Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 4
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 25. man 1970 velur veb blæddan -x- QEFJUIi QJMIIRÐ ®(@ LESANDINN HBS Kjötiðnaðarmenn Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjómar og trúnaðarmannaráðs Félags íslenzkra kjötiðnaðarmanna. Listum skal skilað á skrifstofu félagsins f. h. laugardag 28. marz. 1970 og skal hverjum lista fylgja meðmæli 12 fullgildra félagsmanna. Stjórn F- í. K. Bifreiöaeigendur athugiö Tek að mér að bóna. þvo og ryksuga bfla. SækJ og sendi ef óskað er. ódýrt og vandað Sími 81609 OKUR - VEXTIR Eins.og frá var greint í síð- asta þætti, kemst sennilega upp um fæst brot gegn oikur- lögum, þar sem okurkarlar beita aðferðum, sem erfitt er að leiða sönnur að. Ákvæði samnings um vexti eru ef til vill höfð algerlega lögum sam- kvæmt, þótt lögin séu samt þverbrotin. Skulu nú nefndar nokkrar þessara aðferða, en tæmandi verður talningin aldrei. Farið er í krimgum vaxta- tökubannið með því að láta lántakanda gefa út skuldbind- ingu um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar, sem er svo eða svo mikiu hærri en raunverulega lánshæðin, sem þá er greidd, en vexti skal þá greiða af hinni skráðu fjárhæð, samkvæmt ákvæðum s'kuldbindingarinnar. Skuldbindingarskjalið getur auðvitað verið bæði víxill og skuildabréf, með tryggingu eða án hennar. Mismunur á raun- verulega láninu og skráða lán- inu og vextir af þeim misrnan eru þá ofgreiddir vextir. Önnur leið, sem kemur í sama sfað niður er sú, að skuld bindingarskjalið hljóðar á hina raunverulegu lánshæð, en ein- ungis hluti hennar er greiddur ,1'ántakanda. Hann greiðir þá mismun þessara fjárhæða og vexti aí honum með sama hætti og í fyrra dæminu. Fara má einnig í kringum vaxtatökubannið með því að lánardrottinn lætur lántakanda greiða vexti fyrirfram af láns- hæð allri, sem svo skal greiða með afborgunum á tilteknum tímabilum. Ef t.d. A lánar B að nafninu til kr. 5000,00 með 6% ársvöxtum, þannig að láns- hæðina skal greiða með 1000 kr. afborgun árlega, en tekur þegar í stað vexti af allri láns hæðinni fyrir 5 ár, eða kr. 1.500,00, þá hefur lánveitandi oftekið kr. 600,00, þótt ekki séu reiknaðir vextir af hinum ofteknu vöxtum. Er mér ekki grunlaust um, að hin vinsæ'U afborgunarviðskipti hér á landi í sambandi við kaup á öllu mögulegu og ómögulegu, eigi sér stað á iíkan hátt, en um það sfcal þó ekkert fullyrt. Loks má geta þess, að ólög- lega vaxtatöku má dylja í mbrg um öðrurn samningum en láns- samningum eða kaupasamning- um, svo sem t.d. verk- Oa vinnu samningum. En þar sem þessi þáttur átti ek,ki að vera nein kennslustund í okri, en miklu fremur víti til varnaðar, verður hér látið staðar numið, enda eru menn furðu hugkvæmir þegar fara skal kringum 'lög sem þessi. Algengt er að raunveruleg lánveiting er klædd ) gervi kaups og sölu. Svo er t.d. þegar banki, sparisjóður eða einstak- ur maður „kaupir“ víxil eða skuldabréf af lántakanda sjálf- um. Slí'k lögskipti eru ekkert annað en dulbúin lánveiting, en vextir eru þá venjulega kall- aðir forvextir, teknir fyrir- fram. Innlánsvextir eru þ?ir vextir almennt kallaðir, sem menn fá af peningum, sem þeir leggja inn til ávöxtunar í pen- ingastofnanir (þótt það sé kannski varla þekkt lengar — ég veit það ekki), en dráttar vextir, þeir refsivextir, sem mönnum er gert að greiða, standi þeir ekki við skuldbind imgar sánar á gjaldaga (og munu þeir vextir fslendingum mörgum vel kunnir). Með lögum frá árinu 1961 var Seðlabanka fslands veittur réttur til að ákveða hámark og lágmark vaxta og skal það gert með auglýsingu í Lögbirt ingarblaðinu. Leyfileg hæð vaxta er mijög mismunandi, en helztu núgild- andi vextir eru: Almennir inn- Iánsvextir (t.d. af almennum sparisjóðsbókum) 7%, þeir út- lánsvextir, sem venjulega eru kallaðir víxilvextir, 9%, ef vixl ar eiga að greiðast upp innan 90 daga, en 9V2 %, ef um fram lengingarvíxla eða víxla til lengri tíma er að ræða og er raunar heimilt að bæta %% ársvöxtum við, ef um er að tefla víxla til lengri túna en eins árs, ef þeir fara í vanskil eða eru ek'ki greiddir samkv. samningi, og loks vanskilavext ir eða dráttarvextir, sem eru 1% á mánuði eða fyrir brot ár mánuði. Þess má svo rétt aðeins geta að lokum, að í sjónvarpsþætti hefur verið upplýst ,að Seðla- bankinn hafi heimilað sjálf'im sér að taka 16% dagvexti frá þriðja degi í refsivexti, hafi viðskiptabankarnir farið fram yfir leyfilegan yfirdrátt þeirra hjá „yfirbankanum“. Ég man að vísu ekki eftir að þetta hafi verið auglýst lögum samkv., en sjálfsagt hefur auglýsingin farið fram hjá mér. Björn Þ. Guðmundsson. Tökum að okkur allt múrbrot. gröft og sprenging- ar i húsgrunnum og holræsum. leggjum skolp- leiðslur. Steypum gangstéttir og tnnkejrrslur. — Vélaleiga Simonar Simonarsonar, Álfheimum 28. Sími 33544. ss HÁTÍÐAINNKAUPIN HJÁ 0KKUR Vöruvalið aldrei meira í verziunum vorum víðsvegar um borgina BÚDIRNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.