Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 16
MlSvilcudagur 25. mari 1970 Skattfrjálst braskfélag - sjá blaðsíðu 7 K1 FÉLAGSHFIMILI FRAMSOKNAR- MANNA í SUÐURL.KJÖRDÆMI Á síðastaári festi kjördæm- issamband Framsóknarmanna á Suðurlandi kaup á hæð í hús- inu að Eyrarvegi 15 á Selfossi. Síðan hefur verið unnið við þetta húsnæði og má það nú heita fulbúið. Sunnudaginn 22. marz var það opnað formlega og tekið í notkun að viðstöddum falltrú- um Framsóknarfélaga í kjör- dœminu og allmörgum gestum. Þórarinn Sigurjónsson, formað- ur byggingarnendar, rakti sögu hiúskaupa og framkvæmda, þakkaði öllum, er lagt höfðu hönd að verki, þar af höfðu margir unnið í sjálfboðavinnu, og afhenti Jóni R. Hjá'lmars- syni, formanni kjördæmissam- bandsins, afsalsbréf fyrir hús- eigninni. Margar ræður voru fluttar í tilefni þesSa gleðilega viðburð ar os m. a. tóku til móls al- þingismennirnir Ágúst Þor- valdsson og Björn Fr. Björns- son og ritari Framsóknarflok'ks ins, Hel.ga Bergs. Guðmundur Guðmundsson afhenti að gjöf ágætt ræðupúlt frá F.Ú.F. í Árnessýsiu, er formaður þess Eggert Jóhannesson hafði smíð að. Heillaskeyti barst frá Fram- sóknarmönnum í Vestmanna- eyjum, er ekki höfðu komið því við að mæta. Húseign þessi er um 135 flatarmálsmetrar að stærð. Frá gangur allur er hinn vandað- asti og innréttingar smekkleg- ar. Nokkur hluti hússins hefur verið leigður út fyrst um sinn undir skrifstofur, en að öðru leyti verður þarna ágæt að- staða fyrir starfsemi kjördæm issambandsins og Framsóknar- félaganna og aiveg sérstakiega fyrir Þjóðólf, blað Framsókn- armanna á Suðurlandi. Frá vígslu Félagsheimllis Framsóknarmanna I Suðurla ndsköjrdæmi. Ágúst Þorvaldsson alþingismaður er I ræðustól. (Tímamynd Diðrik) ALMENNINGI VERÐI AUÐVELD- AÐ AÐ NJÓTA VETRARORLOFA SKB-Reykjavík, þirðjudag. Þingmenn allra flokka lögðu í dag fram tillögu til þingsályktun- ar um vetrarorlof. Er tillagan á þá leið að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að hafa um það forgöngu við ASÍ og önnur stéttar sambönd í landinu, að kannað verði hvernig auðvelda megi al- menningi að njóta orlofs á vetrum sé rtil hressingar og hvíldar, bæði innanlands við útilíf og í hóporlofs ferðum til Suðurlanda. Verði m. a. leitað samvinnu við Flugfélag fs- lands og Loftleiðir um mái þetta, svo og innlendar fcrðaskrifstofur. í greinargerð með ályktuninni segir m. a. a ðsívaxandi vélvæð- ing í atvinnulífi, sáaukið þéttbýli, hraði og hávaði auki á þörf manna til að nj’óta orlofs síns sem bezt. En s’vo að orlofin verði raunveru- leg almenningseign, þurfi menn að geta notið þeirra á ódýran og hagkvæman hótt, og þau þurfi að falla á þann tíma, sem almenning- ur geti leyft sér að tafca þau af- komu sinnar vegna. Sumur séu hér stu.tt og vetur langir og því veiti þjóðinni ekfci af að nota sum artímann sem bezt til vinnu, en þá verði orlofin afskipt hjá mörgum, nema sá háttur komi til að nota vetrartímann, þegar minnst sé um atvinnu og erfiðara um ýmsar vin nufrarnk v æm d ir. Ýmis stéttarfélög hafi unnið mikið og gott starf að orlofsmál- um á undanförnum árum, en samt sem áður sé staðreynd að fjölmargir hafi mjög sjaldan eða aldrei, ýmist vegna fjárskorts eða tímaskorts getað tekið orlof. Á þessu þurfi að verða breyting en hún verði ekki nema orlofin færist í verulegu mæli á vetrar- tímann líka. Það sé og athyglis- vert verkefni fyrir flugfélögin að nota flugvélar sínar í hópferðir til Suðurlanda þegai fátt sé um farþega á auglýstum leiðum. Síðasti bærinn í dalnum sýnd mikið lagfærð OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Hin vinsæla barnakvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bær inn í dalnum, verður sýnd i Tjarnarbæ eftir páska. Verður fyrsta sýningin að þessu sinni annan dag páska. Er myndin mikið endurbætt frá því hún var sýnd síðast. Hefur verið sett inn á hana nýtt tal og tónn. Ný kópía af myndinni var gerð í Danmörku en liljóð upptakan fór fram hjá sjónvarp inu. Óskar Gíslason sagði i dag, að rétt 20 ár séu nú liðin síðan hann gerði þessa kvikmynd. Var myndin að mestu tekin á Tanna stöðum í Ölfusi og inniatriði : baðstofunni í Árbæ. Leikendur voru bæði áhugafól'k og lærðir leikarar. Er mvndin gerð eftir har.driti Lofts Guðmundssonar, en Ævar Kvaran annaðist leik stjórn, Jórunn Viðar samdi tón list við myndina. Flestir þeirra sem léku í myndinni töluðu sín hlutverk inn aftur. Meðal þeirra eru Þóra Borg, Jón Aðils og Valdi mar Lárusson. Frú Friðrika Geirsdóttir, sem lék telpuna tal aði nú aftur inn á myndina og hefur röddin breytzt furðulítið á þessum tíma. Að sjólfsögðu gat drenginn, ekki talað sitt hlut verk aftur. PRÚFKJÖR FRAMSQKNAR- MANNA í HAFNARFIRÐI Farmsóknarfélögin í Hafnarfirði efna til pró'fkjörs um skipan fram- boðslista við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Prófkjörið fer fram 4. og 5. apríl á skrifstofu félaganna að Strandgötu 33 kl. 2—7 e.h. báða dagana. Skrifstofan verður einnig opin 31. marz ti'l 3. apríl, kl. 8—10, öll kvöldin, og er stuðningsfólik list- ans, sem taka vi.il þátt í prófkjör- inu og ekki hefur fengið kjör- gögn send, hvatt til þess að hafa samband við skrifstofuna í síma 51819. Prófkjörslistinn er þannig skip- aður: Bjarni Magnússon, bankafulltrúi, Öldutúni 14. Björgvin Steinþórsson, skipasmið- ur, Urðarstdg 8. Borgiþ'ór Sigfússon, sjómaður, Skúlaskeiði 14. Fanný Ingvarsdóttir, húsfreyja, Herjólfsgötu 22. Guðný Gunnlaugsdóttir, hár- greiðslufcona, Köldukinn 20. Gunnar Hilmarsson, deildarstj., Álfaskeiði 80. Gunnar Hólmsteinsson, viðskipta- fræðingur, Álfaskeiði 104. Gunnlaugur Guðmundsson, Álfa- skeiði 46. Iljalti Auðunsson, skipasmiður, Öldugötu 16. Hjalti Einarsson, trésmiður, Álfaskeiði 88. Hörður Gunnarsson, skrifstofustj., Álfaskeiði 82. Ingvar Björnsson, stud. jur., Sléttuhrauni 28. Jón Pálmason, skrifstofustj., Ölduslóð 34. Kristinn Ketilsson, verzlunarráðu- nautur, Erluhrauni 13. Kristbjörg Ásgeirsdóttir, hús- freyja, Ál'faskeiði 92. Kristinn Guðnason, verzlunarstj., Hólabraut 14. Lárus J. Guðmundsson, bréfberi, Hringbraut 19. Magnús Guðmundsson, banka- maður, Hringbraut 7. Margrét Þorsteinsdóttir, hús- freyja, Sunnuvegi 11. Ólafur Bergsson, tækniteiknari, Lindarhvammi 26. Ragnheiður Sveinsbjörnsdóttir, húsfreyja, Smyrlahrauni 34. Reynir Guðmundsson, verkam., Brúsastöðum. Sigríður Karlsdóttir, húsfreyja, Jófríðarstaðavegi 12. Stefán Txi'-’iit-cíon, kennari, Alfaskeiði 78. Stefán V. Þorstcinsson, eftirlitsm., Arnarhrauni 36. Sveinn A. Sigurðsson, vélstjóri, Mávahrauni 10. Vilhjálmur Sveinsson, bifvéla- virki. Bröttukinn 15. Þorvaldur Karlsson, stud. jur. Álfaskeiði 80. Snjóflóð féll á Múlaveg í tvígang SB-Reykjavík, þriðjudag. Snjóflóð féll á Múlaveginn í gær am 3 leytið, en iþá var verið að moka veginn og var ýta stödd í Brikargili, pegar óhappið varð, Annar ýtustjórinn, Valdimar Stein- grímsson, var nýfarinn í kaffi hekn til Ólafsfjarðar, en hinn, Gunnólfur Árnason varð eftir og hélt sctarfinu áfrani. Flóðið féll yfir veginn og færði ýtuna í kaf, þannig að ekki sást nema rétt á þak- ið á henni. Snjórinn braut rúður í húsi ýtunnar og fyllt ist það af snjó og þrengdi hann mjög að Gunnólfi, sem hvorki gat hrært legg né lið. Þegar Valdimar kom aft ur, eftir um klukkustund, fannst honum aðkoman að vonum heldur ósfcemmtileg. Hann fór strax að grafa og tók það hann nokkurn tima, að ná vinnufélaga sín- um út úr ýtunni, Gunnólfur var marinn og shrámaður og orðinn kaldur. Þeir félaa ar komu til Ólafsfjarðar um 5 leytið f gær og var þá gert að sárum Gunnólfs. Seinna um kvöldið fór svo Valdimar aftur út í Brikargil til að reyna að ná ýtunni úr snjónum. Þá sá hann, að annað snjóflóð hafði fallið í veginn, yfir hann og alveg fram í sjó. Mun það hafa verið enn meira en það fyrra, en eng- inn hafði séð það falla. Ýt- uu var grafin upp og gekk það vel, enda margir menn þar að starfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.