- inum með ljáinn. Ég þykist vita, að hann hafi verið hvíldinni feginn. Mar- grét, eiginkona hans, var honum mik- ill styrkur í hans erfiðu veikindum og hann nefndi oft, að án hennar nær- veru og hlýju hefði lífið verið erfiðara. Að leiðarlokum sendum við Gerður Margréti og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur héðan frá Malmö. Daníel Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.