Tíminn - 25.03.1970, Qupperneq 9

Tíminn - 25.03.1970, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 25. marz 1970 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F'rajnkvænuiastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þorarinn Þórarinsson (áb) Andés Kristjánsson. Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjómar- sikrifstofur 1 Edduhúsinu simar 18300—18306 SkrifstofuT Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasimi- 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300 Áskrifargjald kr 165.00 a mán- uði, ínnanlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm Edda hf. Framkvæmd verðlagsmáSanna í grein eftir Björn Fr. Björnsson, sýslumann og al- þingismann, sem birtist hér í blaðinu í gær, er það ítar- lega rakið, að hægt sé að bæta úr þeim ágöllum, sem kunria að vera á framkvæmd verðlagshaftanna, án þess að breyta lögunum. Björn Fr. Björnsson rekur það í grein sinni, að engin bein fyrirmæli séu í núgildandi lögum um íhlutun ríkis- valdsins um verðlagsmálefni. Hins vegar hafi verðlags- nefnd heimild til þess, ef hún telur það nauðsynlegt- Undir þeim kringumstæðum eigi framkvæmd verðlags- ákvæðanna að byggjast á tveimur höfuðatriðum. í fyrsta lagi eiga verðlagsyfirvöldin að veita almenningi nauðsjm- lega vernd gegn óeðlilegu verðlagi. í öðru lagi eiga þau að hafa til hliðsjónar þarfir þeirra fyrirtækja, sem búa við hagkvæman og skynsamlegan rekstur og miða verð- lagsákvarðanir við það. Það er vitanlega vandasamt að þræða þessa leið, og þó alveg sérstaklega á tímum tíðra gengisfellinga og skattahækkana, eins og þjóðin hefur búið við að undan- förnu. Verðlagsyfirvöldin hafa líka orðið fyrir verulegri gagnrýni, einkum þó af hálfu verzlunarinnar, sem telur að oft hafi ekki verið farið eftir framangreindum fyrir- mælum. Það er líka viðurkennt af fulltrúum launþega- samtakanna í séráliti þeirra um verðgæzlufrumvarpið. sem féll á Alþingi í fyrradag. Þar segir, að starfshættir þeir, sem hafi tíðkazt í þessum efnum, „séu allt annað en fullkomnir eða gallalausir“. Jafnframt leggja þeir áherzlu á, að verðlagsmálastefnan eigi að vera sveígjan- leg, þ.e. verðlagsíhlutun eigi að auka og minnka eftir aðstæðum á hverjum tíma. Þetta var líka meginstefnan í frv., sem féll. En fulltrúar launþegasamtakanna leggja áherzlu á, að þessa sveigjanlegu stefnu megi framkvæma innan ramma núgildandi verðlagslaga Það var því engin knýjandi nauðsyn að breyta lögum til að koma fram réttmætum lagfæringum á verðlags- málum, enda átti samkv. verðgæzlufrv. að búa við óbreytt skipulag a.m.k. fram yfir næstu þingkosningar. Ef fulltrúar stéttanna í verðlagsnefndinni koma sér ekki saman um slíkar leiðréttingar, hefur ríkisstjórnin fyllstu aðstöðu til að framkvæma þær. Fulltrúi hennar er oddamaður í verðlagsnefndinni og ræður sem slíkur langmestu um framkvæmdina. Ríkisstjórnin getur þannig mótað það að mestu hvernig framkvæmdin er. Eftir fall verðgæzlufrumvarpsins hlýtur ríkisstjórnin því að snúa sér að því að lagfæra það i framkvæmd þessara mála, sem helzt er talið miður fara. Annars er allt tal hennar um þetta efni blekkingar og látalæti. Minni en Eggert Verðgæzlumálið dregur upp harla óglæsilega mynd af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa talið verð- gæzlufrumvarpið h.jartans mál sitt Þó þarf ekki annað en að Eggert Þorsteinsson leggi linefann á borðið og segist vera á móti því. Enginn trúir því, að Eggert sé slíkur skörungur. að hann hefði staðið við þessa hótun sína, ef honum hefði verið sagt, að ella myndi stjórnin falla. En ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þorðu ekki að eiga á hættu að segja það Þess vegna kusu þeir heldur að lyppast niður. Þeir reyndust enn minni skorungar en Eggert. Slíkt er mannvalið í ríkisstjórn íslands í dag. Þ. Þ. TIMINN 9 JAMES FERON, The New York Tlmes: Israelsmenn eru að setjast að á herteknu landssvæöunum Það þykir merki þess, að þeir ætli ekki að sleppa þeim aftur LEIÐTOGAR Israelsmanna fullyrbu í upphafi við erlenda sendimenn, að sex-daga styrj- c.din væri ekki háð til þess að færa út landamæri. Naoxim- ast var þó vika liðin, þegar þeir sögðu, að þeir hyrfa aldrei tii hinna fyrri landamæra. Og fullyrðingarnar stóðu í raun og veru ekki hvor gegn annarri. í júníbyrjun 1967 höfðu ísraelsmenn ekkert annað í huga en að koma í veg fyrir yfir- vofandi ógæfu. Allir ísraels- menn os langflestir aðrir litu á styrjöldina sem varnar- styrjöld. Þegar styrjöldinni lauk svona skjótt með fullnað arsigri, fylltist þjóðin fögnuði, en ályktaði síðan, að einhverjar leiðréttingar yrði að gera, bæði í stjómmálum og landfræði- lega. Hverjar áttu þesar breyting ar að vera? Gátu ísraelsmenn framkvæmt leiðréttingarnar sjálfir, meðan leiðtogar Araba vora þess ekki umkomnir að semja? Þrjú ár eru senn liðin frá styrjaldarlokum, friðarum- leitanir koma enn ekki til greina, en þessar spurningar halda áfram að sækja á ísraels menn. NOKKRAR breytingar hafa farið fram. Jórdanski hluti Jerúsalem hefur verið innlim aður til þess að koma i veg fyrir, að borginni verði skipt að nýju, og talin hernaðarnauð syn að bæta Golan-hæðunum /ið. ísraelsmenn eru nú búsett ir á tuttugu og einum aðset- ursstað á hinum hernumdu svaeðum og 11 eru á Golan- hæðunum. Níu aðsetursstaðir bætast við fyrir árslok 1971. Níu aðsetursstaðanna eru ein-s konar varaherstöðvar, sem ísraelsmenn segjast geta yfir- gefið ef nauðsyn krefur, en aðrir draga það í efa. Hitt eru aðsetursstaðir óbreyttra borg- ara á svæðum, sem ísraels- menn ætla að halda, svo sem Golan-hæðunum og vestur- bakka Jórdan. Yigal Allan varaforsætisráð- herra ísrael lýsfi yfir í fyrri hluta þessa mánaðar, að ríkis- stjómin væri að athuga, hvor' rétt væri að stofna til útborg ar Gyðinga við Hebron, eina aðalborgina á vesturbakka Jórdan, þar sem andúð á Gyðing um er afar rík. Allan sagði, að frumdrög að uppdráttum yrðu til fyrir mánaðaimót og þá yrði tekin ákvörðun um, hvort úr framkvæmdum yrði. Samþykki ríkisstjórnin framkvæmdina (fyrri ríkisstjórn reyndi þrisvar að taka ákvörðun en tókst ekki) verður fullnaðarteikning um lokið fyrir mitt næsta ár. VERÐI úr þessari fram- kvæmd er þar um fyrsta að- setursstað Gyðinga að ræða í þéttbýli Araba. Sumir telja einnig, að framkvæmdin fyTÍr- byggði, að Jórdaníu verði af- hentur vesturbakki Jordan að nýju, eða að minnsta kosti suð urhluti svæðisins. Andstæðing ar áætlunarinnar halda fram, að stofnun slíkrar útborgar hafi sterk sálfræðileg áhrif og þessi áhrif hvíla þungt á þeim, sem eru að reyna að koma á friði. Þetta kom berlega fram und- ir eins eftir að Allon lýsti hug myndinni um útborgina. Þing- maður úr vinstri armi Mapam- flokksins átti í deilum við fylgj anda útborgarhugmyndarinnar úr hægri armi flokksins og hélt því fram mec nokkurri beiskju, að kostum fsraelsmanna fækk aði ískyggilega. Fleiri eru sama sinnis, og þó minnihluti, en verður sarnt vart í viðskiptum, háskólunum, þinginu og þó sér staklega innan Mapam-flokks- ins. Fræðilegir leiðtogar Mapam- flokksins eru Gyðingar fréAust ur-Evrópu, sem somu til ísrael fyrir nokkrum áratugum til þess að sjá um myndun sam- yrkjubúanna, og voru margir þeirra frá Rússlandi. Þetta voru sósíalistar, en sögðu skil- ið við forustu Moskvumauna fyrii löngu. Þeir berjast gegn stefnu ríkisstjórnarinnai um stofnun fastra aðsetursstaða, þar sem það geri erfiðaða fyrir um úrrs#ði og færri kosta verði völ eftir en áður. Senni- lega eiga þeir fylgjendur innan ríkisstjórnarinnar, t.d. að 611- um líkindum Abba Eban utan- ríkisráðherra. MEÐAL þeirra, sem eru fylgjandi stofnun fastra aðset- ursstaða á hernámssvæðunum, eru bæði áhugamenn um út- færslu, sem fagna „stækkun ísraels“ út fyrir vopnahléslín- una, og harðvítugir hentistefnu- menn, sem færa fram þung rök. Þeir segja til dæmis, að fleiri kosta sé völ en áður, ef Gyðingar setjast að við Hebron Og víðar. Arabar hljóti álykta sem svo, að landssvæð- iinucn éigi' að ski’á. ef ís'-ae’- menn ákveði að koma engum föstum aðsetursstöðvum upp. Þessir menn halda einnig fram, að fyrirætlanir um fasta búsetu kunni að reka á eftir Aröbum að hefja samninga, og þá á þeirri forsendu, að þess færra verði að semja um, því lengur sem samningar dragast. Þeir segja ennfremur, að ekk- ert mæli gegn því, að verk- smiðja í eigu Gyðinga eða út- borg Gyðinga, verði á þeim svæðum, sem Arabar hafi um- ráð yfir eftir að samningar séu komnir á, enda geti ísraels- menn varla samþykkt friðar- samninga á Gðrum grundvelli en þeim, að komið sé á eðli- legu ástandi. EIGI að síður er það stað- reynd, að aðsetursstaðir ísraels manna verða varanlegir og landið milli þeirra lýtur ísrael. Borgaralegir aðsetursstaðir verða vissulega varanlegir og varaherstöðvarnar verða tæp- ast látnir af hendi tregðulaust við friðarsamninga, enda þótt að haldið sé fram í stjórnmála- deilum, að þær séu aðeins til bráðabirgða. Stofnun þessarra stöðva bend ir til stjórnmálaákvarðana. Með al átta nýrra aðsetursstaða, sem fyrirhugað er að koma upp á næstunni, eru tveir á Gaza- strandlengjunni. Það hefur vei ið ætlur ísraelsmanna síðan sex-daga-stríðinu lauk, að inn- lima þetta svæði, og stofnun aðsetursstöðva þar undirstriic- ar þá ætlun. Arabar telja þessar aðfarii renna stoðum undir þá fullyrð ingu, að glötuðu landi verði ekki náð á annan nátt en með valdi, jafr.vel þó að aldir þurfi til. ísraelsmenn leggja eyrun við þessari fullyrðingu cg telja hana einmitt réttlæta fasta að- setursstaði á landamærunum, þar sem þeir verði útvarðs- stöðvar landvarnanna. Hernumdo svæSin eru grá, svörtu þríhyrningarnir sýna aSsetursstaði, sem búiS er aS koma á fót, og hvitu þríhyrnlngarnir fyrirhugaða aðsetursstaði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.