Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 25. marz 1970 Maysie Greig ÁST Á VORI svo í mínu ungdæmi. Eg vildi alltaf helzt að kvöldið entist fram að morgunverði, og stunduim gerði þaS Iþað líka. Hann opnaði bílhurðina fyrir Beth, og ihún settist í framsætið við hlið hans. Það var óumræðan- lega þægilegt að koma sér fyrir í velbólstruðu sætinu. Allt bar vott um ríkidæmi. — Ég hef aldrei oröið fyrir öðru eins áfalli og í kvöld, þegar þú komst inn í stofuna, sagði hann allt í einu. — Hvers vegna hefur þú ekki gefið mér tækifæri til þess að kynnast þessari hlið á þér fyrr? Hún hló glaðlega. — Mér hef- ur því miður ekki gefizt kostur é því, góði herra. Þegar yjð höf- um farið út að borða saman hing- að til, hefur það alltaf verið vegna þess að við höfum þurft að vinna fram eftir á skrifstofunni. —Ég hef verið mesti kjáni. Auðvitað foefði ég átt að bjóða þér oft út á þennan hátt áður. Eins og þú veizt, hef ég góða íbúð við Curzon stræti. Hún er vel búin húsgögnum og þjónust- an er þar í bezta lagi, en samt er á engan hátt hægt að kalla hana heimili. Ég hef oft verið einmana á kvöidin. Stundum hef- ur mér dottið í hug að hringja til þín, -og spyrja, hvort við gæt um ekki farið út og fengið okkur eitthvað snarl saman á kvöldin og brugðið okkur á eftir í ein- hvern klúbbinn. Ég býst við, að ég hafi bara ekki þorað það. Og svo er þess að gæta, að samband okkar á skrifstofunni hefur verið til fyrirmyndar, og ég því verið hræddur við að ef ég reyndi að fara að bjóða þér út, þá myndi ég eyðielggja það. — En þér þykir ekki verra að eyðileggja það í kvöld, hr. Dill- an? —Ég átti ekki annars úrkost- ar. Ég varð að ræða við þig per- sónulega, Beth. Ég vildi efcki tala um þetta við þig á skrifstofunni. Hún leit hugsandi á hann, og vissi ekki, hvort hún átti að þora að vona. Var þetta persónulega, sem hann hafði minnzt á ef til vill það sama, sem hana hafði dreymt um, og hún hafði vonað allan daginn? Þau voru komin 'yfir Putney brúna og voru komin inn í mestu umferðarþvöguna, sem alltaf er um kvöidverSaiieytið í London. — Framkvæmdastjóri Japans- skrifstofunnar okkar, Chris Land our, kom um helgina, sagði hann allt í einu. Hún varð undrandi — Áttu við, að hr. Landour sé í London? — Ég vissi ekki einu sinni, að það væri von á honum. Hann hefur ekki skrifað neitt um það. — Nei. Hann kom skyndilega, en sendi mér þó skeyti á laug- ardagsmorguninn. til þess að láta mig vita. Hann kom síðdegis i gær. Hann kemur og hittir okkur á Savoy í kvöld. Hann hikaði, en bætti svo við . — Hann hafði margt að segja mér. Við töluðum langt fram á nótt. Hún brosti. — Þá er eloki að undra, þótt þú hafir verið undar- legur á svipinn, þegar þú komst á skrifstofuna í morgun, hr. Dill- an. — Var ég þungur á brún? Ég geri ráð fyrir, að ég hafi verið mjög hugsandi. Ég hef enn mik- ið um að hugsa Beth. Ég verð þó að viðurkenna, að ég lifnaði all- ur við, þegar ég sá þig áðan. Ég hef boðið mörgum ':onum út að undanförnu, en það er langt síð- an ég hef verið jafn stoltur af nokkurri þeirra, o£ ég er nú. Hún roðnaði, og glampi kom í augun. — Þakka þér fyrir, hr. Dillan. — Gætirðu ekki kallað mig Tom? þegar við erum svona úti að kvöldlagi. Eða, hann leit á hana rannsakandi, — finnst þér ég sé of gamall, til þess að þú getir kallað mig Tom? — Hvaða vitleysa, hún hló nið- urbældum hlátri, og hún fann hamingjutilfinningu fara um sig. — Mér finnst þú aldrei vera eldri en ég er sjálf, að minnsta kosti ekki miklu eldri, og mér þætti mjög vænt um að mega kalla þig Tom — það er að segja utan skrifstofunnar. bætti hún við í flýti. Hann kinkaði kolli. Eg geri ráð fyrir því, að það sé bezt .Það væri ekki viturlegt að láta hitt starfsfólkið heyra þig kalla mig með fornafpi. Það fór ^hálfgerður hrollur um hana. — Ég kæmist ekki yfir þa'ð. Mér mundi líða mjög Hla út af því. Svo bætti hún við, næstum þvi ógnandi. — Ég gæti orðið að segja upp. — Nei, þú mátt ekki einu sinni láta þig dreyma um slíkt, sagði hann snöggt, og það vottaði fyr- ir ótta í röddinni. — Ég veit ekki hvernig ég ætti að komast af án þín. Ég treysti á þig á svo marg- an hátt, og í kvöld, eftir að ég hef sagt þér það, sem ég ætla að segja þér, munt þú gera þér enn betur grein fyrir því, hversu mjög ég treysti á þig og þarfnast þín. Hún fékk sting í h.jartað. Svo sagði hún við sjálfa sig, að hún væri mesti kjáni, að vera að ala á fölskum vonum í brjósti sér. Hún reyndi að beina huganum inn á aðrar brautir, á meðan þau óku niður eftir Strand, í átt að Savoy. Hún hafði oft heyrt um Christopher Landour, fulltrúa Hy- man, Landour félagsins í Tokyo. Tom hafði einu sinni sagt um hann, að hann væri mjög fær maður. Hún velti því fyrir sér, hversu ungur hann væri. Ekki mjög ungur, hélt hún. úr því að hann ar kominn í svona mikla ábyrgðarstöðu. Hún hafði vélritað óteljandi bréf til hans, en hún gat ekki gert sér ljósa hugmynd um það, hvernig hann væri. Það yrði skemmtilegt að hitta hann í eigin persónu. Það var mikið um að vera i anddyri Savoy Hótelsins. Konur í nýtízkulegum kvöldkjólum, sem margir hverjir báru með sér, að þeir voru upprunnir hjá þekktum tízkuteiknurum, gengu inn í mat- salinn með herrum sínum, klædd- um kvöldfötum, en hljómsveit- in lék nýjustu dægurlögin, og einnig var verið að dansa á gljá- andi gólfinu. Aðrir, sem ekki voru upp á búnir, fóru inn í Grillið, eða þá á barinn. Beth þurfti ekki að skilja slána sína eftir í fatageymslunni, svo þau Tom gengu niður teppalagð- a:i stigann að matsalnum og dans gólfinu. Hún sá Tom sem snöggv- ast í spegli um leið og þau gengu fram hjá. í annað sinn þetta kvöld, varð henni hugsað til þess. hversu myndarlegur hann var. Undarlegt var, að hann skyldi aldrei hafa gifzt, en hún var þess samt fullviss, að hann hefði ekki neina sérstaka andúð á konum. Yfirþjónninn fylgdi þeim að borðinu, sem tekið hafði verið frá handa þeim. Það var í horni, svo- lítið afsíðis. Þar gætu þau talað, án þess að eiga það á hættu, að einhver heyrði til þeirra. Þjónn- inn afhenti þeim tvo geysistóra matseðla, sem á voru óteljandi girnilegir réttir. Beth hló. — Ég er alltaf í hrein ustu - vandræðum, þegar mér eru fengnir í hendur matseðlar á borð við þennan: Ég er svo gráðug .Ég vildi helzt fá að smakka á hverj- um einasta rétti. — Ef svo er, má ég þá panta fyrir okkur? Tom tók af henni matseðilinn. — Ef þér líkar svo ekk' það, sem ég panta, geturðu bara sent það til baka, og feng- ið þér eitthvað annað. Hún dæsti stríðnislega. — Ég fel þér þetta allt, mikli forstjóri. Hef ég nokkurn tíma sagt þér, hve vel mér fellur við stjórnsama kaiimenn? Hann brosti, en brosið líktist meira grettu. — Finnst þér ég vera stjórnsamur? Lem ég þig áfram? Hef ég gert þér lífið leitt Beth? Hún horfði beint á hann. Aug- un tindruðu. — Þú gerir mér líf- ið yndislegt, sagði hún af ein- lægni. — Mér finnst þú stórágæt ur. Það var eins og hann væri hálf- ruglaður. Þannig hafði hún aldrei séð hann áður. Eitt augnáblik var hann miður sín, þótt hann væri um leið ánægður. — MikiS þykir mér vænt um að hafa svona tryggan, litin einkaritara, svo leit hann upp, og horfði beint í augu her.nar, og svona iíka aðla'ðandi. Roðinn í kinnum hennar varð dekkri. Hún horfði fast á diskinn sinn, og svo kom þjónninn með kampavínið þeirra, og stuttu sí'ð- ar var annar þjónn farinn að skammta þeim reyktan lax. Spenna hafði legið í lotfinu, en nú leit hún upp og brosti til hans, án allrar þvingunar. — Mér þykir reyktur lax dásam legur. Þetta æt'iar þó sannarlega að verða stórikostlegui' matur . — Ekki veit ég, hvers vegna ég hef ekki gert þetta fyrr Beth, sagði hann, þegar bjónninn var farinn. Kannski var það vegna þess að ég var hræddur. Hún lyfti höfðinu og leit til er miðvikuclagurinn 25. marz — Boðunardagur Maríu Tungl í hásuðri kl. 2.57 Árdegisháflæði í Rvík kl. 7.38 HEILSUGÆZLA SLÖKKVILI»IÐ og sjútorabifreJSlT SJÚKRABIFREIÐ » Hafnarfirffi sima 51336. fyrir Reykjavík og Kópavog Símj 11100 SLYSAVARÐSTOFA^ i Borgar spítalanum er opin allan sólar hrioglna Aðeins móttaba sla» aðra. Simi 81212 Kópavogs-Apótek og Keflavíkui Apótek eru opin virka daga kl 9—19 laugardaga ki. 9—14 helga daga kl. 13—15. Apótek Hafnarf.iarðar er opið alla virka daga frá kl. 9—7 á laug ardögum kl. 9—2 og á sunnudög- um og öðrum helgidögum er op- i« frá kl. 2—4. Næturvarzla lyf jabúða á Reykja vikursvæiSinu er í Stórholti 1. stau 23245. Næburvörzlu i Keflavik 25. marz annast Kjartan Ólafsson. Kivödd og helgarvörzlu apóteka vik una 21. marz—27. marz annast Ing ólfs-Apótek og Laiugarnes-Apótek. FÉLAGSLÍF Ferðafélagsferðir Páskaferðir. Þórsmörk á skírdag 5 dagar. Þórsmörk á laugardag, Vh dagur. Hagavatn á skírdag, 5 dagar. Sunnudagsferð. Gönguferð á Olfarsfell 22.3. kl. 9.30 frá Arnarhóli. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, símar 11798 ogM9533. Arshátíð Sigtfirðingafélagstns i Reyk.iav£k og nágrenni verður hald in aS Hótel Sögu miSvikudagiitn 25. marz n k. og hefst kl. 19 með borðhaldi. Nánar auglýst síðar Tónabær — Tónabær — Tónabær Félagsstai'f eldri borgara. OpiS hús miSvikudaginn 25. marz. Dag- skrá: Spil, tafl, lestur, kaffi, bóka útlán, upplýsingaþjónusta, kvik- mynd. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 09:00 í dag. Véttn er væntanleg aftur til Keflavíkur kl. 18.40 í kvöld. Fokker Friendship vél félagsins fer til Kaupmannahafnar um Vaga og Bergen í dag kl. 12:00. Guillfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnair kl. 09:00 á föstudag. Innanlandsflug í dag er áætlað að fijúga til Akur eyrar (2 ferðir) tíl Raufarhafnar, Þórshafnar, Vestmannaeyja, tsa- fjarðar, Fagui'hólsmýrar, Horna- fjarðar. A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vest- manmaeyja, Patreksfjarðar, isa- fjarðar, Egilsstaða og Sauðárkróks. Loftleiðir h.f.: Vilhjéimur Stefánsson er væntan- legur frá NY kl. 1000. Fer til Lux- emborgar fcl. 1100. Er væntanlegur til baka frá Luxemtoorg kl. 0145. Fer til NY ki. 0245. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: ArmarfeiH fór í gær frá tsafirði til Hvammstanga, Sauðárkróks, Akureyrar og Húsavikur. JökulfeH fór frá Keflavíik 17. þ.m. tjl Phila- delphia. Dísarfell fór 21. þ.m. frá Svendborg til Norðfjarðar, Horna- fjarðar og Rvíkur Litlafe!] fór 23. þ.m. frá Eskifirði tU Brom- borough. Helgafell fór 21. þ.m. frá Sas Van Ghent til Reyðarfjarðar. Stapafell fór írá Rvíkur 23. þ.m. til Norðuiiandshafna. Mæjife'l fór í gær frá Heröya lii Gufuness. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á fui'ðahöfnum á suðurleið. Hei, :,,i.!r fer frá Rvík kl. 21,00 i kvö!d tii Vestmanna- eyja. Herðubreið kemur til Rvíkur í dag að vestan úr hringferð. ORÐSENDING Minningarkort. Slysavarnafélags Islands, barna- spítalas.ióS H.'in:sms, Skálatúns- heimilisins, Fjórðungssiúkrahúss- ins á Akui-eyri. Helgu tvarsd. Vorsabæ, Sálarrannsóknarfélags Islands, S.I.B.S. Styrbtarfélags Vangefinna, Mariu Jónsdottur flugfo'ey.iu. Fást í Minningabúðinni Laugavegi 56, sími 26725. Minningarspjöld Kvenfélags Laugarnessóknar fást í Bókaverzl- uninni Hrísateigi 19, simi 37560 og hjá Sigríði Hofteigi 19, sími 34544, Astu, Goðheimum 22 sími 32060 og hjá GuSmundu GræmuhlíS 3. sími 32573. iVIinningarspjöld Kapellusjóðs séra Jóns Steingrimssonar fást á eftirtöldum stös-m; -Kart- gripaverzkiB Email. Hafnarstræti 7 Þórskjör, Langh-'.tsvegi 128, Praðhreinsun vusturbæjar, HlíS- arve-gi 29. Kóp^vogi Þórði Stefáns sj»dí, Vík i Mýrdal. Séra Sigurjóni Einarssyni. Ki ^æjarklaustri. SÖFN OG SÝNINGAR tslenzka dýrasafnið er opið alla sunnudí'ga tra kl 2— 5 Asgrímssafn Bergstaðastrætj 74, er opio sunnudaga, þriðiudaga og fimmtudagB kl. 13.30—14. FORNARVIKA KIRKJUNNAR HJALPUM KIRKJUNNI AD HJÁLPA Lárétt: viði 10 Röð 14 Svívirða 1 Bólga 6 MaSur 8 Ung- Slæðnaður 12 Spil 13 Tindi 16 Dýr 17 Dýr 19 Krossgáta Nr. 528 Lóðrétt: 2 Erill 3 Jökull 4 Gangur 5 Hús 7 Kynið 9 Reykja 11 Tré 15 Yrki 16 Beita 18 Féll. Ráðning á gátu nr. 527. Lárétt: 1 Rotta 6 Fár 8 Pan 10 Eta 12 Um 13 Op 14 Rif 16 Aga 17 Ólu 19 Klámi. Lóðrétt: 2 Ofn 3 Tá 4 Tré 5 Spurt 7 Kapal 9 Ami 11 Tog 15 Fól 16 Aum 18 Lá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.