Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI VINSÆLLI HEFUR ÞÉR DOTTIÐ Í HUG AÐ GEFA MÉR MEIRA AÐ BORÐA? BLESSAÐUR KALLI! VIÐ GETUM EKKI KEPPT Á MORGUN. ÞAÐ ERU FIMM AF OKKAR LEIKMÖNNUM VEIKIR VIÐ VERÐUM ÞVÍ MIÐUR BARA AÐ GEFA LEIKINN ÞETTA ER FRÁBÆRT, VIÐ ERUM BÚIN AÐ VINNA TVO LEIKI Í RÖÐ SJÁÐU, ÉG GET GERT SKUGGA- MYNDIR Á VEGGINN ÞETTA ER HUNDUR OG SVO SVANUR ÞETTA LÍTUR MEIRA ÚT EINS OG ILL GEIMVERA MAMMA! AF HVERJU ÞURFUM VIÐ ALLTAF AÐ VERA Í BANDI ÞAÐ RIGNIR MIKIÐ HÉRNA Á ENGLANDI, ER ÞAÐ EKKI? JÚ, MJÖG VELDUR ÞAÐ YKKUR EKKI VANDRÆÐUM? JÚ, ÞAÐ ER ERFITT AÐ SPILA FÓTBOLTA SLÖKKVIÐ Á TÆKINU! EN MAMMA! ÞIÐ ERUÐ BÚIN AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ Í ALLAN DAG, SVO ER LÍKA KOMINN MATUR SAGT ER AÐ OFFITA SÉ HELSTA VANDAMÁL ÞJÓÐARINNAR ÓTRÚLEGT! ÉG ER FARINN ÚR BÆNUM EF ÞÚ HREYFIR ÞIG ÞÁ DEYRÐU! PUNISHER! HVAR FINN ÉG UGLUNA? Dagbók Í dag er þriðjudagur 11. október, 284. dagur ársins 2005 Víkverji hefur tekiðeftir að fram- kvæmdum við gatna- mót Kringlumýrar- brautar og Miklu- brautar er lokið. Búið er að föndra með ljósakerfið, settir upp miklir ljósastólpar og umferð gangandi veg- farenda yfir gatna- mótin komin í öðruvísi kerfi. Lagfæringarnar hafa tekið tímann sinn og örugglega kostað skildinginn. Lausnin virðist vera sniðug og hafa skilað sér í að umferðin fer örlítið greiðar um þennan veghluta en áður. Munar mest um beygjuljósin á beygjunni alræmdu til vinstri af Kringlumýr- arbraut áleiðis að miðbæ. En Víkverji furðar sig á hvers vegna skrefið var ekki stigið til fulls og byggð langþráð mislæg gatna- mót. Víkverji skilur ekki heldur af hverju búið er að reisa tvenn mislæg gatnamót við Mjóddina og önnur upp við Rauðavatn á meðan Mikla- braut-Kringlumýrarbraut er látin standa næsta óbreytt. Af hverju er ekki farið alla leið strax? Af hverju eru Íslendingar svona gjarnir á að eyða í að dytta að hlutum sem hvort eð er á að breyta fljót- lega, eða ætti að breyta strax? Af hverju var þannig fúlgum fjár varið í við- gerðir á Reykjavík- urflugvelli hér um árið þegar flugvöllurinn er augljóslega á leiðinni burt? Af hverju tók heila eilífð að byggja Náttúrufræðahús, að sögn vegna kostnaðar, á meðan Háskólinn var að borga rándýra leigu af kennslu- húsnæði fyrir nátt- úrufræðakennslu vítt og breitt um bæinn? Af hverju taka lagfæringar á Laugaveginum, einni helstu lífæð landsins, alltaf heila eilífð? Af hverju eru ekki ráðnir tvöfalt fleiri verka- menn og verkinu þá lokið tvöfalt hraðar? Hvar er heildarsýnin? Af hverju finnst Víkverja eins og skammsýni, skyndilausnir og sér- hagsmunir ráði ferðinni? Við þessa þanka minnist Víkverji þess sem faðir hans prédikaði yfir Víkverja ungum: að maður er fljót- ari að gera hlutina vel en að gera þá illa. Rússneskt spakmæli á einnig vel við í skipulags- og bygginga- málum: „Sá níski borgar tvisvar.“ Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Tónlist | Bubbi Morthens kom fram á tónleikum á Norðurbryggju í Kaup- mannahöfn í fyrrakvöld. Húsfyllir var og einstakar undirtektir, að sögn Helgu Hjörvar, forstjóra Norðurbryggju, og kölluðu áheyrendur listamann- inn fram hvað eftir annað. „Hann brást vel við eins og hans var von og vísa,“ segir Helga. Í nóvember mun Magnús Eiríksson meðal annarra koma fram á tónleikum í húsinu. Nú stendur yfir á Norðurbryggju sýning frá Þjóðminjasafni Íslands á myndum Ólafs K. Magnússonar frá því um 1930 af hálendi Íslands, en mynd- irnar eru í eign Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Bubbi á Norðurbryggju MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4, 5.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.