Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VINSÆLASTI HÖFUNDUR Í HEIMI DAN BROWN NÝ BÓK Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU EFTIR MEISTARA SPENNUSÖGUNNAR F í t o n / S Í A F I 0 1 4 7 7 2 - The Washington Post SVONA Á AÐ SKRIFA SPENNUSÖGUR. ÞESSA BÓK LEGGURÐU EKKI FRÁ ÞÉR FYRR EN AÐ LESTRI LOKNUM“ „ FRAM Í DAGSLJÓSIÐ Fjölmennur stofnfundur aðstand- endahóps Geðhjálpar var haldinn í gær undir yfirskriftinni „Fram í dagsljósið“. Á fundinum var m.a. rætt um það hvernig verja ætti þeim 1,5 milljörðum sem ríkisstjórnin hyggst setja í búsetumál og end- urhæfingu geðsjúkra. Sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra að gera mætti ráð fyrir að fyrsta sam- býlið, kostað af þessu fjármagni, risi strax á næsta ári. Óttast refsiaðgerðir SÞ Stjórnvöld í Sýrlandi reyndu ákaft í gær að afstýra því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti refsiaðgerðir gegn ríkinu vegna gruns um aðild að morðinu á Rafik Hariri. Segjast Sýrlendingar nú ætla að standa fyrir eigin rannsókn á morðinu en nýlega var birt skýrsla á vegum SÞ þar sem Sýrlendingar eru bendlaðir við morðið. Í ályktun SÞ sem borin verður upp í öryggis- ráðinu er þess krafist að hinir seku verði dregnir fyrir rétt. Ný rannsókn á fátækt Um 2,6% barna sem voru þátttak- endur í rannsókn á viðhorfum reyk- vískra barna til fátæktar sögðu að stundum væri ekki til nóg að borða heima hjá þeim og 1% kvaðst finnast það vera fátækt. Alls 4% sögðu fjöl- skyldu sína hafa áhyggjur af pen- ingum og 29% þeirra sögðust þekkja einhvern sem væri fátækur. Niður- stöðurnar byggjast á svörum 10 til 12 ára barna í þremur grunnskólum. Kasmírbúar sprengdu Lítt þekktur hópur herskárra að- skilnaðarsinna í Kasmír hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðunum í Nýju-Delhí á laugardag. Minnst 61 lét lífið í tilræðunum þremur og yfir 200 særðust. Tvær af sprengjunum sprungu á fjölförnum mörkuðum á annatíma í borginni en þriðja sprengjan fannst í strætisvagni og tókst að fleygja henni út. Engin loðna finnst Loðnuleiðangri Hafrann- sóknastofnunar, sem hefjast átti 5. nóvember, hefur verið slegið á frest um ótilgreindan tíma. Leiðangri fjögurra loðnuskipa lauk í liðinni viku, án þess að loðna fyndist svo nokkru næmi. Að sögn fiskifræðinga hefur nánast engin loðna alist upp hér við land sl. þrjú ár. Seiðin virðist hafa rekið inn í Austur-Grænlands- strauminn og alist upp við Austur- Grænland. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 30/33 Vesturland 12 Myndasögur 30 Viðskipti 13 Víkverji 30 Erlent 14/15 Staður&stund 31/32 Daglegt líf 16/17 Velvakandi 31 Menning 18/19, 34/37 Leikhús 33 Forystugrein 20 Bíó 34/37 Umræðan 22/24 Ljósvakar 38 Bréf 24 Veður 39 Minningar 25/27 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FÁTT er notalegra en að ganga sér til hressingar úti í náttúrunni, hvort heldur jörð er hvít eða græn. Að finna frostið bíta í kinnarnar, fá tár í augun undan kuldanum, frjósa lítið eitt á tánum og vita að það bíði manns ullarteppi og mögulega heitt kakó þegar heim er komið. Nokkrir göngugarpar voru á ferðinni við Vífilsstaðavatn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið framhjá í gær í froststillunum sem ríktu á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Sverrir Heilsubótarganga í froststillum TIL stendur að taka upp vegabréf með stafrænni ljósmynd og fingrafari handhafa. Reiknað er með að útgáfa slíkra vegabréfa hér á landi hefjist í apríl á næsta ári, að sögn Þorsteins Helga Steinarssonar, verkefnastjóra hjá dómsmálaráðuneytinu vegna inn- leiðingar vegabréfa með lífkennum. Eftir þann tíma verða allar myndir í vegabréf teknar hjá sýslumannsemb- ættum, en Þorsteinn segir breyt- inguna í samræmi við alþjóðlega staðla. Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, segir að þessi breyting muni hafa áhrif á starf- semi ljósmyndastofa. Á sumum þeirra séu nú teknar allt að 80 passa- myndir á degi hverjum, en hver myndataka kosti um 2.500 krónur. Því sé ljóst að „þó nokkrar stofur verða að hætta starfsemi“. Hann seg- ir að dómsmálaráðuneytið hafi ekki haft samband við Ljósmyndarafélag- ið vegna málsins. Þörf verður á nýjum búnaði vegna töku myndanna. „Þetta er í útboði hjá Ríkiskaupum. Það eru aðilar sem hafa fengið tækifæri til þess að selja ríkinu búnaðinn sem þarf til þess að gera þetta,“ segir Gunnar Leifur. Hann telur furðu sæta að aðilar hjá Ljósmyndarafélaginu hafi hvorki fengið vitneskju um málið né tækifæri til þess að bjóða í búnaðinn. Hann segist vita um einn aðila innan félags- ins sem hafi boðið í hann eftir að hann frétti fyrir tilviljun um útboðið. Gunnar Leifur segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðu- neytinu og öðrum aðilum en enn ekki fengið þær. „Ég bíð líka eftir upplýs- ingum um hvort þetta eigi að tengjast Reiknistofu bankanna. Við viljum fá að vita hvort til standi að veita bönk- unum aðgang að myndasafninu, en það skiptir verulegu máli fyrir okk- ur,“ segir hann. Allir á sýslumannsskrifstofur Hann bendir á að það taki tíma að þjálfa starfsfólk sýslumannsembætt- anna auk þess sem það muni taka nokkur ár að mynda alla landsmenn inn í þetta nýja kerfi. Hægur leikur sé fyrir ljósmyndara að senda myndir frá sér með rafrænum hætti. „Við tökum stafrænar myndir af öllum og getum sent þetta rafrænt um leið og fólk gengur út af ljósmyndastofunni í stað þess að ætla að þvæla öllum inn á sýslumannsskrifstofurnar.“ Þorsteinn Helgi segir að ekkert sérstakt samráð hafi verið haft við Ljósmyndarafélagið vegna málsins. Reynt hafi verið að ná sambandi við Samtök iðnaðarins vegna þess og þar lögð inn skilaboð, en engin viðbrögð hafi borist þaðan. Formaður Ljósmyndarafélags Íslands óttast afleiðingar nýrra reglna Myndatakan færist frá ljós- myndurum til sýslumanna Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÞORSTEINN Helgi Steinarsson segir að ákveðnar kröfur séu gerð- ar til myndanna sem settar verða í nýju vegabréfin. „Við viljum sann- reyna að þau lífkenni sem eru lögð inn séu rétt. Það gerum við með því að taka myndina á umsóknarstað.“ Mismunandi er eftir löndum hvernig brugðist er við kröfum um lífkenni í vegabréfum. „Við höfum horft nokkuð til Svía. Þeir setja upp aðstöðu hjá umsóknaraðila og þar eru öll lífkenni tekin,“ segir Þor- steinn. „Hjá okkur verður þetta gert hjá sýslumönnum og í Reykja- vík verður þetta væntanlega fært Stífar kröfur um lífkenni frá Útlendingastofnun og yfir á lög- regluna í Reykjavík.“ Hann bendir á að á Nýja-Sjálandi hafi verið ákveðið að fólk kæmi með mynd af sér til yfirvalda og þau könnuðu hvort hún stæðist kröfur. Í fyrstu var um 30% mynda hafnað og fólk þurfti að fara og kaupa nýja mynd. Aðspurður segist Þorsteinn Helgi ekki telja að nýja kerfið verði þungt í vöfum þegar fram í sækir, en vissulega kunni byrjunarörð- ugleikar að gera vart við sig. Ekki þarf að bæta við starfsfólki hjá sýslumannsembættunum vegna nýju vegabréfanna. OLÍUFÉLAGIÐ (ESSO) lækkaði verð á bensíni og dísilolíu um helgina. Viðmiðunarverð í sjálfsaf- greiðslustöð með fullri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu er nú 109,20 kr. á hverjum lítra af bensíni og 108,10 kr. á lítra af dísilolíu. Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá ESSO, sagði verð eldsneytis hafa lækkað meira undanfarna daga en menn hefðu bú- ist við, í ljósi þess að nú er að koma vetur. Vegna þess hvað verðið varð hátt í haust er leið er áhrifa vetr- arins ekki farið að gæta. Magnús segir að verðið hafi verið orðið svo hátt að það hafi varla getað annað en lækkað. Ekki er bein fylgni á milli verðþróunar á bensíni og dísilolíu, að sögn Magnúsar. Dísilolía er víða notuð til húshitunar og við eðlilegar kringumstæður á olíumörkuðum mætti þess vegna búast við meiri lækkun á bensíni en dísilolíu í vetr- arbyrjun. Magnús taldi að bilið á milli bensíns og dísilolíu myndi frek- ar breikka á næstunni. Nú hefur verið spáð kuldum í Bandaríkjun- um, og það getur haft áhrif á verð dísilolíu. Í janúar síðastliðnum kom upp sú óvenjulega staða að bensín var dýrara en dísilolía, sem var mjög óeðlileg staða, að sögn Magn- úsar. Í eðlilegu árferði ætti bensínið að lækka meira en dísillinn, vegna vetrarins. „Svo ætti verðið að snú- ast við þegar kemur fram á sumar, hvað sem verður,“ sagði Magnús. Eldsneyti lækkar í verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.