Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. EKKERT knýr á um eignaraðild útlend- inga í íslenskum sjávarútvegi, að mati Ein- ars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali í sjávarútvegsblaðinu Úr verinu í dag. Þar segist Einar vera algerlega mótfallinn eignaraðild útlendinga. „Við eigum þessa auðlind, við lifum á henni, við börðumst heilu þorskastríðin til að eignast hana og hún er viðkvæm. Það er auk þess ekkert sem knýr á um að útlendingar eignist hlut í henni. Það er eftirspurn eftir íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, við sjáum það þegar fyrirtæki og skip eru boðin til sölu. Hér er til staðar fjármagn og þekking og við þurfum eftir hvorugu að sækjast til út- landa. Það eru heimildir í lögum fyrir óbeina eignaraðild útlendinga í íslenskum sjávarútvegi og það er að mínu mati nægj- anlegt.“ Einar segir að undanfarin ár hafi ríkt ófriður um fiskveiðistjórnunarkerfið og gerðar hafi verið breytingar á kerfinu til að koma til móts við ólík sjónarmið. Núna þurfi greinin hins vegar á stöðugleika að halda. Engin þörf fyrir útlendinga  Hef tröllatrú | B2–B3 TVÍBURARNIR Bjarni og Davíð Hedtoft Reynissynir ætla að gefa dönsku þjóðinni góð ráð um hvernig spara megi peninga. Þeir verða með tíu mínútna löng innslög í sjónvarpsþættinum Rabatten, sem sýndur er á danska ríkissjónvarpinu vikulega frá og með deginum í dag en um hálf milljón Dana fylgist með þættinum vikulega. Bjarni segir að markmiðið hafi verið að kanna á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt hvort raunverulegur munur sé á því dýrasta og ódýrasta sem er í boði. Þeir hafi komist að því að munurinn sé sjaldan mikill og aldrei afgerandi.  Kenna Dönum | 51 Íslendingar kenna Dönum að spara Í GÆR var fyrsti starfsdagur hjá þeim 45 starfsmönnum sem ráðnir voru til Slipps- ins Akureyri ehf. sem yfirtekið hefur rekstur Slippstöðvarinnar. Anton Benja- mínsson framkvæmdastjóri sagði að starf- semin hefði farið vel af stað og að mikil bjartsýni væri ríkjandi. Hann sagði að tek- ist hefði að safna nægu hlutafé til að tryggja reksturinn þá þrjá mánuði sem leigusamningurinn við skiptastjóra þrota- bús Slippstöðvarinnar gildir. Anton sagði fjölda einstaklinga og fyr- irtækja hafa treyst forsvarsmönnum fé- lagsins fyrir tug miljóna króna hlutafé og sýnt málinu mikinn áhuga. „Því miður tókst okkur ekki að fá KEA í hóp stofn- hluthafa að þessu sinni þó að eftir því hefði verið leitað,“ segir Anton. „Við hörmum það. Við teljum félagið mjög væn- legan samstarfsaðila. Ég vil þó ekki úti- loka að KEA taki þátt í þessari uppbygg- ingu þó að síðar verði.“ Eins og fram hefur komið var KEA aðili að félagi með Sjöfn eignarhaldsfélagi og Sandblæstri og málmhúðun sem átti í við- ræðum um yfirtöku á rekstrinum í Slipp- stöðinni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á laugardag.  Ánægðir | 21 Hluthafasöfnun hefur gengið vel ERFIÐLEGA hefur gengið að ráða fólk í af- greiðslustörf í verslunum eða á skyndibitastaði í haust enda mikið framboð af atvinnu um þessar mundir. Atvinnurekendur, eins og t.a.m. hjá 10– 11 verslununum, brugðu m.a. á það ráð að gefa starfsmönnum iPod tónhlöðu sem hófu störf og munu starfa áfram næstu fjóra mánuði. Það sama átti við ef eldri starfsmenn gátu fengið nýtt fólk til starfa í verslununum, þ.e. þeir fá einnig gefins iPod. Þeir verða hins vegar að hafa unnið hjá 10–11 í hálft ár. hvern nýjan starfsmann sem kemur í fullt starf og starfar áfram næsta hálfa árið. Að sögn Maríu Jónasdóttur, framkvæmda- stjóra Ráðningarþjónustunnar, hefur verið aug- ljós skortur á fólki í verslunarstörf og lægra launuð störf í haust miðað við í fyrra. Hins vegar fáist fólk á endanum í störfin. „Það kemur á endanum en það tekur kannski aðeins lengri tíma.“ Hjá McDonalds hefur ástandið verið mjög erfitt enda sérstaklega reynt að ráða fólk í fullt starf. Hafa stjórnendur fyrirtækisins því ráðið átta erlenda starfsmenn, fjóra Portúgala og fjóra Pólverja, til þess að starfa hjá fyrirtækinu. Ekki er um að ræða afgreiðslustörf þar sem þeir tala ekki enn íslensku. Fyrirtækið sér þó um að verða þeim úti um íslenskukennslu. Þá er svipað uppi á teningnum þar og hjá verslunum 10–11 varðandi það að ef eldri starfsmenn geta fengið nýja til vinnu fá þeir 25 þúsund kr. fyrir Fá iPod að launum  Erfiðara | 8 DAGUR glímunnar var haldinn hátíðlegur um land allt í gær og var það í fyrsta skipti sem þjóðaríþrótt Íslands er tileinkaður heill dagur. Af því tilefni stóðu íþróttakennarar í grunnskólum landsins fyrir kennslu í helstu glímutökum og Glímusamband Íslands efndi til glímu- sýningar í rökkurhúmi gærkvöldsins þar sem skuggamyndum glím- unnar var varpað á Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skugga glímunnar varpað GAMALL legsteinn frá fyrri hluta 18. aldar fannst í suðurhluta kirkjugarðsins í Reyk- holti sl. föstudag þegar verið var að taka þar gröf. „Þetta er mjög óvenjulegur fundur á þessum stað. Við komum niður á þennan líp- arítstein sem er rúmlega 122 cm að lengd og kom upp alveg heill og óskaddaður,“ segir Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti. Seg- ir hann greinilegt að steinninn hafi legið lengi í jörðu því letrið á honum sé algerlega óskaddað, en svona steinar veðrast oft illa. „Letrið er mjög skýrt og fagurlega gert. Á steininn er letrað að þar hvíli guðhrædd heiðurskvinna, Kristín Ásgeirsdóttir, sem dá- ið hafi á 88. aldursári á því herrans ári 1711.“ Þess má geta að í heimildum má finna konu með því nafni sem fæddist 1623 og lést, sam- kvæmt heimildum, 1710. Í heimildum er Kristín þessi Ásgeirsdóttir skráð sem ekkja búandi á Sturlureykjum í Reykholtsdals- hreppi árið 1681, á Sturlureykjum manntals- árið 1703 og í Reykholtsdalshreppi árið 1710. Má leiða af því líkum að hér sé um sömu konuna að ræða þó að ártalið 1711 sé letrað á legstein hennar. Að sögn Geirs þekkist að legsteinar á borð við steininn sem fannst í Reykholti, hvort heldur með rúnaletri eða latínuletri, sígi ofan í jörðina með tímanum og víða sé því vitað af legsteinum í kirkjugörðum undir yfirborðinu þótt þeir séu ekki sýnilegir. Nefnir hann í því samhengi kirkjugarðana á Gilsbakka og í Síðumúla þar sem mikið sé um slíka steina og eru þeir merktir inn á uppdrætti af görð- unum. Grafið á sömu fermetrum í þúsund ár Hvað legstein Kristínar varðar segir Geir hins vegar augljóst að steinninn hafi verið lagður ofan í jörðina síðast þegar grafið var á staðnum sem var, að hans sögn, árið 1885. Bendir Geir á að í gömlum kirkjugörðum sé það alltaf svo þegar teknar eru nýjar grafir að komið sé niður á eldri bein eða beina- grindur. „Enda búið að grafa á sömu fer- metrunum í þúsund ár í elstu kirkjugörð- unum. Þegar komið er niður á bein er þeim haldið saman og þau lögð niður með þeirri kistu sem sett er niður hverju sinni, enda venjan að grafa ættingja saman. Hér liggja afkomendur því í sömu reitum jafnvel óslitið í nokkrar aldir,“ segir Geir. Spurður hvað gert verði við legsteininn sem fannst segir Geir að hann verði varðveittur inni við í ann- arri hvorri kirkjunni í Reykholti. Legsteinn frá árinu 1711 fannst niðurgrafinn í kirkjugarðinum í Reykholti „Guðhrædd heiðurskvinna“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Ljósmynd/Reykholtskirkja Á legsteininum kemur fram að þar hvíli guð- hrædd heiðurskvinna að nafni Kristín Ás- geirsdóttir sem lést 1711 á 88. aldursári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.