Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þó svo að tíminn sé knapp-ur, hefur hópurinn ekkieingöngu verið innilok-aður í leikhúsinu frá því að hann kom til London í gær. „Maður er orðinn svolítið dasaður, og alveg eftir sig eftir allt of sterk- an kryddaðan indverskan rétt í gærkvöldi. Það var haldin keppni í gær. Ákveðið var að athuga hver í hópnum gæti borðað sterkasta kryddréttinn.“ Að sögn Gísla Arnar voru engir sigurvegarar. „Við vor- um nokkrir sem töpuðum í dag, svona eftir á.“ Frá því að hópurinn kom út hef- ur mestur tími farið í að setja upp leikmyndina, enda er hún mjög fyr- irferðarmikil. Að því loknu þurfti að huga að lýsingu og ýmsum öðrum tæknimálum. Þar sem leikstjórinn er með puttana í öllu, gafst ekki mikill tími fyrir æfingar með leik- hópnum á meðan verið var að klára undirbúningsvinnuna. Fyrir utan eitt textarennsli á ensku, hefur hóp- urinn einungis einn dag til að æfa á sviðinu. Salurinn í Barbican Centre leikhúsinu er töluvert ólíkur salnum í Borgarleikhúsinu að því leyti að áhorfendur sitja hvoru tveggja fyrir framan sviðið og til hliðar við það. Það þarf því ekki einungis að æfa leik á æfingunni, heldur einnig að athuga að öll tæknileg atriði séu í lagi. „Þetta er auðvitað eins tæpt og það verður og það er nátt- úrulega miður. En þannig eru leik- reglurnar hérna.“ Áður en haldið var til London var hópurinn búinn að forsýna leikritið fjórum sinnum á íslensku, en aðeins einu sinni á ensku. „Í fyrsta skipti sem maður gerir eitthvað á öðru tungumáli er textinn alltaf svolítið fjarlægur manni, og það fer alveg rosalega mikil einbeiting bara í að tala á ensku. Maður dettur út úr öllu og er voðalega meðvitaður um það. Við þurftum að brjóta þann múr heima, sem var mjög gott. Og það gekk bara alveg þokkalega vel, þannig að ég held að við séum alveg klár í slaginn,“ segir Gísli Örn. Góð stemning og Nick Cave spenntur Fyrir utan leikarana sem eru 10 talsins, þá tekur einnig 11 manna kór þátt í uppfærslunni. Kórinn samanstendur of gömlum MH- ingum úr Hamrahlíðarkórnum. Að sögn Gísla Arnar kallar kórinn sig Fokkport þessa dagana. Hann nefndi þá víst einhvern tímann drengjakór, og í uppreisn við Vest- urport hafa þeir nú nefnt sig Fokk- port, segir Gísli Örn og hlær. Ís- lenski hópurinn í heild telur um 30 manns, og með öllu erlenda fólkinu sem kemur að sýningunni eru um 70 manns sem vinna að uppfærsl- unni á Woyzeck á einn eða annan hátt. „Það er mjög góð stemning í íslenska hópnum. Það er almenn eftirvænting og mikil spenna. Við hlökkum alveg ofboðslega mikið til. Við erum með eitthvað í höndunum sem er mjög sérstakt finnst okkur, þannig að við bíðum spennt eftir því að sjá hvernig Bretunum líkar við þetta. Við erum nýkomin heim frá Moskvu þar sem við vorum að leika Brim, og þetta er búin að vera mikil keyrsla heima. Þetta er mjög flókin sýning og líkamlega erfið. Svo eru það auðvitað bæði tungu- málin, þannig að það eru allir tölu- vert dasaðir.“ Eins og kunnugt er hafði Gísli Örn samband við hinn fræga og virta tónlistarmann Nick Cave, og bað hann um að semja tónlist fyrir verkið. Nick samþykkti það og eftir samstarfið við Gísla Örn hefur hann tekið að sér að semja þrjú samhangandi leikverk um rokkhljómsveit fyrir Vest- urport. Ætlar Nick að kíkja á æf- ingu hjá þeim núna? „Ég veit ekki hvort hann komi á æfingu, en hann ætlar að koma á frumsýninguna. Það getur vel verið að hann detti eitthvað hérna inn og kíki á okkur. Hann er orðinn mjög spenntur. Þetta er í fyrsta skipti sem hann semur tónlist fyrir leikhús, þannig að hann hlýtur að vera forvitinn að sjá hvernig maður er búinn að fara með þetta.“ Strangt eftirlit og mismunandi reglur eftir hverfum Gísli Örn og félagar hans í Vest- urporti koma nú til London reynsl- unni ríkari. Þegar þau fóru á sínum tíma út með Rómeó og Júlíu lentu þau í alls kyns vandræðum sökum þess að öryggisstaðlar í leikhúsum í Bretlandi eru mjög strangir. „Það þarf undantekningarlaust alltaf að hanna allar lausnir upp á nýtt. En í þetta sinn vissum við af því og vor- um búin að undirbúa okkur fyrir það. Það fer mjög mikill tími í að sannfæra menn hér um að hlutirnir séu í lagi.“ Aðspurður hvers vegna ekki sé hægt að undirbúa sýninguna sam- kvæmt breskum öryggisstöðlum, segir Gísli Örn að málið sé mun flóknara. „Það eru ekki til neinir einir breskir öryggisstaðlar. Hvert eitt og einasta hverfi í London er með mismunandi reglur. „Þetta eru oft bara geðþóttaákvarðanir. Það segir einhver bara sorrí og þá er það bara þannig. Maður bara kross- ar fingur og vonar að þetta verði í lagi. Ef ekki, erum við í slæmum málum.“ Að öryggismálum undanskildum virðist Gísli Örn ekki ýkja áhyggju- fullur, miðað við mann sem hefur einungis einn æfingadag með leik- hópnum sínum á sviðinu, og er að fara að frumsýna leikrit í einu stærsta og virtasta leikhúsi í Lond- on. Hann segist hafa lært margt af því að fara með Rómeó og Júlíu til London tvisvar sinnum. „Maður kann auðvitað aðeins betur inn á þetta og það er ekki allt eins nýtt fyrir manni og það var þá. Að gef- inni reynslu vorum við alveg ótrú- lega vel undirbúin. Maður er aðeins rólegri gagnvart þessu.“ En hvernig er svo tilfinningin að vera að setja leikrit á fjalirnar í þessu stóra og virta leikhúsi? „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er bara gaman. Hér eru áhorfendur nær sviðinu en heima. Þeir umvefja það frá þremur áttum þannig að sviðsmyndin missir þá kannski að- eins hluta af stórfengleikanum. Þegar horft er á þetta beint að framan er hægt að lýsa þetta allt öðruvísi og þá er leikmyndin meira svona eins og listaverk. Hérna kemst maður ekki eins vel frá því sökum þess að í þessum sal sést allt frá öllum sjónarhornum. En ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Það kemur bara í ljós þegar við fáum áhorfendur.“ Afslappaðri áhorfendur og áhugasamir fjölmiðlar Gísli Örn segir að áhorfendur í London séu alls ekki frábrugðnir ís- lenskum áhorfendum. „Það er mjög fjölbreytt menningarsamfélag hérna. Það eru Englendingar og Indverjar og fólk alls staðar að úr heiminum og alls konar trúarbrögð og siðvenjur. Þegar við komum út fyrst með Rómeó og Júlíu var okk- ur sagt að áhorfendur myndu ekki hlæja eins mikið og heima og að þeir myndu ekki klappa eins og heima. Það reyndist allt vera kjaft- æði. Þetta var bara alveg eins og heima. Hlátur og tilfinningar, er þetta ekki alls staðar eins? Ef eitt- hvað er satt, virkar það eins á alla. Grætur maður ekki alltaf eins?“ Gísli Örn hugsar sig aðeins um og segir svo að einn stór munur sé á leikhúsupplifuninni í London mið- að við á Íslandi. Fólk virðist vera mun afslappaðra þegar það kemur í leikhús í London. „Hér er auðvitað leikið á hverju kvöldi þannig að það er ekki haft jafnmikið fyrir því að mæta. Menn koma bara í gallabux- unum. Það er ekkert endilega verið að fara í jakkaföt og út að borða áð- ur en maður mætir. En það er líka kannski að breytast heima.“ En ætli áhorfendur fari í sitt fín- asta púss þegar þeir mæta í Barbic- an, þetta er nú eitt fínasta og virt- asta leikhúsið í London? „Nú bara veit ég ekki. Það á eftir að koma í ljós.“ Uppfærsla Gísla Arnar á Woy- zeck hefur nú þegar fengið mjög mikla umfjöllun í fjölmiðlum í London, þótt enn sé ekki búið að frumsýna. Meðal annars hafa birst ýtarleg viðtöl við Gísla Örn í The Daily Telegraph og blaðinu Metro, sem hægt er að nálgast ókeypis í borginni. Nú þegar er uppselt á all- ar tíu sýningarnar, sem þýðir að um 5.000 manns eiga pantaða miða á Woyzeck, en salurinn í Barbican Centre leikhúsinu tekur um 500 manns í sæti fyrir þessa uppfærslu. Miðað við þá miklu umfjöllun sem Rómeó og Júlía fékk á sínum tíma eftir að leikritið var frumsýnt, má ætla að umfjöllunin um Woyzeck eigi hugsanlega eftir aukast ef eitt- hvað er. Ertu bjartsýnn á fram- haldið? „Í heildina, þegar tíminn er svona knappur, vonar maður bara að allt smelli saman. Þetta er svo rosalega bratt, það hefði verið fínt að ná tveimur æfingum með áhorf- endum fyrir frumsýningu, bara til að keyra þetta almennilega. Þetta verður mjög hörð keyrsla fram að frumsýningu og maður vonar bara að þetta verði tilbúið. Það er hins vegar alls ekkert víst. Ég meina tveir dagar til að setja upp svona stóra sýningu á nýju tungumáli er ekki það sem maður á að venjast. En ég er fullur af eftirvæntingu og hlakka mikið til. Mér líst ótrúlega vel á þetta.“ Í kvöld verður Woyzeck eftir Georg Büchner, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, frumsýnt í Barbican Centre-leikhúsinu í London. Alls verða tíu sýningar á verkinu í London, sem er sam- starfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins, Young Vic og Barbican. Jón Gunnar Ólafsson hitti önnum kafinn leikstjórann í Barbican-leikhúsinu á mánudagskvöldið. Morgunblaðið/Jón Gunnar Ólafsson Börkur Gunnarsson leikmyndahönnuður og Gísli Örn Garðarsson leikstjóri hafa staðið í stórræðum við að koma sýningunni upp í Barbican Centre í London. „Maður bara krossar fingur og vonar að þetta verði í lagi“ EITT helsta einkenni samtímalistar er gróteskt líkamlegt uppbrota al- mennra gilda. Hér er aðallega átt við það sem kemur upp, fer niður og þær hvatir sem mannskepnan hefir, auk þess sem kann að dynja á henni. Og þar sem lög samfélagsins gera ráð fyrir að maðurinn sé fyrst og fremst hugsandi vera felst uppbrot í því að sýna hann á gróteskan hátt, þótt sá gróteski háttur sé óneit- anlega sannur, enda hafa allir lík- ama. Gróteskan er svo iðulega tengd karnivalinu sem í gegnum tíðina hef- ir verið notað, meðal annars, sem ádeilutæki gegn ríkjandi normi, til að snúa við almennum gildum og hæðast að þeim. Þar af leiðandi virk- ar karnivalið oft absúrd og hryllilegt því í því felst árás á hið vanabundna, en jafnframt felur það í sér sann- leika þar sem öfgarnar eru stundum best til þess fallnar að fá fólk til að opna augun fyrir misfellunum eða hinu fyndna í hinu hvunndagslega. Sú bók sem hér er til umfjöllunar felur einmitt í sér karnivalískt grót- eskt uppbrot. Í henni er að finna þrjár, áður sjálfútgefnar, bækur myndlistarmannsins Hugleiks Dagssonar, Elskið okkur, Drepið okkur og Ríðið okkur. Er þeim hér safnað saman í bókina Forðist okkur undir merkjum JPV. Um er að ræða óhefðbundna myndasögubók þar sem hver saga er ein mynd, öndvert við hið hefð- bundna raðmyndaform þar sem myndirnar birtast í rökréttu sam- hengi hver á eftir annarri. Höfund- urinn sjálfur kallar þetta form ein- römmung. Teikningarnar eru svo í eins konar Óla prik stíl, barnslega einfaldar og lausar við allt flúr, en taka þó nær einvörðungu á sam- félagslegum tabúum í andstæðu við barnalegar teikningarnar. Þrátt fyrir annmarka einrömm- ungsins tekst oftast að segja sögur sem vísa út fyrir sig og gefa til kynna (í huga lesanda) eitthvað meira. Formið kallast þannig á við gamanþætti eins og Fóstbræður og Svínasúpuna; stutt grótesk, gróf og ofbeldisfull atriði um hvunndagslegt líf oft sett fram á hrollvekjandi (splatter) hátt. Og það sem meira er Forðist okkur tekst líka að vera fyndin. Það er reyndar þannig með húm- or af þessu tagi að stutt er milli hlát- urs og andúðar. Öfgafull framsetn- ingin kallar á togstreitu milli hins leyfilega og tabúanna.Á þessa tog- streitu spilar svo bókin og tekst vel upp, enda er það þar sem fyndnin liggur. Bókin er karnivölsk og tekur á, og oft er ádeilan nokkuð skörp, sam- félagsmeinum eins og kynþátta- fordómum, útihátíðarnauðgunum, heimilisofbeldi, offitu auk almennra vestrænna lífsviðmiða og firringu (einkum sjónvarpstengdum) og dregur að þeim dár, þótt sögurnar virki líklega þveröfugt séu þær teknar bókstaflega. Absúrd húmor spilar einnig stóra rullu, en það er einna helst þar sem bókinni fatast flugið og gengur of langt. Ekki endi- lega í þeim skilningi að ganga fram af fólki, heldur þeim að sumar sög- urnar virka hvorki stuðandi né fyndnar, heldur sem uppfylling. Það er þó vart við öðru að búast þegar formið er jafnhraðsoðið og raun ber vitni. En eins og í karnivalinu er hér ýmislegt að finna sem er ekki að gera sig. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að heildarmynd karnivals er skemmtileg, fyndin og sýnir lífið í öðru ljósi. Þannig er einnig farið með umrædda bók. Hvunn- dagslegt karnival BÆKUR Myndasögur Eftir Hugleik Dagsson. JPV 2005 Forðist okkur Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.