Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 1
& <* ftmmt 70. tbl. — Miðvikudagur 25. marz 1970. — 54. árg. 10 ár frá fjölda- morðuimm Á laugardatg voru 10 ár Iiðin frá Sharpeville-morðunum í Suður Afríku. Þá réðist lögreglan gegn stórum hópi blökkumanna, sem Toru í friðsamri mótmælagöugu í korginni Sharpeville og myrtu 67 þeirra en særðu 180 a'ð'ra. Á laugardaginn var þessa óliugn anlega atburðar minnzt víða um hcim, in. a. í London. Þar var at- burðurinn settur á svið á Trafalg ar-torgi, og horfði mikill mann- fjöldi á eins og meðfylgjandi mynd sýnir. (UPI) »#Spii<» »»inMXt#>#p^ FINNIAND HAFNAR NORDEK NTB-Helsingfors, þriðjudag. Stjórn Finnlands ákvað í dag að undirrita ekki samninginn um stofnun Nordek — norræna tollabandalagsins. Hefur þvi bráðabirgðastjórt Ml'l&Jtvistös endanlega vísað málinu frá sér, en næsta stjórn Finnlands niiin væntanlega taka það aftur til meðferðar. Þykir þó augljóst, að ákvörðun finnsku stjórnar innar þýðir a.m.k. frestun Nor- dek, og jatfnvel að stofnun þess sé endanlega úr sögunni. Ríkisstjórnin útskýrði ekki ítarlega ástæðu þessarar ákvörð uháf" síriháf, én vísaði þó til \yæntanlegra, viðræðna Noergs iog Dákmerkur um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, EBE. Karjalainen, utanríkis- ráðherra Finnlands, sagði áð finnska . stjórnin hefði fyrir löngu gert öðrum Norður- löndum ljóst, að ef eitthvert Norðurlanda hæfi viðræður við EBE um aðild, þá væri Nor- defc þar með úr sögunni. Að- spurður, hvort eitthvað hefði breytzt í þeim miálum frá fundi Norðurlandaráðs í Reyfcjavík, sagði Karjalainen, að samstarf Norðurlandanna við EBE hefði aufcizt mjög og stefnt væri að skjótri aðild þeirra að banda laginu. Ákvörðun finnsku stjórnar- innar kom mijög á óvart á öðr- um Noriðurlöndum, en þó voru menn efcki samdóma um hvort þetta þýddi aðeins frest un Nordeks eða dauða þess. ->» FRUMVARP FRAMSÓKNARMANNA: OLDRUÐU FOLKI VERDI IVILNAÐ I SKÖHUM OG ÚTSVÖRUM SKB—^Reykjavík, þriðjudag. í dag var lagt fram á Alþingi frtimvarp til laga um sérstakan útsvars- og skattfrádrátt aldraðs fólks, sem nýtur ekki lífeyrissjóðs réttinda. Flutningsmenn eru Ing- var Gíslason og Jón Skaftason. í fýrstu grein frumvarpsins segir að hafi skattgreiðandi, sem eigi njóti lífeyrissjóðsréttinda, náð 70 ára aldri, skuli til viðbótar öðrum frá- drætti draga sérstaklega frá tekj- um hans, áður en lagður er á tekju skattur og útsvar, a.m.k. 50 þús. kr. ef hann er einhleypur, en 75 þús. kr. ef hann á maka á lífi. Eigi gildir þó þetta ákvæði ef viðkom- andi hefur með höndum sjálfstæð- an atvinnurekstur. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að mikið sé nú rætt um hvað gera megi öldruðu fólki til hagsbóta. Mikilvægt sé að koma upp dvalarheimilum fyrir aldrað fólk, og hafi nauðsyn þess máls yfirleitt átt hljómgrunn hjá ráða- mönnum og almenningi i landinu Hins vegar sé langt frá að f jölgun dvalarheimila leysi allan vanda. Hafa verði og í huga þá lausn að gera öldruiðu fólki kleyft m.a. f jár- hagslega að diveljast sem lengst á eigin heimdlum og koma þannig í veg fyirir þá röskun á heimilis- högum, sem margt aldrað fóik verði að horfast í augu við. Þó sé hér fyrst og fremst um að ræða það fólk sem ekki nýtur neinna líf- eyrissjóðsréttinda. Alðstaða ldfeyris sjóðsfélaga sé öll önnmur og betri. Þvi leggi flutningsmenn frum- varpsins til að öldruðu fólki, sem ekki nýtur lífeyrissjóðsréttinda, sé ívilnað í sköttum og útsvörum eftir sjötugt. Og sé meginröksemd sú, að þessu fólki yrði þá fremur kleyft að leggja fyrir til síðustu æviára sinna nokkurt s.iálfseiginar- fé, sem yrði þvi ómetanleg stoð og til öryggis afkomu þess. Efcki muni þetta frumvarp hafa neina úrslitaþýðingu fyrir tekju- möguleika hins opinbera.því hvort tveggja sé, að ekki sé hægt, og vart sæmandi, að reisa verulega tekjuvon á skattlagningu gamal- menma. Slíkur stuðningut viið sjálfbjarg airviðleitnd hinna öldruðu dragi úr þörfinni á beimni opihberri aðstoð við aldrað fólk og sé því i rauninni hér um að ræða sérstakt form félagslegra aðgerða í þágu aldr- aðra. Útskipun á loðnu- mjöli hafin FB—Reykjavfk, þriðjudag. f dag var verið að skipa út 750 Icstuni að Inðnumjöli frá Hafsíld á Seyðisfirði og siimulciðis 250 lestum frá verksmiðjunni á Stöðv arfirði. Enn berst loíína til sfldar verksmiðjanna á Austf jiirðuin, þótt loðnugangan sé nú koniin alllaugt vestur með Suðurströndinni. Hafa verksmiðjurnar eystra tilkynnt, að þær borgi margar hverjar 10 til 15 a'Urum hærra verð fyrir loðnu kílóið, en hið auglýsta loðnuverð hefur verið til þessa. Síldarverksmiðjan á Neskaup- stað tilkynnti í dag, að hún greiddi 15 aurum hærra verð á skipta hlut, en gert væri ráð fyrir í samn ingum, og væri sú upphæð greidd flrá upphafi vertíðar. Til Nes- kaupstaðar hafa nú borizt 13.000 tonn. og í dag komu þangað um 1200 tonn. í gær og í dag hafa borizt 450 lestir af loðnu til Seyðisfjafðar. Þar hefur Hafsíld tilkynnt, að hún greiði 15 aurum hærra verð fyrir loðnukílóið, og SR á Seyðisfirði segjast gera sama, en hafa bp enga loðnu fengið til þessa. Á Reyðarfirði hefur SR tekið á Framhald á bls. 2. Aðalfundur miðstjórnar Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst aS Hótel Sögu í Reykjavík föstu- daginn 3. apríi kl. 13.30. , Tíminn verður 44 síður og lesbók á morgun TK—Reykjavík, þriðjudag Fimmtudagsblað Tímans, „skír- dags- og páskablað" verður að þessu sinni 44 siður og Sunnudags- blað, lesbók, að auki. Er þetta mesta útgáfa Tímans á einum degi til þessa og verður vonandi vel þegið al' lcsendum yfir lengstu „ ylaðalausu helgi" ársins, því menn fá enB'ir. dagl.lnð f bendnr í daga í röð og Tíminn kemur ekki út aft- ur fyrr en miðvikudaginn 1. apríl. Reynt hefur verið að vanda til efnis „páskablaðsins" og meðal fjölbreytts efnis má uefna þetta: Elías Jónsson ritar greinina „Veizla í Steininum", þar sem rakinn er flótti úr Hegningarhús- inu og inn aftur. Oddur Ólafsson ritar um nornir og galdramenn í Kaliforníu nútím- ans, þar sem hjátrú af ýmsu tagi er mjög útbreidd og trúin á töfra- gripi- og lyf er jafn sjálfsögð og að fara til læknis þegar maður verður veikur. Fríða Bjöpnsdóttir skrifar grein- ina „Nýjar námsbrautir á lista sviðinu", og segir þar frá heim- sókn í keramikdeild Myndlista- og handíðaiskólans, en sú deild tók tfl starfa á siðasta hausti. Sólveig Jónsdóttir á viðtal við Arna Björnsson, safnivörð, um páskasiði og einnig um starf Þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafns ts- lands. Snjólaug Bragadóttir skrifar greinina „Hvar stóð bær Ingólfs" og er þar fiallað um ramnsótonir og hugleiðingar um, hvar í Reykja vik landnámsmaðurdnin hafi búið. Alfreð Þorsteinsson ritar um Frannhakl á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.