Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 20
20 | 30.10.2005
V ið hittumst á kaffihúsi í 14. hverfi Parísar einn haustdag í október ogFred Vargas, eins og hún er kölluð, fær sér koffínlaust kaffi, sem eróvenjulegt val, enda kemur í ljós að hér er engin venjuleg kona á ferð.Ég byrja á að spyrja hana hver sé eiginlega Fred Vargas?
„Ég veit það stundum ekki sjálf. Eins og svo margt annað þá hef ég algjörlega óvilj-
andi orðið þekkt undir þessu nafni,“ segir þessi hógværi, franski rithöfundur í hjá-
verkum. Í næstum tuttugu ár hefur hún skrifað spennusögur, sem hlotið hafa gíf-
urlega athygli í heimalandinu og víða erlendis, verðskuldað lof og fjölda
bókmenntaverðlauna, en bækur hennar eru meðal þeirra söluhæstu í Frakklandi.
Hún segist aldrei hafa stefnt að því að verða rithöfundur og viti varla hvort hún
geti titlað sig sem slíkan, allt þetta hafi gerst fyrir hálfgerða tilviljun. Frederique Varg-
as skrifar undir dulnefni, sem hún valdi ekki einu sinni sjálf.
„Tvíburasystir mín er myndlistarmaður og
tók sér listamannanafnið Jo Vargas þegar við
vorum átjan ára eftir frægri persónu úr klass-
ískri bíómynd með Ava Gardner. Það var ekki
gert í mikilli alvöru en þegar ég byrjaði að skrifa
vantaði mig annað nafn en mitt eigið til að
standa fyrir alla þessa vitleysu svo það skaraðist
ekki við alvöru vinnuna mína. Mér fannst
ómögulegt að taka annað eftirnafn en það sem
systir mín hafði valið sér,“ segir Vargas en með
„vitleysu“ á hún við skrif sín.
Skáldaði nýja atvinnugrein | Fred Vargas er
fornleifafræðingur að mennt og hefur haldið
áfram að starfa í fornleifafræðinni. Hún er sér-
hæfð í uppgreftri dýrabeina og rannsóknum á
Svarta dauða en sinnir ritstörfum þegar hún
kemst í gott frí.
„Ég skrifa til að fá hvíld frá fornleifafræð-
inni. Ég geri enga sérstaka heimildarvinnu, ég
er ekki einu sinni með blokk á mér til að skrifa
hugmyndir því það er einmitt það sem ég geri
allan daginn í hinni vinnunni; að safna upplýs-
ingum. Skrifin eru því að mestu leyti uppspuni,
ekki mjög vísindaleg og að mínu mati saman-
safn af fáránlegum hugdettum. Þegar ég fæ
hugmynd þá losna ég ekki við hana. Oft byrja
ég bók út frá einni frekar heimskulegri, eins og
þessi „kallari“ frá Bretagne er í sögunni minni
„Pars vite et reviens tard“ („Kallarinn“ á íslensku). Hverjum dettur svoleiðis vitleysa
í hug? Ég hafði afneitað honum í þremur bókum en varð að nota hann að lokum ein-
hvers staðar því annars hefði hann ekki látið mig í friði,“ segir Vargas og brosir.
Ekki svo afleit hugmynd eftir allt saman þessi kallari, sem er einhvers konar blanda
mannlegrar útgáfu á einkamál.is og gamaldags smáauglýsinga, vegna þess að hann
gegnir svipuðu hlutverki, en er algjörlega úr takti við hraða nútímasamfélagsins. Kall-
arinn er ein vinsælasta saga Vargas og er einn þekktasti leikstjóri Frakka, Régis Warg-
nier, að undirbúa kvikmynd byggða á henni. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu fyrir
jólin hjá bókaútgáfunni Grámanni og fjallar um kallarann LeGuern frá Bretagne,
sem stendur á kassa á torgi í París og les tilkynningar hárri röddu tvisvar á dag gegn
lágri greiðslu. Einn góðan veðurdag fara skuggalegar og torskildar tilkynningar að
berast um nýjan faraldur svarta dauða og þegar svört lík fara að dúkka upp er teng-
ingin óhjákvæmileg. Kemur þá til sögunnar Adamsberg lögregluforingi sem reynir
að komast að því hvað sé á seyði.
Hugmyndin hefur vakið svo mikla athygli að út frá sögunni hafa um hundrað
„kallarar“ orðið til um allt Frakkland sem lesa tilkynningar á torgum nokkrum sinn-
um á dag. Tilkynningarnar eru allt frá ljóðum og litlum ábendingum til ástarjátninga
og skammaryrða.
„Einn þessara alvöru kallara sendi mér nokkur sýnishorn af því sem hann hefur
verið beðinn um að lesa. Ljóðin eru auðvitað misgóð og svo eru litlar setningar eins
og „það væri voða gott ef bílarnir myndu hægja á sér á litla stígnum sem liggur að
kirkjugarðinum“. Einnig er fullt af snilldarlegum bröndurum og man ég sérstaklega
eftir einum sem ég las í fyrradag: „Betra er að það rigni þegar veðrið er vont en þegar
veðrið er gott.“ Það sem fólki dettur í hug er betra en nokkur skáldskapur,“ segir
Vargas.
Skemmtilegra ef einhver er að hlusta | Vargas er ekki beinlínis hinn dæmigerði sjálf-
umglaði rithöfundur. Þótt bækur hennar hafi verið gefnar út í yfir 35 löndum og
þýddar á fjölda tungumála skilur hún ekkert í eigin velgengni og segist aðallega skrifa
sér til skemmtunar.
„Ég reyndi við teiknimyndasögur og svo tónlist en ég spilaði á harmonikku í 10 ár
þar til ég loksins áttaði mig á því að ég væri afleitur músíkant. Þá ákvað ég að snúa
mér að glæpasögum mér til skemmtunar, að tónlist orðanna. Tilgangurinn hefur aldr-
ei verið sá að eiga metsölubók og í rauninni kemur mér ekkert við hvort bækurnar
eru lesnar af fjölda fólks eða ekki, enda breytir það engu fyrir söguþráðinn sem ég
skrifa. Þær urðu ekki vinsælar fyrr en fyrir örfá-
um árum, og ég hef ekki hugmynd um af
hverju. En eins og með alla sögur þá er auðvitað
skemmtilegra ef einhver er að hlusta.“
Vargas er þekkt fyrir óvenjulegar aðferðir í
skrifum sínum, en hún skrifar yfirleitt alla sög-
una samfellt á þremur vikum og tekur síðan
mikinn tíma í að leiðrétta og fara yfir og er að
eigin sögn mjög smámunasöm. Að lokum kem-
ur að því að hennar helsti ráðunautur, tvíbura-
systirin Jo, segir að nú sé nóg komið og bókin
kemst í prentun.
Þessar þrjár vikur þegar Vargas tekst að taka
sér frí og skrifa bók segist hún stundum ekki
sofa því „rennslið“ sé komið af stað og ómögu-
legt sé að stoppa það. „Ég reyni að leggja vinnu
í „plottið“ sem er rauði þráðurinn í sögunni og
það skiptir máli að vera með spennu í spennu-
sögu auðvitað. En ég á mjög erfitt með að finna
morðingja, mér finnst það ekki skemmtilegt.
Það sem ég hef miklu meiri áhuga á er fólkið,
hin mannlegu samskipti, og ég er oft komin
með heilu samræðurnar þótt sagan sé ekki skýr
í upphafi. Það er erfiðast að ganga frá allri þess-
ari „skítahrúgu“ eins og ég kalla það, þegar ég
nálgast endinn. Ég veit hvernig sagan á að enda
en veit yfirleitt ekki hvernig ég á að komast
þangað fyrr en í bláendann. Oft er ég jafnvel
hrædd um að ég nái ekki að klára söguna. Í rauninni skrifa ég nýja sögu í hvert skipti
til að sjá hvort ég geti það.“
Það hefur gengið vel hingað til og er von á tólftu bókinni innan skamms, sem mun
einfaldlega heita „Tólf“.
Bókmenntalegur rembingur | Vargas kemur úr vel menntaðri fjölskyldu. Faðir hennar,
sem er látinn og hafði mikil áhrif á hana, var mjög bókmenntalega sinnaður og móð-
irin stærðfræðingur. „Faðir minn var ekki mikið fyrir spennusögur, fannst það líklega
ekki alvöru bókmenntir, Frakkar eru líka nokkuð snobbaðir þegar kemur að því að
stimpla bókmenntir.
Okkur Frakka vantar hógværð, við höldum ennþá að við séum miðpunktur al-
heimsins og best menntuð af öllum, sem er ekki endilega satt – það er einhvers konar
bókmenntalegur rembingur sem tórir hér. Það er litið niður á spennusögur eins og
þær séu verri sögur en aðrar. Margir vilja meina að ef bók er vinsæl þá sé hún ekki
góð.
Ég held að spennusögur séu mikilvægur hlekkur í lífi okkar. Og þær eru jafn-
gamlar og mýtur og ævintýri. Við þurfum á þessum litlum andartökum af spennu að
halda. Saga er ekki nærri því eins skemmtileg ef það er ekki eitthvað illt sem hræðir
okkur svolítið. Það þarf að byggja upp spennuna og það tekur tíma. Morðingi í nú-
tíma spennusögu eða skrímsli í fornsögum Grikkja tákna það sama. Innri hræðsluna
sem við þurfum öll að takast á við. Meginatriði spennusagna er að skilja hættuna.
Þegar okkur tekst að skilja hættuna og vitum hver er morðinginn þá er spennusagan
búin. Okkur tekst að eyða óvissunni og leysum vandann. Ég held einmitt að spennu-
MORÐINGINN TÁKN
INNRI HRÆÐSLU
Einn fremsti spennusagnahöfundur Frakklands, Fred Vargas, skrifar í frítíma sínum og berst fyrir sýknu
meints hryðjuverkamanns á milli þess sem hún rannsakar svarta dauða og vísbendingar frá miðöldum.
Eftir Söru Kolka
Fred Vargas: „Þegar
okkur tekst að skilja
hættuna og vitum hver
er morðinginn þá er
spennusagan búin.“