Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 49 Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Diane Lane John Cusack Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við.  A.G. Blaðið Kalli og sælgætisgerðin SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF FYRSTI HLUTI AF ÞRÍLEIK. DÚNDUR FÓTBOLTAMYND SEM HITTIR Í MARK OG MIKLA MEIRA EN ÞAÐ. Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri CINDERELLA MAN kl. 8 GOAL! kl. 8 THE 40 YEAR... kl. 10.15 GOAL! kl. 8 THE 40 YEAR.. kl. 8 KEFLAVÍKAKUREYRI CINDERELLA MAN kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR .. kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR ..VIP kl. 5.30 - 8 - 10.30 GOAL kl. 6 - 8.30 - 10.50 MUST LOVE DOGS kl. 6 - 8.15 - 10.30 VALIANT m/- Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.50 CHARLIE AND THE ... kl. 3.45 - 6 - 8.15 STRÁKARNIR OKKAR kl.10.30 B.i. 14 ára. RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 3.50 ÁLFABAKKI THE 40 YEAR OLD.. kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. GOAL kl. 8 - 10.30 THE CAVE kl. 10.30 B.i. 16 ára. VALIANT m/- Ísl tal. kl. 6 VALIANT m/ensku.tali. kl. 8 CHARLIE AND THE ... kl. 5.45 KRINGLAN 08.10. 2005 9 6 5 6 2 8 2 0 5 9 2 17 31 35 36 12 05.10. 2005 5 12 21 28 46 47 38 44 3 Fjórfaldur 1. vinningur í næstu viku!! VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0012-5404 4507-4500-0029-0459 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Það er bara allt of freistandi aðhella sér út í þessa orðaleiki íkringum BERLinvasion, hin viðamiklu umsvif íslenskra lista- manna í Berlínarborg, en „innrás- araðilar“ höfðu sig loks á brott í síð- ustu viku eftir að hafa varpað kraftmikilli listabombu á þennan höfuðstað hinna þýðversku. Þá höfðu tónleikar, gjörningar, mynd- listarsýningar og allra handa uppá- komur staðið yfir í tæpar tvær vik- ur, á ýmsum stöðum í þessari miklu menningarborg, sem er í miklu „stuði“ nú um mundir, búin að hrista af sér slen múráranna og er orðin að sannkölluðum suðupotti menningar og lista. Var það Magn- ús Árnason sem kom á vopnahléi er hann framdi gjörning í Berliner Kunstsalon síðasta fimmtudag. Egill Sæbjörnsson, sem var á heimaslóðum en hann hefur verið búsettur hér um árabil, framdi þá athyglisverðan tóngjörning í Isa- bella Bortolozzi galleríinu á þessu tímabili. Egill á þrátt fyrir ungan aldur langan feril að baki og er orð- inn þokkalegasta nafn því að færri komust að en vildu á sýningu hans. Auk þessa sýndi Erla Haralds- dóttir í Künstlerhaus Bethanien, Gabríela Friðriksdóttir var með sýningu í Spielhaus Morrison Galer- ie og fjöldi listamanna tróð reglu- lega upp í Former Vitra Design Museum, þar sem Klink og Bank- liðar opnuðu með miklum látum í þarsíðustu viku. Meðal þeirra fjöl- mörgu sem frömdu gjörninga voru Gunnhildur Hauksdóttir, Tómas Lemarquis, Sigga Björg, Ásdís Sif, Ragnar Kjartansson og Snorri Ás- mundsson.    Sunnudaginn 2. október voru svohaldnir tónleikar á Club Rio í Mitte þar sem um tíu íslenskar hljómsveitir/listamenn komu fram. Mitte er eins og nafnið gefur til kynna einslags miðbær samein- aðrar Berlínar og Club Rio ku víst einn heitasti staðurinn hér í borg hvað tónleika áhrærir. Hráslagaleg- ur sjarmi einkennir staðinn og það er ekki fræðilegur möguleiki að rekast þar inn fyrir tilviljun þar sem anddyrið er vel falið í skuggalegu porti. Já, það þarf að hafa dálítið fyrir því að vera „hipp og kúl“. Íslendingafjöld var þarna framan af kvöldi; nemendur úr LHÍ voru í borginni í bekkjarferð, listamenn í unnvörpum að sjálfsögðu og Íslend- ingar búsettir hér í borg notuðu að sjálfsögðu tækifærið til að heilsa upp á landa sína. Stemningin var þó furðuróleg, líkt og fólk hafi farið fullgeyst af stað í Klink og Bank- „atinu“ sem er þegar orðið frægt að endemum. Ragnar Kjartansson sté fyrstur upp á svið og fékk Kimonomenn með sér í hæfandi súrkálsrokks- gjörningi í anda Can eða Neu!. Ragnar endurtók æ ofan í æ sömu setninguna ofan í naumhyggjulegt djamm Kimonos sem entist í fjöru- tíu mínútur. Í kjölfarið yfirtók svo þýsk söngkona sviðið, sem hafði beðið vinsamlega um korter af þessu Íslendingakvöldi fyrir sig og sína list. Klukkutíma síðar var hún fólk lifandi að drepa með fremur snautlegum raftónlistarkabarett, íklædd leðurdressi sem maður gat ímyndað sér að prýtt hefði Vogue árið 1982. Uss. Berglind Ágústsdóttir var næst á svið. Söng hún og spann, sveipuð ís- lenska fánanum, við dynjandi raf- sýrupopp. Auxpan tók við af henni og var flottur – ber að ofan mest- megnis. Hann byrjaði á því að lesa upp heillanga romsu um sjálfan sig virtist vera – hljómaði eins og einn af þessum óskiljanlegu og upphöfnu plötudómum sem er að finna í snobbblöðum og -vefsíðum (Pitch- fork!). Eftir lesturinn hófst drama- tískur blástur (sekkjapípu?) og stik- aði Auxpan glæsilega á milli hávaða og melódíu – svona ruslaraleg út- gáfa af Fennesz.    Hinn fjölhæfi Egill Sæbjörnssonlék svo á gítar og söng og var studdur saxafón- og trommuleikara sem hann sagðist hafa hitt í strætó og kippt með sér, þar eð hljóm- sveitin hans væri veik. Um þetta leyti voru innlendir farnir að flækj- ast þarna inn og mátti lesa úr svip þeirra að þeir voru að velta fyrir sér hvaða sýra væri eiginlega í gangi. Þetta segi ég ekki af einhverju Ís- lendingastolti – að við séum alltaf svo sérstök og flippuð – stemningin var einfaldlega svona. Stemning þessi var t.a.m. mögnuð upp með mögnuðum gjörningi Gunnhildar Hauks, Ásdísar Sifjar og Snorra Ás- munds sem best er að lýsa sem neð- anbeltisgjörningi. Allt þetta var keyrt frekar í andlit gesta er Retron tók yfir sviðið, með sínu einstaka tölvuleikjaþungarokki. Auxpan að- stoðaði með kórónu á höfði á meðan Retron-tvíeykið var klætt í einhvers konar djöfla-munkabúninga. Skrýt- ið já. Gott … ójá! Kimono lék svo við hvern sinn fingur, áttu frábært sett en þetta voru fyrstu tónleikar sveitarinnar hér í borg. Meðlimir allir í miklu stuði, einbeittir í því að stela sen- unni sem tókst. Mjög þétt og kraft- mikið svo að eftir var tekið. Alex, söngvari og gítarleikari, var á ein- um tíma kominn upp á hátal- arastæðuna og meðlimir stimpluðu sig inn í tónlistarlíf borgarinnar með glans. Eins og fram hefur kom- ið er sveitin nú búsett í Berlín, flutti sig þangað um set í heilu lagi og ætla meðlimir að einbeita sér að samningu laga auk þess sem gert verður út frá borginni. Tónleika- ferðalag um Þýskaland er áætlað í nóvember og síðasta fimmtudag hélt sveitin aðra tónleika, á staðnum Bastard sem er í Prenzlauerberg, hinu hippíska hverfi Berlínar en þar er fæðingartíðni sú hæsta í gervallri Evrópu. Staðreynd. Tókust þeir tónleikar og vonum framar, áhorf- endur nett stífir reyndar að mati Ís- lendingana en uppklapp varð hins vegar að veruleika – eitthvað sem Kimonoliðar hafa ei upplifað áður. Að séríslenskum sið hófust tón- leikar seint og klukkan var að ganga fjögur er Singapore Sling fór á svið. Það var svo DJ Musician sem sleit atinu.    Þessir tónleikar voru aðeins eittaf því fjölmarga sem einkenndi þessa haustinnrás íslenskra lista inn í Berlín. Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar (Center for Ice- landic Art, skammstafað CIA) er ábyrgt fyrir látunum en Christian Schoen, forstöðumaður miðstöðv- arinnar, sagði blaðamanni að ákveðið hafi verið að leggja net yfir Berlínarborg, virkja marga lista- menn og dreifa þeim um borgina. Þetta myndi hjálpa upp á það að þetta færi ekki framhjá neinum, þetta yrði „innrás“ sem eftir yrði tekið. Erling Klingenberg, einn stofn- enda Kling & Bang gallerís sem kom svo Klink og Bank á koppinn sagðist ánægður með árangur þess- ara sýninga. T.a.m, hefði talsvert selst af verkum Klink og Bank-liða, en sýningin sem Klink og Bank var hluti af, Berliner Liste, er m.a. ætl- uð sem sölusýning. Sendiherra Íslands hér í Berlín, Ólafur Davíðsson, var hinn kátasti með innrásina og hafði þetta um málið að segja: „Það er nú einu sinni svo að það er allt að gerast í Berlín um þessar mundir. Og Þjóðverjar eru einkar hrifnir af öllu því sem ís- lenskt er. Þess vegna er mjög mik- ilvægt að íslenskt listafólk, veri það myndlistarmenn eða tónlistarmenn (og vísar í tónleikana) geri sér far um að koma hingað yfir. Á því græða allir, ekki spurning.“ Umsátri aflétt ’Um þetta leyti voruinnlendir farnir að flækjast þarna inn og mátti lesa úr svip þeirra að þeir voru að velta fyr- ir sér hvaða sýra væri eiginlega í gangi.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Ljósmynd/Arnar Eggert Auxpan á sviði í Club Rio í Berlín. arnart@mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.