Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meira að gera hjá ráðgjöfum á morgun TILTÆKAR upplýsingar um tekjur á mann sýna að ójöfnuður hér á landi hefur stóraukist síðustu árin og er aukningin meiri en dæmi eru um frá nálægum löndum, að því er fram kemur í pistli á heimasíðu Þorvaldar Gylfasonar, prófessors við HÍ Í pistlinum gerir Þorvaldur ný- legt svar fjármálaráðherra við fyr- irspurn Sigurjóns Þórðarsonar á Alþingi að umtalsefni. Þar er vísað í svonefndan Gini-stuðul sem er við- tekinn mælikvarði um jöfnuð í skiptingu tekna milli manna. Sam- kvæmt stuðlinum er mestur jöfn- uður í Danmörku, en þar er stuðull- inn tæplega 25. Stuðullinn hér var 31 árið 2004 og hefur hækkað um eitt stig á ári frá árinu 1995. „Mér er ekki kunnugt um, að svo skyndi- leg umskipti í tekjuskiptingu hafi nokkurn tímann átt sér stað í ná- lægum löndum,“ segir Þorvaldur. Fram kemur að meiri jöfnuður er á öllum hinum Norðurlöndunum en hér á landi samkvæmt stuðlinum og sama gildir um Japan, Belgíu og Þýskaland. Meiri ójöfnuður er hins vegar í löndum eins og Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og í Bandaríkj- unum sem er efst þegar horft er til ríkja innan Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, en þar er stuðullinn 41. Fram kemur að ef þrefaldur munur er á tekjum ríkasta og fá- tækasta fimmtungs þjóðarinnar sé Gini-stuðullinn 25 eins og í Dan- mörku og víðar á Norðurlöndunum. Sé fjórfaldur munur á tekjum rík- asta og fátækasta fimmtungsins sé stuðullinn 30 eins og hér á landi og í Þýskalandi og Austurríki. Tölum ekki haldið til haga Þorvaldur gagnrýnir einnig að aðgengilegum upplýsingum um tekjudreifingu hér á landi sé ekki til að dreifa í opinberum skýrslum eftir að Þjóðhagsstofnun hætti starfsemi og að Ísland sé eina land- ið innan OECD, auk Lúxemborgar, sem hirði ekki um að halda til haga tölum um tekjuskiptinu og telja þær fram í skýrslum til alþjóða- stofnana. „Haldi Gini-stuðullinn hér heima áfram að hækka um heilt stig á hverju ári eins og hann hefur gert síðan 1995, þá verður hann með sama áframhaldi kominn upp fyrir Gini-stuðul Bandaríkjanna eftir ell- efu ár, og þar er ójöfnuður í tekju- skiptingu nú meiri en annars staðar á OECD-svæðinu eins og jafnan fyrr,“ segir ennfremur. Gini-stuðullinn hefur hækkað um 10 stig á 10 árum Ójöfnuður hér hefur stóraukist síðustu ár              !   "   #  #   $    %   &%%   '    !  ( " )   #%   *%  +%   '    " &,( "  - . /0         HÆSTIRÉTTUR kemst að þeirri niðurstöðu í dómi sínum sl. fimmtudag, að dyravörður á hóteli sem slas- aðist í ryskingum við ölvaðan gest árið 1995 eigi rétt á 2,5 milljóna króna bótum úr ríkissjóði. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem felldi úr gildi ákvörðun bótanefndar. Hlaut 25% varanlega örorku Dyravörðurinn var að vísa gestinum af hótelinu er hann lenti í átökum við hann og slasaðist með þeim afleiðingum að hann hlaut 25% varanlega örorku. Höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu bóta samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Hæstiréttur dró ekki í efa að sú ákvörðun dyra- varðarins að vísa gestinum af hótelinu, hefði verið réttmæt. Eins og atvikið hefði borið að væri ekki hægt að fallast á að um líkamsárás gestsins hefði ver- ið að ræða í skilningi almennra hegningarlaga. Hins vegar yrði að líta svo á, eins og framferði og athöfn- um gestsins var háttað, að dyravörðurinn hefði mátt búast við því að hann léti ekki af þeim eignaspjöllum sem hann hafði þegar valdið. Var því á það fallist að dyravörðurinn hefði, þegar hann varð fyrir tjóni, ver- ið að afstýra refsiverðri háttsemi gestsins og ætti því rétt á bótum úr ríkissjóði. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Er- lendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason. Hilmar Magnússon hrl. flutti málið fyrir dyravörðinn og Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. fyrir ríkið. Á rétt á bótum eftir átök við gest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.